Dagblaðið - 29.01.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 29.01.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981. ' -------------------------------- Viðbrögð fólks valda vonbrigðum: „ASTÆÐULAUST AÐ ÓTTAST MANNTAUД „Viðbrögð fólks, eins og þau birt- ast til dæmis í lesendadálkum dag- blaða, valda okkur vissulega von- brigðum sem að manntali stöndum,” sagði Klemens Tryggvason Hagstofu- stjóri í samtali við Dagblaðið i gær. Manntalið sem fram fer um helg- ina um alla landsbyggðina hefur vakið dálitla tortryggni meðal fólks og í lesendaskrifum í blöðunum und- anfarna daga hefur mátt lesa að- finnslur vegna manntalsins. Langoft- ast er viðkvæðið það að með mann- talinu séu yfirvöld að hnýsast í per- sónulega hagi manna, spurningar séu jafnvel nærgöngular. Einnig ber á ótta við að óviðkomandi menn geti siðar gluggað í skýrslurnar og orðið sér þannig úti um upplýsingar um borgarana sem þeir ættu eðlilega ekki að hafa aðgang að. Hagstofustjórinn er þó ekki í minnsta vafa um að slíkur ótti sé ástæðulaus með öllu: „Spurningarnar eru hversdags- legar og ónærgöngular. Við skiljum auðvitað að manntalið veldur fólki vissri fyrirhöfn og ónæði, en við væntum þess að geta átt gott sam- starf við alla, þannig að erfiðleikar verði sem smávægilegastir. Það er Klemens Tryggvason Hagstofustjóri. viðkomandi á skýrsluna og merkja við hverju hann neitar að svara. Meiragerist ekki í bili.” Teljið þið að langflestir séu full- færir um að fylla út skýrslurnar á DB-mynd Ragnar T h. Slgurosson. eigin spýtur eftir leiðbeiningum fjöl- miðlanna? „Já, auk upplýsinga og leiðbein- inga í blöðunum, þá er sjónvarps- þáttur á föstudagskvöldið (sem búið svo um hnúta að upplýsingarnar geta ekki orðið neinum til ógagns síðar meir. Starfsmenn eru bundnir skilyrðislausri þagnarskyldu.” En neiti menn að svara spurning- unum? ATLI RUNAR HALLDORSEON „Teljarar hafa fyrirmæli um að kynna fólki að því sé skylt lögum samkvæmt að veita upplýsingarnar sem um er beðið. Ég ætla ekki fyrir- fram að gera ráð fyrir að nokkur bregðist við á þann hátt, en komi það fyrir varðar slíkt við lög. Heimilt er að sekta um allt að 5Ó0 nýkrónum. ” Yrði litið jafnalvarlegum augum á það ef menn neita að svara einni spurningu eða öllum? „Það get ég ekkert sagt um núna, teljari myndi í öllu falli setja nafn \ —segirKlemens Tryggvason hagstofustjóri endurtekinn er kl. 4 á laugardag) til kynningar. Við bindum miklar vonir við sjónvarpið og hvetjum fólk til að sitja með skýrsluformin við sjónvarp- ið og fylla þau út með aðstoð stjórn- enda þáttarins. Ef það af einhverjum ástæðum tekst ekki er hægt að bíða teljaranna sem koma í heimsókn á sunnudaginn. Þeir eru undir það búnir að veita alla aðstoð sem með þarf.” f einu lesendabréfi var því haldið fram að íslendingar væru einir um það að gera manntöl og það væri óþarft frumkvæði af okkar hálfu . . . „Þetta er mikil fjarstæða. Land sem vill vera fullgilt í samfélagi þjóð- anna verður að uppfylla lágmarks- kröfur, þar á meðal þær að gera manntöl. Sameinuðu þjóðirnar beita sér fyrir að þjóðir taki þátt í alþjóð- legu samstarfi um manntal. Samein- uðu þjóðirnar lögðu til að manntöl yrðu tekin í flestum löndum heims 1980 og 1981. Þannig voru Banda- ríkjamenn skrásettir í fyrravor, Norðmenn, Svíar og Finnar í haust og vetur, og Efnahagsbandalagslönd- in efna til manntals að vori.” - ARH ^ Af hending sveinsbréfa íhúsasmíöi: Mesti fjöldi semhefurút- skrifazt áeinuári Afhending sveinsbréfa fór fram sl. laugardag i hófi sem Meistarafélag húsasmiða hélt af þessu tilefni 1 Hreyfilshúsinu við GrensáSveg. Við- staddir athöfnina voru auk nýsveina makar þeirra og/eða foreldrar, við- komandi meistarar og aðrir gestir, samtals um 200 manns. Að þessu sinni útskrifuðust 86 ný- sveinar, en það er mesti fjöldi sem út- skrifast hefur á einu ári í húsasmíði í Reykjavík. Árið 1978 útskrifuðust 85 nýsveinar, en meðalfjöldi undanfar- inna ára hefur verið nálægt 70. í þeim hópi sem nú útskrifast eru 6 nemendur frá Fjölbrautaskólanum i Breiöholli, en áður hafa 7 nemendur lokið prófi samkvæmt hinu nýja fjöl- brautaskólakerfl, þar sem alit nám, bóklegt og verklegt, fer fram innan veggja skólans, eða á vegum hans. H'rtaveita Borgamess: Aðveitu- æðin að verða Senn líður að þvi að hitaveitan frá Bæ í Bæjarsveit fari að ylja Borgnes- ingum og nágrönnum þeirra. Þessa dagana er verið að þrýstiprófa aðveitu- æðina frá Bæ og vinna við annan frá- gang. Þeir félagarnir á myndinni, örn Oddgeirsson og Magnús Gissurarson (fjær) voru að vinna við að einangra stálpípu aðalæðarinnar skammt fyrir neðan brúna yfir Grímsá hjá Fossatúni. Þeir sögðu að rysjótt veðrátta hefði gert þeim erfitt fyrir í vetur, en unnu af kappi við verkið í hlýindunum og rign- ingarúðanum á þriðjudaginn. DB-mynd Sig. Þorri. Guðjón Pálsson skipstjóri á loðnuskipinu Gullbergi: „Loðnan hvergi nærii í dauðateygjunum” — „maður er í stöðugum sóknarslag við kerfið og fræðingana” „Maður er alltaf í sóknarslag við kerfið og fræðingana,” sagði Guð- jón Pálsson skipstjóri á loðnuskipinu Gullbergi VE í fyrradag. Gullbergið var þá að landa loðnu á Eskifirði. „Þessar yfirlýsingar fiskifræðing- anna um mikið minna loðnumagn nú eiga ekki við rök að styðjast,” sagði Guðjón. „Við höfum orðið varir við talsvert magn hérna fyrir utan. Loðn- an hefur hins vegar staðið djúpt vegna tunglskins og veðurfars. Þá erum við sjómenn ekki ánægðir með hvernig staðið er að loðnuleit- inni. Þeir hafa verið í leitinni bæði á Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni. En þegar brælir leita þessi skip alltaf upp undir eða til hafnar. Veiðiskipin halda hins vegar sjó þar til brælan er gengin yfir. Séu fiskileitarskipin hins vegar i höfn þar til brælan er gengin yfir, þá kann að vera aö það sé fariö að bræla af annarri átt þegar þau eru loks komin á miðin. Leitarskipin eru mjög nauð- synleg, en mér finnst að þau ættu að halda sig betur að leitinni. Loðnan er hvergi nærri i dauða-’ teygjunum. Það er hins vegar ekki hægt að segja að það sé nóg af henni eða hana megi veiða ótakmarkað. Og það er ekki okkar hagur að drepa allt niður. En mark fiskifræöinganna er of lágt. Helmingur bátanna er hættur veiðum, þar sem þeir hafa veitt upp í sinn kvóta. Það eru eftir 22—23 bátar á miðunum, sem eiga eftir að landa einu sinni til þrisvar sinnum. Við á Gullberginu eigum eftir þrjá túra. Gullbergið er 340 tonn en lestar 600tonn. Loðnuskipstjórar skora á sjávarút- vegsráðuneytið að fá leitarskipin í einn mánuö til viðbótar til þess að iganga virkilega úr skugga um stærð loðnustofnsins.” - JH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.