Dagblaðið - 29.01.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 29.01.1981, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981. Hallnrimur Marinósson horfir um öxI. Rifjuð upp liðin tíð í Dagsbrúnarafinæli Fyrstu hljómleikar Fræbbblanna á þessu ári — að Hótel Borg í kvöld Ágúst er einn með prókúru Alþýðuflokksins Alþýðuflokkurinn tilkynnti það nýlega í Lögbirtingablaðinu að Ágúst Einarsson hafi tekið við prókúruum- boði fyrir flokkinn og að jafnframt væru öll eldri prókúruumboð aftur- kölluð. Fróðlegt væri að vita, hvort 'Ágúst er ekki eini maðurinn í heimin um, sem hefur einn prókúruumboð fyrir heilan stjórnmálaflokk. Alla vega hljóta þeir að vera fáir, sem hljótaslíkaábyrgð. Ágiat Bnmrtton sannaði strax égœtí sht sam g/aldkmri, nýkjörinn i fíokksþingi AJþýðufíokkskis I rióvember. M gekk hsnn 6 milli með peppakasse undan israeisku Carmel súkku/aðikexi og safrieði i fíokkssfóðinn. „Ég hef ekki tekió vlxil I 20 ár," sagði sá gamli til vinstri á myndinni með . mikilli áherzlu. „Þuð er allt spennt I botn". Þeir voru hressir þessir gömlu kunningjar og voru aldeilis ekki að skqfa af skoðunum sinum. DB-myndir: Siguróur Þorri. Litt var yfir mönnum. Hér eru þeir Gunnar Thoroddscn forsoetisráðherra, FJnar Olgeirsson, nqfhkunnur baráttqjaxl vcrkalýðs, og gamallfélagi I Dags- brún. Freabbbtamir i siðustu hijómieikum sinum á Hótel Borg. DB-mynd: Sig. Þorri. Jóhann biður fytir Bótinni Lítil og nett klausa í Degi á Akur- eyri, skrifuð af Jóhanni Konráðssyni söngvara, vakti athygli okkar. Jóhann stílar hana til skipulagnefnd- ar og orðrétt hljóðar hún svo: „Þessi orðsending er frá innfædd- um innbæingi („ekta Akureyringi”). síðar búsettum á Oddeyri, en nú á Brekkunni. Hann biður ykkur að loka ekki Bótinni (Hafnarstræti) fyrir bílaumferð, nema eins og verið hefur í einstöku tilfellum (t.d. 17. júní, jólaös o.fl.). En gera heldur vel við götuna svo betra verði að aka eftir henni. Gamla gatan þarf að vera iðandi af lífi og umferð.” Verkamannafélagið Dags- brún hélt upp á 75 ára af- mæli sitt í Lindarbæ sl. sunnudag. Margt var um manninn í Lindarbæ og var létt yfir mannskapnum. Þarna hittu menn gömlu kunningjana, þá sem þeir höfðu þolað súrt og sætt með. Ráðherrar og verka- menn sátu saman og ræddu málin eins og gamljr félagar. Þrátt fyrir að stjórn Dags- brúnar hafi ákveðið að gefa styrktarfélögum fatlaðra og aldraðra fé það sem áætlað var til hátíðarhalds í tilefni afmælisins, þá voru veit- ingar ríflegar, nóg kaffi og kökur fyrir alla. - GSE „Þetta verður aðallega kynning á lögunum á plötunni okkar. Við höfum ekki haft tækifæri til að æfa mikið af nýju efni upp á siðkastið, en það stendur til bóta,” sagði Val- garður Guðjónsson söngvari Fraebbblanna í samtali við blaða- mann DB. Hljómsveitin verður með hljómleika á Hótel Borg í kvöld. Hljómleikarnir í kvöld eru hinir fyrstu, sem Fræbbblarnir leika á á þessu ári. ,,Það hefur ýmislegt staðið í veginum fyrir því að við höfum getað verið fyrr á ferðinni,” sagði Valgarður, ,,próf í Háskólanum og sitthvað fleira hefur tafið fyrir. (Þegið þið þarna fyrir aftan.) Þú tekur það svo fram að það kostar bara 25 krónur inn á hljómleikana og þeir standa frá níu til eitt. — Aldurs- takmarkið? Ætli það sé ekki átján ár.” -ÁT' Þessi akJni heiðursmaður heitir Þórlindur Mognússon oger 73 ára að aidri. Hann kom i afmæli Dagsbrúnar tH að hitta gömlu kunningjana. Þórlindur bjó á Eskifirði þangað til fyrir 10 árum, þá fluttist hann tH höfuðborgarinnar. Siðan hefur hann unnið hjá Eimskipafólagi íslands. Nú hofur honum verið sagt upp vegna aldurs og kvíðir honn þvi að honum muni leiðast aðgerðaleysið. Hyggst bakka umhverfis tandið „Það er búið að bjóða okkur nokkrar bifreiðategundir fyrir þetta bakk um landið. Meðal annars getum við fengið Austin herjeppa sem hefur fimm gíra afturábak,” sögðu rit- stjórar tímaritsins Samúels er þeir voru spurðir um fyrirhugaða hring- ferð Hallgríms Marinóssonar húsa- smiðs. Hallgrímur ætlar að aka hana afturábak. FÓLK Hugmyndin að þessu skringilega uppátæki er ekki alveg ný. Hall- grímur stakk því að Samúelsmönnum síðla sumars, hvort blaðið vildi ekki vera með í slíku sprelli. Hins vegar komst hugmyndin ekki til fram- kvæmda þá. Hallgrímur leggur því ekki af stað fyrr en í maí. Hallgrímur hefur möguleika á að komast íheimsmetabók Guinnesfyrir hringferðina. Þar er aðeins getið um tvær afturábak ferðir, báðar frá fjórða áratugnum. önnur var farin um steypta vegi í Bandaríkjunum. Hin var á lokaðri braut. Leið Hall- gríms um þjóðvegi íslands þætti hins vegar fullboðleg í hvaða rall sem er — jafnvel þótt ekið væri áfram. - ÁT Elías vill hreinsanir á Tímanum Jón Sigurðsson hyggst hverfa úr ritstjórastól á Tímanum um sauð- burðinn. Fátt áreiðanlegt heyrist um hvað hann hyggst taka sér fyrir hendur. Kári Jónasson varafrétta- stjóri Útvarpsins var orðaður við Timaritstjórn á dögunum, en nú er það Elías Snæland Jónsson rit- stjórnarfulltrúi á Vísi sem þykir standa starfinu næst. I viðræðum að- standenda Tímans við Elías Snæland hefur komið fram að hann setur það skilyrði fyrir ráðningu sinni, að „hreinsanir” fari fram á Tímanum. Með öðrum orðum að ritstjórarnir Þórarinn Þórarinsson og Jón Helga- son hætti líka. Á þessari kröfu Elías- ar strönduðu viðræðurnar í bili a.m.k.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.