Dagblaðið - 29.01.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 29.01.1981, Blaðsíða 20
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981. Mamtal er atmað og meira en talmng mamrfólksins — Leiðbeiningar f rá Hagstof u íslands um manntal 1981 Hvað er manntal? Manntal er annað og meira en talning mannfólksins á landinu. Manntal er hagfræðileg úttekt, sem hefur fólkið í landinu að viðfangs- efni. Meginatriði sérhvers manntals má telja þrjú: 1) Hvað starfar fólkið í landinu? Þau störf, sem hver þjóð innir af hendi, sú vinna, sem lögð er fram í samfélagi fólks, er þríþætt: atvinna, heimilisstörf og nám. 2) Hvernig skipar fólkið í landinu sér i frumhópa samfélagsins, fjöl- skyldur og heimili? 3) Við hvaða aðbúnað býr fólkið i landinu, að því er varðar húsakost og fleira? andi starfsmenn hennar skulu bundn- ir þagnarskyldu. Teljarar við mann- talið og starfsmenn sveitarfélaga, sem vinna að framkvæmd þess, eru einnig bundnir þagnarskyldu.” Manntalsupplýsingar er ekki hægt að nota neinum einstaklingi í óhag Engar upplýsingar, sem ein- staklingar gefa um sig og sina hagi, verðá notaðar á neinn hátt viðkomandi eða öðrum í óhag. Trygging fyrir þessu er í fyrsta lagi eðli manntalsatriðanna: Ekkert HeimiMsmaður fjarverandi einstaklings er beðinn að gera skýrslu fyrir hann. Manntalið þáttur í alþjóðlegu samstarfi Manntalið 1981 er hið 22. í röð svokallaðra aðalmanntala á íslandi. Það er tekið samkvæmt lögum nr. 76 19. desember 1980. Manntöl eru svo mikilvæg undir- staða allrar vitneskju um stöðu þjóðar, að bæði Þjóðabandalagið gamla og arftaki þess, Sameinuðu þjóðirnar, hafa staðið fyrir al- þjóðlegu samstarfi um 'manntöl: til hvaða efnis þau skuli taka, hvernig ýmis hugtök skuli skýrgreind, o.s.frv., og síðast en ekki síst hvenær þau skuli fara fram. í samræmi við tillögur hagstofu Sameinuðu þjóðanna eru manntöl tekin í flestum löndum heims 1980 eða 1981. Manntal var t.d. tekið í Banda- ríkjunum 1. apríl í fyrravor, í Svíþjóð, 15. september, í Noregi og Finnlandi 1. nóvember síðastliðinn og manntal verður tekið í Efnahags- bandalagslöndunum í vor. í einungis fimm ríkjum heims hefur allsherjarmanntal aldrei farið fram. Þessi ríki eru Eþíópía, Gínea og Mið-Afrika í Afriku, og Laos og Óman i Asíu. Trúnaðarskylda manntalsaðila 9. grein manntalslaganna hljóðar svo: „Upplýsingar skráðar á manntal um einkahagi manna eru einvörð- ungu ætlaðar til hagskýrslugerðar og er óheimilt að láta aðila utan Hag- stofunnar fá vitneskju um þær. Heimilt er þó að láta viðurkenndum rannsóknaraðilum og opinberum stofnunum í té upplýsingar skráðar á manntal, enda sé þá nöfnum og auð- kennisnúmerum einstaklinga sleppt. Úrvinnslu manntalsskýrslna skal Hagstofan ein annast, og hlutaðeig- þeirra varðar fjármuni eða eignir, nema að því er tekur til húseignar. Spurt er um eiganda íbúðar, en slíkar upplýsingar eru í öðru samhengi ekki trúnaðarmál, samanber vottorð úr veðmálabókum. Upphæð tekna kemur ekki fram í manntali, fté hvernig einstaklingar eða heimili verja tekjum sínum. Manntals- skráning getur ekki orðið sönnunar- gagn um neins konar fjárhagsleg málefni, enda trúnaðarskyldan tekin fram á eyðublaðinu. Ekkert manntalsatriðanna getur talist nær- göngult persónulegum högum fólks, enda alls ekki spurt um tómstundir fólks, áhugamál eða skoðanir. í öðru lagi er trygging gegn óhlut- vandri meðferð upplýsinganna veitt í þeirri lögvernd, er trúnaðarskylda manntalslaganna kveður á um, og skýrð var hér að framan. Liður í þeirri vernd er það, að enginn, nema framkvæmendur manntalsins, þ.e. teljarar og aðrir trúnaðarmenn sveit- arstjórna, og starfslið Hagstofunnar við úrvinnslu manntalsins, hefur aðgang að frumgögnum manntalsins, þ.e. þeim eyðublöðum, þar sem manntalsatriðin eru skráð. Eftir úr- vinnslu liggja upplýsingarnar fyrir sem slíkar, sviptar öllum einstaklings- auðkennum, þannig að útilokað er að rekjaþærtil nafngreindra manna. í þriðja lagi felst trygging í viðteknum hefðum við hag- skýrslugerð, en þar er nafnleynd varðandi upplýsingagjafa og hagi þeirra grundvallaratriði, enda brýnt hagsmunamál fyrir þá stofnun, sem að hagskýrslugerðinni stendur. Störf Hagstofunnar byggjast öðru fremur á því, að stofnanir, fyrirtæki og almenningur geti treyst henni fyrir upplýsingum. Þetta gildir um manntal ekki síður en aðra upplýsingasöfnun. Enn fremur má benda á, að manntalslög frá 1920 voru endurskoðuð 1980 og ný lög sett, meðal annars sérstaklega í þeim tilgangi að tryggja rétt einstaklings viðmanntal. Skipulag manntalsins Manntalinu er nú hagað á nokkuð annan hátt en áður. 1960 og fyrr fóru manntöl þannig fram, að teljarar gengu í hús og skrifuðu sjálfir niður eftir fyrirsögn heimilis- manna allar upplýsingar um fólkið, í- búðir og hús á eitt og sama eyðublað fyrir allt húsið. Við þetta manntal er fólki ætlað að fylla sjálft út skýrslu sína. Formi eyðublaðanan er breytt þannig, að viðfangsefni manntalsins er skipt á þrjú blöð: Einstaklingsskýrslu, sem gera skal um alla 12 ára og eldri um siðustu áramót, íbúðarskýrslu og hússkýrslu. Svokallað krossa- prófskerfi er notað, en það gefur færi á að orða spurningar nákvæmar og einhlítar en annars, og auðveldara verður að svara. Þessi aðferð er nú notuð við manntöl í flestum löndum. T.d. getur gamall maður, sem er hættur að vinna og stundaði ekki nám eftir fermingu, útfyllt sína einstaklingsskýrslu einvörðungu með því að setja krossa, nema hvað hann þarf að skrifa heimilisfang í I. lið, og heiti lífeyrissjóðs, ef það á við. Sama á við alla aðra, sem stunda ekki at- vinnu, hvort heldur það eru ungling- ar, húsmæður, öryrkjar eða aðrir — þeir geta svarað einstaklings- skýrslunni á þennan einfalda hátt. Örvar á eyðublaðinu vísa, hvernig svara skal og hverju má sleppa, þegar svo ber undir. Auk þess sem hægt er að nota „krossapróf” leiðir sú tilhögun, að hver maður gerir sína einstaklings- skýrslu, til þess, að allir geta fyllt út skýrsluna samtímis, eftir leiðbeining- um í fjölmiðlum. Föstudagskvöld 30. janúar kl. 21.15 verður 30 mínútna þáttur í sjónvarpinu, þar sem farið verður yfír spurningar einstaklings- skýrslueyðublaðsins í því skyni, að hver og einn útfylli það fyrir sig eftir leiðbeiningum í þættinum. Hann verður endurtekinn í sjónvarpi kl. 16 á laugardag 31. janúar. Einstaklingsskýrslan Einstaklingsskýrslu á að gera um alla, fem fæddir eru 1968 eða fyrr. Hana þarf hver og einn að gera sjálfur, eða aðrir fyrir hann, þar sem hann á sólarhringsdvöl 31. janúar. Fyrir þá, sem dveljast annars staðar en á lögheimili sínu, þarf annað V32 H2^ s heimilisfólk að gera einstaklings- skýrslu. Sérstök áhersla er lögð á, að einstaklingsskýrsla skal ekki gerð á dvalarstað fyrir þá, sem liggja í sjúkrahúsi til tímabundinnar dvalar, og er því nauðsynlegt, að heimilis- menn, sé um þá að ræða, vandi til einstaklingsskýrslugerðar fyrir þá, sem eru fjarverandi vegna sjúkrahús- dvalar. Gera skal einstaklingsskýrslu uih alla íslendinga, sem eru i skólanámi eða öðru námi erlendis, svo og fjölskyldu þeirra, nema fyrir liggi, að þeir séu alfluttir tii útlanda. Á sama hátt skal skrá aðra íslendinga erlendis, ef talið- er, að þeir muni setjast aftur að á ísiandi. Nánustu venslamenn íslendinga erlendis gera einstaklingsskýrsluna fyrir þá. Samkvæmt eðli máls er ekki krafist tæmandi útfyllingar einstaklings- skýrslublaðsins fyrir þá, sem dveljast erlendis, t.d. þarf engu að svara, sem varðar vikuna 24.-30. janúar 1981. Eins og eyðublaðið ber með sér skal skýrslan auðkennd viðkomandi einstaklingi efst með nafni hans og fæðingardegi. í línuna, sem merkt er „Staður”, skal skrifa dvalarstað einstaklingsins, nema skýrslan sé gerð af öðrum en honum sjálfum vegna fjarveru hans frá lögheimili 31. janúar, þá skal rita lögheimilið þarna. Séu fleiri en ein íbúð í húsi, þarf að tilgreina hvaða íbúð skýrslan tilheyrir, t.d. 2. hæð til hægri eða Tilgangur manntalsins Tilgangur manntalsins verður skýrastur, ef við athugum hvað manntal er. Það var gerð grein fyrir þvi í upphafi máls. Allir, sem á ein- hvern hátt þurfa að þekkja þróun mála og ás'and á þeim sviðum, sem manntal tekur til, verða að reiða sig á niðurstöður manntals, eða áætlanir byggðar á þeim. Einstaklingar, fyrir- tæki, félög og opinberir aðilar þurfa sífellt að vega og meta hin ýmsu mál, sem varða fólkið í landinu, ýmist til þess að fylgjast með breytingum, sem verða eða hafa áhrif á þær. — Spurningar sem lagðar eru fyrir al- menning í þessu manntali miða allar að því, að afla þekkingár á þeim sviðum, sem manntal tekur til. Til frekari skýringar á einstökum spurningum, skulum við athuga tilgang þeirra hverrar fyrir sig. Heimilisfangaspurningin (1) Með þessari spurningu fæst efniviður til þess að athuga ýtarlega fólksflutninga milli sveitarfélaga og milli hverfa innan sama sveitarfélags, t.d. Reykjavíkurborgar. Sveitar- félögin eru mjög áhugasöm um góðar upplýsingar um þetta atriði. Sambúöar- og hjóna- bandsspurningar (2—3) Hlutverk 2. og 3. liðs er fyrst og fremst að leiða í Ijós umfang óvígðrar sambúðar á Islandi. Talið er að hún hafi farið i vöxt undanfarin ár og hefur löggjafinn reynt að tryggja réttindamál þeirra, sem eru í óvígðri sambúð, og er hún því nú lagalega viðurkennd að nokkru leyti sem hjónabandsform. Það er mikilvægt að fá fram, hve margt fólk telur sig nú vera í óvígðri sambúð á íslandi, og hve lengi sú sambúð hefur staðið. Ýmislegt bendir til þess að óvígð sambúð sé oft undanfari vígðrar sambúðar, þ.e. hjónabands í hefðbundinni merkingu. Einmitt þess vegna er spurt um upphafsár bæði sambúðar og hjónabands, þar eð þá kemur fram hvort óvígð sambúð er undanfari hjónabands, og hve lengi hún stóð. Athugið sérstaklega, að einungis er spurt um sambúð og hjónaband, sem er við lýði manntalsdaginn. Ekkert skal upplýsa um sambúð og

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.