Dagblaðið - 29.01.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 29.01.1981, Blaðsíða 28
Atlantshafsf lugið „auðvitað inni í myndinni líka”: NÝTT FÉLAG UM FLUG- OG FERMMÁL STOFNAÐ —á næstunni af fólki úr Loftleiðaarmi Flugleiða og f leirum Stofnun nýs félagsskapar um flug- og ferðamál á íslandi verður tilkynnt innan tíðar. Fólk úr gamla Loftleiða- armi Flugleiða er aðaldrifkrafturinn í félagsstofnuninni, þar á meðal núver- andi og fyrrverandi starfsmenn Flug- leiða. í hópnum er meðal annarra fólk sem var sagt upp störfum hjá félaginu þegar alvarlegir rekstrar- erfiðleikar gerðu vart við sig. Aðstandendur nýja félagsins hafa staðfest í samtali við Dagblaðið að fljótlega muni heyrast frekar frá þeim um málið en vildu að öðru leyti 'ekki ræða í smáatriðum hvað fyrir þeim vakir. Innan skamms verður kosin stjórn fyrir félagið, sem stýrir framhaldsstarfi. Könnun vegna hlutafjársöfnunar er þegar komin í gang og að sögn „sýna margir þessu áhuga enda finnst fleirum eins og okkur að flugmálum íslendinga sé ekki vel stjórnað.” Stefnt er að því að strax i sumar láti nýja félagið til sín taka í flug- og ferðamálum. Hugmyndir eru m.a. um aðstofna til ferðaskrifstofurekst- urs í einhverri mynd, leita markaða á nýjum og gömlum slóðum erlendis, stunda leiguflug og jafnvel skipu- leggja ferðalög á landi. Spurningu þess efnis, hvort félagið mundi sækja um að fá að spreyta sig á flugi á Atlantshafsleiðinni svöruðu viðmælendur á þá leið, að það væri „auðvitað inni í myndinni líka”. Og ennfremur: ,,Svo á að heita að Flug- leiðir haldi uppi Atlantshafsflugi. Mönnum þykir það þó öfugmæli þegar jafnframt er horft á stöðugan samdrátt í rekstri félagsins og eyði- leggingu sölukerfisins erlendis.” - ARH Skarð rofið í einkamúr Flugleiða: Iscargo í farþegaf lugið f apríl — Holiendingar gáfu „grænt Ijós” í gær, „næsta skrefið er að útvega flugvél,” segir Kristinn Finnbogason framkvæmdastjóri Stjórnvöld í Hollandi hafa staðfest fyrir sitt leyti leyfi til handa flugfélag- inu íscargo hf. til farþega- og vöru- flugs á leiðinni Ísland-Holland. Krist-, inn Finnbogason framkvæmdastjóri íscargo staðfesti í morgun í samtali við Dagblaðið að fyrirtækinu hafi í gær borizt skeyti þess efnis. „Við höfum beðið mánuðum saman eftir svari Hollendinga, en nú þegar það er fengið er næsta skrefið að útvega flugvél til að nota á þessari leið,” sagði Kristinn. Og hann og samstarfsmenn hans gengu strax í að útvega sér farkost. Búizt er við að síðdegis í dag eða í fyrramálið verði jjóst hvaða flugvélategund verður fyrir valinu. Athyglin beinist aðallega að vélum af gerðunum Boeing 727— 100 og Electra. Yrði vél tekin á leigu en jafnframt þannig að íscargo hefði forkaupsrétt að henni. „Við stefnum að því að byrja far- þegaflugið strax í apríl, fyrst 2svar í viku, síðar 3svar í viku,” sagði Krist- inn Finnbogason. íscargo hefur flutt vörur frá íslandi til Evrópu, sem kunnugt er. Farþegaflug á vegum félagsins er nýlunda. Um leið er tekið upp í fyrstu sinn áætlunarflug til meginlands Evrópu á vegum annars félags en Flugleiða frá sameiningu Flugfélags íslands og Loftleiða. -ARH. Elías Snæland rítstjóri Tímans? „VERIÐ Á ÞAÐ MINNZT” „Það hefur verið á þetta minnzt en það er ekkert ákveðið ennþá,” sagði Elías Snæland Jónsson ritstjórnar- fulltrúi á Visi um það sem flogið hefur fyrir að hann muni færa sig um set yfir Síðumúlann og setjast í sæti fréttaritstjóra á Timanum. Sagt erað Jón Helgason, ritstjóri Tímans, hafi hug á að draga sig út úr erli frétta- mennskunnar eftir langt starf á þeim vettvangi. Elías Snæland var blaða- maður á Tíinanum um árabil en síðan ritstjóri Nýrra þjóðmála áður en hann réðst til Vísis. -JR. Eftir áratunakaup Islendinpa á olíuvörumfrá Sovétríkjunum einnöngu er nú aö veröa hreyting á. flér við strendur sjást nú hrezk olluskip og raunar hafa menn fundið sér- kennilepa lykt af henslni wttuðu frá ttretum slðustu vikur. Þá eru einniy uppi huy- myndir að leita til Norðmanna um ollukaup. Myndin var tekin af ensku olluskipi við Laugarnestanga. DB-mynd Einar Ólason. frjálst, úháð dagblað FIMMTUDAGUR 29. JAN. 1981. Skákþing Reykjavíkur: Helgi stendur bezt að vígi í 7. umferð Skákþings Reykjavíkur, sem tefld var í gærkvöld, urðu þau úrslit helzt, að Karl Þorsteins vann Björgvin Víglundsson, Ásgeir Þ. Árna- son vann Braga Halldórsson og jafn- tefli varð hjá Benedikt Jónassyni og Sævari Bjarnasyni. Skák Jóns L. Árna- sonar og Elvars Guðmundssonar fór í bið og hefur Jón peð yfir og skák Helga Ólafssonar og Þóris Ólafssonar fór einnig í bið og hefur Helgi ívið þægi- legri stöðu, að því er talið er. Jón L. er enn efstur með 4 vinninga og 2 biðskákir. í annarri þeirra, gegn Sævari Bjarnasyni, er hann þó talinn með tapaða skák. Bragi Halldórsson er einnig með 4 vinninga og þriðji er Helgi Ólafsson með 3,5 vinninga. Biðskák hans gegn Karli Þorsteins lauk með jafntefli en Helgi á enn ólokið tveimur frestuðum skákum, auk biðskákar- innar gegn Þóri, þannig að hann virðist standabeztaðvígi. -GAJ. lón Sigurðsson forstjóri járablendisins: Rangt að við höf um óskað eftir lokun „Það er algerlega rangt að við séum að fá bætta lokun, sem við höfum ósk- að eftir,” sagði Jón Sigurðsson for- stjóri Islenzka járnblendifélagsins i morgun. í undirfyrirsögn fréttar í DB á þriðjudaginn sagði að járnblendi- félagið fengi bætta lokun sem það ósk- aði eftir. „Það er alrangt að við höfum óskað eftir lokun og við fáum aðeins bættan þann hluta raforkunnar sem við eigum samningsbundinn rétt til.” „Þessi stöðvun er ekki gerð í okkar þágu, heldur til að draga úr kostnaði rafveitna og þar með þjóðfélagsins við að sjá almennum markaði fyrir raforku næstu mánuði. Árangurinn er sá að þessi raforka fæst fyrir tæpan helming þess sem hún hefði annars kostað. í frétt um þessi mál í DB í gær er í sjálfu sér ekkert rangt sem varðar Járn- blendiverksmiðjuna en það er misskiln- ingur að Álverið fái bætur. Síðan er haft eftir Albert Guðmundssyni að það sé hans skoðun að almenningur eigi forgang að raforku frá Landsvirkjun þegar skömmtun er nauðsynleg. Þetta er hans sjónarmið, en hins vegar ekki það sem um hefur verið samið,” sagði Jón. - JH Ríkisverksmiðjurnar ogsjómenn áfundumídag: Línur heldur að skýrast — í samningamálum Línur eru nú mjög farnar að skýrast í samningamálum, bæði hja ríkisverk- smiðjunum og hjá 'oáta- og togarasjó- mönnum. Sáttafundur hófst kl. 9.30 í morgun með ríkisverksmiðjunum. I gær var fundur með þeim til kl. 18,30. Að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar sáttasemjara eru nú öll atriði rædd með ríkisverksmiðjunum og hafa viðræður gengiðmjögvel. i bátakjarasamningunum hefur nú verið sett upp sérstök undirnefnd sem fjallar um lífeyrismál. Hóf hún fund um 9.30 í morgun og mun sitja til kl. 16 í dag er formlegur sáttafundur hefst. Ætti þá samningaumræða að geta haf- izt fyrir alvöru í báta og togaradeil- unni. -ELA.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.