Dagblaðið - 29.01.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 29.01.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent I Eiturlyf jasjúklingur frá fimmtán ára aldri: 0/1 nóttin fer í að afla peninga fyrir eituriyfjum —Lff eiturlyfjasjúklings er engjnn dans á rósum og vændi er ofteinatekjuöflunin Pia líkist nýútskrifuðum stúdent, en hún er með tóm og glær augu. Hún vakir allar nætur og sefur á| daginn. Ástæðan er ekki sú, að hún dýrki kyrrð næturinnar, heldur þarf hún að vinna sér inn peninga, helzt tólf hundruð krónur á hverri nóttu. Þessa peninga notar hún til heróínkaupa árið um kring. Áróðursherferð danskra fjölmiðla Frásögnin af Piu sem er að finna i danska blaðinu Politiken er ein af fjölmörgum slíkum frásögnum, sem gömul. Hennar heitasta ósk er að losna undan áhrifum eiturlyfjanna, eignast barn með nýja kærastanum og starfa sem lestarvörður hjá dönsku ríkisjárnbrautarlestunum (DSB). Pia hefur margsinnis reynt að komast upp úr eiturlyfjafeninu og aðrir hafa reynt að hjálpa henni, en alltaf hefur hún sokkið aftur. Eiturlyfjaneyzlan leiðir til vændis Hún er ein af fjölmörgum dönskum stúlkum, sem gerzt hafa Heróinið kostar drjúgan skilding og til þess að hafa fyrir dagskammtmum pau Pia að vinna sér inn 1200 danskar krónur á hverri nóttu. tröllriðið hafa dönskum fjölmiðlum að undanförnu. Danir hafa vaknað upp við vondan draum, eiturlyfja- vandamálið í landinu er komið á það stig, að ekki fæst við neitt ráðið. Fjöl miðlarnir hafa því gripið til sinna ráða og hafið mikla áróðursherferð gegn eiturlyfjaneyzlunni með þvi að birta stöðugt fréttir af fórnarlömbum eiturlyfjanna. Pia hefur verið háð fíkniefnum og síðan eiturlyfjum síðastliðin átta ára eða frá því hún var fimmtán ára vændiskonur vegna eiturlyfja- neyzlunnar. „Venjulega er ég að frá klukkan níu á kvöldin og til klukkan fjögur eða Fimm á morgnana og yfir- leitt nægir sá tími mér til að ná í tólf hundruð krónur,” segir Pia. „Þeim peningum er ég búin að eyða aftur næsta kvöld. Það er alltaf mikil óvissa um, hve mikilla peninga ég afla. Á aðfangadagskvöld náði ég í átta hundruð krónur á tveimur tímum.” Fimmtán ára gömul var Pia send á unglingaheimili í Viby við Árósa eftir erfiðleika heima fyrir. Á unglinga- heimilinu voru eiturlyfjaneytendur. „Við smástelpurnar vissum ekkert hvað jietta var en hinar eldri sögðu okkur, að þetta væri svo gott,” sagði Pia sem þar með hóf sinn eitur- lyfjaferil. Frá morfíni lá leiðin yfir i heróíniðiÞar með missti hún tengslin við móður sína og eldri systkini, sem ekkert vildu hafa saman við hana að sælda nema hún haetti eiturlyfja- neyzlunni og það gat hún ekki. Óskaði þess að vera dauð Pia var sautján ára þegar hún var lögð inn á sjúkrahús i fyrsta sinn og, þar var hún látin reyna að hætta eiturlyfjaneyzlunni i eitt skipti fyrir öll. „Þrír fyrstu dagarnir voru verstir. Ég óskaði þess að ég væri dauð, svo ég myndi losna við kvalirnar, kulda- svitann og hungurtilfinninguna. Síðan fylgja sálræn eftirköst. Það var hræðilegt,” segir Pia. Eftir sjúkrahúsdvölina var Piu komi fyrir hjá fjölsyldu úti á lands- byggðinni. Það gekk vel í nokkra mánuði, eða þar til hún skrapp til Kaupmannahafnar. Hún keypti sér einn skammt þar og var síðan uppi á herberginu sinu meðan víman varaði. Fósturforeldrar hennar komust að þessu og gáfust upp á henni. Síðan hefur vændiskonulifnaður verið hennar hlutskipti. Fómarlömb eiturlyijaneyzlunnar i Danmörku urðu mörg á síðasta ári. Hér er fórnarlamb nr. 150 á likbörunum. Vændiskona barin til óbóta „Bömin ættu að sjá eiturlyfja- sjúklinga þjást, sjá vændiskonur selja blíðu sína upp við flutningabíl til að hafa fyrir eiturlyfjum eða vera barðar til óbóta af „sadistiskum” viðskiptavini,” segir Pia, sem segist vita um eitt slíkt tilfelli, sem aldrei var kært til lögreglunnar af ótta við hefnd. „Eiturlyfjaneytehdur óttast líka hefnd eiturlýfjasalanna,” segir Pia. Eitt sinn var hún kölluð fyrir lögregluna til að gefa upplýsingar í eiturlyfjamáli. Áður en að því kom fékk hún upphringingu frá eiturlyfja- salanum og þar var henni sagt, hvað hún ætti að segja og hún þorði ekki annað en aðhlýða. Pia segist eiga sér þann draum að allir eiturlyfjasjúklingar taki höndum saman, leiti sér lækninga og snúi þannig baki við eiturlyfjasðlunum, sem yrðu að undirbjóða hver annan vegna þess að ekkert seldist. Sá draumur er þó ennþá að minnsta kosti í hrópandi andstöðu við veruleikann. (Politiken) Pia, sem er 23 ára gömul, hefur verid háð eiturlyfjum siðastliðin átta ár. Lét eyöa fóstrinu Eitt sinn varð hún ófrísk og var komin fjóra og hálfan mánuð á leið. Hún lét eyða fóstrinu. Börn eitur- lyfjasjúklinga þurfa á sömu meðferð að halda og sjúklingarnir sjálfir til að fábata. „Ég veit sjálf, hversu hræðileg sú meðferð er og vil ekki að ung- barn þurfi að ganga í gegnum slíkt. Auk þess eru eiturlyfjaneytendur engan veginn færir um að annast ungbörn,” segir Pia. „Það ætti að banna eiturlyfja- sjúklingum að eignast börn. Þeir sem þurfa að útvega svo mikla pen- inga til eiturlyfjakaupa eru ekki færir um að sjá um börn,” segir Pia og bætir því við, að fjölmargar ófrískar vændiskonur séu í hópi eiturlyfja- sjúklinga og stúlkurnar í Kaup- mannahöfn sem bjóða blíðu sína til sölu eru allt niður í tólf til fjórtán ára gamlar. „Þegar það er svo ómögulegt að komast upp úr eiturlyfjafeninu er mikilvægast að hindra að aðrir falli ofan í það,” segir Pia, sem sjálf segist geta hugsað sér að fara í skóla til að aðvara nemendurna um vændið og aðra niðurlægingu, sem eiturlyfja- neyzlan hefur í för með sér.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.