Dagblaðið - 29.01.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 29.01.1981, Blaðsíða 10
I0- DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. JANUAR 1981. DB á neytendamarkaði ANNA , BJARNASON Breytt sala á^osdrykkjum? .KOKISTAR SAMIR V» SIG” —kaupmenn veröa lítft varír við söluminnkun „Okkur virðist salan síður en svo hafa minnkað. Fólk spyr stundum hvað gosið kosti og þegar við segjum þvi það borgar það þegjandi og hljóðalaust,” sagði stúlka í Kaup- garði í Kópavogi. Neytendasíðunni lék forvitni á að vita hvort fólk hefði dregið úr neyzlu á gosdrykkjum eftir að vörugjald var á þá lagt eða breytt um tegundir. Því var haft samband við nokkra söluturna á víð og dreif1 um bæinn og málið kannað. „Við erum bara með kók í glösum og það selst alltaf jafnvel,” sagði ung stúlka sem við hittum á Skalla í Lækjargötu. „Reyndar er Mennta- skólinn hérna beint á móti og ungl- ingarnir virðast alltaf eiga nóga pen- inga.” í sama streng tók kona í söluturni Steikarpottar spara orku Kona úr Keflavík hringdi til þess að benda lesendum DB á eitt ráð til viðbótar í orkusparnaði. Hún sagði að svonefndir steikarpottar spöruðu mikla orku þvi með þeim styttist steikingartíminn verulega. Steikarpottar eru úr sams konar efnablöndu og ofninn sjálfur og eru til nokkrar stærðir sem henta flestum ofnum. Ofan í þá kemst t.d. eitt læri eða önnur álíka stór steik. Konan sagði að steikingartími læris styttist alveg um hálfa klukkustund við það að vera steikt i slíkum potti. Þó er ekki allt upp talið þvi er steikin er í þann veginn að verða tilbúin má hella af henni soðinu til sósugerðar og setja það grænmeti sem borða á með út í pottinn og hita það með. Sparast því einnig sú orka sem eyðzt hefði við aðhitasuðuplötur. Annað mál er svo að konan sagði þrifnað allan miklu auðveldari. Það er minna verk að þrífa einn steikarpott en að þrífa ofn, nokkra potta og fullt af áhöldum. Eini potturinn sem þrífa þarf er sósupotturinn. Ef hafa á franskar kartöflur með steikinni er hægt að setja þær með í ofninn. Þá er rist sett yfir steikar- pottinn og kartöflurnar i hitaþolið ílát ofan á ristina. -DS. við Bókhlöðustig. „Stelpurnar kaupa alltaf dálítið af diet-pepsí en þessir kókistar eru alltaf samir við sig. Kók, freska og diet-pepsí selst mest og þar á eftir Egils-appelsin. Ég hef ekki orðið vör við að salan hafi minnkað neitt.” Hann Rútur hérna I Síðumúla 8 var á örlítið öðru máli. Hann sagði að salan á öllum gosdrykkjum og sæl- gætí hefði undanfarið dregizt heldur saman. Vildi hann meina að þar réði almennt peningaleysi. „Salan dregst alltaf saman þegar Iíður að mánaðar- lokum og er það eins núna,” sagði hann. Í söluturni í Miðbæ við Háaleitis- braut hafði salan ekkert minnkað að dómi þeirra sem þar vinna. „Við höfum einmitt verið að athuga það eftir að fréttist um uppsagnir hjá kók,” sagði önnur afgreiðslustúlkn- anna sem við tókum tali. „Sanitas tók reyndar dálítið fyrst frá Agli með nýja pilsnernum en Egill hefur aftur náð sínu eftir að nýjabrumið fór af,” sagði hún. Að Kaplaskjólsvegi 1 fengum við þær upplýsingar að ögn hefði dregið úr sölu á kóki. „Þeir sem hafa keypt kók hafa ekki að neinu marki farið Egilsstaðir: Helmingsverðmunur á sírópinu Þessi verðkönnun var framkvæmd af Héraðsdeild Neytendasamtakanna þann 4.12. 1980. Úrvinnslu gagna annaðist Verðlagsstofnun. Kaupfélag Matarlijan Verslumarfélag Uéraisbúa Egilsstöium Austurlands rgllsstöium Fagradalsbraut Kjörbúi Pöntunarfélag KH Eskfiriinga. Reyiarfirii Sykur 2 kg. 2155,- 1775,- 2020,- 2155,- 2106,- Fl6r sykur 1/2 kg. 625,- 620,- 600,- -- 613,- Sirkku molasykur 1 kg. — 1040,- 1200,- 1391,- 1365,- Pillsburys hveiti 5 lb&. — 1050,- 1210,- 1215,- -- Robin Hood hveiti 5 lb6. 1050,- — — 1238,- 1182 ,- Pama hrÍ6mjöl 350 gr. 561 ,- 620,- 358,- 314 ,- 350,- River rice hrÍ6grj&n 454 gr. 489 ,- 400,- 435,- 412,- 444 ,- Solgryn haframjöl 950 gr. 908,- 975,- 975,- 966 ,- 980,- Kellogs corn flakee 375 gr. 1810,- -- 1410,- 1190,- 1588,- íelenekt matarsalt Katla 1 kg. 542 ,- 400,- 421,- -- 470,- Reykjar.ee&alt ffnt 1 kg. 302 ,- -- -- 407 ,- -- Royal lyftiduít 450 gr. 1079,- 780,- 980,- 821,- 1050,- Golden Lye's 6yr&p 500 gr. 2305,- — 1085,- 2305,- 1648,- Royal vanillubu&ingur 90 gr. 231,- 210,- 235,- 230,- 210,- Maggi sveppaeúpa tb gr. 348 ,- 298,- 340 ,- 281 ,- 289 ,- Vilko sveskjugrautur 185 gr. — 660,- 650,- 614 ,- 596 ,- Melroses te 40 gr. 485 ,- — 465 ,- 400 ,- -- F r&n mj&lkurkex 400 gr. 750,- 670,- 646 ,- — -- Ritz saltkex rau&ur 200 gr. 1095,- 730 ,- 1060,- 715,- -- Korni ílatbröd 300 gr. 582 ,- -- 569 ,- — 563 ,- Fr&n kremkex 770,- 700,- 668,- 673 ,- 659,- Ora graenar baunir 1/1 d&s 902 ,- 825,- 842 ,- 839,- 85 3,- Ora rauCkál 1/2 d&s 839,- 700,- 835,- 743,- 928,- Ora bakaCar baumr 1/2 d&s — 800,- 820,- 885,- 790 ,- Ora íiskbuCingur 1/1 d&s 1358,- 1495,- 1550,- -- 1536,- Ora lifrarkacía 1/8 d&s — 400,- 590,- 468,- — Ora mai6korn 1/2 dós 949 ,- 880,- 830,- 831 ,- 925,- T&mats&sa Valur 430 gr. 714,- — 720,- 755,- 6ee,- T&mat6&sa Libbys 340 gr. — 680,- 660,- -- KjGklingar 1 kg. 4800,- 3800,- 3608,- 4663,- 4980,- Nautahakk 1 kg. 5642 ,- 4651,- 4309,- 5642,- 5642 ,- Kindahakk 1 kg. 3863,- 2500,- 2313,- 2500,- 4450 ,- Gunnnrs majones 250 ml. 600,- — 590,- 580,- 556 ,- Egp 1 kp. 2800,- — 2700,- — 3036,- Sardfnur f olfu K. J&nsson 106 gr. 5H ,- 490 ,- 505,- — 505,- Regin WC pappfr 1 rGlla 278,- 220,- -- 238,- 223,- Melitta kaííisfur No. 102 40 pokar 427,- 395,- — 427,- 424 ,- C-ll þvottaeíni 3 kg. — — 3260,- 3285,- -- Þvol uppþvottalögur 2,2 ltr. 1802,- — 1766,- 1733,- Hreinol graenn 0, 5 ltr. 503,- — 495,- 510,- 528,- Lux handtápa 90 gr. 257,- — 300, - 338,- 200,- DGn mýkingareíni 1 itr. 1072,- — 1000,- -- — Colgate tannkrem íluor 90 gr. 646,- — 590,- 636,- 524 ,- Eplasjamp& Sjöfn 295 ml. 1100,- — 1025,- 983,- 955,- Nivea krem 60 ml. 617,- — — 725,- — yfir í annað, heldur hætt að verzla,” sagði karlmaður þar. „Sanitas .pilsnerinn er alltaf að bæta við sig á kostnað Egils-pilsners. önnur sala er mjög svipuð og hún hefur verið.” í DB á laugardag var greint frá því að á Bræðraborgarstíg 43 og í Gnoð- arvogi 46 hefði salan ekkert dregizt saman á meðan hún hefði minnkað á kókinu i söluturninum í Tindaseli 3. Eftir þessum upplýsingum að dæma hefur salan lítið sem ekkert breytzt undanfarna daga þó að þeir sem telja sæta gosdrykki undirrót alls ills hafi ugglaust vonaö að svo færi ekki og gosdrykkjasalar vonað að salan ykist. - DS Það var nóg að gera I söluturninum við Háaleitisbraut I gærkvöldi er Einar Óla- son Ijósmyndari kom þar við. Hækkað verð á gosdrykkjum virðist litlum sam- drætti hafa valdið hjá þeim aðilum, sem DB ræddi við. Jæja, góðir hálsar, þá kemur siðasti seðillinn. Nú er um að gera að setjast niður og reikna saman hvað jólamánuðurinn kostaði og senda inn upphæðina. Líklega verður hún svimandi há en þið getið huggað ykkur við að sætt er sameiginlegt skipbrot og flestir eru með miklu hærri útgjöld i desember en aðra mánuði. Upplýsingaseðill til samanbuiðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi I upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki cigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks Kostnaður í desembermánuði 1980. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. m um\ jí

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.