Dagblaðið - 29.01.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 29.01.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981. 27 I Sjónvarp Útvarp SÍDDEGISTÓNLEIKAR - útvarp kl. 16,20: ANNA M0FF0 SYNGUR TÓNUST FRÁ BRASHÍU —margir muna þegar hún kom til Reykjavíkur fyrir tveimur ánunsíðan Aðdáendur hinnar fögru ítölsku söngkonu önnu Moffo geta notið síðdegistónleika útvarpsins í dag. Þar syngur hún í verki eftir tónskáldið Villa-Lobos. Hann er Brasilíumaður sem látinn er fyrir tuttugu árum, en þótti hinn merkasti. Verk hans heitir „Bachianas Brasileiras” og það er hljómsveit Leopolds Stokowskis sem flytur það ásamt önnu. Anna Moffo hélt tvenna tónleika á íslandi árið 1978. Vakti hún mikla hrifningu áheyrenda og ætlaði fagnaðarlátum aldrei að linna. Anna Moffo er dóttir skósmiðs úr skrælþurru fjallahéraði á Ítalíu, Abruzzo. Hún var ung þegar fjöl- skyldan fluttist til Ameríku og þar ólst hún upp. Um tvitugt fór hún aftur til ítalíu til söngnáms og sló þar í gegn með sinni dramatísku sópranrödd í óperunni Madame Butterfly. Hún hefur síðan mörgum sinnum sungið í Metrópólitan- óperunni og á ótal plötur og í kvik- myndum. Eftir söng hennar verður flutt sinfónía númer tvö eftir Rach- Anna Moffo þykir fjarska fögur, og það er leitt að það skuli ekki vera i sjónvarpsdagskránni, sem hún kemur fram. maninoff. Hann notaði þjóðleg að segja að áheyrendum munu berast rússnesk stef í verk sín, Villa Lobos tónar frá fjarlægum heimshornum. notar brasilísk, svo það er óhætt -IHH. Útvarpsleikhúsið hefur stundum verið kallað stærsta leikhús þjóðarinnar. Vegna leikaraverkfallsins starfar það ekki þessa dagana. Myndin er tekin á æfingu á islenzku leikriti fyrir nokkrum misserum. DB-mynd: Bj. Bj. UM LEIKLIST 0G GAGNRÝNI - útvarp kl. 20,55: Áhrifamenn um leikhús ræða saman Þorsteinn Hannesson stjórnar umræðum en útvarpsleikrit er ekki að hafa vegna verkfalls leikara ,,Á útvarpið að eiga hlut í gagnrýni og hvernig skal þá að því staðið?” Þetta er ein spurninganna sem Þorsteinn Hannesson leggur fyrir jfjóra formenn í áhrifastofnunum um leikhús. Sem kunnugt er stendur nú yfir verkfall hjá leikurum, og því er ekki hægt að senda út leikrit í kvöld eins og venjulega á fimmtudögum. Formennirnir fjórir, sem Þor- steinn hefur fengið til hringborðs- viðræðna, eru þessir: Formaður Þjóðleikhúsráðs, Haraldur Ólafsson, formaður leikhúsráðs Reykjavíkur, Jón Hjartarson, formaður félags íslenzkra leikritahöfunda, Örnólfur Árnason, og formaður félags isl. leiklistargagnrýnenda, Sverrir Hólmarsson. ,,Við ræðum saman i áttatíu mínútur,” sagði Þorsteinn. „fyrstum gagnrýni almennt og síðan um leikhúsgagnrýni. Það koma fram ýmsar mismunandi skoðanir, en allt ferþetta fram í mestu vinsemd.” Leiklistargagnrýni í útvarpinu hefur valdið miklu fjaðrafoki undan- farið. Enda var þar m.a. stungið upp á því að leggja Þjóðleikhúsið niður. Það verður því forvitnilegt að heyra hvað fram kemur í umræðunum í kvöld. -IHH. IU4Í STILL Esslingen lyftarar uppgarðir fré verksm. Til afgraiðslu nú þegar. Rafmagns: 1,5 t, 2 t, 2,5 t og 3, tonna. Dísil: 3,51,41 og 6 tonna. Greiðslukjör. STILL eink&umboð á íslan ii K JÓNSSON & CX). HF. MJ Hverfigötu 72, Hp, simi 12452 og 26455. UREYFMi Slmj 8-5S-22 VÉLAVERKSTÆÐI Egils Vilhjálmssonar H/F SMIÐJUVEGI9 A - KÓP. - SÍMI44445! • Endurbyggjum vélar • Borum blokkir • Plönum blokkir og head • Málmfyllum sveifarása, tjakköxla og aöra slitfleti m/ryðfríu haröstáli • Rennum ventla og ventilsætí. • Slípum sveifarása. SÍMft 44445 FULLKOMIÐ MÓTOR- OG REINIIMIVERKSTÆÐI VIDEO IVHS videospólur til leigu í miklu úrvali ásamt mynd- segulbandstækjum og litasjónvörpum. Ennfremur eru jtil leigu 8 mm og 16 mm kvikmyndafilmur í mjög miklu úrvali í stuttum og löngum útgáfum, bæði þöglar og með hljóði, auk sýningarvéla (8 mm og I6 mm) og tökuvéla, m.a. Gög og Gokke, Chaplin, Walt . Disney, Bleiki Pardusinn, Star Wars o.fl. Fyrir full- lorðna m.a. Jaws, Marathon man, Deep, Grease, God- . father, Chinatown o.fl. Filmur til sölu og skiptá. yC Ókeypis kvikmyndaskrár fyrirliggjandi. Opið alla daga nema sunnudaga. Kvikmyndamarkaðurinn Sími 15480 Skólavörðustíg 19 (Klapparstígsmegin) KVIKMYNDIR nen Kv * * * * Tilsölu BMW 728 BMW 525 BMW 520 BMW 320 BMW 320 BMW 318 autom. íBMW 316 'BMW 320 árg.1978 árg.1974 árg.1978 árg.1979 árg.1978 árg.1979 árg.1980 árg.1980 Renault 20 TL Renault 20 TL Renault 12 TL Renault 5 GTL Renault 5 TL Renault 4 TL Renault 4 VAN F6 Renault 4 VAN F6 árg. 1978 árg. 1977, árg. 1971 árg.1980 árg.1975 árg. 1979 árg. 1977 árg.1978 KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.