Dagblaðið - 29.01.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 29.01.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981. Bréfritari vill ekki að við látum erlenda auðhringa hirða hagnaðinn af vatnsorkunni. Myndin er af álverinu í Straumsvik sem er f eigu Svisslendinga. GRÍPUM GÆSINA —meðan húngefst Garðar Björgvinsson útgerðarmaður, Raufarhöfn, skrifar: Ætla mætti að einkunnarorð ^l- þýðubandalagsmanna væru „betra er illt að gera en ekkert”. Vegna þrýst- ings frá þeim er svo komið að umsvif varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hafa stórlega dregizt saman. Af- leiðingarnar blasa nú við í formi at- vinnuleysis á Suðurnesjum og land- flótta. Það er aðeins eitt sem alþýðu- bandalagsmenn hafa unnið sér til lífs að mínum dómi. Það er andstaða þeirra gegn stóriðju. Mér fmnst það vera nokkurt áhyggjuefni hve fólk flýtur sofandi að feigðarósi í málefn- um stóriðju hér á landi. Fagurgali einstakra manna virðist ætla að glepja fólk, en með erlendum auð- hringum hér á landi er einungis verið að dæma íslendinga um ókomna framtíð til þrælkunarvinnu. Það er ljóst að hinn nýi forseti Bandaríkjanna, Ronald Reagan, ætlar að efla varnarmátt NATO, þess vegna eigum við að grípa gæsina meðan hún gefst og leyfa Bandaríkja- mönnum stóraukin umsvif hér á landi gegn hárri leigu. Við erum hvort eð er of lítil að af- vopna heimsbyggðina. Til að halda hernaðarjafnvæginu þarf að efla NATO. Við þörfnumst fjármagns til að beizla vatnsorkuna án þess að selja landið í hendur erlendra auð- hringa. Okkur vantar ekki færi- bandavinnu fyrir æsku landsins eða mengun lofts og lagar. \tutt og skýr bréf Enn einu sinni minna lesenJadálkar DB alla þá. er hyggjast sencla þœttinum llnu. að lála fylgja fullt nafn. . heimilisfang. símanúmer lefum þaó er aó rœóa) oy y nafnnámer. Þetta er lltil fyrirhöfn fyrir hréfritara okkur og til mikilla þœginda fyrir DB. Lesendur eru jafnframt minntir á aó hréfeigu aó rera stutt og skýr. Áskilinn erfuUur réttur til aó ' stytta bréfog umorða til að spara rúm og koma efni betur til skila. Bréf œttu hélzt ekki aó vera lengri en 200—300 orð. Simatími lesendadálka DB er milli kl. 13 og 15 jrá mánudögum til fostudaga. a ^ •*** 1 n Hver var Eiríkur Fjalar? 3075-6317 skrifar: Við erum hérna nokkrir félagar í smáþrætumáli sem við vonumst til að einhver geti upplýst fyrir okkur. Það er í sambandi við áramótasúpu sjón- varpsins, sem var aldeilis stórkostleg að okkar mati, en ágreiningur er um hver lék Eirík Fjalar. Einn okkar heldur því fram, að þarna haft farið Róbert Sigurðsson forstöðumaður, sem lítið eitt hefur fengizt við skemmtanir, en við hinir segjum að þetta haft verið hinn landskunni Laddi. Svar: Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um var Eiríkur Fjalar leikinn af Þór- halli Sigurðssyni, eða Ladda. Spurning dagsins Lestu blöðin? Arndis Þorsteinsdóttirskrifstofu- stúlka m.m.: Já, ég les blöðin eftir því sem ég hef tíma til, myndasögurnar og auglýsingarnar. Þórður H. Bergmann, prentari: Já, það geri ég, alveg upp til agna. Einar Slgfússon bankafulltrúi: Já, ég gríp svona niður i eitt og annað. . AskrHt?<w EHt símtal,-eða miðann* í póst. Þannig verður þú áskrifandi að Eiðfaxa: Hringir í síma (91)85111 eða (91)25860. Þú getur líka fyllt út hjálágðan miða og sent okkur. Síðan sjáum við um að þú fáir blaðið sent um hæl. Flóknara er það ekki. * I Eiðfaxi er mánaðarrit um hesta og hestamennsku. Vandað blað að frágangi, prýtt f jöjda mynda. EIÐh Pósthólf 887 121 Reykjavik Sími 8 5111/25860 Ég undirritaður/undirrituð óska að gerast áskrifandi að Eiðfaxa: □ Það sem til er |—• |—. frá og með af blöðum frá upphafi. I____I frá áramótum 80/81. |____| næsta tölublaði. PÓSTNÚMER P Eiðfaxi hóf göngu sina 1977 og hefur komið út mánaðarlega siðan. Hvert eintak af eldri blöðum kostar nú 15 Nýkr. Fyrrí hluti 1981, janúar-júní kostar 90 Nýkr. Guðmundur Þorstelnsson verzlunar- maður Ólafsfirði: Já, ég les þau blöð sem ég næ I, allar merkilegar fréttir. Þórunn BaJdvinsdóttir búsmóðlr: Já, yfirleitt fletti ég blöðunum og les sumt. Jóhanna Beinteinsdóttir. afgreiðslu- maður: Ég fietti þeim, les alitaf stjörnuspana og stundum mynda- sögurnar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.