Dagblaðið - 29.01.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 29.01.1981, Blaðsíða 15
14 £ Iþróttir Iþróttir DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981. [ e j i-í . 1Í1 DAGBLADIÐ. FIMMTUDAGUR 29. JANUAR 1981. K2 15 rottir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D Leicester steinlá í Exeter Bikardraumur Leicester fékk snögg- an endi 1 gær er liðið steinlá fyrir 3.1 deildarliðinu Exeter, 1-3 á útivelli. Það var Tony Kellows sem var hetja smá-i liðsins. Hann skoraði öll mörk þess. McDonald jafnaði fyrir Leicestet1 á 57. mín. en 5 mín. síðar hafði Kellow komið Exeter yfir. Hann skoraði þriðja markiöá87. mín. Heimsmet Tékkneska konan Jarmila Kratoch- vilova stórbætti heimsmet sitt innan- húss i gær i 400 m hlaupi á móti i Vinarborg. Hljóp á 49,69 sek. Eldra heimsmetið var 51,02 sek. Lánið lék ekki við vesalings Enfield.' Rúmlega 27.000 manns fylgdust með leik iiðsins og Barnsley á White Hart Lane. Trevor Aylott kom Barnsley yfir snemma í leiknum og síðan bætti Tony Galvin öðru marki við á 60. mín. í kjöl- farið fylgdu tvö sláarskot og eitt stangarskot hjá Enfleld. en inn vildi boltinn ekki. Á iokasekúndum leiksins bætti Aylot þriðja markinu við, 3-0. Bristol City malaði Carlisle óvænt, 5-0. Tom Ritchie kvaddi með tveimur mörkum og lagði það þriðja upp. Hann heldur á morgun til liðs við Sunder- land, sem gekk frá kaupunum á honum í gær á 200.000 pund. Nýja liðið hans, Sunderland, gerði sér lítið fyrir og sigraði Manchester United 2-0 á Roker Páll Pálmason, hinn síungi mark- vörður Eyjaliðsins í knattspyrnu var í gærkvöld útnefndur íþróttamaður árs- ins 1980 í Eyjum. Það er Rótaryklúbb- ur Vestmannaeyja er útnefnir íþrótta- mann ársins og var þetta í þriðja sinn er sú útnefning fór fram. Páll er vel að þessari viðurkenningu kominn. Hann hefur verið í eidiinunni í knattspyrn-; unni allt frá árinu 1962, er hann léki fyrst með meistaraflokki ÍBV, þái aðeins 17 ára gamall. Hann hefur tví- vegis orðið bikarmeistari með ÍBV-iið-' inu, 1968 og 1972, og varð að sjálf- sögðu einnig f slandsmeistari með liðinu 1979 er Eyjamenn unnu langþráðan sigur. Páll lék í landsliðinu árið 1969 — gegn Bermúda, og hefur að auki leikið nokkra leiki með íslenzkum úrvals- liðum gegn erlendum liðum. Páll er nú 35 ára gamall og er kvæntur Guðrúnu Guðjónsdóttur og eiga þau tvo drengi, 5 og 14 ára. -FÓV. Park í 1. deildinni í gærkvöld. Þeir I Við sigurinn færðist Sunderland upp Chisholm og Rowell skoruðu mörkin.1 | um 5 sæti í 1. deildinni. PÁLL BEZTUR í EYJUM vnm 5. tbl. 4.3. ári>. 29. jan. 1981. Vcró 18 inkr. IMóvv V »*i 1« 8 iiis ijoU /lUimai Klijhbtiiiinlokn Manntalið- hvað er þðð? Snzy Quatro i miiTri Vikir 2000 m tinriif jnrOiimi «>«j íitlii í Immii Stæltir vöðvar Líkamsrækt til betri heilsu 09 að halda línun um i ia(}i Tapílandsleikn um við Frakka ígærkvöld, A 21-22: iTi 7 VIII ÍSLENZKA LANDSLIÐIÐ ALGJÖRLEGA ÓMÓTAÐ 3 UM FYRIR B-KEPPNINA íslenzkur handknattleikur varð fyrir áfalli í gærkvöld í fjölum Laugardals- hallarinnar. Tap i fyrsta landsleiknum við Frakka — af þremur — 21-22. All- an aga skorti i leik islenzka landsiiðs- ins. Stjórnlaust og inn i það fléttaðist að fslenzku strákarnir höfðu áreiðan- lega talið leikinn létt unninn fyrirfram. Svo þegar i óefni var komið var ekki hægt að snúa dæminu við. Áhugaieysi lengsturn og máttarstólpar liðsins náðu sér aldrei á strik. Framan af hélt maður að islenzka liðið mundi vinna sigur. Frakkarnir langt frá þvf sterkir en þeim óx kraftur eftir þvi sem á leikinn leið. Sjálfsöryggið varð ráðandi þáttur i leik þeirra, þegar f ljós kom, aö Frakkar gátu sigrað. Varnarleikur íslenzka liðsins var dapur nær allan leikinn og af því mót- aðist nokkuð markvarzlan. Frakkar eiga allgóðar langskyttur og flest marka þeirra voru skoruð með góðum langskotum. Eftir þessi úrslit í gær fer ekki hjá því, að möguleikar íslands til að standa sig í B-keppninni í Frakklandi virðast litlir. fslenzka landsliðið er algjörlega ómótað ennþá. Furðulegt að liðið skuli ekki endanlega skipað aðeins þremur vikum fyrir heimsmeistarakeppnina. Enn eru þama ldkmenn, sem lítíð erindi eiga til Frakklands. Ef ekki verður gjörbreytíng á leik íslenzka liðsins í þeim tveimur leikjum, sem það á eftir að leika við Frakka — á föstudag og sunnudag — er litlar vonir hægt að gera í B-keþpninni. Það verður erfitt að vinna Frakka á þeirra heimaslóðum svo dæmi sé tekið. í hópnum franska hér eru 13 leikmenn, sem munu leika í B- keppninni. Fáum leikmönnum islenzka liðsins verður hælt fyrir frammistöðuna í gær. 'Helzt að Bjarni Guðmundsson gerði góða hluti en átti einnig sínar villur. Axel Axelssyni urðu ekki á margar villur en var ekki afgerandi í leik sín- 'um. Sigurði Sveinssyni brást skotfimin að þessu sinni. Skoraði aðeins úr vít- um. Sama má einnig segja um Þorberg Aðalsteinsson — ekki hans skotdagur. Rétt er að taka fram, að þeir Sigurður og Þorbergur voru í mjög strangri gæzlu. Frakkarnir virtust ekki sterkir fyrstu mínútur leiksins en þó tókst þeim að halda alveg í við íslenzka liðið. Allar jafnteflistölur upp í 7-7 eftir 17 mínút- ur. Þá loks hristi íslenzka liðið af sér slenið og náði þriggja marka forustu. Þrjú mörk í röð. Axel tvívegis, annað úr víti, og síðan skoraði Bjarni gott mark eftir hraðaupphlaup. Liðin skipt- ust á að skora það sem eftir var hálf- leiksins. 12-10 fyrir fsland í hálfleik. Upphafsmfnútur síðari hálfleiks voru skemmtilegasti kafli leiksins. Frakkar skoruðu fyrsta markið. Sigurður kom fslandi í 13-11 úr víta- kasti. Aftur skoruðu Frakkar en síðan sveif Bjarni inn úr horninu og fékk sendingu frá Sigurði. Skoraði glæsi- lega. Frakkar léku sama leik hinum megin — svifið inn úr horninu. Sending óg skorað — og Frakkar náðu aftur fallegri fléttu frá miðjunni, en Kristján Sigmundsson varði með tilþrifum. Eftir þessar sýningar kom ljótur kafli hjá íslenzka liðinu. Frakkar skoruðu fjögur mðrk i röð. Breyttu stöðunni úr 15-13 fyrir ísland í 17-15 fyrir Frakkland á 43. mín. Ljót mistök áttu sér stað og sökudólgarnir voru margir. En smám saman vann fsland upp muninn. Þorbergur jafnaði í 18-18 og maður hélt að íslenzka liðið mundi 'snúa leiknum sér í hag. En það var öðru nær. Eftir að staðan hafði verið 1 19-19 skoruðu Frakkar tvö mörk. Gerðu út um leikinn 21-19 og aðeins rúm mínúta eftir. Sigurður skoraði úr víti, þegar 37 sek. voru til leiksloka, 20- 21 og leikið maður á mann þær sek- úndur, sem eftir voru. Hvort lið. skoraði eitt mark. Michel Cicut, sem lítið hafði leikið 1 franska liðinu, skoraði tvö síðustu mörkin fyrir lið sitt. Mörk íslands í leiknum skoruðu: Bjarni 5, Sigurður 5/5, Stefán Hall- dórsson 3, Axel 3/1, Þorbergur 3/1, Páll Björgvinsson 1 og Brynjar Harðar- son 1. Mörk Frakka skoruðu Geoffroy 6, Serinet 5, Germain 4/3, Cailleaux, Curial og Cicut tvö hvor, Casagrande .1. Dómarar voru Danirnir Pelle Tomansen og Steen Andersen. Það var ekki hægt að kvarta undan dómgæzlu þeirra. Ef nokkuð var voru þeir íslenzka liðinu hagstæðir. ísland fékk ■átta vítaköst. Sjö nýtt. Axel mistókst tað skora úr einu. Frakkar fengu þrjú vítaköst. öll nýtt. Tveimur leikmönn- ;um íslands var vikið af velli í tvær mínútur, Þorbirni Guðmundssyni og Þorbergi. Þremur Frökkum, Cailleaux, Geoffroy ogCurial. -hsím. 42% nýting íslökum leik Þrátt fyrir hið óvænta tap fyrir Frökkunum í gær og slakan leik lands- liðsins náðist engu að síður 42% sóknarnýting. fslenzka liðið fékk 50 sóknir og skoraði 21 mark. f þessum 50 sóknum voru 37 skot, en eigi sjaldnar en 13 sinnum töpuðum við knettinum — þar af 10 sinnum vegna rangra send- inga. Nýting einstakra leikmanna fer hér áeftir. Fyrst kemur fjöldi skota, þá skoruð mörk, síðan hversu oft menn glötuðu knettinum og Ioks fískuð víti. SigurðurS. 10 5 1 1 Stefán H. 6 3 2 3 Bjarni G. 7 5 0 1 Þorbergur 6 3 2 0 Axel 4 3 10 Brynjar 2 111 PállBj. 113 0 Jóhannes 0 0 12 Steindór 10 10 KristjánS. 0 0 10 Þorbjörn G. 0 0 0 0 | ' Kristján varði 4 skot — Einar sömu- leiðis. Slakt hjá Grikkjum Grikkland sigraði Luxemborg 2-0 f gær i Salonica I 5. riðli Evrópu f heimsmeistarakeppninni i knattspyrnu. Grikkir skor- uóu bæði mörk sin f fyrri hálfleik — Kouis á 8. mfn. og Kosti- kos á 38. min. Áhorfendur 14 þúsund. Bjarni Guðmundsson var bezti maður ísl. liðsins f gær en þama brást honum bogalistin. Reyndi að vippa knettinum yflr Marcel Merland en tókst ekld. Þá voru 10 min. til leiksloka og staðan 18- 17 fyrir Frakkland. DB-mynd Einar Ólason. „Það nýtur sín í fallegu umhverfi EVRÓPUEFNIÐ frá Johan Rönning hf.“ Enda hafði kaupandinn glöggt auga fyrír listrænum munum og vissi hvað hentaði best við aðra húsmuni. T.d. við bronspottinn undir blómið frá ömmu, styttuna frá starfsfélögunum og mál- verkið sem keypt var fyrir stuttu. Já, konan keypti svo sannariega inn fyrír heimilið. Ekki bara matvæli. Hún hafði aldrei ve': því fyrír sér fyrr en daginn sem hún sá EVRÓPUEFNIÐ á vegg við hliðina á litríku málverki og fögrum munum, hve þýðingarmikið það er að hafa allt í sam- ræmi. „Glöggt er ge: s augað“ segir máltækið. EVRÓPUEFNIÐ ei nýja línan sem hentar flestum heimilum og býður valmöguleika í útfærslum á rofum, tenglum og ljósa- stillum. EVRÓPUEFNIÐ er auðvelt í meðförum og hannað með það fyrir augum að vera yndisauki á vegg. EVRÓPUEFNIÐ fæst hjá rafverktökum og í flestum raf- tækjaverslunum. Næst þegar innkaup eru gerð fyrir heimilið ættu flestir að hafa á bak við eyrað: „Það nýtur sín í fallegu umhverfi EVRÓPUEFNIÐ frá Johan Rönning hf.“ w^FISnng 51 Sundaborg HF. Síml 84000-104 Reykjavfk ÍSLENDINGAR ERIIENN BETRI — en við vonumst til að komast fram úríB-keppninni „Ég er himinlifandi með sigurinn i kvöld,” sagði liðsstjóri franska liðsins, Michel Germain, er við hittum hann að máli eftirleikinn. „Það er alltaf gaman að sigra i landsleikjum — ekki sfzt á tslandi. Þá er ég ánægður með liðið, sem er ný- komið úr erfiðum æfingabúðum f Búlgariu og leikmenn eru þvi treyttir.” Höfðuð þið stúderað islenzka liðið eitthvað fyrir leikinn? „Nei, ósköp lítið. Við höfum heyrt af þeim Sveinssyni og Aðalsteinssyni af afspurn og ég lét mína menn vera á varð- bergi gagnvart þeim. Ég er sérstaklega ánægður hvernig þeim tókst að gæta Sveinssonar. Af islenzku leikmönnunum fannst mér Guðmundsson vera beztur — geysilega skemmtilegur hornamaður.” Er þetta bezta lið ykkar? „Já, við erum með okkar bezta lið að þremur mönnum und- anskildum, sem ekki áttu heimangengt. Þeir verða allir með í B-keppninni heima í febrúar. Um möguleika okkar gegn tslandi þar? Við höfum alltaf talið lslendinga vera okkur fremri á handknattleikssviðinu og ég er enn þeirrar skóðunar. Hins vegar höfum við verið að þoka okkur upp að hlið þeirra undanfarin ár og vonandi förum við fram úr í B-keppninni.” -SSv. VIDHÖFUM ENGA AFSÖKUN — sagði Hilmar Björnsson brúnaþungur eftir leikinn í gærkvöld „Þetta var engan veginn nógu gott, en við höfum ekkert til að afsaka okkur með,” sagði landsliðsþjálfarinn, Hilmar Björnsson, brúnaþungur eftir tapið f gærkvöld. „Það vantaði alla samstöðu, barátta var ekki til, yfirvegun var engin og leik menn léku yfirhöfuð ekki eins og þeir geta bezt — fjarri þvf.” Varstu ánægður með einhverja þætti? „Nei, því er fljótsvarað. Það vantaði allt í þetta hjá okkur. Vörnin var stöð og markverðirnir áttu slakan dag. Ég er óánægður með hvernig langskyttur þeirra fengu að leika laus- um hala en tel að markverðirnir hefðu átt að hirða mörg þess ara skota. Ég held að hver leikmaður verði að svara fyrir sig — það þýðir ekki fyrir mig að reyna að svara íyrir leikmenn.” Kom franska liðið þér eitthvað á óvart? „Nei, þetta er mjög svipað lið og þeir hafa verið með und- anfarin ár. Lið, sem við eigum hæglega að vinna — jafnvel á þess eigin heimavelli,” sagði Hilmar. - SSv.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.