Dagblaðið - 29.01.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 29.01.1981, Blaðsíða 11
t DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981. 11 > . . i Uppsagnir starfsmanna í Súkkulaðiverksmiðjunni Lindu á Akureyri voru „Uppsláttarvitleysa í Mogga” —ekki umtalsverður samdráttur í janúar - en mér lízt verr á febrúar,” segir forst jórinn „Starfsmenn í verksmiðjunni eru 17 faerri en i j anúar í fyrra, sem stafar af þvi að menn hafa hætt og aukinn vélarkostur komið í staðinn. Að ég hafi sagt upp þessu fólki er bara upp- sláttarvitleysa í Mogganum sem Pétur sjómaður studdist svo við í þinginu. Ég hef ekki sagt upp nokkr- um manni síðan ég byrjaði hér 1948,” sagði Eyþór H. Tómasson forstjóri í súkkulaðiverksmiðjunni Lindu á Akureyri þegar Dagblaðið spurðist fyrir um starfsmannahald í fyrirtækinu. Tilefnið var orðaskipti þingmanna á Alþingi þar sem annars vegar því var haldið fram — og vitnað til Morgunblaðsfréttar sl. laugardag — að vörugjald ríkis- stjórnarinnar hefði orsakað samdrátt i sölu framleiðsluvara Lindu og þess vegna hafi 17 starfsmenn fengið „reisupassann”. Þessari fullyrðingu var mótmælt sem ósannri af öðrum þingmönnum og því þótti tilefni til að spyrja forstjóra Lindu sjálfan hvað rétt væri í deilunni. Eyþór sagðist ekki sjá fram á að tilfinnanlegur samdráttur yrði í fram- leiðslunni í yfirstandandi mánuði samanborðið við janúar 1980, „en mér lízt verr á febrúar.” Forstjórinn gerði skattheimtu ríkisins að umtals- efni og sagði fyrirtæki á borð við Lindu vera orðin „innheimtustofn- anir fyrir ríkið”. Vörugjaldið hafi verið „allt of stórt stökk” og ekki myndi ástandið batna, ef fyrirtæki þyrftu að skila vörugjaldinu á 2ja mánaða fresti í stað 3ja mánaða eins og nú er, á sama tíma og viðskipta- menn fengju vörurnar á 60—70 daga víxlum. -ARH Kerfið er frumstætt en gerir sitt gagn. Siangan er lcidd niður 1 vaskinn, þannig að vatnið fer rétta boðleið. DB-mynd Bjarnleifur. Iðnskóli Hafnarf jarðar: Vatnsslöngur taka við lekanum og leiða ívaskana ÞORRA BLÓTAÐ BAKI BROTNU Á ESKIFIRDI — matvælaráðherrann gleymdi ekki að leggja hrútspungana í súr Sérkennilegum búnaði, en þó nauðsynlegum, hefur verið komið upp í Iðnskóla Hafnarfjarðar. Leki mikill hefur lengi hrjáð þá sem starfa í skóla- húsinu, en um þverbak hefur keyrt nú síöustu daga. Rigningarvatnið hefur bunað beintniður. Því var komið fyrir vatnsslöngum uppi í loftinu og þær leiddar niður í vaska skólans. Heldur frumstaeður búnaður en gerir sitt gagn. Jafnframt voru skúringafötur og klútar í brúki til þess að þurrka upp það sem fór á gólfið. „Þetta er vandamál eins og gengur í húsum, sem eru með pappa á þaki,” sagði skólastjóri Iðnskólans í gær. „Það er þó verið að undirbúa viðgerð á þessu og peningar eru fyrir hendi á fjár- hagsáætlun. Bæjarverkfræðingur ákveður hvað gert verður til úrbóta. Þessar slöngur sem settar voru upp eru til þess að vernda gólfið.” Eskfirðingar héldu þorrablót sitt á laugardagskvöldið. Hófst það með borðhaldi þar sem 320 gestir sátu undir matarmiklum borðum. Sigurður Sæmundsson deildarstjóri í matvöru- deild Pöntunarfélagsins og matvæla- ráðherra Eskfirðinga sá um að kaupa og útbúa allan mat. Reyndist hann góður, ekta þorramatur. Súrmeti var gott, en oft vill gleymast að súrsa lundabagga, hrútspunga og fleira sem á að vera súrt. Margt var til skemmtunar: Úlfar Sigurðsson söng vísur eftir Þorbjörgu Eiriksdóttur um fólkið í undirbúnings- nefnd blótsins. Gunnar Finnsson flutti annál ársins, áheyrilegur lesari sem fyrr. Gunnar minnir mig á Helga heit- inn Hjörvar. Helgi las Bör Börsson, þá ómerkilegu bók, í útvarp og aðeins þess vegna fannst flestum hún skemmtileg og jafnvel merkilegar bókmenntir. Hjónin Margrét Sveinsdóttir og Guðmundur Óskarsson, auk Þórhalls Þorvaldssonar, stjórnuðu fjöldasöng undir borðum og tókst það Ijómandi vel. Gaisi var kominn í mannskapinn og allir tóku undir sönginn. Það er ekki sama hvernig stjórnað er fjöldasöng. Þá var spurningaþáttur þar sem þrenn hjón voru látin svara. Fyrst konurnar, sem fengu spurningar um hvar þær hafi fyrst hitt mannsefni sín, hvað körl- unum þætti bezt að fá að borða og hvað skemmtilegast að gera. Síðan fengu eiginmennirnir sömu spurningar og ekki pössuðu nú svörin alltaf saman! Af því varð mikill hlátur. Jón Ólafsson lögregluþjónn flutti stutt og laggott minni þorrans. Gestir blótsins voru prestshjónin Brynhildur Sigurðardóttir og Sigurður H. Guð- mundsson úr Hafnarfirði. Þau fluttu frá Eskifirði fyrir 4 árum. Blótsstjóri var Hafsteinn Guðvarðarson. Á efdr var dans til kl. 4 þar sem hljómsveit Árna ísleifs frá Egilsstöðum sá um fjörið. Eskifjörður: Miklir umhleyp- ingar Fjögur loðnuskip komu til Eskifjarðar á þriðjudagsmorgun. Með afla þessara skipa hefur loðnubræðslan tekiö við 8—9 þúsund lestum af loðnu frá ára- mótum. þá var 650 Jestum skipað út af loðnumjöli. í fyrradag var 13 stiga hiti á Eskifirði og þurrkur afsuðvestri Mönnum bregður því við frá frostunum sem áður voru. Um- hleypingarnir eru miklir. Hitan- um fylgdi mikil hláka. Tvær konur hafa beinbrotnað hér á svellbunkum. Eldra fólk ætti ekki að fara út, nema á góðum brodd- um. - Regina, Eskifirfli. 8 hjón og einhleypur piltur og ein- hleyp stúlka voru að venju í undirbún- ingsnefnd. Komið hefur fyrir að ein- hleypingarnir í þorrablótsnefndinni yrðu síðar hjón og þess óskaði blóts- stjórinn einnig nú. Ég dáist að því hvernig fólkið sem vinnur að undirbún- ingnum getur skemmt fólki ár eftir ár með nýrri og nýrri dagskrá. Engir lærðir skemmtikraftar koma fram. Þarna er þó grátið úr hlátri á sama tíma og menn brosa varla að áramótaskaup- um sjónvarpsins sem kosta offjár. — - Regína, Eskifirfli. TRÉSMIÐIR - VERKAMENN Trésmiðir óskast strax í innréttingasmíði. Einnig verka- menn vanir byggingavinnu. Uppl. i síma 71730 — 71699. Kvöldsími 23398. Reynir hf., byggingafélag Smiðjuvegi 18, Kóp. AUGLÝSING Staða heyrnarfræðings (sérkennara sérmenntaðs í heyrnar- kennslu) er laus til umsóknar við Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Staðan veitist frá l. apríl 1981. Umsóknarfrestur er til l. marz nk. Umsóknir sendist stjórn Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands, Háaleitisbraut 1 Reykjavík, pósthólf 5265. Simi 83855. KS FURUNÁLAFREYÐIBAÐ jafn ömissandi Símar 12800 og 14878. -JH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.