Dagblaðið - 23.02.1981, Side 4
4
DAGBLAÐIÐ. MÁNIinAP.IIR 91 FFRRIIAR 10«I.
V
BLÓMAHORNIÐ
Allir brauðendar fóru beina leið f ofnskúffuna. Hún var svo látin i volgan bakarofninn eftir að búið var að baka kðku eða
steikja sunnudagssteikina. Þetta var meira að segja fyrir daga orkukreppunnar, en f þá daga spöruðu húsmæðurnar rat-
magnið eins og allt annað ósjálfrátt.
Chrysán-
themum
hortorum
prestakragi,
prestafrfill
í Kína og Japan hefur prestakrag-
inn vcrið ræktaður í nokkur þúsund
ár og tekizt hefur að rækta fram af-
brigði sem bæði vegna litar og lögun-
ar eru með fallegustu blómum sem til
eru.
Stórblómstrandi prestakragi með
einu blómi á stilknum er ein af alfal-
legustu afskornu blómunum sem seld
eru i blómabúðum. PreMakraga-
greinar með mörgum blómum eru al-
gengasta afskorna blómið á haustin
og fram á vetur. Prestakraginn var
lengi vel eingöngu haustblóm. En
þegar uppgötvaðist að blómið mynd-
ar aðeins knúbba þegar dagur og nótt
eru jafnlöng opnaðist möguleiki að
rækta prestakragann nærri því allt
árið i gróðurhúsi með því að myrkva
piöntuna hálfan sólarhringinn. Þess
vegna er prestakraginn heilsárs blóm
núna. Prestakragi, sem ræktaður er í
potium, er lagvaxmn og peitur.
Blómin standa lengi og eru í sterkum
litum. Prestakragi í potti er planta
sem maður nýtur meðan hún er í
blóma og hendir síðan þegar blómin
eru fallin af. Plantan þarfnast ekki
annarrar umönnunar en reglubund-
innar vökvunar þannig að moldin
þorni aldrei uDp.
-JSB/VG.
Þarf helzt að standa
á björtum eða
sólríkum stað.
Vökvist reglulega.
Áburðarupplausn
gefin reglulega.
Prestakraginn þolir
ekki mikinn hita.
Heimatilbúið rasp
kostar ekki neitt
Þegar ég gifti mig fyrir rúmlega
tuttugu og sex árum hafði ég aldrei
vitað til þess að rasp væri keypt í
búð. Rasp hefur sennilega alltaf verið
til í verzlunum á íslandi, þó það
hafði farið framhjá mér. Mamma
mín bjó alltaf til sitt eigið rasp og það
án þess að það kostaði hana einu ein-
ustu krónu.
Allir endar
í of nskúff una
í hvert skipti sem franskbrauð á
heimilinu var orðið hart eða aðeins
voru eftir einhverjir endar var þeim
eð var. Og alltaf féll til nóg af brauð-
endum.
Þegar ofnskúffan var síðan orðin
full af þurrkuðu brauði var það mal-
að í hakkavélinni sem fylgdi með
gömlu Sunbeam hrærivélinni. Það
tók ekki nema örskot að mala allar
skorpurnar og úr því varð allra fin-
asta rasp sem hægt er að hugsa sér.
Mamma bjó oft til „danska” epla-
köku úr raspi. I hana er alls ekki
hægt að nota erlenda raspið sem fæst
í verzlunum. Hún þurfi því að nota
mikið rasp. Auk þess hafði hún oft
steiktan fisk, sem velt var upp úr
raspi, kótilettur sem matreiddar voru
á þann hátt og ýmislegt fleira.
Ég man alltaf þegar mamma þurfti
í fyrsta sinn að nota rasp er hún að-
stoðaði mig í mínu eigin eldhúsi. Ég
hafði látið undir höfuð leggjast að
halda brauðendunum til haga og
þurrka þá. í rasphallæri hafði ég
komizt að raun um að hægt var að
kaupa rasp í verzlunum. Þá var að
vísu aðeins til erlent kryddað rasp
sem ekki hefði verið hægt að nota
t.d. i eplaköku.
Ég hálfskammaðist mín þegar
mamma hafði orð á því hve ég gæti
verið ómyndarleg að vera með „búð-
arrasp”!
Síðan hefur mér verið það á móti
Þarna er Moulinex kvörnin okkar góða sem við getum aldrei dásamað nægilega.
Það tekur ekki svipstund að mala þurrkuðu brauðendana mélinu smærra i kvörn-
inni. Raspinu er siðan hellt i dós og er tilbúið til notkunar.
DB-myndir Bjarnleifur.
skapi. Og hef raunar ekki keypt slíkt
rasp nema í algjöru hallæri. Miklu
frekar kaupi ég rasp í bakaríum sem
búið er til á sama hátt og mamma
gerði, eða þá að ég fæ brotatvíbökur
í bakaríum. Langoftast bý ég til rasp
eins og mamma gerði. Það er bæði
bezt og þar að auki ódýrast, því það
kostar hreint ekki neitt!
A.Bj.
Haft var samband við Matthías
Kristjánsson deildarstjóra i raftækja-
deild Sambandsins. Hann sagði að
þarna væri um nýja gerð Bauknecht
eldavéla að ræða. Með eldri gerðum
hefði alltaf fylgt íslenzkur bæklingur
og hefði það einnig verið ætlunin
með þessa nýju gerð. En af ýmsum
ástæðum varð að finna nýjan þýð-
anda þegar búið var að þýða helming
bæklingsins og hefði því verkið taf-
óðara dengt í ofnskúffuna. Hún var
geymd inni í bakaraofninum og eftir
að búið var að baka kökur eða steikja
sunnudagssteikina var skúffan með
gamla brauðinu látin í ofninn. Þar
þurrkaðist brauðið án þess að nokkru
sinni væri eytt einum einasta eyri í
rafmagn. Þetta var meira að segja
fyrir alla orkukreppu.
Að vísu gat komið fyrir (og gerði
stöku sinnum) að þegar kveikt var á
ofninum gleymdist að taka skúffuna
með brauðskorpunum út og allt
brenndist til „kaldra” kola. En það
var þá ekki neinn verulegur skaði
skeður. Þetta var ónýtt brauð hvort
Aðeins þýzkar upplýsingar með eldavélinni:
„Islenzkur bækling-
ur væntanlegur”
,,Eg keypti mér Bauknecht eldavél
í kaupfélaginu á Hvammstanga. Þar
gat ég ekki fengið íslenzkan leiðbein-
ingabækling með henni og heldur
ekki hjá Sambandinu í Reykjavík. Er
þetta mjög bagalegt þar sem ég er
ekki læs á þýzku og langar að nýta
mér til fullnustu öll þau furðuverk
sem á að vera hægt að framkvæma
með vélinni. Hún var líka dýr, kost-
aði 400 þúsund gamlar krónur,”
sagði Hrönn Friðriksdóttir í Vestur-
Húnavatnssýslu í spjalli við Neyt-
endasiðuna. Við gátum vel skilið
sjónarmið hennar því þeir eru vist
margir sem ekki skilja þýzkuna eins
vel og það ástkæra ylhýra.
izt. En von væri á íslenzkum bækl-
ingi fljótlega. _dS
Raddir
neytenda