Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.02.1981, Qupperneq 6

Dagblaðið - 23.02.1981, Qupperneq 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1981. C"rr,l,L,2Mv.r.t«lu- Bílasýnxng » Amer*« Fawcett og Smurbrauðstofan BJORNINN Njáísgötu 49 — Simi 15105 MÓTORSPORT l.TUL.t BátablatSur-Gufuvagnar rr'W1SÍnS Erlent Re>nsUu.k»iurl-»n«r l600ogSuxuk»Lj SMOanhurfurveteWS*. Atc(icCal.Ski-a«». Yamaha, KawasaU* /. tbl. 2. árg. er komið á blaðsölustaöi Fjölbreytt og skemmti- legt efni fyrir unga jafnt sem aldna. • Getum í takmarkaðan tíma útvegað fyrri tölu- blöð Áskrifta-, auglýsinga- og dreifingarsími 34351 kl. 15—18 virka daga. Gengíð féll um 35,2% síðasta ár —viðskiptahallinn 2,5 présent af framleiðslunm Gengi erlendra gjaldmiðla gagn- varl íslenzku krónunni hækkaði frá ársbyrjun 1980 til ársloka um 54,3 prósent, en það þýðir 35,2 prósent lækkun krónunnar. Fyrstu þrjá mánuði síðastliðins árs varð lítil breyting á gengi krónunnar, en 31. marz var gengið fellt um 3 pró- sent og eftir það var um að ræða stöðugt og nokkuð jafnt gengissig. Viðskiptajöfnuður við útlönd varð óhagstæður um 32 milljarða gamal- króna en hafði verið óhagstæður um 9,9 milljarða árið áður. Tölur ársins 1979 hafa I þessum samanburði verið umreiknaðar til sambærilegs gengis. Mikil aukning varð á útflutningi frá fyrra ári, en jafnframt varð aukning á birgðum af útflutningsvörum um tæpa 9 milljarða króna. Aukning innflutnings varð heldur meiri en út- flutnings, og munar þar mestu um stóraukin flugvélakaup. 1980 varð vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd óhagstæðari en árið áður, svo að munar tveimur milljörðum króna, þegar reiknað er á sama gengi. Ann- að kemur út, ef vöruskiptajöfnuður þessara ára er „leiðréttur” vegna breytinga á birgðum á útflutnings- vörum, sem til voru i árslok, og sveiflna í innflutningi sérstakra fjár- festingarvara (svo sem flugvéla). Þá reynist vöruskiptajöfnuður rúmlega 14 milljörðum króna hagstæðari 1980en hann var árið áður. Vaxandi viðskiptahalli Þjónustujöfnuður virðist hafa orðið óhagstæður á síðasta ári um 43 milljarða króna, sem er 20 milljörð- um verra en árið áður. Munar þar mestu um óhagstæða þróun sam- gangna og auknar vaxtagreiðslur. Að öllu samanlögðu er viðskipta- hallinn 1980 talinn hafa orðið 2,5 prósent af þjóðarframleiðslu en var 0,9 prósent árið áður. Miklar lántökur erlendis valda því, að greiðslujöfnuður við útlönd varð hagstæður árið 1980. Innkomin lán eru talin hafa numið 105 milljörðum króna og afborganir 42 milljörðum, þannig að nettóaukning langra lána hafi orðið 63 milljarðar á meðalvið- skiptagengi ársins, samanborið við 44 milljarða á sama gengi árið 1979, Vegna lánanna varð greiðslujöfn- uður hagstæður um 26,9 milljarða á síðasta ári, á móti 23,6 milljörðum áriðáður. Gjaldeyrisstaða bankanna, nettó, batnaði (gjaldeyrissjóður), og varð í árslok jákvæð um 98,7 milljarða á móti 71,1 milljarði 1979, reiknað á gengi í árslok 1980. - HH FATNAÐUR SEMVEKUR ATHYGLI AFBORGUNARSKILMÁLAR GRÁFELDUR HF. #V BANKASTRÆTI SÍMI26540. Vigdis Finnbogadóttir ætlar að færa Margréti Danadrottningu dýrmætt djásn þegar hún fer til Danmerkur i vikunni. I djásn- inu á að vera þriggja mm þunn plata af hrafntinnu. Hrafntinnan er slipuð af Páii Sophaniassyni, sem hérna á myndinni sést vera að afhenda hana til gullsmiðanna. Þeir eru Áslaug Jafetsdóttir og Hjördis Gissurardóttir (lengst til hægri), sem nú leggja nótt við dag til að smiðinni verði lokið á réttum tima. DB-mynd Sig. Þorri. Heimsókn Vgdísar eitt helzta umræðuefnið — mannaá meðal íKaupmannahöfn Frá Eiríki Jónssyni, fréttamanni DB í Kaupmannahöfn: Opinber heimsókn Vigdísar Finn- bogadóttur, forseta íslands, til Dan- merkur siðar i þessari viku er nú eitt helzta umræðuefni manna á meðal í Danmörku. Hafa umræður um heim- sóknina tekið við umræðum um at- vinnuleysi, verðbólgu og fíkniefna- vandamálið þar í landi. Mikill undirbúningur fyrir heini- sóknina er nú í gangi. Á miðvikudaginn — og þar til heimsókninni lýkur á föstudagskvöld — munu íslenzkir og danskir fánar blakta á öllum opinber- um byggingum, skipum og ferjum i Kaupmannahöfn og nágrenni. Væntanleg heimsókn Vigdisar hefur vakið miklu rpeiri athygli en aðrar heimsóknir erlendra þjóðhöfðingja. Dansa sjónvarpið hefur tvisvar á stutt- um tíma sýnt klukkustundar langa sjónvarpskvikmynd um forseta íslands. Dönsku blöðin hafa á undan- förnum vikum sagt frá heimsókninni í einstökum atriðum og birt stórar myndir af Vigdísi með öllum fréttum. íslendingar í Kaupmannahöfn fylgjast spenntir með heimsókninni og má telja víst að mjög fjölmennt verði í boði for- setans fyrir íslendinga á einu fínasta hóteli Evrópu, Hótel d’Angleterre, við Kóngsins nýja torg. Ýmsar uppákomur tengjast heim- sókn forsetans. Kvikmyndin Land og synir verður frumsýnd í vikunni i stærsta kvikmyndhúsi Kaupmanna- hafnar, Palads, og um helgina var opnuð sýning á verkum ungra íslenzkra listamanna. Meðal þeirra eru Tryggvi Ólafsson, Jón Gunnar Árnason og Al- freð Flóki. -ÓV

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.