Dagblaðið - 23.02.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1981
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
I
Mohammad Ali Rajai, forsætisráðherra írans:
Hótaraöeyöa
andstæöingunum
Mohammad Ali Rajai, forsætis-
ráðherra Irans, sagði í gær að pólit-
ískum andstæðingum stjórnar lands-
ins yrði eytt ef þeir legðu núverandi
skipan niála ekki lið.
„Islamska lýðveldið og þjóðin eru
fær um að gera út af við ykkur, hver
svo sern staða ykkar kann að vera,”
sagði Ali Rajai í sjónvarpsávarpi í
gær.
Ali Rajai sagði að andstæðingar
stjórnarinnar væru „hræsnarar,
gagnbyltingasinnar og óeirðaseggir”
sem væru í raun bandamenn Ronalds
Reagan.
„Þeir sækjast eftir þvi sama og
Reagan; að bylta stjórn landsins og
veikja siðferðisstyrk þjóðarinnar,”
sagði hann og bætti því við, að
þjóðin óskaði þess, að þeir sneru frá
viltu síns vegar og gengju í lið með
islam.
Fréttaskýrendur segja að greinilegt
sé að Ali Rajai hafi talið nauðsynlegt
að verja hina islömsku stjórn lands-
ins gegn vaxandi gagnrýni sem hún
hefur sætt að undanförnu, meðal
annars frá stuðningsmönnum Bani-
Sadr forseta og ýmsum vinstrihreyf-
ingum sem eiga marga fylgismenn I
röðum stúdenta.
„Við erum ekki stjórnin. Við erum
þjóðin og þið eruð öll hluti af ríkis-
stjórninni. Við felum ekkert fyrir
þjóðinni,” sagði Ali Rajai, sem
einnig gagnrýndi dagblöðin í ræðu
sinni en mörg þeirra hafa gagnrýnt
stjórn landsins að undanförnu.
Samar f Noregi hafa að undanförnu verið óþreytandi við að vekja athygli á baráttumálum sinum. Meðal annars hafa sama-
konur gengið á fund páfa og Kurt Waldheim, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Hér sjást tvær samakonur fluttar á
brott i lögrcglubil frá norska forsætisráðuneytinu þar sem þær höfðu setzt að til að vekja athygli á baráttumálum sinum.
Brezhnev ásamt varnarmálaráðherra Sovétrikjanna, Dmitri Ustinov.
Ræðu Brezhnev
beöiö meö mikilli
eftirvæntíngu
Kania og Jaruzelski eru komnir til Moskvu
Leonid Brezhnev forseti Sovétríkj-
anna mun í dag ávarpa 26. þing
sovézka Kommúnistaflokksins og er
ræðu hans beðið með talsverðri eftir-
væntingu. Þar mun hann setja fram
stefnumið sovézka kommúnista fyrir
næstu fimm ár. Einkum er beðið eftir
þeim þætti ræðu hans er fjallar um
utanríkismál og samskiptin við Banda-
ríkin, sem ekki eru talin hafa verið
jafnslæm í að minnsta kosti tíu ár.
Einnig verður tekið eftir því hvað
forseti Sovétríkjanna hefur að segja um
þróun mála í Póllandi en þar ríkir nú
fullur friður í fyrsta skipti í marga
mánuði sem kunnugt er. Stanislaw
Kania, formaður pólska Kommúnista-
flokksins, og Wojciech Jaruzelski, hinn
nýi forsætisráðherra landsins, komu til
Moskvu i gær. Ekki er þó vitað til þess,
að haldin verði sérstök ráðstefna Var-
sjárbandalagsríkja um vinnudeiluna í
Póllandi. Þingið verður þó fyrsta tæki-
færi leiðtoga Austur-Evrópu til að
ræða Póllands-málið síðan þeir þing-
uðu um málið í desember síðastliðnum.
Kania og aðrir fimm flokksformenn
Kommúnistaflokka Varsjárbandalags-
ríkjanna munu ávarpa þingið á morgun
eðaá miðvikudag.
STJORN REAGANS
HÓTAR AÐGERÐUM
GAGNVART KÚBU
Bandarikjamenn kunna að grípa til
beinna aðgerða gegn Kúbu til að koma
í veg fyrir vopnasendingar þeirra til E1
Salvador, að því er Edwin Meese, einn
af nánustu ráðgjöfum Ronalds Reag-
an, sagði í sjónvarpsviðtali í gær. Hann
kvaðst ekki útiloka þann möguleika að
hafnbann yrði sett á Kúbu, og bætti því
við, að það væri Kúbumönnum fyrir
beztu að hætta vopnasendingum til
Mið-Ameríkuríkisins El Salvador
strax.
„Það er kominn tími til að Kúba og
aðrar þjóðir sem ætla sér að standa
fyrir byltingu skilji að ný stjórn er nú
við völd hjá okkur,” sagði Meese.
„Við munum grípa til nauðsynlegra
ráða til að tryggja frið í heiminum og á
það einnig við um E1 Salvador,” sagði
hann.
Aðspurður hvort Bandaríkjamenn
kynnu að grípa til hafnbanns á Kúbu
svaraði Meese: „Við útilokum ekkert.”
ErABBA að syngja
sitt síðasta vers?
— hangir saman á viðskiptasamningum
Það er af sem áður var í sænsku
hljómsveitinni ABBA. Áður var hún
tákn um hjónalíf í lukkunnar vel-
standi þar sem hjónakornin Agnetha
og Björn, Frida og Benny sungu um
ást og peninga með bros á vör. Nú er
þar allt í upplausn. Bæði hjónabönd-
in sprungin og hópurinn hangir
saman á viðskiptasamninguaum
einum. Talsvert er síðan Björn og
Agnetha skildu. Hann er m.a.s. kom-
inn í hnapphelduna á ný, drengurinn,
og bognar hvergi. Það kom aðdáend-
um ABBA hins vegar meira en lítið á
óvart þegar það spuröist út á dögun-
um að hitt parið í ABBA væri lika
sprungið í frumeindir sínar. Og ekki
nóg með það: Benny flutti inn á gafl
til Monu Nörklit, 37 ára fréttamanns
í sænska sjónvarpinu. Benny og
Frida eru engir nýgræðingar í skiln-
aðarstandinu þar sem þau voru bæði
í hjónabandi áður. Eignir þeirra eru
ævintýralega miklar, ekki síður en
eignir ABBA-veldisins í heild. Þau
eiga t.d. stórhýsi metið á 16,7 millj-
ónir sænskra króna og hlutabréf sem
metin eru á upphæðir sem velta á
tugum milljóna.
Talið er að ABBA syngi nú sitt síð-
asta vers hvað úr hverju. En þau hjú-
in hafa hvert um sig sitthvað í poka-
horninu. Bæði Agnetha og Frida eru
t.d. í hugleiðingum að gefa út sóló-
plötur.