Dagblaðið - 23.02.1981, Síða 10
10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. FEBRUAR 1981.
ð
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
D
Nýtl æði hefur gripið Bandarikja-
menn, lífshættulegt sjónvarp. Banda-
ríkjamenn standa nánast í biðröðum
til þess að sjá menn leggja líf sitt að
veði fyrir frægð í sjónvarpsþætti og
örfá þúsund króna. Stóru sjónvarps-
stöðvarnar eru með sérstaka þætti á
bezta útsendingartíma þar sem fífl-
djarfir ofurhugar leika listir sínar. Og
þar eru engin brögð í tafli né mynda-
vélin látin Ijúga. Verði ofurhuginn
fyrir slysi þá er það engin hindrun út-
sendingar, en sé það alvarlegt eða
endi með dauða þá kemst ofurhuginn
í fréttatíma þessara sömu sjónvarps-
stöðva.
Barátta sjónvarpsstöðvanna
Eflir margra ára baráttu hafa sjón-
varpsstöðvarnar heldur dregið úr
sýningum grófustu ofbeldismynda.
En þar var þó enginn lagður í raun-
verulega lífshættu. Atriðin voru
leikin. En annað varð að koma í
staðinn í stöðugt harðari baráttu
sjónvarpsstöðvanna. Menn eru kvik-
myndaðir fyrir sjónvarp í hinum fjöl-
breyttustu „leikjum” sem undan-
tekningarlaust hafa lífshættu i för
með sér. Og slysunum fjölgar stöðugt
og þættirnir verða eftir þvi vinsælli
meðal fjöldans.
Árið 1976 var framleidd banda-
ríska kvikmyndin Network sem
greindi frá baráttu sjónvarpsstöðva
um cfni. Þessi mynd var m.a. sýnd
hér á landi. í myndinni kom fram að
sjónvarpsstöðvarnar væru jafnvel til-
búnar til þess að koma sér upp eigin
hryðjuverkasveitum eða sýna morð í
beinni útsendingu. Jafnvel hinir
svartsýnustu gagnrýnendur töldu að
sjónvarpið kæmist í raun aldrei niður
á jafn lágt „plan” og myndin sýndi.
En raunin virðist hafa orðið önnur.
Á bezta útsendingartíma stöðvanna
má nú sjá fólk setja sig í alvarlega
lifshællu, slasast og jafnvel deyja
fyrir nokkrar krónur og von um
frægð.
Líklega er engu logið
Hér er einkum um að ræða tvo
þæíti, Leiki fólksins, eða The Games
people play á vegum NBC-sjónvarps-
stöðvarinnar og þátt ABC stöðvar-
innar, That’s Incredible, eða Þetta er
ótrúlegt. Báðar stöðvarnar auglýsa
að þær sýni sannléikann og þar er lík-
lega engu logið.
Sem dæmi má nefna að NBC-stöð-
in sýndi atriði í þætti sínum í fyrra
þar sem maður var hlekkjaður fastur
með járnkeðjum við vörubíl hlaðinn
Keðjumaðurinn var aðeins heppinn
að allt gekk eins og áætlað hafði
verið. Hann er aðeins einn af þeim
mörgu sem eru æstir í að leika sér að
dauðanum á sjónvarpsskermi.
Hreinar sjálfsmorðstilraunir
Einn framleiðandi þessara þátta,
Deran C. Safarin, hefur greint frá þvi
í viðtali við sjónvarpstímarit að
„leikurinn” með keðjurnar og
sprengiefnið sé aðeins ein hugmynd
af mörg hundruð þar sem fólk er fúst
að leggja líf sitt að veði. Þetta er
orðinn faraldur, skrifar hann. Hann
nefnir sem dæmi að maður hafi boð-
izt til þess að stökkva út úr flugvél í
hálfs annars km hæð yfir jörðu án
þess að vera í fallhlíf. Hann ætlaði að
lenda i feni í eyðimörk og átti þessi
fífldirfska að slá allar aðrar út. Safa-
rin sagði nei takk. Stökkið væri ekk-
ert annað en sjálfsmorð. Stökkvarinn
brást reiður vð og sagði: „Þú hefur
engu að tapa, ef ég dey þá er það góð
auglýsing fyrir þátt þinn.”
Wolfgang Kopke var þýzkur ofur-
hugi. Hann ætlaði sér að stökkva
fram af Golden Gate brúnni í San
Francisco og lifa það af. Þetta er
þekktasti sjálfsmorðsstaður í Banda-
ríkjunum. Enginn vildi taka þátt í
þessu með honum og mynda. Hann
stökk samt sem áður, kom niður í
vatnið á bakið og lét lífið.
Gary Welsh. ungi ofurhuginn. lendir
skakkur fvrir á mótorhjóli sinu eftir
stökk vfir gosbrunn. Hann lenti á
steinvcgg á 140 km hraóa og stórslas-
aðist.
dinamíti. Annar bíll var ræstur í 250
metra fjarlægð ogstefnan tekin beint
á manninn sem hlekkjaður var við
bilinn. „Leikurinn” var fólginn í
keppni milli hlekkjaða mannsins og
bílsins. Hann varð að losa sig áður en
bílarnir skyllu saman og spryngju í
loft upp. Manninum tókst þetta á sið-
ustu stundu og slapp bæði fráspreng-
ingu og bíl. Bílstjóri bílsins slapp
einnig áður en bílarnir sprungu i loft
upp.
Keðjumaðurinn var þar með
orðinn hetja og fékk sinar krónur.
Hann hafði losað sig úr slíkum keðj-
um áður en gat þó engan veginn talizt
atvinnumaður í greininni. Reyndur
atvinnumaður hefði haft annan hátt
á. Hann hefði haft undankomuleið ef
hlutirnir hefðu farið úr skorðum.
JÓNAS
HARALDSSON
THAT'S INCREDIBLE!
Man fliesacross
theAtlantic...
outsidethe
plane!
• How a dream prevonted a
traln wrackl
• Naw davica atops fatal
auto crashoai
• Maat an 11 yaar old salf-
mado rmiltl-milllonairal
• Plus mora Incredlblo
surprlsasl
S8:00PMÖ®
Aulýsing ABC-stuðvarinnar um flug mannsins ofan á flugvél frá F.vrópu til Banda-
rikjanna.
ABC-sjónvarpsstöðin hefur ekki
verið allt of heppin með sín fífl-
dirfskuatriði. Á stuttum tinia urðu
þrjú alvarleg slys, þar af voru tvö
þeirra sýnd í þættinum Þetta er ótrú-
legt. Þriðja atriðið fór beint í fréttirn-
ar. Stan nokkur Kuml (eftirnafnið
e.t.v. lýsandi fyrir afleiðingar íþrótt-
arinnar. Þeir fífldjörfu lenda fyrr eða
síðar í kumlum), hljóp í gegnum
brennandi tunnu. Atriðið átti að
standa í 17 sekúndur, en stóð i 34 sek-
úndur. Áhorfendur sáu Kuml hlaupa
brennandi, detta, rísa upp aftur og
krafla sig áfram í ljósum logum. Það
tekur hann a.m.k. tvö ár að ná sér
eftir brunann.
Fóturinn af — en hetja
Steve Lewis hefur sérhæft sig i
stökkum. Hann vildi standa á milli
tveggja bíla sem ækju með ógnar-
hraða hvor á móti öðrum. Hann
ætlaði síðan að stökkva upp rétt áður
en bílarnir skyllu saman. ABC vildi
ekki taka þátt í þessum leik, en sam-
þykkti þess í stað að hann stykki upp
með bílum sem kæmu á fleygiferð
hvor á eftir öðrum. Sjónvarpsáhorf-
-endur fengu að sjá það sýnt hægt er
hliðarspegill aftari bílsins rakst í
Steve og reif nánast af honum annan
fótinn. Hann var hylltur af lýðnum
og er nú hetja.
Nýjasta æðið f Bandaríkjunum:
Fífldjarfar hetjur
leika sér að dauöan-
um ísjómrarpmu
—stóru sjónvarpsstöðvamar reyna stöðugt að slá keppi
nautunum við með sem háskalegustum atriðum
íslendingar fengu að kynnast einni fifldirfskutilrauninni sem hcppnaðist. Þjóðverji
nokkur tók upp á þvi að fljúga standandi ofan á Islander-fiugvél milli Evrópu og
Bandarikjanna. Vélin millilcnti í Reykjavík, eins og mönnum er efiaust i fersku
minni, þar sem vélin varð að bíða í nokkra daga vcgna veðurs. Afrek þessa manns
fengu áhorfendur ABC-stöðvarinnar síðan að sjá kl. 20 i þættinum „Þetta er ótrú-
legt". DB-mvnd Sigurður Þorri.
GaryWelsh, 23 ára, einn af beztu
stökkvurum Bandaríkjamanna á
mótorhjóli (íþróttirnar eru margar
heldur furðulegar) hafði lengi dreymt
um að stökkva yfir gosbrunninn fyrir
utan Hótel Caesars Palace i Las
Vegas. Stökkið er 60 metra langt.
Gary kom skakkur niður og lenti á
steinvegg á 140 km hraða. Hann
virðist ætla að lifa slysið af, en að
öðru leyti er óvíst um ástand hans.
Gary Welsh náði því ekki að
komast í þátt fífldirfskunnar, en þess
í stað fékk hann tvær mínútur í
fréttatimanum. Stökkið og lendingin
voru aðsjálfsögðu sýnd hægt.
Fifidjarfir menn eru að sjálfsögðu
alltaf til staðar og hafa alltaf verið.
En nú ýtir sjónvarpið verulega undir
og lokkandi frægðin kitlar þá djörfu.
Hið kvenlega hold
Að lokum má ekki gleyma einum
þætti þessara sjónvarpsþátta. Þar
koma ungar fagrar blondínur við
sögu. Þær eru gjarnan klæddar kjól-
um sem fela hið kvenlega hold lítt
sem ekki. Eftir að þeir fífidjörfu hafa
gert skyldu sína og lifað af einhver
glæfrastökkin koma dömurnar til og
taka við hetjurnar viðtöl. Þau viðtöl
eru ekki síður tekin með líkamanum
en hefðbundnum hætti. Stúlkan
leggur handlegginn utan um hetjuna
og þrýstir sér að henni.
Ekki fer milli mála hverju hetjun-
um er lofað. Þær eiga að fá að njóta
þessara ungu stúlkna eftir hreysti-
verkin. Hvort það reynist 'rétt þegar á
hólminn er komið er önnur saga.