Dagblaðið - 23.02.1981, Page 12

Dagblaðið - 23.02.1981, Page 12
aamiABw Útgefandi: Dagblaðið hf. Fromkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar. Jóhannes Reykdol. iþróttir. Hallur Símonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoðarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrit Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmor Karísson. Blaðamenn: Anna Bjarþason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánscjóttir, Elin Albertsdóttir, Gisli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ing.i Huld Hókonardóttir, Kr jatján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljóumyndir: Bjamleifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Porrí Sigurðsson og Svainn Pormóösson. SkrHstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkori: Práinn PoríeHsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs- son. DroHingarstjórí: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síðumúla 12. Afgreiösla, áskríftadeild, auglýsingar og skrHstofur Pverholti 11. Aðalsími blaðsins er 27022 (10 línur). Sotning og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugorð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Áskrif tarverð á mánuði kr. 70,00. Verð í lausasölu kr. 4,00. Styttan af Stefáni Nú hafa stjórnmálamenn kjörið tækifæri til að komast að raun um, hvers vegna umtalsverður hluti kjós- enda fyrirlítur þá vegna heimsku og spillingar, telur þá einskis trausts verða og vill ekkert hafa saman við flokka þeirra að sælda. Kaup Þórshafnartogarans eru eðlilegt framhald Kröfluævintýrisins og Víðishússins. Mikill fjöldi stjórnmálamanna er nú sem fyrr á kafi í sjúklegum fyrirgreiðslum, sem eru jafnheimskulegar og þær eru spilltar. I öllum þessum tilvikum komst upp um kauða í miðju kafi. Kjósendur urðu mjög reiðir, en fengu ekki að gert. Stjórnmálamennirnir settu undir sig hausinn og fóru sínu fram á þeim forsendum, að ekki yrði aftur snúið. Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra segir, að kasta verði að öðrum kosti út um gluggann peningum í skaðabótakröfur vegna riftunar samninga. Slíkt væri þó ódýrara en fyrirhugaður taprekstur á kostnað skattgreiðenda. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra segist alltaf hafa litið svo á, að 1500 gamalmilljóna stuðningi við inn- lendar skipasmíðar ætti að hluta að verja til kaupa á Þóshafnartogaranum! Slík orð ætti að varðveita gullnu letri á veggjum alþingis. Ekki sakaði, þótt svo sem tveir ráðherrar fykju út um gluggann með skaðabótafénu, þeir Ragnar og Steingrímur. Enda kallar iðnaðarráðherrann málið „yfirgengilegt” og forsætisráðherrann kallar það ,,mistök”. Svo að segja allir eru sammála um, að verið sé að kaupa til Þórshafnar of dýran togara, sem muni valda hundraða milljóna gamalkróna tapi á ári, á kostnað Þórshafnarbúa, Norðlendinga eystri og skattgreiðenda í heild. Á Þórshöfn eru margir andvígir þessum kaupum, af því að þeir átta sig á, að fyrirgreiðslan er bjarnargreiði, að hún er blóðtaka, sem rýrir aðra möguleika heima- manna á að byggja upp traust atvinnulíf. Á Norðurlandi eystra eru margir andvígir þessum kaupum, af því að þeir átta sig á, að kaupin fjölga skrapdögum um fimm hjá hverjum togara, sem fyrir er í kjördæminu, þar á meðal samtals 20 skrapdögum hjá Útgerðarfélagi Akureyringa einu. Um allt land eru menn andvígir þessum kaupum, af því að þeir átta sig á, að þau spilla afkomu útgerðar og sjómanna, að þau eru ekkert annað en útgerð i vasa skattgreiðenda og að þau byggjast á mistökum stjórn- valda. Ráðamenn þjóðarinnar í ríkisstjórn og Fram- kvæmdastofnun ríkisins hafa verið gerðir að fíflum í máli þessu. Hið eina skynsamlega, sem þeir geta nú gert, er að viðurkenna staðreyndir og snúa við blaðinu. í síðasta lagi verða þingmenn að fella togaraklaus- una, sem Ragnar Arnalds hefur sett í 12. grein frum- varps til lánsfjárlága. Þeir verða að gera það til að hefja baráttu fyrir endurreisn virðingar alþingis og stjórnmála. Þingmenn eiga að vera búnir að læra sína lexíu af mistökum á borð við Víðishúsið og Kröflu. Þeir eiga að skilja, að gremja kjósenda vegna heimsku og spill- ingar er mikil og vaxandi og leitar fyrr eða síðar útrás- ar. Að öðrum kosti ættu stjórnmálamennirnir að skipta um standmynd á Austurvelli og setja þar upp styttu Stefáns Valgeirssonar sem tákn hins dæmigerða stjórn- málamanns þjóðarinnar á tuttugustu öld. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1981. Hverjir standa flugsamgöngum fyrirþrifum? Flugsamgöngur íslendinga stóðu með miklum blóma allt frá miðjum 6. áratugnum og til loka þess 7. Þvl voru ill verk þeirra sem stóðu að sam- einingu íslenzku flugfélaganna, Flug- félags fslands og Loftleiða. En svo ill sem verk þeirra sem þar áttu hlut að máli voru þá er hlutur þeirra sem við tóku og litu yfir rústir „sameinaðrar flugstarfsemi” undir einum hatti ennþá verri og ömurlegri. Forsaga hinnar svokölluðu „sam- einingar” flugfélaganna tveggja hefur ekki enn verið skráð nema að hluta til og þá helzt af hlutdrægum aðilum og mestan part pólitiskum. í dagblaðinu Tímanum birtust þó nokkrar skilmerkilegar greinar á sínum tíma eftir Tryggva Þormóðs- son. Þær greinar brugðu upp of óhugnanlegum myndum af raunveru- leikanum til þess að nokkur treysti sér til svara, hvað þá heldur til þess að taka upp þráðinn um frekari mál- flutning. Þá var heldur ekki komin í ljós að fullu sú fyrirætlan stjórnar Flugleiða að uppræta endanlega alla anga þess flugrekstrar sem hafði verið uppi- staðan í starfsemi Loftleiða hf. „Úrræðagóðir stjórnendur" Það var á árinu 1971 sem fyrst var ýjað að því opinberlega að sam- keppni íslenzku flugfélaganna tveggja væri ekki við hæfi. Slík sam- keppni myndi enda með engu öðru en uppgjöf annars hvors félagsins, það myndi verða gjaldþrota! Slíkt mátti auðvitað ekki henda í svo sísíaliseruðu þjóðfélagi sem ísland var þá þegar orðið. Engan óraði fyrir því þá að tíu árum síðar hefði ísland náð því há- marki sósíalisma að máttarstólpar einkaframtaksins stæðu við hlið þjóðnýtingarsinna á markaðstorgi ræfildómsins og krefðust rikisað- stoðar á öllumsviðumjafnt flugsam- göngum sem útgerð. Stefnan var jafneinföld og hún var hugljúf stjórnendum íslenzku flug- félaganna. Enginn þeirra skyldi nokkurs í missa. Allir skyldu þeir halda sínum sætum, ein stjórn mynduð úr tveimur og annar vandi ekki framundan en sá að koma sér fyrir undir glóðvolgri „sameiningar- sænginni”. Vitað var að sameiningin var ekki að skapi sumra stjórnarmanna félag- anna og í þröngum hópi sögðu sumir að sameiningin hefði í raun verið „þvinguð” í gegn af þáverandi sam- göngumálaráðherra. Það var allt annað en arðsemis- sjónarmið sem réð. Það var áhættu- fjármagn frá hinu opinbera sem mænt var til enda viðraði núverandi stjórnarformaður Flugleiða hf. þær hugmyndir á aðalfundi stuttu eftir sameininguna að æskilegt væri að ríkið yki hlutabréfakaup í Flug- leiðum eins fljótt og mögulegt væri. Hagræðingin varð engin Sameiningin leiddi að sjálfsögðu til þess, eins og ávallt vill verða þegar rasað er um ráð fram, að bókstaflega allt fór úr böndunum. Þriggja for- stjóra kerfi var sett upp, auk hinnar fjölmennu stjórnar, og yfirbyggingin var verulega aukin. Hið almenna starfslið var að vísu Kjallarinn Geir Andersen skikkað til þess að gerast starfsmenn Flugleiða hf., ef þáð vildi vinnu halda, en til atlögu við áhafnir þorði stjórnin ekki að leggja, varðandi sameiningu, fyrr en allt hafði farið úr böndunum. Og enn situr við það sama í þeim efnum að mestu leyti. Veruleg og alvarleg gagnrýni kom fram á stjórn og forstjóra félagsins og hefur hún verið viðloðandi allt fram á þennan dag. Gagnrýni var svarað með ákvarðana- og stjómleysi og flausturslegum aðgerðum í bland. Margir spyrja hvort unnt hafi verið að bregðast við hinum breyttu að- stæðum á hafinu af einhverju viti. Auðvitað var það hægt, t.d. með skipulagðri markaðsleit fyrir leigu- flug, en þó einkum með því að breyta um flugvélakost og taka þá vél í notk- un sem upphaflega hafði verið gert ráð fyrir, þ.e. Boeing 747 breiðþotu, sem hefði getað flutt farþega og vörur að jöfnu. Þetta gerðu flug- félögin SAS og Swissair og komust vel af vegna þessara ráðstafana. Nú, árið 1981, eru Flugleiðir að breyta einni af DC-8 þotum sínum í þessum tilgangi! Þetta eru örþrifa- ráðstafanir einar og til einskis nýtar úr því sem komið er. Hefði verið farið að ráðum þeirra aðila sem lögðu til kaup á B-747 vél á sínum tíma, og sem hafði verið lögð mikil vinna i að hanna sérstaklega fyrir Flugleiðir, væri félagið enn í fullri starfsemi á Atlantshafsleiðinni. En stjórnendur Flugleiða hf. voru annarrar skoðunar en þeir sem mest höfðu starfað að flugrekstrinum og verið með í uppbyggingu og vel- gengni Loftleiða á sinum tíma og því fór sem fór. — Sannleikurinn er sá að þeir sem helzt ráða ferðinni um til- högun og fyrirkomulag í rekstri Flug- leiða í dag hafa lítið sem ekkert komið nálægt flugrekstri á alþjóðleg- an mælikvarða og sumir alls ekki. Endalaust stefnuleysi Við sameiningu félaganna tveggja var það yfirlýst stefna stjórnarinnar að starfsfólki skyldi ekki sagt upp störfum, enda engin þörf á því þá þvi fullri starfsemi var haldið uppi. Nýtt fólk skyldi hins vegar ekki ráðið i stað þeirra sem hyrfu úr störfum. Nú var það auðvitað svo að ekki var hægt að komast hjá því að ráða aftur í einstaka og sérstök störf og var svo gert. Hins vegar var þessu markmiði hreinlega snúið upp í and- stæðu sína því um leið og eitt starf losnaði var samstundis ráðið í það á ný, án tillits til mikilvægis, og um enga fækkun starfsfólks var því að ræða. Þessi var stefnan þar til reksturinn var kominn i slíkar ógöngur að stjórnendur sáu enga aðra möguleika en þá að leggja niður hluta starfsem- innar og hefja fjöldauppsagnir. — Þessu hefði mátt komast hjá ef upp- haflegri stefnu stjórnarinnar hefði verið fylgt eftir af henni sjálfri. Þá hefðu störf verið grisjuð smám saman og félagið losnað við starfs- fólk átakalaust og gagnrýnislaust. Kúgun og ofríki héldu nú innreið í fyrirtækið. Allt frá upphafi sameiningarinnar hefur stjóm Flugleiða og forstjóra mistekizt að halda tengslum við starfsfólkið og kynna því þann vanda sem að visu var heimatilbúinn en var þó yfirstiganlegur ef vel og skynsam- lega hefði verið að málum staðið. Gagnstætt sannleikanum lét for- stjóri þess getið oftar en einu sinni að starfsandinn milli starfsfólks væri ekki sem skyldi, samstarfsvandamál milli deilda væru veruleg og starfs- fólk ynni ekki í takt, eins og komizt var að orði. Staðreyndin var sú að starfsfólkið vantreysti stjórnendunum og óánægja ríkti með flausturslegar og illa undirbúnar ákvarðanir á flestum sviðum, og er svo enn. Fullyrða má að milli starfsmanna hinna fyrrver- andi félaga, Loftleiða og Flugfélags íslands, var aldrei neinn rígur og samvinna og virðing með bezta móti hjá báðum aðilum því hæft starfsfólk kom frá báðum þessum félögum. Starfsfólkið hefur líka unnið félaginu einstaklega vel í öllum greinum. Það að flugmenn skiptust í tvö aðskilin starfsmannafélög má rekja til hand- vammar og hræðslu stjórnar Flug- leiða við að ganga hreint til verks og með jákvæðu hugarfari varðandi sameiningu þessara hópa. Stefnuleysi og gæfuleysi stjórn- enda Flugleiða ætlar ekki að ríða við einteyming því eignir fyrirtækisins eru að verulegu leyti uppétnar, greiðslustaðan svo léleg að fyrirtækið er hjálparvana, þrátt fyrir ríflega aðstoð hins opinbera, og félaginu verður ekki bjargað án utanaðkom- ándi hjálpar. Hvað gera hluthafar? Það er í sjálfu sér ekkert erfitt að gera sér grein fyrir því hver þróun mála verður i Atlantshafsfluginu al- mennt séð. Yfir Atlantshaf verður flogið sem fyrr af minni og stærri flugfélögum þrátt fyrir bölsýni stjórnenda Flugleiða. Og til þess hefur of mikil uppbygg- ing átt sér stað og til þess eru of margir aðilar með dýrmæta reynslu í hinum ýmsu greinum flugreksturs sem ekki sjá annað framundan en at- vinnuleysi og einangrun, að það væri uppgjöf sem allir myndu iðrast ef þess væri ekki freistað að halda i horfinu um það flug sem hér var byggt upp af framtakssömum og úr- ræðagóðum mönnum. En til þess að áframhald megi verða á þeirri braut þarf að marka nýja stefnu í flugmálum landsmanna sem þó er byggð á þeim grunni sem fyrir er og í samstarfi við þær erlendu þjóðir sem við höfum átt svo gott samstarf við. En vita mega hluthafar Flugleiða það að friður verður ekki i rekstri eða um rekstur þess félags fyrr en skipt hefur verið um stjórnendur fyrir- tækisins. Það ergrundvailaratriði. Geir R. Ander^en.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.