Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.02.1981, Qupperneq 13

Dagblaðið - 23.02.1981, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1981. 13 ZmJJ „Góðir skólar og slæmir í desember sl. birtist í Morgun- blaðinu yfirlit um prófárangur nem- enda á fyrsta ári í Háskóla íslands. Árangurinn var flokkaður þannig að birtar voru meðaleinkunnir nemenda í hverri deild Háskólans flokkaðar eftir þeim skólum sem þeir komu frá. Einnig voru birtar meðaleinkunnir nemenda á fyrsta ári í Háskólanum flokkaðar eftir þeim framhaldsskól- um sem þeir komu frá. Þetta voru vægast sagt villandi og lítið mark- tækar upplýsingar. Af þeim hafa þó verið dregnar ýmsar hvatvíslegar ályktanir um gæði framhaldsskól- anna. Nýlega birtist í Morgunblaðinu grein eftir kennslustjóra Háskólans ásamt leiðréttri töflu með meðaleink- unnum nemenda á fyrsta námsári í Háskólanum. Einkunnir voru flokk- aðar eftir framhaldsskólum sem nem- endur komu frá. Nú hafði einkunn- um verið breytt þannig að meðaltöl allra deilda höfðu verið færð á sama punkt. Þessi tafla er að sjálfsögðu miklu marktækari heldur en taflan sem birtist i desember. Af töflunni má ráða að menntaskólum gangi betur en sumum fjölbrautaskólum að búa nemendur undir háskólanám. Samkvæmt töflunni hafa nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti átt erfiðast uppdráttar. Á þessu kunna að vera margar skýringar. 1. Fjölbrautaskóíi gegnir mörgum öðrum hlutverkum heldur en að búa fólk undir háskólanám. 2. I fyrstu eru flestir kennarar fjöl- brautaskóla óvanir því að búa fólk undir stúdentspróf. 3. í byggingarhverfum er ávallt meira rót á fólki og erfitt hefur jafnan reynst að halda uppi skóla- starfi í slíkum hverfum með sama árangri og í rótgrónum hverfum. 4. Ástæða er til að ætla að fólk búi að jafnaði þrengra í Breiðholts- hverfi en í öðrum hverfum borg- arinnar. Upphafleg Rétt Rétt (lagfœrð) moðaleink. röð: Skóli: meðaleink. Prófafjöldi: röö: 1. Samvinnuskólinn, Bifröst 6,74 (63) 6,75 2 2. Menntaskólinn á Akureyri 6,68 (610) 6,67 4 3. Kennaraskóli íslands 6,46 (133) 6,77 1 4. Verzlunarskóli íslands 6,40 (408) 6,47 6 5. Menntaskólinn í Reykjavík 6,36 (825) 6,41 7 6. Menntaskólinn á Laugarvatni 6,32 (273) 6,30 9 7. Menntaskólinn við Hamrahlíð 6,32 (939) 6,29 10 8. Menntaskólinn við Sund 6,32 (707) 6,28 11 9. Menntaskólinn við Tjörnina 6,27 (161) 6,52 5 10. Mcnntaskólinn í Kópavogi 6,23 (277) 5,86 13 11. Menntaskólinn á ísafirði 6,18 (152) 5,82 14 12. Erlendir nemendur 6,18 (173) 6,68 3 13. Fjölbrautaskólinn í Flcnsborg 6,15 (273) 6,08 12 13. Tækniskóli Íslands 6,00 (49) 5,40 16 15. Ótilgreindir nemendur 5,91 (100) 6,36 8 16. Fjölbrautaskóli Suðurnesja 5,44 (101) 5,56 15 17. Fjölbrautaskólinn I Breiðholti 5,09 (181) 4,95 17 Meðaleinkunn: 6,29 (5425) 6,29 Leiðrétt tafla úr grein kennslustjóra Háskóla íslands sem um er rætt í greininni. 5. Nemendur sem búsettir eru í Breiðholti eiga lengra að sækja í Háskólann en margir aðrir og hafa því að öðru jöfnu styttri tíma til undirbúningsnáms í skólanum. 6. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er alitof fjölmennur. Liðsafli við stjórnun og skipulagningu er al- gerlega óviðunandi. 7. Stjórnunaraðstaða og skrifstofu- þjónusta við Fjölbrautaskólann í Breiðholti er ófullnægjandi. Það orkar vægast sagt tvímælis að birta almenningi niðurstöður sem þessar um einkunnir nemenda skýr- ingalítið eða með villandi skýringum. Vilja menn t.d. að framhaldsskólar ^ „Áöurnefnd einkunnatafla yröi ekki til góðs, ef allir framhaldsskólar tækju að miða starfsemi sína eingöngu við það, að nem- endur þeirra næðu sem hæstri einkunn á fyrsta ári í háskóla ...” Ingvar Asmundsson taki upp þennan hátt gagnvart þeim nemendum sem koma úr grunnskól- um? Það er ekkert nýtt að kennarar á hverju skólastigi vilji fá nemendur frá næsta skólastigi á undan með meiri forkunnáttu en þeir hafa. Ekki má glevma því að skólarnir gegna margs konar öðru hlutverki heldur en að búa nemendur undir framhaldsnám á næsta skólastigi, hvort sem um er að ræða háskóla eða framhaldsskóla. Áðurnefnd einkunnatafla yrði ekki til góðs ef allir framhaldsskólar tækju að miða starfsemi sína ein- göngu við það að nemendur þeirra næðu sem hæstri einkunn á fyrsta ári í háskóla. Að lokum er rétt að taka það fram að námstími í sæmilega skipulögðum áfangaskóla er mun styttri en í hefð- bundnum menntaskóla. Fyrir nokkr- um árum kannaði sá sem þetta ritar meðalnámstíma annars vegar i Menntaskólanum í Reykjavík. Þar reyndist hann vera 4,3 ár. Hins vegar í Menntaskólanum í Hamrahlíð, þar reyndist meðalnámstími vera 3,6 ár. Á þeim tíma komst nemandi úr MH 0,7 árum fyrr í háskóla en sambæri- legur nemandi úr MR. Þetta skiptir miklu máli fyrir nemandann, skólann og þjóðfélagið. Þá er rétt að hafa það í huga að sumir skólar geta valið og velja inn nemendur eftir einkunnum. Aðrir, eins og t.d. Verslunarskóli íslands, reka einnig fjölda nemenda af hönd- um sér áður en kemur að undirbún- ingi undir stúdentspróf. Þeir sem fá að halda áfram námi í Verslunarskól- anum til stúdentsprófs eru valdir eftir meðaleinkunn á fjórðabekkjarprófi. Þeir nemendur Verslunarskólans sem hyggja á nám til stúdentsprófs en ná ekki tilskilinni einkunn á fjórða- bekkjarprófi setjast í aðra framhalds- skóla, einkum áfangaskóla, og lækka væntanlega meðaleinkunn þeirra. Þá er þess að gæta að sumir áfangaskólar taka nemendur til fram- haldsnáms þó að þeir hafi ekki upp- fyllt skilyrði um einkunnir á grunn- skólaprófi. Vegna sveigjanleika áfangaskólanna er unnt að láta þessa nemendur endurtaka þær greinar sem þeir féllu í á grunnskólaprófi en halda áfram námi í öðrum greinum. Falli einhverjir framhaldsskólanna í þá freistni að keppa að sem hæstum einkunnum nemenda sinna eftir að þeir koma í háskólann er hætt við þvi að þeir bægðu frá þeim nemendum sem ekki uppfylla grunnskólaskil- yrðin. Þeir nemendur yrðu þá að hverfa frá námi eða fara í svokallað fornám, en þá eru þeir neyddir til þess að endurtaka nám í öllu náms- efni grunnskólans i svokölluðum samræmdum greinum. Ég vonast til þess að sú umræða, sem nú er hafin um starfsemi fram- haldsskólanna, verði upphaf meiri og málefnalegri umræðu um skólahald í landinu framvegis en hingað til. Þá gætu töflurnar úr Morgunblaðinu þrátt fyrir allt gert eitthvert gagn. Ingvar Ásmundsson skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík. Gæðamálum fiskvinnsl- unnar stef nt í voða? Kjallarinn Nýtt fiskverð hefur nú fæðst eftir einhverja erfiðustu og undarlegustu fæðingu sem um getur. Ætla mætti að barnið yrði nú betur skapað en oftast áður ef dæma ætti eftir með- göngutíma. En því fer því miður víðs fjarri. Ákvörðun þessi er einhver hinn mesti vanskapnaður sem þessi yfirnefnd skriffinna hefur látið frá sér fara fyrr og síðar og gæti hæglega átt eftir að hafa hinar alvarlegustu af- leiðingar fyrir fiskvinnsluna í land- inu. Ekki nóg með það að ákvörðun þessi dæmi meginhluta fiskvinnsl- unnar enn og aftur undir núllið heldur gengur hún þvert á hina „ströngu og aðhaldssömu” verð- stöðvunarstefnu sjálfrar ríkisstjórn- arinnar sem gildi átti að taka um ára- mótin síðustú. Kaldhæðnislegt og reyndar illskilj- anlegt. En þetta er svo sem auðvitað ekki í fyrsta skipti sem Útgerðar- krossfarinn og þrýstihópabandalag hans nær sínu fram svo reyndar ætti hækkunin ein útaf fyrir sig ekki að koma mönnum svo mjög á óvart, heldur frekar hitt sem alvarlegra er og það eru þau skammtíma sjónar- mið sem lögð eru til grundvallar þess- ari hækkun og hvað það er sem í raun er verið að hækka. Fyrir leikmönnum lítur dæmið aðeins út eins og segir í tilkynningu verðlagsráðs ,,að al- mennt fiskverð hækki um 18% frá 1. janúar ’81 og síðan komi 6% 1. marz nk.” En nú bregður hins vegar svo við að verðlagsgrundvellinum er gjörbylt og það sem nú er átt við með hækkun hins svokallaða „almenna fiskverðs” er að nú er fyrst og fremst átt við annars og þriðja flokks fisk, stíufisk, íslausan fisk, illa slægðan fisk, illa blóðgaðan, illa þveginn og illa með- farinn ftsk. Semsagt allavega slæman fisk og svona til að bæta gráu ofan á svart er kassauppbót lækkuð. Breytingar á f iskverði helstu nytjaf iska Verfl Verfl Verð- 1/10-31/12'80 1/01-28/02 '81 hækkun flkr. flkr % Þorskur i.fi. 265.0 313.0 18.1% — ii. n. 198.8 266.1 33.9% — m.n. 132.5 187.8 41.7% Ýsa i.n. 262.0 306.0 16.8% íi. n. 196.5 200.1 32.4% — m. n. 131.0 183.6 40.2% Ufsi i.n. 152.0 178.0 17.1% — ii. n. 110.0 151.0 37.3% — iii. fi. 57.0 (151.0)? (164.9%)? Á nú III. fl. að færast upp í II. fl.' Hætturnar Vita menn almennt hvað þetta getur kallað yfir fiskvinnsluna i land- inu þegar munurinn á milli gæða- flokka verður jafn lítill og raun ber vitni (sjá töflu). Hætta er á að útivistartími togara og báta lengist, sem þýðir verra hrá- efni. Hætta er á að blóðgun, slæging, þvottur, ísun og öðrum frágangi fisks sem máli skiptir varðandi gæði verði enn frekar ábótavant, sem þýðir verra hráefni. Stórhætta er á þvi að almenn virðing sjómanna fyrir fiskgæðum, sem aukist hefur til muna sl. 10 ár fari nú þverrandi á ný, sem þýðir verra hráefni. Hætta er á því að fjárfesting og framþróun ým- iss konar sem miðar að bættri með- ferð hráefnis og auknum fiskgæðum um borð í fiskiskipum verði nú ýtt til hliðar fyrir olíu- og veiðarfærakaup- um, sem þýðir til lengdar verra hrá- efni. Víkjum svo aftur að þeirri furðu- legu ráðstöfun að lækka kassaupp- bætur um 2%. Þetta getur þýtt að út- gerðarmenn og sjómenn sjái sér nú engan stóran ávinning í því að vera að puðast með kassa eða vera að fjár- festa í kössum yfirleitt og þó svo þeir séu með kassa fyrir um borð, hvað þá með mátulega vigt i þessa kassa og næga ísun? Verður nú ekki bara hrúgað i kassana, því eins og einn veiðimaðurinn sagði: „það vinnur sig upp með magninu þó við missum kassauppbótina”? Á svona við- brögðum tel ég nú enn meiri hættu en áður og inn i þetta spilar ekki síst hin villimannlega þorskveiðistefna sem hreinlega stillir sjómönnum þannig upp við vegg að þeir eru því sem næst neyddir til þess að ná í sem mestan þorsk og ekkert nema þorsk þann takmarkaða tíma sem þeim er skammtaður til þessara veiða. Áhrif kassauppbótar til gæðastjórnunar hafa því greinilega verið stórlega rýrð og þetta er gert þrátt fyrir það að al- mennt er viðurkennt að einmitt fyrir tilkomu kassanna höldum við enn forskoti okkar umfram aðrar þjóðir hvað varðar gæði og vöruvöndun á útflutningsframleiðslu okkar sjávar- afurða. Missum við nú kannski þetta forskot? Það gæti haft skelfilegár og óbætanlegar afleiðingar ef við misst- um það eina forskot sem við höfum, sem eru gæðin. „Niðurtalning" Það er svo i meira lagi furðulegt að þessar ákvarðanir skuli nú koma fram einmilt þegar fiskiðnaðurinn stendur í síaukinni og harðnandi samkeppni við fiskiðnað Norðmanna og Kanadamanna og menn vita að það stríð getum við einungis unnið með því að viðhalda og stórauka gæði okkar framleiðslu. Það gerum við hins vegar alls ekki með skamm- tímasjónarmiðum sem þessum. Nær hefði verið að fara millifærsluleiðina alla leið til þess að samræma afkomu fiskvinnslugreinanna, hvað svosem höfundur þeirra aðgerða heitir. Það er svo á sama tíma kaldhæðni örlag- anna að heyra suma stjórnmálamenn tala opinberlega um sjávarútvegsmál þegar orðræður þeirra eru skreyttar með t.d. ,,að unnið skuli nú mark- visst að aukinni nýtingu og stóraukn- um gæðum í fiskiðnaðinum”, eða „að samhæfa skuli nú veiðar og vinnslu” og svo framvegis og svo framvegis. Glamuryrðin vantar ekki en steininn tekur þó úr þegar farið er Veröur nýja fiskverðið þess valdandi, að almenn fiskgæði minnka? Gunnlaugur Ingvarsson að skreyta heilu stjórnarsáttmálana með svona frösum sem lítið reynast svo vera í reynd annað en orðin tóm. Ekki má þó skilja orð mín svo aö ekkert hafi vel farið i þróun okkar fiskiðnaðar síðustu ár, því fer viðs fjarri. Margt hefur verið vel unnið í okkar gæðamálum og þróunin á þessum áratug hefur yfirleitt leitt okkur fram á veginn, með ýmsum bakföllum þó. Nei, það verður hvorki sjómönnum, útgerð né fiskvinnslu til neinna bóta ef til lengri tíma er litið þegar ráðamenn láta nú freistast til þessara óheillaaðgerða. Verður nú þróuninni snúið við? Verða nú aftur hin gömlu vertíðar- og magnsjónarið látin ráða ferðinni? Verður nú kannski farið í niðurtaln- ingu kassavæðingar og niðurtalningu gæða og nýtingar? Er þetta kannski niðurtalningarleiðin sem sjávarút- vegsráðherra ætlaði einhverntíma að fara? Spyr sá sem ekki veit. Nei, það er lykt af þessu svínarii, lykt sem ekki er víst að eyðist svo auðveldlega, lykt sem gæti átt eftir að kitla vit íslensks fiskvinnslufólks í framtíðinni og jafnvel gæti svo illa farið að þessi sama lykt ætti eftir að fylgja okkar útflutningsvöru á kröfu- harðasta markað heims og þá verður þar örugglega engin hækkun hvorki á flökun né blokk hvað svosem líður ótímabærum yfirlýsingum háttvirts sjávarútvegsráðherra. Gunnlaugur Ingvarsson frystihússtjóri Hrísey.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.