Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.02.1981, Qupperneq 15

Dagblaðið - 23.02.1981, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1981. Iþróttir Iþróttir 15 Iþróttir Iþróttir I Stórsigur ífyrsta leiknum í B-keppnimi. 27-13 gegn Austumki: Austurríkismenn skoruðu ekki mark f 23 mínútur! —blenzka liðið fékk aðeins á sig sex mörk fyrstu 52 mn. en sjö mörk síðustu átta. Austurríska Hðið mjög slakt Frá Magnúsi Gislasyni, Lyon, Frakk- landi. íslenzka landsliðið fór vel af stað i B- keppninni i handknattleik i Frakklandi og sigraði Austurriki með yfirburðum á laugardag i St. Etienne, 27—13 eftir að staðan hafði verið 12—6 i hálfleik. íslenzka liðið lék af miklum krafti mest allan leiktimann með hröðu spili og sterkri vörn. í 23 min. tókst Austur-j rikismönnum ekki að skora mark og hefur islenzku landsliði ekki í annan tíma tekizt að halda markinu svo lengi hreinu i leik. Ekki er gerlegt að draga neina ályktun af styrkleika ísl. liðsins i þessum leik miðað við sterkustu liðin i riðlinum, Sviþjóð og Pólland. Til þessj var mótstaða Austurrikismanna ofi veik. Mátti vel ætla að sumum þeirraj hefði verið fenginn landsliðsbúningur án þess að vita i hvaða iþrótt þeir áttu Frá Magnúsi Gislasyni, Lyon. Þrir leikir voru háðir í A-riðlinum i B-keppni heimsmeistaramótsins í hand- knattleik á laugardag. í þeim riðli eru auk íslands Frakkland, Sviþjóð, Pól- land, Holland og Austurríki. Fyrsti leikurinn i riðlinum var leikur Frakklands og Svíþjóðar í St. Etienne. Hann hófst kl. 14.45 að ísl. tíma en ísland og Austurríki léku svo á sama staðstraxáeftir. Svíar byrjuðu mjög vel gegn Frökk- um. Komust i 7—1, en síðan fóru Frakkar aðeins að minnka muninn. 12—7 fyrir Svía i hálfleik og lokatölur að keppa. Svo slakir voru þeir á köfl- um. En hvað um það. Með sigrinum hefur islenzka liðið stigið fyrsta skrefið f átt að takmarki sinu — sigri i riðlin- um. íslenzka liðið gekk á innsoginu fyrstu mínúturnar en þegar vélin fór að hitna eftir að staðan var 4—3 dró liðið ekki úr hraðanum fyrr en undir lokin, þegar markataflan sýndi 24—9. Þá laeddi Manfred Schmidtbauer sér tvi- vegis inn úr vinstra horninu og skoraði. Þær fáu mínútur, sem eftir voru skor- uðu liðin á víxl. Nokkurs kæruleysis gætti þá i leik isl. liðsins auk þess sem ekki var keyrt á sterkasta liðinu loka- kaflann. Slakað á en eftir á voru menn ekki beint ánægðir með það. Markatal- an gæti í lokin ráðið úrslitum um sæti og því má raunverulega aldrei gefa eftir. 22—18. Nokkuð öruggur, sænskur sigur. Frakkar komu þó muninum um tíma niður í þrjú mörk og voru þá óheppnir. Fimm sóknir þeirra í röð brugðust. Svíar eru sterkir. Hávaxnir, þrír miklir rumar eins og Claes Ribendahl. Það verður erfitt að eiga við þá í þess- ari keppni en þó ekki útilokað að sigra þá. Ef við eigum að keppa við Frakka um til dæmis þriðja sætið i riðlinum þá megum við vara okkur. Frakkar voru að mestu með sömu leikmenn og léku landsleikina þrjá heima á íslandi. Þrír nýir leikmenn þó en þeir voru ekkert Kristján f rábær Kristján Sigmundsson var í markinu allan tímann nema hvað Einar Þor- varðarson kom einu sinni inn á til að reyna að verja viti. Kristján varði með höfðinu, hvemig sem á það mál er litið. Úthlaup og staðsetningar hans voru mjög góðar en tvívegis fékk hann firna- föst skot í höfuðið, svo hann vankaðist um tíma. Lét það ekkert á sig fá og hélt ótrauður áfram í markinu. Varði frá- bærlega vel meðan vörnin var í lagi. Hreyfanleg og ákveðin vörn lokaði flestum sundum fyrir Austurríkis- mönnum. Það voru þeir Ólafur H. Jónsson og Þorbjörn Guðmundsson, möskvarnir, sem aldrei brugðust í varnarnetinu íslenzka. Þeir áttu líka sinn þátt i sóknarleiknum. Sérstaklega Ólafur með tveimur snilldarmörkum af sérstakir. Þeir léku nú bctur en heima á íslandi, þrátt fyrir hina slæmu byrjun. Ákveðnir og fljótir og það er ekki svo lítill stuðningur, sem þeir fá frá fullu húsi áhorfenda. Mér finnst franska liðið vera til alls liklegt í þessari keppni. Þá komu Hollendingar mjög á óvart í fyrri hálfleiknum gegn Pólverjum í Valence. Höfðu lengi forustu framan af. Komust til dæmis í 9—7 um tíma. Pólverjar jöfnuðu í 9—9 og höfðu y fir í hálfleik, 11 — 10. í síðari hálfleiknum voru Pólverjar hins vegar miklu sterk- ari. Skoruðu þá 18 mörk gegn 10. Sigruðu því 29—20. línu ásamt blokkeringum, sem opnuðu leiðina í mark mótherjanna. Gangur leiksins Þorbergur Aðalsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins með því að brjótast einn í gegn eftir byrjunardeyfðina. Eftir það skoraði hann sex mörk — samtals þvi sjö — og voru sum þeirra sannkallaðir þrumufleygar, sem yljuðu áhorfendum. Þeir virtust öllu fleiri vera á bandi ísl. liðsins en þess austurriska. Sigurður Sveinsson skoraði annað markið, 2—0, og skoraði samtals sex mörk i leiknum. Þau vöktu mikla at- hygli og fór kliður um salinn, þegar hann hleypti af kanónunni. Flest skotin af löngu færi. Austurríki skoraði fyrsta mark sitt á sjöundu mín. Óli H. svaraði strax en Austurríki minnkaði muninn. Þá skoraði Páll Björgvinsson, 4—2, en Austurriki svaraði. Sigurður skoraði fimmta mark Islands úr víta- kasti, 5—3 — þá Bjarni Guðmundsson og Siggi Sveins aftur en Austurríki læddi inn tveimur mörkum, 7—5. Þá voru tæpar 19 mín. af leik. Siðan náði islenzka liðið algjörum yfirburðum í leik. Skoraði næstu fimm mörk og staðan var orðin 12—5. Austurríki skoraði síðasta mark fyrri hálfleiksins. 12—6í hálfleik. Óli H. skoraði fyrsta markið í síðari hálfleik eftir línusendingu Þorbergs og siðan fylgdu átta íslenzk mörk í röð án þess að Austurríkismönnum tækist að skora. 21—6 eftir 50 mínútur. Loks á 52. mín. tókst Saltzer að skora fyrir Austurríki, 21—7, og austurríska liðið hafði þá ekki skorað mark í 23 mínúturl! — En lokakafiinn einkennd- ist af of miklu kæruleysi. Bæði lið skoruðu þá sex mörk hvort, svo loka- tölurnar urðu 27—13. Þar mátti ýmis- legt betur fara. í heilar 52 mínútur fékk islenzka liðið ekki á sig nema sex mörk. Bjarni fljótur Bjarni Guðmundsson krækti stund- um óvænt í knöttinn með hraða sinum og þá var ekki að sökum að spyrja. Hraðaupphlaup og mark, þó ekki ræki Magnús Gíslason skrifarfráHM hann sjálfur endahnútinn á upphlaup- in. Hann átti heiöur af fallegasta marki leiksins. Stökk inn úr horninu og sendi út í teiginn til Steindórs Gunnarssonar, sem kom eins og svifdreki og blakaði knettinum í markið. Axel Axelsson skoraði tvö mörk undir lokin en var ekki mikið mcð. Línusendingar hans voru snöggar og ákveðnar. Axel fellur æ betur inn í leik landsliðsins og ætti að vera meira inni á. Páll Björgvinsson skoraði einnig tvö mörk en var eigi að síður lykilmaðurinn í sókninni i leiknum. Harður í vörninni og var tvívegis vikið af velli. Axel einu sinni. Austurríkismenn eru varla liklegir til stórræða gegn þeim liðum, sem okkur kemur bezt ef dæma skal eftir frammi- stöðu þeirra í þessum leik. Þeir tefldu fram gamalreyndum leikmönnum, sem voru með of mörg aukakiló, ásamt ungum piltum, sem skorti tækni og leikreynslu. Aðeins einu sinni tókst þeim að skora fallegt mark. Richard Guzek sveif einn eins og skíðastökkvari inn í vítateiginn og skoraði. Kannski ættu Austurríkismenn að halda sig við skíðin en láta handboltann eiga sig. Mörk íslands í leiknum .skotuöu Þor- bergur 7/2, Siggi Sveins 6/2, Bjarni 3, Steindór 3, Óli H. 2, Páll Bj. 2, Þor- björn2ogAxe!2/l. -emm. SVIARNIR KOMUSTI 7-1GEGN FRÖKKUM —ogsigruöu þá 22-18. Pólland vam Holland 29-20 ISLENSK FRAMLEIÐSIA apar styttri afgreiðslutími _ lægra verð Einn skápur, tveir skápar eða tíu skápar. Þú getur alltaf bætt við eftir eigin hentisemi. Staðlaðar einingar lækka verð og stytta afgreiðslutíma laagmmm □I breiddir- fjöldi viðartegunda innréttingar - hagkvæm nýting Útborgun 1/3 - eftirstöðvar á 6 mánuðum Sterkar innanáfelldar lamir (P) AXEL EYJÓLFSSON HÚSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI ^ KÓRAVOGI SIMI 43577 Vinsamlegast sendiö mér nánari upplýsingar um Syrpuskápa. Nafn Heimili. Sendum um allt land

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.