Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.02.1981, Qupperneq 19

Dagblaðið - 23.02.1981, Qupperneq 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1981. 19 Útvarpið samdi við leikara: Ðtt élenzkt sjónvarpsleikrit í mánuði ,,Þetta var fyrst og fremst menn- ingarpólitísk deila,” sagði Gisli Al- freðsson, formaður Félags íslenzkra leikara, um deilu félagsins við Ríkis- útvarpið. Undanfarið hafa félags- menn leikarafélagsins verið í verkfalli vegna þessarar deilu og því hafa t.d. engin útvarpsleikrit verið flutt. Deilan leystist núna fyrir helgina. „Við bárum fram þær kröfur að íslenzk dagskrárgerð yrði aukin í íslenzka sjónvarpinu. Við fengum þessum kröfum framgengt en lækk- uðum í staðinn endursýningargjald úr 100% í 50% þannig að báðir aðilar græddu nokkuð. Ekki var um neina kauphækkun að ræða en ýmsar lagfæringar á samn- ingum okkar í heild við Ríkisútvarp- ið,” sagði Gísli. Hann var spurður um hvað hinn nýi samningur þýddi í raun og veru fyrir sjónvarpsáhorfendur. „Samþykkt var að sýna eitt is- lenzkt sjónvarpsleikrit í mánuði. Mikill niðurskurður hefur undan- farið verið á leiklistinni. Fyrstu árin voru sýnd 10—12 leikrit en nú siðustu árin aðeins 2. Við vitum eins og allir að sjónvarpið á enga peninga en okkur finnst óeðlilegt að það bitni eingöngu á leiklistinni. Eðlilegra er að það bitni jafnt á öllu efni og ef til vill fyrst og fremst á erlendu efni. Hitt er annað mál að við höfum miklar áhyggjur af því að sjónvarpið fær ekki það sem telja má eðlilega hækkun á afnótagjöldum sinum,” sagði Gísli. - DS Vopnafjörður: Hreppnum gefin 25 m skíðalyfta Ný skíðalyfta var tekin í notkun á Vopnafirði 14. febrúar. Lionsklúbbur- inn á Vopnafirði afhenti Vopnafjarðar- hreppi hana að gjöf. Verðmæti lyft- unnar er um 16 milljónir gamalla króna. Ungmennafélagið Einherji mun sjá um gæzlu og rekstur lyftunnar fyrst um sinn. Lyftan er 250 metra löng og stendur í Vesturárdal gegnt bænum Ljótsstöðum. Kristján Magnússon sveitarstjóri veitti lyftunni viðtöku fyrir hönd hreppsins en hana afhenti Kjartan Björnsson formaður Lions- félagsins. Annað tíðinda frá Vopnafirði er helzt að atvinnulíf er í þokkalegasta lagi um þessar mundir. Unnið er að bræðslu rúmlega 14 hundruð tonna af loðnu sem borizt hafa á land. - DS / JÁ, Vopnafirði. Lyftan er ofan við bæinn Ljótsstaði og sést hann neðan við lyftuna á myndinni. Knstján Magnússon sveitarstjóri (t.v.) veitir skfðalyftunni viðtöku frá Kjartani Björnssyni formanni Lionsfélagsins. * .. (T . . * — Séð upp eftir hinni nýju skiðalyftu. DB-myndir Jóhann Árnason. Cræddur er gevmdu m Með verðtryggingu sparifjár hefur þetta gamla orðtak fengið fullt gildi á ný. Nú býður Lands- bankinn þér að ávaxta sparifé á 6 mánaða reikningum, verð- tryggðum og með 1 % ársvöxtum að auki. Þannig tryggir æskan sér framtíð og aldraðir öryggi. Sparifé, sem verð- bólgan vinnur ekki á. Leggið inn í Lands- bankann og tryggið spariféð gegn verðbólg- unni. LANDSBANKENN Baitki alhv landsmama

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.