Dagblaðið - 23.02.1981, Page 28
28
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1981.
Tignarfólk Evrópu sækir brúðkaup í Luxemborg:
ELZTISONUR STÓR-
HERTOGANS KVÆNIST
KÚBANSKRISTÚLKU
Þarna koma ungu hjónin alveg nýgift og Maria töfrar áhorfendur með Ijómandi brosi.
FX-310
BÝÐURUPP Á:
• Algebra og 50 visindalegir
möguleikar.
• Slekkur á sjálfri sér og minn-
ið þurrkast ekki út.
• Tvær rafhlöður sem endast i
1000 tíma orkunotkun.
• Almenn brot og brotabrot.
• Aðeins 7 mm þykkt i veski.
• 1 árs ábyrgð og viðgerðar-
þjónusta.
Verð: 487,-
B-811
BÝÐURUPP Á:
• Klukkutíma, mín., sek.
• Mánaðárdag, vikudag.
• Sjálfvirka dagatalsleiðréttingu
um mánaðamót.
• Rafhlöðu sem endist i ca 5 ár.
• Er högghelt og vatnshelt.
• Ljóshnappur til aflestrar i myrkri.
• Ryðfritt stál.
• 1 árs ábyrgð og viðgerðarþjón-
usta.
Verð: 544,50
CASIO-EINKAUMBOÐIÐ
—af borgaralegum ættum
Brúðardregillinn er breiddur á stéttina áður en Hinrik prins og Maria-Theresia
Mcstre koma.
sérlegur sendiboði frá páfagarði,
kardínáli að tign. Flutti hann kveðjur
og blessun páfa.
Biskupinn brýndi fyrir ungu hjónun-
um að elska hvort annað og vitnaði í
orð Krists: „Elskið hver annan eins og
ég hefelskað yður.”
Hann minnti þau ennfremur á það
mikla verkefni að þjóna hertogadæm-
inu þegar að því kemur að þau setjast
þar á veldisstól.
Flugeldar og
fallbyssuskothríð
Þessari athöfn var lokið um hádegi
og var þá hleypt af hundrað og einu
fallbyssuskoti. Brúðhjónin ungu veif-
uðu til þjóðarinnar af svölum hertoga-
hallarinnar, héldu síðan til veizlunnar
þar sem sjö hundruð gestir biðu og
voru þeir tignustu taldir upp hér að
ofan. Síðdegis tók prinsinn við heilla-
óskum frá fulltrúum fjölmargra félaga-
samtaka, enda var hann verndari
flestra þeirra.
Þessum degi lauk svo með geysilegri
flugeldasýningu og lúðrasveitarblæstri
— og meðan á því stóð laumuðust
brúðhjónin á brott til að hefja hveiti-
brauðsdagana — en hvert þau fóru
hefur enginn fengið að vita ennþá.
-VS/IHH.
Brúðurin sem einhvern dag veróur stórhertogafrú í Luxemborg stígur út úr bifreið-
inni rétt fvrir hjónavígsluna.
gumans, Filipus Bretaprins og fursta-
hjónin af Monaco. Konungbornar per-
sónur af spönsku, sænsku og hollenzku
bergi brotnar voru mættar á staðinn og
ótal fulltrúar erlendra ríkja, frá svo
fjarlægum löndum sem Bangla Desh,
og Madagaskar. Frá íslandi voru boðin
Henrik Sv. Björnsson sendiherra og frú
hans.
En það voru ekki aðeins smáríkin,
seiii heiðruðu ungu brúðhjónin, heidur
einnig stórveldin. Þarna komu fulltrúar
lega að í Sviss þar sem þau eiga nú
rikisborgararétt.
Ungu hjónin kynntust í háskólanum
í Genf þar sem þau lögðu bæði stund á
stjórnmálafræði og Iuku brottfarar-
prófum í þeirri grein. Brúðguminn,
Hinrik prins, hafði áður gengið á liðs-
foringjaskólann í Sandhurst i Bret-
landi. Hann er nú háttsettur í Luxem-
borgarher.
Maria Theresia hefur mikinn áhuga á
mannúðar- og félagsmálum. Hún hefur
A laugardaginn var, 14. febrúar, var
mikið um dýrðir í hertogadæminu
Luxemborg. Hinrik prins, elsti sonur
stórhertogans þar og ríkiserfingi, gekk í
heilagt hjónaband. Brúðurin heitir
Maria-Theresia Mestre og er borgara-
legrar ættar, fædd á Kúbu.
Ekki er vitað hvort borðað var af
gulldiskum i veizlunni, en þar voru
mörg helztu stórmenni Evrópu saman-
komin, Margrét drottning af Danaveldi
var meðal gesta og sömuleiðis Ólafur
Noregskonungur. Ennfremur Baudoin
Belgíukonungur, sem er frændi brúð-
frá Rússlandi, Kína og Bandaríkjun-
um.
Kynntust í stjórnmála-
fræðideild háskólans
íGenf
Frá Kúbu kom sendiherra, þótt for-
eldrar brúðarinnar hefðu yfirgefið það
ættland sitt í byltingunni frægu 1959.
Þá var brúðurin aðeins þriggja ára
gömul. (Brúðhjónin eru bæði tuttugu
og fimm ára). Foreldrar brúðarinnar
fóru fyrst til New York en settust fljót-
gert ritgerðir um löggjöf innan Efna-
hagsbandalagsins og um vinnu kvenna.
Hún og fjölskylda hennar heldur
tengslum við ættlandið Kúbu og hafa
stutt þar ýmis líknar- og menningarfé-
lög, svo og byggingar á sjúkrahúsum,
skólum og kirkjum í Havana.
Fyrst borgaraleg, síðan
kaþólsk gifting
María Theresia er rómversk kaþólsk.
Þau hjónin voru fyrst gefin saman á
borgaralegan hátt í hertogahöllinni í
Luxemborg, sem að hluta til er byggð á
16. öld. Höllin var upphaflega ráðhús
með fundarsölum, kapellu og fanga-
klefum, en var smám saman breytt og
hefur nú lengi verið bústaður stórher-
togafjölskyldunnar.
Eftir borgaralegu vígsluna var haldið
til dómkirkju þar sem biskupinn af
Luxemborg gaf þau saman að nýju og
nú samkvæmt siðareglum kaþólsku
kirkjunnar. Viðstaddur þá athöfn var
CAStO fx-3U>
V.
BANKASTRÆTI8, SÍMI27510.
Brúðhjónin og nánustu ættingjar þeirra hlusta á húrrahróp fjöldans og veifa I landsföðurlegum kærleika.
' DB-myndir: Valg'eir Sigurðsson.