Dagblaðið - 11.03.1981, Side 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1981.
5
»«AW
„Virkjum Blöndu” slendur letrað á skyrtuboli harðsnúinna norðanmanna i anddyri Alþingis i gær. Lengst lil vinstri eru
þeir Jón Karlsson á Sauðárkróki og Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður.
Húnvetnskir bændur f jölmenna til Reykjavíkur með
undirskriftalista:
NÚ ÞARF EKKIAÐ
EFAST UM AFSTÖÐU
HEIMAMANNA TIL
BLÖNDUVIRKJUNAR
—segir Stefán hreppstjóri Jónsson á Kagaðarhóli
„Ég þakka fyrir síðast, þegar við
hittumst á Húnavöllum,” sagði
Hjörleifur Guttormsson iðnaðar-
ráðherra er hann tók við meðmæla-
undirskriftum 3.256 kjósenda í
Norðurlandi-vestra úr hendi Stefáns
Á. Jónssonar, hreppstjóra á
Kagaðarhóli, í Kringlunni í Alþingis-
húsinu í gær.
Iðnaðarráðherra minnti á að
hann hefði áður fengið lista þeirra,
sem væru á móti virkjun í Blöndu og
væri hann geymdur í ráðuneytinu,
eins og sá yrði sem nú var afhentur.
„Iðnaðarráðuneytið mun leitast
við að leysa málið úr þeirri sjálfheldu
sem það virðist hafa lent í,” sagði
Hjörleifur.
Um eitt hundrað manns úr
Norðurlandi-vestra var saman komið
í anddyri Alþingis í gær. Þrátt fyrir
vonzku veður og slæma færð tókst
áhugamönnum um Blönduvirkjun að
safna áðurnefndum undirskriftum á
um það bil vikutíma.
Vegna ágreinings, sem áður hafði
komið upp í einstökum hreppum,
einkum í Skagafirði, var sam-
komulag um að leiða undirskriftirnar
framhjá þeim. Var þó vel ijóst, að í
sumum þeirra var mikill stuðningur
við Blönduvirkjun.
„Reynslan hefur sýnt, bæði hér-
lendis og erlendis, aö nauösynlegt er
að fara með mikilli gát við ákvörðun
eins og þá sem hér er um rætt,” sagði
Hjörleifur Guttormssson.
Pálma Jónssyni landbúnaðar-
ráðherra var fagnað með lófataki er
hann gekk í Gyllta salinn á Hótel
Borg. Þar héldu norðanmenn fund
með blaðamönnum er þeir höfðu
afhent iðnaðarráðherra meðmæla-
lista sinn.
„Ég tel að afla þurfi lagaheimild-
ar á þessu þingi og síðan að taka á-
kvörðun með vorinu,” sagði Pálmi
Jónsson.
Stefán Á. Jónsson á Kagaðarhóli,
formaður Sjálfstæðisfélagsins,
Þórður Skúlason, sveitarstjóri á
Hvammstanga og varaþingmaður
Alþýðubandalagsins, Lárus Ægir
Guðmundsson, sveitarstjóri Skaga-
strönd, Grímur Gíslason, formaður
Framsóknarfélaganna í A-Húna-
vatnssýslu og Jón Karlsson, for-
Hjörleifur Gutlormsson Iðnaðarráðherra tekur við meðmælalistunum úr
hendi Stefáns hreppstjóra áKagaðarhóll.i Kringlunni I Alþingishúsinu.
DB-myndir: Einar Ólason.
„Þegar til þess er litið að yfir-
gnæfandi fjöldi kjósenda í Húna-
vatnssýslum hefur með undir-
skriftum mælt eindregið með því að
stefnt sé að stórvirkjun í Blöndu, og
frammámenn úr öllum stjórnmála-
flokkum heima í héraði mæla fyrir
þvi máli nú, efast menn nú síður en
áður um afstöðu heimamanna til
virkjunarinnar,” sagði Stefán
hreppstjóri á Kagaðarhóli í viðtali við
DBígær.
Þrátt fyrir það að ekki var í ræðum
meðmælenda vikið að neinum
ákveðnum virkjunarkosti, fullyrtu
þeir allir að til viðræðna yrði gengið
við stjórnvöld með jákvæðu hugar-
fari núnæstudaga.
Miðað við þátttöku kjósenda í for-
setakosningunum síðastliðið sumar
skrifuðu um 56.2% kjósenda undir
meömælendalista virkjunarmanna í
Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum,
það er Norðurlandi vestra.
-BS.
maður Verkalýðsfélagsins á Sauðár-
króki og frambjóðandi Alþýðu-
flokksins, mæltu fyrir samtökum
norðanmanna um undirskriftirnar.
Guðrún Ásgeirsdóttir, prestsfrú á
Mælifelli og varaoddviti Lýtings-
staðahrepps, kvað vilja vera fyrir því
að gengið yrði til samninga um
Blönduvirkjun með jákvæðu hugar-
fari. Þess má geta að bændur í
Lýtingsstaðahreppi eiga upprekstur á
Eyvindarstaðaheiði. Hefur hún
komið við sögu í þessu máli, meöal
annars í frásögn DB.
1X2 1X2 1X2
27. leikvika — leikir 7. marz 1981.
Vinningsröð: XX1-121-012-1XX
1. vinningur: 10 réttir — kr. 1.790
1233 8354+ 25525(4/91 29123(4/9) 32151(4/1 34441(4/9)
1265 8448(3/9)+ 2552714/9) 29756(4/9) 32733(2/10,6/9) 35450(4/9)
2585 12689 27122(4/9) 301624(4/9) 33103(2/10.6/9) 35573(2/10,6/9)+
4226 16817 27340(2/10,6/9) 30973(4/9) 33783(4/9) 38501(4/9)
6204 17160 27342(2/10,6/9) 32027(4/9) 34291/4/9) 37142(4/9)
37145(4/9) 37946(4/9) 40015(6/9) 41359(6/9) 45577(3/10,12/9)+
2. vinningur: 9 réttir — kr. 51
Alls komu fram 629 raðir með 9 réttum. Þátttakandi, sem telur sig hafa
haft 9 rétta í 27. leikviku, er beðinn að hafa samband við síma 84590
þriðjudaga—föstudaga kl. 10—17 sem fyrst.
Kærufrestur er til 30. marz kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skrif-
legar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni í
Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til
greina.
Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvísa stofni eða senda
stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir
greiðsludag vinninga.
GETRAUNIR - íþróttamiðstöðin - REYKJAVÍK
VIDEOl
Video — Tœki — Filmur
Leiga — Sala
Kvikmyndamarkaðurinn — bimi 15480.
Skólavörðustig 19 (Klapparstígsmegin).
KVIKMYNDIR
HREINT LOFT
BETRILÍÐAN
Jónatæki eykur magn neikvætt hlaðinna agna (-jóna) í and-
rúmsloftinu og stuðlar þvi að minni loftmengun, samtímis
sem hún hefur jákvæð áhrif á líðan og heilsu fólks.
Eykur árvekni — minnkar svefnþörf.
Fyrirliggjandi jónatæki fyrir heimili, stofnanir og fyrirtaki.
Leitið nánari upplýsinga:
Útsölustaðir úti á landi:
Isafjörður:
Sauðárkrókur:
Akureyri:
llúsavik:
Akranes:
Straumur hf.
Hegri h.f.
Hljómver hf.
Grímur og Árni
Verzlunin Bjarg
Simi 94-3321
Sími 95-5132
Sími 96-23626
'Simi 96-41600
ISimi 93-2007
söluskrífstofa, símar 91-82980 og 84130
Fellsmúla 24 — 105 Reykjavík