Dagblaðið - 11.03.1981, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1981.
I
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
D
JÖNAS
HARALDSSON
REUTER
Diana Spencer naut óvenjulegra vin-
sæida meðal barnanna á bamaheimil-
inu.
Börnin fá líka
að vera með
Meðal hinna fjölmörgu gesta í St.
Paul’s kirkjunni í London 29. júlí
næstkomandi þegar Karl prins og lafði
Diana Spencer verða gefin saman i
hjónaband, verður hópur 25 barna.
Börnin eru öll af barnaheimilinu sem
Diana vann á sem fóstra áður en trúlof-
un hennar og Karls prins var opin-
beruð. Þau hafa látið í ljós vonbrigði
með að Diana skuli vera hætt að vinna
á barnaheimilinu. En vafalaust verður
það þeim nokkur huggun að fá að vera
viðstödd brúðkaupið.
Forstöðukona barnaheimilisins segir
að Diana Spencer hafi verið óhemju-
vinsæl meðal barnanna og að hún hafi
óvenjulega gott lag á börnum.
Mótmæli gegn
Bandaríkjafor-
setaíKanada
Fyrsta opinbera heimsókn Reagans
Bandaríkjaforseta stendur nú yfir en
forsetinn heimsækir Kanada. Fjöldi
mótmælenda tók á móti forsetanum,
en fólkið vildi mótmæla aukinni hern-
aðaraðstoð Bandaríkjamanna í E1
Salvador.
Ffllinn er í
hættu
Mikil hætta er nú á að fílnum verði
útrýmt, að því er dýrafræðingar sem
rannsakað hafa fílastofninn í Afríku
segja. Einkum er filastofninn í Vestur-
Afríku sagður í mikilli hættu. Það eru
veiðiþjófar sem eru helztu ógnvaldarnir
enda fæst gott verð fyrir fílabein eins
og alkunna er. Einnig hefur röskun á
náttúrulegu umhverfi fílsins orðið til
þess að draga úr lífsmöguleikum hans.
Frestur flugræningj-
anna rennur út fdag
— segjast grípa til „róttækra aðgerða” ef Pakistanstjórn verði ekki við kröfunum
Fiugræningjar pakistönsku far-
þegaþotunnar, sem nú er á flugvellin-
um í Damaskus á Sýrlandi, segjast
munu grípa til „róttækra aðgerða”,
ef pakistönsk stjómvöld láti ekki
lausa úr haldi fanga í Pakistan í dag.
Flugræningjarnir, sem eru þrír
Pakistanar, hafa nú haldið á annað
hundrað farþegum og áhöfn Boeing
720 þotunnar í gíslingu í tíu sólar-
hringa.
Talsmaður stjórnvalda i Islamabad
sagði að flugræningjarnir hefðu gefið
stjórnvöldum frest til kl. 10 í dag til
að veröa við kröfum sinum.
Ræningjarnir eru vel vopnum búnir,
með vélbyssur, sprengjur, hand-
sprengjur og skammbyssur. Þeir hafa
þegar drepið einn gísla sinna, pakist-
anskan diplómat.
Embættismenn i Sýrlandi sögðu í
morgun, að nýjar viðræður ættu að
hefjast með morgninum. Talsmaður
sýrlenzku stjórnarinnar ásakaði
pakistönsk stjórnvöld í gær fyrir að
taka harölínuafstöðu til flugræningj-
anna í þeim samningaviðræðum sem
átt hafa sér stað að undanförnu.
Vegna þessarar hörðu afstöðu hefði
enginn árangur orðið. Farþegar þot-
unnar hafa nú verið lengur í gíslingu
flugræningja en nokkrir aðrir slíkir.
Meginkrafa flugræningjanna er sú
aö Pakistanstjórn leysi úr haldi 92
félaga í Al-zul fikar hreyfingunni,
sem ber nafn fyrrum forsætisráð-
herra Pakistan, Zulfikar Ali Bhutto.
Pakistanstjómin sagði í gær að hún
hefði fengið lista með 55 nöfnum
fanga sem krafizt væri lausnar á, en
ekki væri vitað hvort þeir væru hluti
af upprunalegum hópi þeirra 92 sem
krafizt var að yrðu látnir lausir.
Ástandið um borð í þotunni er sagt
mjög slæmt. Farþegar eru nánast
taugahrúgur eftir meðferð undan-
genginna daga. Sumir hafa fengið
taugaáfall og andlegt ástand annarra
er slæmt. Farþegi um borð þjáist af
nýrnasjúkdómi og hefur fengið send
lyf, en læknir hefur ekki fengið að
fara um borð til þess að hlynna aö
farþegum ogáhöfn.
Þegar blaðamenn og ljósmyndarar
fengu að nálgast þotuna á flugvellin-
um í gær, sást einn flugræningjanna
gefa sigurmerki með fingrunum í
glugga vélarinnar.
' ■
■ ■ '
• - ■ 'y/\
•> ;ý:>
:
Fyrsta konan i hópi forsætisráðherra á Norðurlöndum virðist njóta sin ákaflega vel
í hópi hinna forsætisráðherranna. Myndin var tekin fyrir utan Amalienborg meðan á
þingi Norðuriandaráðs stóð i Kaupmannahöfn i síðustu viku.
Forsætisráðherrarnir eru taldir frá vinstri Mauno Koivisto, Finnlandi, Gro Harlem
Brundtland, Noregi, Anker Jörgensen, Danmörku, Thorbjörn Fálldin, Sviþjóð og
Skipan Gro Harlent Brundtlands í embætti forsætisráðherra Noregs hefur vakið
mikla athygii viða um heim og í Noregi hefur hún mælzt vel fyrir. Ekki virðist þó sem
Gro ætli að takast að endurvinna fyrra fylgi Verkamannaflokksins norska. Skoðana-
kannanir sýna að fiokkurinn á mjög í vök að verjast, þrátt fyrir vinsældir hins nýja
forsætisráðherra.
Gunnar Thoroddsen.
Tvenns konar þjóðskipu-
lag i sameinaðrí Kóreu?
„Okkar álit er að við norðan meg-
in eigum ekki að þvinga upp á þá
sunnan megin hvorki þjóðskipulagi
okkar né hugmyndafræði og sunnan
menn eigi ekki að þvinga sínu upp á
okkur,” sagði Chon Ci Cap, sendi-
herra Alþýðulýðveldisins Kóreu, í
samtali við fréttamann DB í gær.
Chon sendiherra er nú á leið heim til
Kóreu eftir að hafa gegnt sendiherra-
starfi á íslandi með aðsetur í Stokk-
hólmi undanfarin þrjú ár.
„Ef önnur hvor hliðin i Kóreu
reynir að þröngva sínum skoðunum
upp á hina, þá mun það ekki heppn-
ast,” sagði sendiherrann. „Við höf-
um lifað of lengi við mismunandi
kerfi og hugmyndafræði. Kim II
Sung, forseti okkar, lagði nýlega
fram tillögur um endursameiningu
Kóreu. í tillögunni sagði hann m.a.:
Sameinuð þjóðleg ríkisstjórn verði
mynduð með því skilyrði, að norður-
og suðurhlutarnir viðurkenni og virði
hugmyndafræði og þjóðfélagskerfi
hvor annars. í þessari sameinuðu
ríkisstjórn eiga báðir aðilar að hafa
jafna fulltrúatölu og undir henni hafi
þeir hvor á sínu svæði jöfn réttindi og
skyldur.”
Chon Ci Cap sendiherra sagði nú
vera liðin 36 ár síðan Kóreu var skipt
í tvennt gegn óskum þjóðarinnar allr-
ar. Annar landshlutinn hafi valið
sósíalísku leiðina en hinn „leið
einræðissinnaðs kapítalisma.” Þetta
hefur haft í för með sér, sagði Chon,
að landshlutarnir hafa þróazt í gagn-
stæðar áttir, þótt þjóðin sé ein og
hafi sömu menningu og sömu tungu.
„Vegna þessarar skiptingar lands-
ins og þjóðarinnar eru nú minnst tiu
milljón fjölskyldur, sem lifa aðskild-
ar og þær fá hvorki að skrifast á né
hafa símasamband,” sagði sendiherr-
ann. „Þetta er auðvitað mikill harm-
leikur fyrir þessar tíu milljónir að vita
ekki einu sinni hvar þeirra nánustu
búa eða hvort þeir eru yfirleitt á lifi.
-ÓV.
Chon Ci Cap, sendiherra Noröur-
Kóreu á íslandi, sem hcr cr nú stadd-
ur í kveöjuheimsókn: Harmleikur tiu
milljón Kóreufjölskyldna.
DB-mynd: Einar Ólason