Dagblaðið - 11.03.1981, Side 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1981.
d
l
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
Amy gat ekki svarað
einni spumingunni
— atvinnumálaráðuneytið gerði þá viðamikla skýrslu
Amy Carter, hin 12 áragamla dóttir seta, var alltaf nokkuð í fréttum á
Jimmy Carters, fyrrum Bandaríkjafor- meðan faðir hennar gegndi forseta-
Amv — vissi ekki svarið við einni spurningu i heimaverkefninu.
embættinu.
Amy er eins og jafnaldrar hennar í
skóla og fær að sjálfsögðu heima-
verkefni. Eitt sinn hafði henni verið
sett fyrir að gera verkefni um
iðnbyltinguna. Amy bað mömmu sína,
Rosalynn, um smáhjálp við verkefnið
en mamma hennar var ekki of vel að
sér í efninu sem um var að ræða. Rosa-
lynn hafði því samband við einn af
ráðgjöfum Hvíta hússins og spurði
hvort hann vissi eitthvað um þetta
ákveðna atriði í sambandi við
iðnbyltinguna.
Ráðgjafinn misskildi erindið — hélt
að verið væri að biðja um upplýsingar
fyrir forsetaembættið — svo hann
hringdi í atvinnumálaráðuneytið og til-
kynnti að Hvíta húsið vantaði
upplýsingar um ákveðið atriði í sam-
bandi við iðnbyltinguna. Þar var allt
setl í gang og nokkrum dögum seinna
barst Hvíta húsinu þykk skýrsla um
iðnbyltinguna.
Sagt er að fjöldi starfsmanna
rikisins hafi unnið baki brotnu við
skýrslugerðina, grafizt fyrir um hin
ýmsu atriði og reynt að vanda vel til
verksins í þeirri trú að um væri að ræða
eitthvað mikilvægt fyrir Hvíta húsið.
Rosalynn Carter hafði ekki hug-
mynd um hvað orðið hafði af fyrir-
spurn hennar og varð því mjög undr-
andi þegar ráðgjafinn færði henni hina
viðamiklu skýrslu.
VITNI
VARÐ AF
VERÐLA UNUNUM
St. Paul’s dúmkirkjan tekur 2500 manns i sæti.
Köflóttar
gangbrautir?
Danskir umferðarsálfrieðinfiar (það starfsheiti er líka til) halda þvifram að
ekki sé ntegilegt að merkja RanRbrautir eingöngu með römlum sem lifmia sam-
hliða götunni, heldur verði einnifi að mála þverrendur. Ganf-hrautirnar eifii sem
sagt að vera köflóttar.
Hafa umferðarsálfrœðingarnir lugt til að linur á gangbrautum verði 50 sentl-
metra breiðar, og með 50 sentlmetra millibili. Og að sjálfsögðu köflóttar.
Verða gangbrautir f Re.vkjavik orðnar köflóttar áður en árið er liðið?
Það rikti spenna i dórnshúsinu í
San Francisco þegar réttarhöld
hófust yfir þrem meðlimum óaldar-
flokksins Hell's Angels sem við á
Islandi nefnum gjarnan Vítisenglana.
Earl Moore var aðalvitni saksókn-
arans og átti að fá $15,000 grciddar
fyrir upplýsingar sem leitl gætu til
sakfellingar „englanna” í eiturlyfja-
máli.
Moore leit yfir salinn og ákveðið
benti hann á þrjá menn sem hina
seku. J. Tony Serra, Andre La Borde
og Allan Caplan.
En vandinn var sá að þessir þrir,
sem Moore benti á, voru engir aðrir
en verjendurhinnaákæröu „engla”.
Á fótun-
unum
hennar
mömmu
Nýfteddi mörgtesarunginn á mynd-
inni virðist ánœgður með aðfáfriaferð
á fótunum hennar mömmu sinnar. En
það er ekki aðeins vegna ánœgjunnar
sem mörgtesarunginn stendur áfótun-
um, hinir ungu fœtur þola illa kuldann
á suðurpólnum og mega þvl ekki
standa mikið á Isnum.
Pabbinn, I slnum náttúrulegu kjól-
fötum, stendur stoltur hjá.
Brúökaup Karls og Diönu 29. júlí nk.:
Verða gefin sam-
an í St. PauVs
dómkirkjunni
— en ekki í Westminster Abbey
Karl prins, erfingi brezku
krúnunnar, og Diana Spencer verða
gefin saman 29. júlí nk. í St. Paul’s
dómkirkjunni í London. Hjónaefnin
völdu St. Paul’ s kirkjuna frekar en
Westminster Abbey sem hingað til
hefur verið notuð við flest mikilvæg
tækifæri í sögu konungs-
fjölskyldunnar, s.s. brúðkaup og
jarðarfarir. Elísabet drottning og
Filippus voru t.d. gefin þar saman í
hjónaband árið 1947.
Ástæðan fyrir því að St. Paul’s
kirkjan varð fyrir valinu er að sögn
talsmanns Buckingham-hallar sú að
hún rúmar mun fleiri í sæti — 2500
manns.
Erkibiskupinn af Kantaraborg.
Robert Runcie, andlegur leiðtogi 65
milljóna meðlima Ensku biskupa-
kirkjunnar, framkvæmir vígsluna. í
ráði er að brúðkaupsdagurinn verði
lýstur þjóðhátiðardagur.
Hraðskreiðasta farþegalestin
— hefur náð 380 km hraða á klst.
Farþegalestin á myndinni er sú hraðskreiðasta i hcimi. Hún er frönsk og í tilrauna-
akstri nýlega náði hún 380 km hraða á klst. sem er met. í september nk. verður
hraðlcstin sett f áætlun á miili Parisar og Lyon.