Dagblaðið - 11.03.1981, Side 10

Dagblaðið - 11.03.1981, Side 10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1981. 10 tm'mm..... Uppsögn starfsmanns á trésmíðaverkstæði Kópavogsbæjar: MAUNU VÍSAÐ TIL TRÉSMIÐAFÉLAGSINS Páll Björgvinsson húsasmiður i Kópavogi hefur beðið Trésmíðafélag Reykjavíkur að leita réttar síns. Páll var starfsmaður á trésmíðaverkstæði Kópavogsbæjar en var sagt upp störfum 4. marz sl. í kjölfar árekstra við Sigurð Gíslason, yfirmann tæknideildar bæjarins. Arnmundur Bachmann, aðstoðarmaður félags- málaráðherra og lögmaður Tré- smíðafélagsins, mun kanna málið síðar í vikunni. Dagblaðið greindi frá þvi á laug- ardaginn að erindi Páls hefði komið fyrir fund bæjarráðs 3. marz. Meirihluti ráðsins vísaði því til Sigurðar Björnssonar bæjar- verkfræðings að „Ijúka málinu”, eins og það var orðað. Sigurður afhenti Páli siðan formlegt uppsagnarbréf. Á bæjarráðs- fundinum gerðu tveir bæjarfulltrúar harðorðar bókanir um málið. Daginn eftir óskaði Sigurður Gislason eftir þvi að stjórn Starfsmannafélags Kópavogsbæjar mótmælti bókun annars þeirra, Guðmundar Odds- sonar. Á bæjarráðsfundi í gær lagði Sigurður Gíslason svo fram greinar- gerð um málið sem birt er í DB í dag. Einnig var leitað til Sigurðar Björns- sonar og Páls Björgvinssonar um deilu þessa. -ARH. Páll brást reiður við og kallaði mig uppskaf ning, vindbelg og annað verra. Eg gat ekki unað því og: EG RAK HANN ÚR STARFI Á STUNDINNI segir í greinargerð Sigurðar Gíslasonar sem lögð var f ram á bæjarráðsfundi íKópavogi ígær Sigurður Gíslason, yfirmaður tæknideildar Kópavogs, lagði fram bréf á bæjarráðsfundi i gær vegna uppsagnar Páls Björgvinssonar. Þar eru málsatvik rakin eins og þau horfa við Sigurði: „24. ágúst 1980 fór Þorsteinn Magnússon stjórnandi trésmíða- verkstæðis í orlof, voru þá eftir 1 tré smiður, 1 aðstoðarmaður og I sumarmaður sem vann til 1. sept. 16. sept. ræður undirritaður Pál Björgvinsson trésmið til starfa. 29. sept. kom Þorsteinn úr orlofi. Unnið var að venjubundnu viðhaldi auk nýsmíði. 17. okt. hættir aðstoðar- maðurinn, og eru þá eftir Þorsteinn, Sigurður Þorsteinsson og Paul Björgvinsson. í byrjun nóv. var ákveðið að Þorsteinn færi í hjarta- aðgerð til London. Þorsteinn var þá búinn að hafa augastað á Konráð Guðmundssyni fyrrverandi nemanda sinum, sem hann gjörþekkti og var ráðinn 19. nóv. sem verkstjóri með Þorsteini. Konráð gat ekki byrjað fyrr en 2. janúar 1981. 21. nóv. fór Þorsteinn á verk- stæðið og tilkynnti þar að verkstjóri hefði verið ráðinn. Um kvöldið hringir Páll til undirritaðs og krefst kauphækkunar og hækkunar á bif- reiðastyrk, þar sem hann telur sig hafa rétt til verkstjórastarfsins. Fór nú að bera á óánægju og hótunum hjá honum við þann starfsmann sem eftir var. 1. des. byrjar Jónas Jónsson tré- smiður sem þriðji trésmiður á verk- stæðinu. hvað hann hefði fyrir stafni. Þetta gekk þannig til fram eftir janúar og var komið út í það að hinir starfs- menn verkstæðisins voru farnir að kvarta yfir yfirgangi hans og óþarfa afskiptasemi og ofstjórnun. Þetta á- stand var að mestu látið afskipta- laust af undirrituðum. Segja ekkert, gera ekkert og vera ekkert 29. jan. fór Páll upp á bæjarskrif- stofur og klagaði undirritaðan fyrir yfirmönnum og vildi fá beiðnabók til úttekta, en fékk ekki. 30. jan. frétti undirritaður þessar aðgerðir hans og bar á hann að hann hefði klagað sig fyrir yfirmönnum bæjarins. Hann brást reiður við og kallaði undirritaðan uppskafning, vindbelg og annað verra eftir því, og skipaði honum út af verkstæðinu. Undirritaður gat ekki unað þessu eftir það sem á undan var gengið og rak hann úr starfi á stundinni. Formgalli var á þessari uppsögn þar sem hún var ekki staðfest skriflega. Undirritaður hefur afsakað það á fundi, sem haldinn var með tilnefnd- um mönnum af hálfu bæjarráðs og Páli. Það má kannski segja eins og einhvers staðar stóð: Eina leiðin til að forðast gagnrýni er að segja ekkert, gera ekkert og vera ekkert. Sigurður Gíslason (sign).” -ARH. „EKKIBLAÐAMATUR” —segir Sigurður Bjömsson bæjarverkf ræðingur, sem gekk f ormlega f rá uppsögn Páls „Mér var falið að segja manninum upp formlega og það gerði ég,” sagði Sigurður Björnsson bæjarverkfræðingur Kópavogs- kaupstaðar aðspurður um hans þátt í uppsögn Páls Björgvinssonar. Meiri- hluti bæjarráðs, Jóhann H. Jónsson, Guðni Stefánsson og Richard Björgvinsson, lögðu til eftirfarandi á fundi 3ja marz: „Bæjarráð átelur i hvern farveg þetta mál hefur farið, en telur ekki rétt að hafa bein afskipti af því og felur bæjarverkfræðingi að ljúka málinu.” Sigurður Björnsson færðist undan því að segja hvernig uppsögnina hefði borið að höndum eða hver hefði tekið ákvörðun í málinu áður en honum var falið að ganga frá þvi endanlega. „Bæjarráð fól ákveðnunt mönnum að kanna þetta og ákvörðunin var nánast tekin á fundi.” Hvaða „ákveðnum mönnum” og á hvaða fundi? „Það vil ég ekkert um segja. Þetta er ekkert mál, það er daglegt brauð að lausráðnum mönnum sé sagt upp. Þetta er ekki blaðamatur. ” -ARH. Sigurður Gíslason, yf irmaður tæknideildar: Mótmælir bókunum bæjarráðsmanns —við stjórn Starfsmannaf élags Kópavogskaupstaðar Ósamkomulagið magnaðist 19. des. fór Páll að kvarta um að fá ekki úttektabeiðnabók til afnota, en ein beiðnabók var fyrir verk- stæðið, og Þorsteinn hafði beðið Sigurð son sinn, og sem var búinn að vera lengst af þeim starfsmönnum, að sjá um útréttingar fyrir verk- stæðið. Fékkst Páll ekki til að gefa upp nafn á verki né efnismagni. Þetta ósamkomulag magnaðist svo að undirritaður bauð Páli að hann þjónaði sérstaklega dagvistunar- stofnunum og þeim verkum sem heyra undir Félagsmálastofnun til að halda ósamkomulaginu niðri. Nú fór að bera á, þegar undirritaður kom til eftirlits á verkstæðið, að Páll svaraði ekki undirrituðum eða gaf ekki upp Sigurður Gíslason, yfirmaður tæknideildar Kópavogs, hefur sent stjórn Starfsmannafélags bæjarins bréf dags. 4. marz og óskað eftir því að hún „mótmæli þeirri árás og sér- bókunum bæjarfulltrúa á 1102. fundi bæjarráðs, þar sem sýnilega eru túlkuð sjónarmið annars aðila, og umsögn flutningsmanns um undirritaðan niðrandi.” Sigurður harmar að „slík ummæli skuli koma frá háttvirtum fulltrúa í bæjarráði um starfsmann sem hefur starfað nær 15 ár í þágu Kópavogs- kaupstaðar.” Umrædd bókun birtist í DB á laugardaginn og er frá Guðmundi Oddssyni, Alþýðuflokki. Hún er svohljóðandi. „Að reka mann fyrirvaralaust og án mikils tilefnis er vítavert athæfi. Það lýsir vel hroka og stærilæti yfir- mannsins. Framkoma Sigurðar Gíslasonar í þessu máli er stórlega á- mælisverð. Bæjarbúar gera þá lág- markskröfu til yfirmanna tæknideildar bæjarins að þeir sýni undirmönnum sínum venjulega kurteisi og láti þá njóta almennra mannréttinda. Mér finnst bæði rétt og sjálfsagt að Sigurður Gíslason biðji Pál Björgvinsson afsökunar á framkomu sinni.” Björn Ólafsson, Alþýðubandalagi lét bóka á sama fundi: „Ég tek undir það að bæjarráð hafi ekki bein afskipti af uppsögn Páls Björgvinssonar en ég tel það lág- markskröfu til starfsmanna bæjarins að þeir fari að lögum og siðaðra manna háttum. Ég tel það lágmark að Páll Björgvinsson fái greiddan fullan uppsagnarfrest frá móttöku skriflegrar uppsagnar og að hann verði formlega beðinn afsökunar á frumhlaupi starfsmanna bæjarins.” -ARH. V

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.