Dagblaðið - 11.03.1981, Side 15
iwamammBm
■■MpWMPBMHH
| o ‘Jjjfoji i £T
-miwiffrniiTrfrT
MHMflHBBiamBBn
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR ll.MARZ 1981.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1981.
J5
'
ý, ...
einn sá stærsti i heimi. Rúmar 110 þúsund áhorfendur og rétt við hann
er iþróttahöll Barcelona, þar sem lokaleikirnir i B-keppninni á Spáni i
handknattleik voru háðir 1979. Risafélag Barcelona.
Beðið fyrir Quini i litilli kapellu á athafnasvæði Barcelona-félagsins.
Þar voru leikmenn félagsins og Allan Simonsen er lengst tii hægri.
Kapellan er rétt við búningsherbergi leikmanna. Leikvangurinn er
Knattspymuheimurinn
nötrar vegna ráns Quini
Knattspyrnuheimurinn nötrar nú vegna
ránsins á miðherja Barcelona, Enrique
Castro Quini. Alþjóðaknattspyrnusam-
bandið hefur hótað knattspyrnusambandi
Spánar, að Spánverjar verði sviptir heims-
meistarakeppninni 1982. Þar spilar ekki
eingöngu ránið á Quini inn i heldur það
mikla upplausnarástand, sem vfða rikir á
Spáni. Erfitt verði að gæta öryggis hinna
hálaunuðu knattspyrnumanna á Spáni
1982. Það gæti orðið til þess að öfgaöfl sjái
sér leik á borði. Reyni að ræna leikmönn-
um og krefjast iausnargjalds.
Spánska lögreglan hefur leitað dyrum og
dyngjum að Quini síðan hann hvarf spor-
laust sunnudaginn 1. marz. Hún er þó engu
nær i dag en fyrir tíu dögum. Enginn veit
hvar Quini er síðan hann hvarf úr bíl
sínum, Ford Granada, eftir leik Barcelona
og Hercules frá Alecante. Bíllinn fannst
um kvöldið opinn en Quini var horfinn.
Þetta er í fyrsta sinn, sem íþróttamanni
hefur verið rænt á Spáni. Þeir hafa haft vit
á því að skipta sér ekki af stjórnmálum.
Raunverulega veit spánska lögreglan ekki
hverjir rændu Quini. Margir hafa gert því
skóna að þar standi öfgaöfl ETA að baki
— það er þeir, sem stjórna her Baskahreyf-
ingarinnar. Stjórnarmenn Barcelona-
félagsins hafa fengið upphringingar frá
einhverjum, sem kraflzt hafa lausnargjalds
fyrir Quini. Algjör leynd hvilir þó yfir því
máli. Ekki gefið upp, skiljanlega, hvar og
hvenær á að greiða lausnargjaldið eða hve
upphæðin er mikil. Hún á að greiðast í
gömlum seðlum. Aðrir halda því fram, að
lögreglan sé á eftir tveimur mönnum og
konu, sem hafi rænt Quini. Símaklefinn,
sem hringt var í til Barcelona, sé fundinn.
Ekki hafa þessar fréttir verið staðfestar.
Eftir að Quini var rænt hefur lögreglan
gætt annarra leikmanna Barcelona eins og
sjáaldurs auga síns. Tveir lögreglumenn
fylgja til dæmis Allan Simonsen, litla Dan-
anum, hvert sem hann fer. Simonsen fór
alveg á tauginni eftir ránið. Vildi helzt yfir-
gefa Spán strax, þar sem hann sagðist ótt-
ast um líf sitt og fjölskyldu sinnar. En litli
Daninn róaðist í umsjón lögreglumann-
anna.
Ýmsir forustumenn á Spáni hafa nýtt sér
rán Quini til að vekja athygli á sjálfum sér.
Eru tíðir gestir í sjónvarpi, útvarpi og
blöðum meö hástemmdar yfirlýsingar.
Kirkjunnar menn hafa lika látið ljós sitt
skína og það var mikið fyrir tilstilli þeirra,
að Atletico Madrid og Barcelona léku sl.
sunnudag i Madrid. Atletico sigraði 1—0 í
þeim leik og færöist með þeim sigri skrefi
nær meistaratitlinum. Hefur nú fjögurra
stiga forustu. Um tíma var Madrid-liðiö
með sjö stiga forustu en Barcelona hafði
brúað það bil niður i tvö stig fyrir leikinn á
sunnudag.
Vegna ránsins á Quini er heimsmeistara-
keppnin 1982 í sviösljósinu. Vestur-Þýzka-
land er varaland og FIFA hefur beðið
Þjóðverja að setja sig í viðbragðsstöðu.
Það verður áreiðanlega ekkert mál fyrir þá
að annast umsjón HM 1982. Knattspymu-
samband Vestur-Þýzkalands var einnig i
sömu stöðu 1978. Lengi vel var óttazt að
herstjórnin ( Argentínu gæti ekki tryggt ör-
yggi erlendra leikmanna — eða allt þar til
fyrsti leikur keppninnar hófst. Eftir það
hvarf allt i skugga knattspyrnunnar i
Argentinu. Ekkert annað komst að og
Argentínumenn komust með miklum sóma
frá framkvæmd keppninnar.
-hsim.
Enrique Castro Quini ásamt tveimur sonum sinum á knattspyrnuleík i febrúar. Qutnt er
markhæstur i 1. deild á þessu leiktimabili á Spáni. Hefur skoraö 18 mörk.
Sigurður
Sverrisson
_______tá____k______jjSShL m.—Itik Æhí--------------m±-----------
Hér aö ofan er sigurliðiö úr firmakeppni Þórs á Akureyri sem lauk um sl. helgi. Liöið sem sigraði var sameiginlegt frá Sport-
húsinu og Björgvin Leonardssyni. Að ofan frá vinstri: Jóhann Jakobsson, Ormar Örlygsson, Sigbjörn Gunnarsson (ásaml
syni sinum) og Gunnar Gunnarsson.
• SSv / DB-mynd GSv.
Mario Kempes seldur til River
Plate i gær.
River Plate
keypti
Kempes
frá Valencia
ígær
Valencia á Spáni seldi i gær-
kvöld miðherja sinn og aðal-
markaskorara, Mario Kempes,
HM-hetju Argentinumanna frá
þvi 1978. Engin skýring var gefin
á sölunni og kemur hún vægast
sagt verulega á óvart. Það er
River Plate frá Buenos Aires i
Argentinu, sem snarar á borðið
upphæð sem svarar til 1,7 milljón
sterlingspunda fyrir kappann, en
Valencia keypti Kempes fyrir S
árum á 350.000 sterlingspund.
Að þvi hermt er mun Kempes
leika sinn fyrsta leik með River
Plate eftir viku i Libertadores
keppninni. Argentinumenn ætla
sér greinilega að reyna að ná sem
flestum leikmanna sinna heim
aftur fyrir HM á Spáni 1982 og
m.a. hafa argentínsk félögsótzt
eftir Daniel Bertoni, sem leikur
með Fiorentina á Ítalíu. Hann
hefur hins vegar ekki viljað fara.
Þróttur ekki með í
slagnum um 2. sætið
— Þróttarar haf a tilkynnt HSÍ ákvörðun sína
Eftir þvi sem DB kemst næst mun
stjórn handknattleiksdeildar Þróttar
hafa tilkynnt stjórn HSÍ þá ákvörðun
sína að taka ekki þátt i aukakeppninni
um 2. sætið og verður ekki haggað.
Þróttarar munu vera óánægðir með þá
ákvörðun HSÍ að láta leika um 2. sætið
á íslandsmótinu en sú ráðstöfun kemur
til vegna þess að næsta haust mun nýrri
Evrópukeppni (eins konar UEFA
keppni) verða hleypt af stokkunum.
Þar sem engar reglur voru til hjá HSÍ
varðandi þessa nýju Evrópukeppni
ákvað Sambandið að láta keppa sér-
staklega um það. Þróttarar telja hins
vegar eðlilegt að þeir taki sæti i þessari
keppni og i þvi tilliti gildi sömu reglur
og f knattspyrnunni. ,,Við ætlum
okkur bara að vinna bikarinn og kom-
umst þannig f Evrópukeppnina,” sagði
einn Þróttari við DB f gærkvöld en
þrátt fyrir ítrekaöar tilraunir tókst ekki
að ná tali af Hauki Þorvaldssyni, for-
manni stjórnar handknattleiksdeildar
Þróttar.
-SSv.
Ipswich og Wolves
áf ram f undanúrslit
— Miihren skoraði eina mark leiksins. Úlfarnir unnu Boro 3-1
Valur og FH slást um að fá
að mæta Skagamönnum
— bikarkeppni HSÍ í Höllinni íkvöld eftir leik Fram og Hauka
Að loknum leik Fram og Hauka i
kvöld mætast Valur og FH i bikarnum
og ekki er að efa að þar verður um fjör-
uga viðureign að ræða. Bikarkeppnin
hefur farið anzi hljóðlega fram að
þessu og litið borið á henni. Nú eru 1.
deildarfélögin hins vegar komin á fulla
ferð og athyglin tekin að beinast í
auknum mæli að bikarnum.
Það lið sem sigrar í kvöld mætir
Akurnesingum. Sigri Valsmenn fer
leikurinn fram á Akranesi en fari FH-
ingar með sigur af hólmi fá þeir leikinn
í Hafnarfjörð.
Alls þurfti 5 leiki til að hreinsa út
áður en 16-liða úrslitin gætu hafizt. Af
þeim 5 er þremur lokið. ÍA sigraði
Gróttu 25-18, Fylkir vann ÍR 24-19 og
Stjarnan sigraði Þór, Akureyri 34-33
eftir framlengingu. Leikir Vals og FH
og svo Þórs úr Eyjum og KR eiga að
vera i kvöld.
Drátturinn í 16-liða úrslitin lítur þá
þannig út (leikdagar fylgja með þar
sem svo hefur verið ákyeðið).
Armann-Afturelding 17.marz
Týr-Fylkir ?
ÍBK-Þróttur 12. marz
Haukar-HK ?
í A-Valur/FH ?
Stjarnan-Þór/KR ?
Fram-UBK ?
KA-Víkingur 17. marz
Þá hafa einnig verið ákveðnir leik-
dagar tveggja leikja í meistarafiokki
kvenna. Ármann og FH mætast í Höll-
inni 17. marz og Stjarnan og KR leika í
Garðabæ á sunnudag kl. 22. Einn
leikur fór fram í bikarkeppni mfl.
kvenna fyrir luktum dyrum eigi alls
fyrir löngu. Víkingur sigraði þá Þór í
Réttarholtsskólanum en ekki vitym við
tölurnar úr þeim leik. -SSv.
Enn f restað
íEyjunum
Enn varð að fresta leik Þórs og KR i
bikarnum er hann átti að fara fram i
Eyjum i gærkvöld. Þar var þá versta
veður og ekki nokkur möguleiki á að
fljúga. KR-ingar munu gera lokatilraun
að sinni til að komast til Eyja i dag og
ef þeir ná alla leið verður leikið kl. 20.
Ef ekki verður að fresta leiknum f tals-
verðan tíma þar sem kcppnin um fallið
í 1. deildinni hefst einnig í kvöld. -SSv.
Þremur liðum færra en f fyrra
Ipswich og Wolves tryggðu sér sæti i
undanúrslitum enska bikarsins i gær-
kvöld er þau lögðu Forest og Middles-
brough að velli i aukaleikjum 6. um-
feröar. Ipswich átti i hinu mesta basli
með Forest, sem lék skinandi vel, og
Paul Cooper mátti hafa sig allan við að
verja skot frá Francis, Frank Gray,
Needham, sem lék i stað Anderson, og
Walsh.
Ipswich-liðið var afar lengi í gang og
greinileg þreyta er nú komin í liðið,
sem berst harðri baráttu á þremur víg-
stöðvum. Mtlhren og Gates sluppu
naumlega í gegnum læknisskoðun fyrir
leikinn.
Eftir hlé tók Ipswich-liðið loks al-
mennilega við sér og á 67. mínútu skor-
aði Arnold MUhren markið, sem reynd-
ist vera sigurmark leiksins. Mick Mills
hóf sóknina, renndi upp kantinn til
Frans Thijssen, sem gaf fyrir markið.
Þar kom Paul Mariner aðvífandi og
Kogler vann
stökksigur
Armin Kogler frá Austurríki vann
sigur i heimsbikarskeppninni i skíða-
stökki í Falun i Sviþjóð og tók um leið
forystu i keppninni um heimsbikarinn.
Norðmaðurinn Roger Ruud var fyrstur
fyrir keppnina f gær, en varö ekki á
meðal þriggja efstu og tapaði af efsta
sætinu. Kogler fékk 263,1 stig fyrir
stökk sin, Kanadamaðurinn Horst
Bulau 250,2 og Norsarinn John Sætre
250,1.
Forest haft tögl og hagldir. Ipswich
mætir Everton eða Manchester City í
undanúrslitunum.
í hinum aukaleiknum sigruðu Úlf-
arnir Middlesbrough 3-1 eftir fram-
lengdan leik. Það var Mel Eves sem
kom Úlfunum yfir strax á 12. minútu
og þannig stóð fram til 72. mínútu að
David Hodgson jafnaði metin. Fram-
lengja þurfti því leikinn og þá skoruðu
Úlfamir tvívegis án svars. Fyrst John
Richards á 95. mínútu og síðan
Norman Bell á 110. mínútu. Úlfarnir
mæta Tottenham í undanúrsbtunum en
Lundúnaliðið er nú efst á blaði hjá öll-
um veðmöngurum í Englandi. -SSv.
Dan Halldors-
soná
US masters
Dan Halldorsson, kanadíski kylf-
ingurinn sem á rætur að rekja að Fróni,
verður meðal keppenda á hinu geysi-
sterka bandaríska golfmóti US
Masters, sem fram fer dagana 9.—12.
april næstkomandi. Að þessu sinni fer
mótið fram i Augusta f Georgiu-fylki.
Er þetta i fyrsta skiptið sem Dan keppir
á móti þessu og er hann einn fjögurra
nýliða.
Spánverjinn Sevrino BaUesteros er
einn 11 útlendinga sem þátt tekur í
keppninni, en hann sigraði í fyrra og
varð þar með yngsti sigurvegari keppn-
innar frá upphafi, 23 ára.
Aukakeppnin um annað fallsæti 1. deildar hefst íkvöld:
skallaöi niður til Múhren, sem sendi
knöttinn í netið — hans 7. mark á
keppnistímabiiinu. Skömmu síðar varð
Alan Brazil að vikja af velU vegna
meiðsla og hinn ungi Kevin O’Callag-
han kom í hans stað. Eftir markið sótti
Ipswich í sig veðrið og tvívegis mátti
Peter Shilton hafa sig allan við til að
forðast mark. Sigur Ipswich var því
öruggur i lokin þótt framan af hafi
Framarar Axelslausir
Úr leik f bandarisku knattspyrnunni. Þama er leikið á gervigrasi og það eru þeir Julio
Cesar Romero úr Cosmos (t.v.) og Tim Clark úr Minnesota Kicks sem kljást um
knöttinn.
—þegar bandaríska knattspyrnutímabilið hefst. Þrjú lið til viðbótar hafa skipt um naf n og eigendur
Undanfarin ár hafa áugu manna i
auknum mæli beinzt að bandarisku
knattspyrnunni. Mikill fjöldi þekktra
leikmanna frá Evrópu hefur látiö
freistast af gylliboðum þeirra Banda-
rfkjamanna og margir hafa endað feril
sinn í sólinni og dollurunum þar vestra.
Nú eru aðeins rétt rúmar tvær vikur i
að keppnistímabiUð hefjist í Bandarikj-
unum og deildin verður þremur
félögum fátækari en í fyrra. Að auki
hafa þrjú félög tekið allt sitt hafurtask
og flutzt til annarra staöa og leika
undir nýjum nöfnum.
Þau sem gáfu upp öndina eru
Washington Diplomats, Houston
Hurricane og Rochester Lancers. Það
aö Washington' hætti vakti verulega
athygli því ekkert félaganna í NASL
(North American Soccer League) gat
státað af eins ríkulegri áhorfendaaukn-
ingu og Diplómatarnir. Meöal-
áhorfendafjöldi á leikjum þeirra var
19.205 á siöasta keppnistímabili en var
11.907 árið áður.
Þegar farið er yfir aðsókn að leikjun-
um í Bandarikjunum kemur berlega í
ljós að New York Cosmos „trekkir”
langbezt allra Uöanna. Meðaltal á
heimaleikjum liðsins i fyrra var 42.804.
Næst kom Tampa Bay Rowdies með
28.345, þá Vancouver Whitcaps með
26.833, Seattle Sounders með 24.247.
önnur félög náðu ekki yfir 20.000
manns að meðaltali á heimaleiki sína.
Af félögunum 24 í deildinni i fyrra,
voru aðeins 11, sem gátu sýnt fram á
áhorfendaaukningu. Það dugði þó til
þess að lyfta meöaltali ársins í fyrra
upp fyrir árið þar á undan. í fyrra voru
áhorfendur á leiki NASL að meðaltali
14.427 en voru árið áður 14.1%.
Þetta er í raun ekki svo slæm útkoma
ef tekið er tillit til þess hversu takmörk-
uðum rótum knattspyrnan hefur náð
að skjóta á þeim tæpum áratug, sem
hún hefur verið stunduð af einhverjum
krafti í Bandaríkjunum.
Þó svo sums staðar sé áhorfenda-
fjöldinn vel viðunandi á Evrópumæli-
kvarða er ekki laust við að tómarúms-
andrúmsloft riki á völlum eins og t.d.
hjá Los Angeles Aztecs. Leikvangur
þeirra hýsir 105.000 manns en meðaltal
áhorfenda þar í fyrra var ekki nema
12.057 og hafði minnkað um tæp tvö
þúsund frá árinu áður.
Tvö félaganna frá í fyrra hafa verið
seld með húð og hári, ef svo má að orði
komast. Philadelphia Fury var selt til
Montreal og mun keppa undir nafninu
Montreal Manic á þessu keppnistíma-
bili. Þá var lið Memphis Rouges selt til
Calgary, sem er sögufræg borg, með
svipuðum íbúafjölda og Edmonton
(500.000 manns). Eigendur New Eng-
land Tea Men-liðsins seldu þó ekki sitt
hafurtask en fluttu allt dótið til Jack-
sonville í Flórída í von um betri tíð og
blóm í haga.
Jóhannes Eðvaldsson og félagar
hans i Tulsa Roughnecks fengu að
meðaltali rétt tæplega 20.000 manns á
leiki sína i fyrra, þrátt fyrir afleitt gengi
síðari hluta keppnistímabilsins. Búbbi
og Uð hans er eitt 11 Uða, sem leika á
venjulegum grasvöllum, en 10 Uð leika
á gervigrasi. Greinilegt að gervigrasið
hefur ekki einu sinni vinninginn í
„heimalandi” sínu. -SSv.
Árnold Miihren skoraði sigurmark
Ipswich gegn Forest I gærkvöld.
gegn Haukum í kvöld
— KR-ingar án Alf reðs gegn Fram á föstudag ef ekki verður
flogið til Eyja ídag
Keppnin um annað fallsætið I 1.
deildinni i handknattleik hefst i kvöld
kl. 20 er Fram og Haukar mætast i
Laugardalshöllinni. Framarar verða,
sem kunnugt er, án Axels Axelssonar,
sem gengið hefur til iiðs við Griin
Weiss Dankersen á nýjan ieik og vafa-
lítið munar um minna fyrir þá.
Eftir því sem DB hefur komizt næst
hafa öll liðin þrjú, KR, Fram og
Haukar, æft mjög stíft allt frá þvi
landsliðið hélt til Frakklands og aðeins
einn leikmaður úr þessum þremur
félögum var úti með landsUðinu, Atli
Hilmarsson. Það má því gera ráð fýrir
að viðureignir félaganna verði hníf-
jafnar eins og raunin varð á í vetur.
Framarar unnu báða leikina gegn
Haukum, fyrst 20-17 og síðan 21-20 í
æsispennandi leik í Hafnarfirði.
Framarar unnu síðari leik sinn gegn KR
26-25, en töpuðu þeim fyrri 26-30.
Haukar unnu hins vegar báða leiki sína
gegn KR, fyrst 22-20 í Hafnarfirði og
síðan 18-17 i Höllinni.
Af þessu má sjá að liðin eru ákaflega
áþekk að getu. HSÍ hefur raðað leikj-
um félaganna niður semhérsegir:
Fram—Haukar i kvöld
Fram—KR 13.marzkl. 19
Haukar—KR 18.marzkl.20
Haukar—Fram 20. marz kl. 20
KR—Fram 24.marzkl.20
KR—Haukar * 27. marzkl. 20
Alfreð Gíslason hlaut fyrir nokkru
eins leiks bann og KR-ingar ætluðu sér
að láta hann taka það út i bikarnum
gegn Eyja-Þór. Leik KR og Þórs hefur
verið tvífrestað til þessa og ætlunin er
að gera lokatilraunina að sinni í kvöld.
Takist ekki að koma leiknum á í kvöld
leikur Alfreð ekki með KR gegn Fram á
föstudagskvöld. Hvert stig er dýrmætt í
þessari fallbaráttu og því munu KR-
ingar vafalitið reyna allt hvað þeir geta
tilaðkomasttilEyjaídag. -SSv.