Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.03.1981, Qupperneq 16

Dagblaðið - 11.03.1981, Qupperneq 16
16 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1981. Leitað að flokksbroti? Á skíðadegi Dagblaðsins á Klambratúni siðastliðinn laugardag dreif að múg og margmenni. Flestir voru á skíðum, eitthvað af börnum á sleðum og enn aðrir til þess komnir að sjá til þessara iðkenda velrar- íþrótta. Éngir voru þarna hundasleðar og hefði það þó naumast verið talin goðgá. Hins vegar vakti það nokkra alhygli, þegar Haraldur Blöndal lög- maður og morgunpóstur geystist gegn vilja sínum á eftir stórum og svörtum Labradorhundi. Sterklegt band var á milli þeirra og þóttusl menn þarna þekkja húsdýr Vífils Magnússonar arkitekts. Þar sem menn slóðu í Itnapp saman og komu sér ekki saman um hvaða ferðalag væri á Haraldi með stóran sporhund varð einhverjum að orði: ,,Ef eitthvað má marka hraðann, þá er hann að leita að flokksbrotinu, enda varla seinna vænna.” Stutt viðdvöl í það skiptið — Hjartanlega velkomin, tengda- mamma, sagði Gústi glaði. — Hversu lengi ætlarðu að vera hjá okkur í þetta skiptið? , — Þangað til þið verðið þreytt á mér. — Núúú! Ekki lengur? Kunningjamir þekkja mig ekkifyrst í staö — segir gerbreyttur Ásgeir Öskarsson ,,Ég hef ekki verið svona stuit- klipptur síðan Bitlaæðið byrjaði. Ástæðan fyrir því að ég lét klippa mig var aðallega sú að það er mikið að gera hjá mér um þessar mundir, sent þýðir að með mikið hár er maður sisveittur á höfðinu. Þetta er mun betra svona,” sagði Ásgeir Óskars- son trommuleikari, er blaðantaður DB hitti hann að máli. Ásgeir korn fyrst fyrir almennings- sjónir i beinni útsendingu i söngva- keppni sjónvarpsins á laugardags- kvöldið var. Marga sem þekkt hafa piltinn í áraraðir rak i rogastanz þegar þeir sáu hann. Var þetta Ásgeir eða var þetta ekki Ásgeir? Þegar betur var rýnt kom i Ijós að ekki hafði verið skipt um trommuleikara i hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar fyrir úrslitakeppnina. ,,Fólk er furðu lostið þegar það sér mig,” sagði Ásgeir, „það er að segja þeir sem þekkja mig. Það hefur oft komið fyrir á undanförnum dögum að ég hef heilsað kunningjunum á götu án þess að þeir taki kveðjunni. Þeir líta alll i ktingnm sig til að gá að þvi hverjum þi.ssi maður sé að Iteilsa. I n þeir hljota að venjast þvi bráðlega að ég er ekki jal'n síðhærður og skeggjaður og áður.” -ÁT- Lionsklúbburinn Ægir með stórbingó annað kvöld: Hver hreppir bíl í bingóvinning? Þorsteinn Þorvaldsson formaður Lionsklúbbsins Ægis þurrkar rykið af Suzuki bifreiðinni, sem verður I aðalvinning á bingói klúbbsins annaðk völd. DB-mynd: Einar Ólason. Bæta vinnuaðstöðuna Næsta verk Ægismanna er að bæta vinnuaðstöðu krakkanna á Sólheim- uiji. Þar er nú þegar komin kerta- steypa og er áformað að auka þá starfsemi. Þá eru ýmsar hugmyndir á lofti hjá félögum í Ægi um að bæta við öðrum starfsgreinum á Sólheim- um. Um það hafa þó engar ákvarð- anir verið teknar ennþá. Að sögn Ægismanna hefur aðeins einu sinni áður verið boðið upp á bíl í bingóvinning hér á landi, hjá knatt-j spyrnufélaginu Þrótti fyrir sjö til átta árum. Meðal annarra vinninga í. bingóinu annað kvöld má nefna ferðaútvörp, hárþurrku, ferðabar, búsáhöld og fleira. Spilaðar verða fimmtán umferðir. „Við ætlum að halda bingóið í Sigtúni og vonumst til að geta komið þar fyrir að minnsta kosti sjö hundruð manns,” sagði Þorsteinn Þorvaldsson. Það er kunnur Ægis- maður, Svavar Gests, sem verður stjórnandi bingósins. -ÁT- ,,Við höldum því fram að aldrei fyrr hafi verið áður spilað um jafn- dýra vinninga i bingói og því sem við ætlum að bjóða upp á,” sagði Þor- steinn Þorvaldsson formaður Lions- klúbbsins Ægis i blaðasamtali. Klúbburinn gengst fyrir svokölluðu bílabingói annað kvöld, fimmtudag. Heildarverðmæti vinninga verður um 72.500 krónur. Þar vegur þyngst aðalvinningurinn, Suzuki bifreið að verðmæti 62.500 krónur. Lionsklúbburinn Ægir heldur bingóið til styrktar Barnaheimilinu Sólheimum í Grímsnesi. Síðastliðin 22 ár, allt frá stofnun klúbbsins, hafa félagarnir í honum haft það sem aðalverkefni að byggja upp starf- semina að Sólheimum. Siðasta stóra verkefnið var að endurbyggja sund- laug heimilisins, búningsklefa og sól- baðsaðstöðu. Því var lokið á síðast- liðnu sumri og nam heildarkostn- aðurinn um tuttugu milljónum gam- alla króna. FlcÍIÍA föik Plata vikunnar: Point of entry — Judas Priest rf • >••• 99 Engiti „stfornumessa hjá prestum Júdasar sveitin er orðin nokkuð stöðnuð og eitthvað ferskt vantar og verður.að koma á næstu plötu ef illa á ekki að fara. Það eru nógir um hituna ef kóngarnir detta úr hásætinu. Prestar Júdasar hafa messað um margra ára skeið yfir rokkþyrstum aðdáendum en Point of entry er þó engin „stjörnumessa” af þeirra hálfu þótt margt gott sé á henni. Sennilega Nýjasta plata .ludas Priesl, Poinl of entry, er fyrir nokkurra hluta sakir dálitið sérstök af þeirra hálfu. Hún er hvorki þeirra bezta né lakasta, en hins vegar má greina á henni lílils háttar stefnubreytingu og það er nokkuð sem ekki hefur orðið vart við sl. 4ár. Um letð og tempóið er allt örlítið hægara en á t.d. siðustu plötu þeirra, British Steel, er hljómsveitin augljós- lega að reyna að vekja athygli á bandarískum markaði. Tvö laga plöt- unnar bera verulegan keim af annars vegar Aerosntith (You say yes) og hins vegar Cars (Trouble shooter). í báðum tilvikum eru greinileg áhrif frá þessum bandarísku h'ljómsveitum Tónlist þótt Judas Priest leiki margfalt kröft- ugra rokk en þær báðar til santans. Við fyrstu áheyrn rann Point of entry inn um annað eyrað og út um hitt svo gott sem án nokkurrar við- stöðu. Við frekari hlustun vinnur platan hins vegar á og það er nteira en liægt er að segja um fyrri plötur þeirra presta Júdasar. Ég hef eiginlega aldrei sætt mig við Dave Holland, sem lók við húða- slætti af Les Binks eftir Killing Machine, en þegar öllu er á botninn hvolft fellur hann betur að tónlist þeirra en Binks, sem allur var mun nettari og fágaðri. Trommuleikur Holland er eins og rauður þráður í gegnum plötuna og á milli þess sem Robert Halford þenur raddböndin eins og honum einum er lagið sýna þeir ekta bárujárnstilþrif, þeir Tipton og Downing. Bassaleikarinn Hill er hins vegar samur við sjálfan sig og hætlir sér ekki út á hálan ís. Point of entry hefur að geyma, að mati undirritaðs, eitl bezta ef ekki bezla lag Judas Priest frá upphafi, Hot rnckin’ Það lag gefur betri niynd af hljómsveitinni en flest önn- ur. Allt á úlopnu og skerandi sóló frá bæði Tipton og Downing skemma ekki fyrir. Önnur frísk lög á þessari plötu eru einkum og sér í lagi You say yes og On the run. Þá er fyrsta lagið á plötunni, Heading out to the high- way, í betri kantinum. Það verður að segjast eins og er að þrátt fyrir að Judas Priesl hafi enn nokkuð sjálfskipað sæti sem kóngar bárujárnsrokksins á Englandi mega þeir fara að vara sig ef rikidæmið á ekki að renna út í sandinn. Hljóm- • kemur hún þó út sem þeirra næsl- bezta plata ef á heildina er litið og það er allténd ekkert til að æðrast yfir en breytinga er þörf. -SSv.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.