Dagblaðið - 11.03.1981, Side 27
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1981.
27
<s
Útvarp
Sjónvarp
BASILÍÓ FRÆNDI — útvarpssagan kl. 21,45:
A ðalpersónumar
ung hjón sem eru
að koma sér fyrir
—gerist á breytingatímum í portúgölsku þjóðlífi
Erlingur E. Halldórsson, rit-
höfundur, les í kvöld fjórða lestur út-
varpssögunnar, Basilíó frænda, eftir
Jose Maria Eca de Queiros.
Sagan gerist i Lissabon og næsta
nágrenni á síðustu öld. Aðalper-
sónumar eru ung hjón sem eru að
koma sér fyrir og fjallar sagan um lif
þeirra. Maðurinn er verkfræðingur.
Basilíó frændi, sem sagan er nefnd
eftir, er ævintýramaður, sem ungur
hafði farið til Brasiliu og auðgaztþar á
braski. Hann snýr heim og verður
áhrifavaldur í lífi ungu hjónanna.
Sagan gerist á þeim tima þegar
miklar þjóðfélagsbreytingar eru að ger-
ast í Portúgal. Aðallinn í landinu er að
syngja sitt síðasta en borgarastéttin að
ná völdum. Að sögn Erlings E. Hall-
dórssonar er sagan skrifuð í fremur
raunsæjum stíl, þeim, sem tíðkaðist á
öld, og minnir sagan nokkuð á
Dickens.
Höfundurinn, Jose Maria Eca de
Queiros, er portúgalskur. Hann lézt
stuttu eftir aldamót. Hann var lög-
fræðingur að mennt og starfaði lengi í
utanríkisþjónustunni, m.a. á Kúbu.
Lesturinn í kvöld er, sem fyrr sagði,
sá fjórði en alls er sagan yfir 30 lestrar.
-KMU.
Erlingur E. Halldórsson.
MAÐUR NORÐURSINS - sjónvarp kl. 18,35:
Rekur stóran
villidýrabúgarð
— í þeim tilgangi að bjarga dýrum frá útrýmingu
Maður norðursins hefur A1
Oeming verið nefndur. A1 Oeming er
dýravinur sem rekur stóran villidýra-
búgarð í Alberta í Kanada, en i
sjónvarpinu í dag kl. 18.35 verður
sýnd mynd um starf hans.
Al Oeming elur upp og ræktar dýr
á búgarði sínum í þeim tilgangi að
bjarga þeim frá útrýmingu. Er þar
bæði um að ræða hitabeltisdýr og
heimskautadýr og allt þar á milli.
Þessi mynd lýsir starfi hans, hvernig
það fer fram og hvað A1 Oeming er í
raun að fást við. A1 Oeming hefur
mikið beitt sér fyrir dýra- og um-
hverfisvemd og telur að hagsmunir
manna og dýra fari þar saman og því
beri að fara að öllu með gát á tímum
iðnvæðingar.
Sjálfsagt muna margir eftir mynd
um þennan manns, er sýnd var i
sjónvarpinu um síðustu jól en í dag
gefst okkur kostur að kynnast enn
frekar starfihans.
Þýðandi og þulur er Ingi Karl Jó-
hannesson.
-KMU.
Al Oeming hefur m.a. stundað
rannsóknir á fágætri uglutegund i
þeim tilgangi að bjarga henni frá út-
rýmingu.
UK- /
ffí
Karl Ingalls ásamt Láru dóttur sinni. Þau koma mikið við sögu i þættinum i
kvöld.
HÚSIÐ Á SLÉTTUNNI—sjónvarp
kl. 20,35:
Karl slasast
íveiðiferð
— Lára send eftir hjálp
Næstsíðasti þáttur Hússins á
sléttunni er á dagskrá í kvöld — að
loknum fréttum. Nefnist hann
Veiðiferðin.
Lára fer með föður sínum i
veiðiferð út í skóg. Á leiðinni fara
þau fram hjá kofa þar sem blindur
maður býr ásamt syni sinum, sem er
veiðimaður. í veiðiferðinni slasast
Karl, faðir Láru. Hann sendir Láru
til byggða, til að sækja hjálp. Meira
segjum við ekki.
Burl Ives, þjóðlagasöngvarinn
kunni, fer með hlutverk i þættinum,
hann leikur blinda manninn sem býr i
kofanum.
Björn Baldursson, dagskrárritari
sjónvarpsins, sagði í samtali við DB
að ekkert væri enn ákveðið um
frekari kaup á þessum þáttum.
Þátturinn næsta miðvikudag verður
því sásíðasti, a.m.k. í bili. -KMU.
4L Borgarbíóið 4
MINNIR Á
Ný hörkuspennandi mynd um ævintýramanninn Harry
Black og glæpamenn sem svífast einskis til að ná takmarki
(skotmárki) sínu.
Leikstjóri: HenryNeill
Aðalhlutverk: Vic Morrow
Charlotte Rampling
Caesar Romero
Victor Buono
lsteittV“rtóí?
Bönnuo