Dagblaðið - 11.03.1981, Page 28

Dagblaðið - 11.03.1981, Page 28
Fargjaldahækkun á Atlantshaf inu: Okkur er haldið í her- kví hárra flugfargjalda — segir Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra Boðuð hefur verið fargjaldahækk- un hjá mörgum stærstu flugfélögum á Atlantshafsflugleiðinni, auk |tess sem mörg hafa hækkað fargjöldin að undanförnu. Hækkanirnar eru á bil- inu 10—50°/o og eru sagðar vegna hækkandi eldsneytiskostnaðar og annars kostnaðar flugfélaganna. Á sama tíma segir Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra að íslendingum sé haldið í herkvi hárra flugfargjalda. Á Alþingi í gær, þegar rædd voru málefni Flugleiða og leiguflugsumsókn danska leiguflug- félagsins Sterlings um flug til íslands, spurði ráðherrann: ,,Á það að líðast að okkur sé haldið i herkví hárra flugfargjalda?” Ráðherra sagði að samþykktar hefðu verið 12 flugferðir á vegum Tjæreborg og væri lægsta verð 3298 danskar krónur fyrir flug fram og til baka. Sterling hefði í huga flug hálfs- mánaðarlega milli Kaupmanna- hafnar og Keflavíkur og væri verðið um 3000 danskar krónur. Fargjald með Flugleiðum á sömu leið fyrir fslendinga væri hins vegar um 4200 krónur. Steingrímur sagði einnig að ákveðnir aðilar hefðu komið í veg fyrir að Arnarflug fengi að bjóða í leiguflug til Norðurlanda, sem hefði þýtt svipað verð og hjá danska leigu- flugfélaginu. -JH. Af leiðingar illviðranna undanfarnar vikur: Fimm skip og bátar strönduðu og fórust -== f rá því um áramót I imm skip og bátar hafa strandað eða farizt frá áramótum og 4 sjó- menn af alls 32 látið lifið í þeim skipssköðum. Katrin strandaði i Meðallandsbugt i janúar. Slysavarna- félagið bjargaði 6 af 11 manna áhöfn í land. Hinir úr áhöfninni voru um borð þegar Þórunn Sveinsdóttir dró Katrinu á flot. Slysavarnafélagið bjargaði líka 7 manna áhöfn af Sigur- báru i land á strandstað á Sólheima- sandi. Björgun hf. hefur nú keypt skipið, sem er mjög illa farið, og freistar þess að gera til bráðabirgða við skipið svo draga megi það á flot. Bára fórst með tveimur mönnum á dögunum. Þá fórust 2 af 10 manna áhöfn Heimaeyjar, scm strandaði við suðurströndina óveðurskvöldið 16. febrúar. Slysavarnafélagið bjargaði 8 manns í land úr Heimaey. Nú siðast. björguðust 2 menn naumlega þegar Valþór sökk við Grimsey. -ARH. Af réttareigendur við Blöndu f unda með RARIK: Norðanmenn semja um virkjunarkost — suðurgangan miðuð við dagsetningu f undarins „Ut af fyrir sig er ekkcrt við þcnn- an haus á undirskriftaskjalinu að at- huga,” sagði Páll Pétursson alþingis- maður í viðtali við DB i morgun. Á fundi norðanmanna með frclla- mönntim i gær á Hótel Borg kom fram sú spurning frá DB, livor iveggja vænleguslu kosla i virkjunar- lilhögun við Blöndu væri sá, sem meðmælendur hefðu i huga. Það kæmi ekki fram í ræðum norðan- manna eða greinargerð fyrir með- mælunum. Griniur Glslason á Blönduósi varð fyrir svörum. Sagði hann að gengið yrði til viðræðna við virkjunaraðila og iðnaðarráðherra næstu daga. Væri þvi ekki á þessu stigi rétt að svara spurningunni. ,,Ég lel að þella liafi verið skyn- samlegt svar,” sagði Páll Pétursson, „endaekki frá neinu aðsegja.” „Ég veil ekki hvernig þetla verður lagl upp i dag,” sagði Páll, „en fyrir- hugaður cr, og fyrir nokkru boðaður, fundur Rafmagnsveilna rikisins og landeigenda, það er að ségja fulltrúa afréttareigenda, þeirra bænda, sem eiga upprekstur á þessar heiðar.” Hann kvað nauðsynlcgt að fá það upp gefið hvort það land sem þörf væri lalin á lægi laust. - BS Jóhann sigraði í hreinu lofti islandsmeistarinn ungi, Jóhann Hjartarson, sigraði örugglega á „reyk- lausa” skákmótinu í gærkvöldi. Jóhann lefldi af miklu öryggi, lapaði ekki skák og hlaul 10 vinninga af 11 mögulegum. 1 2.—4. sæti urðu Elvar Guðmundsson, Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason með 9 vinninga. Tefldar voru ellefu umferðir eftir Monrad- kerfi. Að mólinu slóðu reykingavarna- nefnd og fleiri aðilar sem berjast gegn reykingum. Þótti mótið takast mjög vel og voru keppendur 122 talsins. Á myndinni hér að ofan hefur Jóhann Hjartarson tekið við verðlaunum úr hendi Sigrúnar Stefánsdóttur frétta- manns sem afhenti þau fyrir hönd reyk- ingavarnanefndar. -GAJ/DB-mynd: Sig. Þorri. frjálst, óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1981. Færri fá góða stöðu en vilja — fjórum lektorsstöðum ogeinu prófessors- embætti óráðstafað íHáskóla íslands Umsóknir um tvær lektorsstöður í heimspekideild Háskóla íslands, i sagn- fræði og almennri bókmenntafræði, eru til skoðunar innan deildarinnar og fara síðan til menntamálaráðherra til endanlegrar ákvörðunar að vanda. Búizt er við að niðurstöðu, a.m.k. um lektorsstöðuna í bókmenntum, sé ekki að vænta fyrr en undir vorið. Þá er auglýst eftir umsóknum um lektors- stöðu i ensku í heimspekideild og einnig er prófessorsembætti í lyflæknisfræði við læknadeild laust til umsóknar. Ennfremur munu vera í gangi dóm- nefndarstörf um umsóknir manna í hlutastörf dósenta og lektora í lækna- deild. Enn má nefna lektorsstöðu í uppeldisfræði í félagsvísindadeild. Um- sóknarfrestur rann út í gærkvöldi og fékkst ekki uppgefið i gær hverjir hafi sótt um. Átta manns sóttu um lektorsstöður í alm. bókmenntafræði en einn dró um- sóknina til baka. Hinir eru: Árni Berg- mann, Ástráður Eysteinsson, Helga Kress.-Kristján Árnason, Ólafur Jóns- son, Philip P. Vogler og Úlfar Braga- son. Um lektorsstöðu í sagnfræði sóttu: Einar Laxness, Gísli Gunnarsson, Helgi Þorláksson, Ingi Sigurðsson og Jón K. Margeirsson. . ARH Hálka á götum og ÁREKSTRA- BYLGJA í M0RGUN ökumenn i Reykjavík og nágranna- bæjunum urðu margir hverjir Blilega varir við hálku á götum er þeir voru á leið til vinnu í morgun. Árekstrabylgja gekk yfir. Þegar blaðamaður DB ræddi við lögregluna laust eftir klukkan niu i morgun voru sjö árekstrar í gangi viðs vegar um borgina. í einum þeirra varð slys — í Sætúni á móts við Steintún. Svipaða sögu var að segja úr Kópa- vogi. Þar urðu þrír árekstrar á hálf- tíma, milli klukkan 7.45 og 8.15. Engin slys voru tilkynnt þar. - ÁT Björgun hf. hef ur keypt Sigurbáru VÉ — ætlar að reyna að þétta skipið og koma þvíáflotaftur Björgun hf. hefur keypt Sigurbáru VE af Tryggingamiðstöðinni þar sem skipið liggur á strandstað á Sólheima- sandi. Kristinn Guðbrandsson er farinn austur með hóp manna frá Björgun til að vinna að björgun skipsins. Þarf að hreinsa skipið, koma vélum í gang og þétta það þannig að hægt sé að koma því á flot. Einnig þarf að mæla dýpið fyrir utan skipið til að kanna hvort færa þurfi það til áður en reynt verður að sjósetja það á ný. - JR diet pepsi MIK'NA I (\' [ !(\' KALÓFíÍA í I lör;KU Saiiilns

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.