Dagblaðið - 16.03.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 16.03.1981, Blaðsíða 1
frfálst, áháð datfblað 7. ÁRG. — MÁNUDAGUR 16. MARZ 1981 — 63. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022.; Fjárveiting til byggingar sprengjuskýla á Kef lavíkurflugvelli, segir útvarpsfréttamaður: r EKKISPRENGJUSKYLI HELDUR VERKSTÆÐI — segir Helgi Ágústsson hjá Vamarmáladeild Atlantshafsbandalagið, NATO, á- kvað fjárveitingu til byggingar sprengjugeymslna á Keflavíkurflug- velli í tengslum við ný flugskýli þar fyrir bandaríska herinn. Sú fjár- veiting var ákveðin áður en flugskýla- byggingin margumrædda var ákveðin í heimsókn Ólafs Jóhannessonar utanrikisráðherra til Bandaríkjanna i nóvember í fyrra. Þetta kom fram i fréttapistli Halldórs Halldórssonar útvarps- fréttamanns í gærkvöldi. Helgi Ágústsson hjá varnarmála- deild utanríkisráðuneytisins vísaði þvi i morgun á bug að til stæði að relsa slíkar sprengjugeymslur. Það sem Halldór virtist kalla „sprengjugeymslur” væri bygging sem á ensku kallaðist „Missile Maintainance Checkout Facility”, sem er viðgerðar- og málningar- verkstæöi í tengslum við flugskýlin eða flugskeytin sem Phantom- orrustuþoturnar bera. Helgi sagði jafnframt að hér eftir sem hingað til yrði hlutverk Phantomþotnanna á vegum hersins að „fylgjast með ferðum sovézkra herflugvéla, sem koma inn á íslenzkt flugstjórnar-. svæði án nokkurrar tilkynningar eða heimildar.” Um það hvort fjárveitingar hefðu verið ákveðnar til mannvirkjagerðar á Vellinum, áður en íslenzk stjórn- völd veittu leyfi fyrir byggingunum, sagði Helgi Ágústsson: „Það gildir einu hvort Nato eða Bandarfkjastjórn samþykkti fjár- veitingu nokkrum 'mánuðum áður. Hið eina sem skiptir máli er hvort utanrikisráöherrann gefur leyfi fyrir byggingunum eða ekki.” -ARH. Llugvélarfiakiö komið á land. Eins og sjá má er fátt heillegt i véiinni. Hún var bútuð sundur i gær og það sem hugsanlega er nýtilegt verður sent til Reykjavikur. DB-myndir Ragnar Imsland. Homafjörður: Flakið dregið í land — flugvélin gerónýt — bútuð sundur i gær Björgunarsveitin á Höfn gerði út leiðangur á laugardagsmorgun og tókst að bjarga flaki flugvélar Flugfélags Austurlands, sem fórst í Hornafirði. Björgunarsveitarmenn lögðu upp kl. 4.30 um morguninn og settu flotholt undir vélina, tunnur og belgi. Síðan var beðið flóðs en flakið var komið að Óslandsbryggjunni á hádegi. Þrír bátar drógu flakið að landi. Flugvélin er gerónýt. Björgunar- sveitarmenn unnu að því í gær að taka vélina í sundur. Það sem hugsanlega má nýta verðtlr sent til Reykjavíkur, en vélin var tryggð hjá Tryggingu hf. Hinu verður komið fyrir kattarnef. -JH/Júlia Höfn. Mikill eldurf Guðnýju ÍS íhafi — nærstaddir bátarkomutil hjálpar í nótt kom upp eldur í mb. Guðnýju ÍS-266 frá ísafirði, sem er 75 tonna stálskip frá árinu 1964. Guðný mun hafa verið komin á fiskimiðin er eldurinn kom upp. Bátar voru nærstaddir og barst skipverjum hjálp þegar í stað. Guðný lagði út frá ísafirði til veiða kl. 11.30 í gærkvöldi ásamt öðrum bátum. Ekki var nákvæmlega vitað í morgun hvenær eða með hvaða hætti eldur kom upp aftantil i skipinu, en af þeim litlu talstöðvarfréttum, sem borizt hafa var eldurinn allmikill og skipið talsvert brunnið, einkum aftantil. Margir bátar voru nær- staddir og komu til aðstoðar. Var reynt að slökkva eldinn með froðutækjum. Síðast vissi Hannes Hafstein að mb. Orri hefði tekið Guðnýju í tog og var kominn með hana inn í Djúpið inn undir ísafjörð. Ekki höfðu borizt neinar fréttir um meiðsli skipverja vegna eldsins. -A.St. Draumar skásta vísbendingin umraunveru- legtheilsufar — sjá bls. 29 Punkturinn frumsýndur - sjá Fólk bls. 14 og umsögn bls. 19 Þarfekkinema örlitlarfram- farirtilað maðurgleðjist — viðtalvið foreldra drengs sem er einhverfur - sjá bls. 28 Blandanýtur mestsfylgisí stjórninni — sjá bls. 4 ÞYRLA SÓTTITVO SLASAÐA MENNILANDMANNALAUGAR — sjá bls. 6 og viðtal við björgunarsveitarmenn á baksíðu A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.