Dagblaðið - 16.03.1981, Blaðsíða 29

Dagblaðið - 16.03.1981, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. MARZ198I. 29 —segir Geraid Steinberg rabbíi f rá Kanada sem heldur námskeið í „sjálfskönnun gegnum drauma” Draumar skásta vís- bendingin um raun- verulegt heilsufar Það verður ekki ofsagt að sitthvað má finna sér til dundurs í henni veröld. Um þessar mundir standa yfir, eða eru að hefjast, hin margvíslegustu nám- skeið er fólk getur tekið þátt í sér til af- þreyingar eða fræðslu. Til dæmis má nefna jóga, tuskubrúðugerð, hrað- lestur, innhverfa íhugun, allar hugsan- legar og óhugsanlegar hliðar á rekstri — og vanrekstri — fyrirtækja, karate, útskurð og ótal margt fleira. Námskeið það sem hér verður fjallað um hlýtur samt að teljast meðal hinna nýstárlegustu. Frá Kanada er kominn rabbí Gerald D. Steinberg þeirra erinda að halda námskeið í „sjálfskönnun i gegnum drauma” og verður hið fyrsta haldið á Hótel Loftleiðum föstudag og laugar- dag á vegum Sálarrannsóknarfélags Islands. Eins og titillinn segir til um er Stein- berg rabbíi, eða gyðinglegur prestur, að mennt en til þess þarf fimm ára ýtarlegt nám að loknu BA-prófi. Steinberg þótti það samt ekki nægja til þess að gefa sér viðtækari skilning á því starfi er hann hugðist takast á hendur og ákvað því að kynna sér sjónarmið ann- arra stefna. Atti sú ákvörðun sér í lagi rætur að rekja til reynslu |em hann varð fyrir á 9—10 ára aldri og fannst Gerald D. Steinberg: Uppgötvafli 9—10 ára að hann gæti haft stjórn á draumum sínum. Upp frá þvf „ók” hann bfl i svefni. hann ekki fá skýringu á í sínu hefð- bundna námi. Á þessum aldri segist hann hafa uppgötvað að hann gæti haft stjóm á draumum sinum. Ekki var Rabbi Steinberg telur að draumar séu mun réttari og ósvikulli vísbending um raun- verulegt heiisufar fólks og Ifðan en velflest annað. DB-myndir Einar Ólason. hann seinn að nýta sér þetta; hafði langað innilega til þess að aka bil en ekkert orðið ágengt í þeim efnum, sem mjög er skiljanlegt. Þá segist hann hafa getað horfið inn í drauma þar sem hans beið bifreið er lyklarnir stóðu í, aldrei bilaði — og þar fram eftir götunum; þ.e.a.s. draumur bílstjórans. Hér er aðeins nefnt eitt dæmi af mörgum en þetta gerði að verkum að hann fékk mikinn áhuga á ráðningu drauma og tilgangi þeirra. Því varð úr að hann eyddi tveim árum í Yasodhara Ashram, sem er jógastofnun i Kootenay Bay, Kanada. Auk hinna algengari jógaiðk- ana var þar lögð stund á drauma, til- gang þeirra og merkingu. Árangurinn af ofangreindum atrið- um samanlögðum varð að ekki hefur rabbí Steinberg enn snúið sér að prest- störfunum heldur hefur hann haldið námskeið i greiningu drauma og þá með sérstöku tilliti til almenns heilsu- fars, andiegs sem líkamiegs. Jafnframt hefur hann kennt sama efni við nafn- greindar stofnanir og háskóla og kennir þá tækni er fólk á að geta tileinkað sér við greiningu eigin drauma. Rabbi Steinberg telur að draumar séu mun réttari og ósvikulli vísbending um raunverulegt heilsufar' fólks og líðan en velflest annað og þvi sé mikil- vægt að læra að túlka þessi skilaboð líkamans sem eiga jafnvel að geta gert boð á undan sjúkdómum, svo dæmi sé nefnt. Hann segir, í þessu sambandi, að ýmsir hafi reynt að beita dáleiðslu við lækningar og sjúkdómagreiningu en er efins um þá aðferð þar eð hann segir hana ná til svo margra utanaðkomandi og oft trufiandi áhrifa, svo sem ómeð- vitaðs minnis og jafnvel yfirskilvitlegr- arskynjunar. Fimmtudaginn 12. marz fór fram kynningarfundur í Félagsheimili Sel- tjarnarness en námskeiðin munu fara fram næstu daga og hófust föstudag 13. marz. Þá verður haldið tveggja daga ýtarlegt námskeið að Hótel Loft- leiðum og þátttakendur gista. Síðan eru þeir vaktir með vissu millibili, látnir greina frá draumum sínum og leiðbeint um ráðningu. Næstu daga á eftir verða síðan haldin dágnámskeið. Óski einhver ýtarlegri upplýsinga mun Sálarrannsóknarfélag íslands getaveitt þær. -FG. Viði þykir mjög gott að láta hnoðast með sig en yngri bróðir hans er dálítið ieiður yfir þvi hve erfitt cr að ná sambandi við hann. Þegar hent er bolta til Víflis gripur hann ekki á móti, og þó, upp á síðkastið er hann aðeins farinn að lyfta höndunum eftir boltanum. Sem fyrst í meðf erð Það verður víst aldrei of oft sagt að þroskaheft börn þurfa að komast sem allra fyrst í meðferð. Því yngri sem þau eru, þeim mun meiri von er til að hægt sé að hjálpa þeim eitt- hvað. Þannig eru börn nú tekin í Heyrnleysingjaskólann frá fjögurra ára aldri — og þjónusta er í skól- anum fyrir enn yngri börn. Sérfræðingar og læknar hafa fylgst með Víði frá því hann var mjög ungur. Eftir að í ljós kom að hann var heyrnarlaus hafði læknir stöðugt eftirlit með honum. Tveggja ára gamall fór hann í dagvistun og grein- ingu í Kjarvalshús á Seltjarnarnesi. Þar var hann samfleytt í fjögur ár, en er nú í Heyrnleysingjaskólanum og verður þar í tilraunakennslu til átta ára aldurs. Hvað þá tekur við vita foreldrar hans ekki. Þau mundu kjósa að hafa hann heima sem lengst. En reynslan hefur sýnt að oft verður því erfiðara að hafa börnin heima sem þau verða eldri, Því einhverfum börnum vex með aldrinum líkamlegt afl og styrkur en verða ekki sjálfbjarga að sama skapi. Þau læra ekki að varastjbíla og aðrar hættur og því sjaldnast hægt að láta þau leika sér utan dyra eftirlitslaust. Það er heldur aldrei hægt að segja fyrir um upp á hverju þau kunna að taka. Nú er í undirbúningi stofnun með- ferðarheimilis þar sem börn á grunn- skólaaldri geta búið við umönnun þar til þjálfaðs fólks og hugsanlegt að Víðir geti fengið vistþar. Úrvals fólk Þau Kolbrún og Sveinn bera mjög vel söguna þeim mörgu sérfræðing- um sem hafa aðstoðað þau við að hlynna að Víði. „Úrvals fólk” segja þau „þyrftu bara að vera fleiri. Það eru ekki nógu margir sem hafa sér- menntað sig á þessu sviði.” „Það hjálpaði mér mjög mikið,” segir Kolbrún ,,að kynnast starfinu í Kjarvalshúsi og síðan í Heymleys- ingjaskólanum og geta fylgst með því sem reynt er að gera fyrir börnin.” Rífumst kannske óeðlilega lítið Annað sem hefur veitt þeim mikla hughreystingu var að ganga í Umsjónarfélag einhverfra barna, og kynnast þar foreldrum sem eiga við hliðstæð vandamál að stríða. Þeim hefur verið mikill léttir í því að geta borið reynslu sína saman við reynslu annarra og finna að þau stóðu ekki ein, og gátu unnið með öðrum að því að leitast við að finna einhver ráð til að hjálpa börnunum. Það hlýtur líka að hafa gert þess- um hjónum gott hvað þau eru sam- hent og virðast styðja hvort annað vel. Eða eru þau bara svona þegar gestir eru? „Nei,” segir Kolbrún og brosir. „Ég get alltaf kvartað við Svein, þegar ég þarf að fá útrás.” „Þetta lendir mest á henni, því hún er meira heima en ég,” segir Sveinn afsakandi. „en við rífumst ekki mikið. Kannske óeðlilega lítið.” Að lokum segja þau að öll fræðsla um þessi mál sé til góðs. „Maður er alltaf hræddastur við það sem maður þekkir ekki,” segir Sveinn. „Já, maður vissi að þetta var til,” tekur Kolbrún undir. „En hugsaði aldrei út í að þetta gæti komið fyrir mann sjálfan. Og maður ræður ekki við það nema með hjálp — hjálp frá sérmenntuðu fólki, öðrum foreldrum og samfélaginu.” -IHH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.