Dagblaðið - 16.03.1981, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 16.03.1981, Blaðsíða 22
22' I DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. MARZ 1981. Menning Menning Menning Menning I Bækurogbókmenning: Hehnur ástarínnar Ef Alistair MacLean er konungur spennusögunnar þá er Theresa Charles réttnefnd drottning ástar-; sagna hér á landi. Það er stundum haft fyrir satt að tegundarhreinar skemmtibókmennt- ir, sögurnar sjálfar og lesendahópur þeirra séu stranglega kynbundnar eða kynskiptar, rétt eins og að sfnu leyti bókmenntir barna og unglinga. Eftir þessum skilningi er spennu- og reyf- arasagan umfram allt ætluð handa og lesin af karlmönnum. Þar er líka ævinlega einhvers lags „karlmenni” skipað i sjónarmiðju sögunnar, hetjuhlutverk og lifsgildi hennar helgast af hugmyndum eða hugsjón karlmennsku í heiminum. Stúlka í heiminum Á sama máta eru konur, kvenlegt tilfinningallf og lífsgiidi jafnan þungamiðja ástarsagna, hlutverk og hlutskipti „stúlkunnar i heiminum” yrkisefni þeirra. í ástarsögu á stúlka ævinlega völ á milli tveggja manns- efna og býr þar með við þá kvöl að verða að velja á milli þeirra. Sögu- efnið er þá völin og kvölin, villustígur sem stúlkukind ratar í faðm sins rétta eiskhuga, brúðarsæng um síðir í sög- unni. Á þeim vegi verða eins og vænta mátti ýmsar þrautir og þreng- ingar og stafar af þeim spennan í frá- sögninni þótt allt fari auðvitað betur en vel um siðir. En karlgervin tvö i slíkri sögu má segja að samsvari með sínum hætti öndverðum skautum „ills” og „góðs” í frásagnarheimi spennusögunnar. Þvi er að vísu við að bæta að fyrr- getin hugmynd um kynbundinn bók- menntasmekk kann að vera hæpin. Minnsta Tcosti benda ýmsar lesenda- kannanir til að konur lesi 1 verki ým- iskonar spennusögur til jafns við karla, eða því sem næst. Aftur á móti virðast karlar hreint ekki kæra sig um ef þeir ekki beinlínis fælast ástar- sögur. Konur eru í yfirgnæfandi meirihluta í lesendahóp þeirra sam- kvæmt sömu athugunum. Skyldi mega ráða af þessu að konur eigi auðvelt með að samsama sig karl- veldishugmyndum spennusagna og gera þær að sínum, allténd að því. marki að þær hafi gagn af sögunni? i Aftur á móti megni ekki samkynja eða sömu hugmyndir ástarsögunnar að vekja neinn viðlíka áhuga karl- manna upp og ofan á hinum „kven- legu” frásagnarefnum og frásagnar- heimi? Spyr sá sem ekki veit. En ég segi fyrir mig, að þótt ég sé fíkinn í margskonar sakamála- og spennu- sögur, góðar og vondar, þá var ég fyrir jólin rétt að kalla ólesinn í hrein- um og beinum ástarsögum. Án þess að hafa eiginlega neitt tekið eftir því. Það var líka dálítið blendin reynsla að lesa eftir jólin i lotunni einar 5—10 sögur af þessu tagi. Sumpart skrýtin. En einkum varð hún enn ein árétting þess hve önugt er það hlutskipti að þurfa að lesa til enda og orði til orðsj bækur sem manni leiðist að lesa. Munur en Georg Nágranninn hennar, nýja saga Theresu Charles á meðal fjögurra ný- útgefínna bóka eftir hana i vetur, segir frá Seliu, bóndadóttur og biómarós í afskekktri byggð á Eng- landi. Það er ekki gott að ráða i það af sögunni hvenær hún á að ske, væntanlega þó einhverntíma eftir stríð: Bretar hafa her á Egyptalandi, Kýpur og í Beriin, og þar hefur Davíð bóndasonur gegnt þjónustu í flug- hernum. Þótt traktorar séu viðhafðir er beltisdráttarvéi tæknileg nýiunda í sögunni. Að visu er sagan skilmerki- leg um það að byggðin sé afskekkt frá heimsins glaumi, fastheldin á forna siði og dyggðir bændaþjóö- félags. Selia er sönn dóttir sveitarinn- ar og besta búkonuefni enda hefur ætt hennar byggt Eikidal í tvær aldir eða svo. Hún er lofuð Georg, æsku- félaga sinum og uppeldisbróður, en hann er nú satt að segja, því miður, hálfgerður durgur, og vekur engan funa en eiginlega tóm ónot i hug og hjarta unnustunnar. í þessum heimi kemur bæði illt og gott að utan. Davið bróðir kemur breyttur maður heim úr hernum og hefur áður flutt heim til sín eigin- konu, Natalíu, sem er því miður, satt að segja, hálfgild- ings gæs, gefin fyrir daður og tiihald. Af þeim tveimur og sumpart Georg stafar mestallt óstand í sögunni. Selía og Georg ætla með tilstyrk föður hennar, Samúels bónda í Eikidal, að festa kaup og setja bú saman á grann- jörðinni, Hólavelli. En þá kemur babb í bátinn. Ókunnur maður, Hróðmar Brún, skýtur upp kolli í byggðinni og sögunni og gín yfír jarðakaupunum. Hann hefur nóga peninga og sker sig einnig að öðru leyti glögglega úr hópi heimamanna. Allt sem utan á honum var virtist vandað og dýrt. Enda er Hróðmar réttborinn greifí, landbúnaðarkandi- dat og fyrirlesari. Munur en Georg! En ekki fylgir sögu hvað hann les mönnum fyrir nema hvað hann flutti lestra sina meðal annars yfir her- mönnum i Berlin. Vill nú ekki betur til en svo að Selia keriingin fellur kylliflöt fyrir þessum aðkomna framagosa. í ástarsögum kemur ástin jafnan yfir menn sem þrumufleygur, frelsar þá og endur- leysir. Gengur nú sagan út á hvernig Selja gerir sjálfri sér þetta ljóst, þá opinberun hamingju í hversdagslifinu sem varð með tilkomu Hróðmars greifa, en einkum baráttu hennar við fjölskyldu siná og umhverfi fyrir ást þeirra Hróðmars. Þar er við ramman reip að draga, Samúel og Georg auðvitað fjandmenn hans út af jarða- kaupum og tryggðarofum. Davíð bróðir svarinn óvinur Hróðmars og Hróðmar hans eftir fyrri kynni og skipti þeirra í Berlín. Allt fer þetta nú vel: það lagast óstandið á Natalíu og Davið og bæði tvö fá i leiðinni hæfi- lega refsingu fyrir ódyggðir sinar, Georg hreppir ráðsmannsstöðu með handhægu konuefni á fjarlægum bú- garði, Hróðmar og Selía ná saman fyrir fullt og fast. Það sýnir sig að þó hann sé greifí þá var samt amma hans upprunnin á Hólavelli, strauk þaðan ung til að giftast inn i greifaskapinn á Englandi. Römm er sú taug . . . Og Hróðmar ætlar að slá með beltisvél- inni túnið fyrir tengdaföður sinn sem er mesti klaufi með traktor. Það verður rofin aftur girðingin á milli jarðanna. Goða það líkast... Ástin frelsar menn og leysir til betra lifs, og betra líf er jafnan með einhverju móti af hærri, æðri stigum en hversdagslifið í kringum mann. Betri er greifi en bóndi. í ástarsögum er eins og í spennusögum jafnan lagt mikið upp úr líkamiegu atgervi sögufólksins þótt áherslur falli með nokkuð öðru móti á karl- mannlegt atgervi, kvenlegan yndis- þokka elskendanna. Þar er eins og í spennusögum heilmikið lagt upp úr ýmiskonar verklegu efni: lýsingu heimilishátta, heimiiishalds og heim- ilisprýði, ýmislegra búverka og úti- starfa í sögu eins og Nágranninn hennar, en umfram allt klæðaburði, fasi og framkomu, snyrtingu kvenna. Af lýsingum sem þessum verður til dæmis alveg skýr manngreinarmunur þeirra Selíu og Natalíu i sögunni, en manngildi karla birtist lfka býsna skýrt af kiæðaburði þeirra. Það er samt ekki alveg einleikið hvað til dæmis klæðnaður kvennanna, kápur, dragtir, kjólar, hattar og húfur, hanskar og skór, hárgreiðsla og snyrting sem lýst er í sögunni er allt saman alveg einkennilega gamal- dags. Þetta er eins og sjálft sjónar- svið sagnanna alveg öfugt við spennusögur sem einatt reyna með umhverfislýsingum og sínu verklega efni af ýmsu- tagi að höfða sem skýr- ast til nútimans, nútimalegs smekks og viðhorfa við slíkum efnum. f ástarsögum er ekki heldur, öfugt við flestar spennu- og reyfarasögur, neitt eiginlegt kynlíf umfram þann helga hroll sem um elskendur fer þegar varir mætast í kossi. Kynferðis- lif geymist til brúðarsængur sem upp- reidd stendur að sögulokum, enda er stúlka í ástarsögu jafnan óspjölluð mær sem svo var eitt sinn nefnt. í Nágrannanum hennar hefur að vísu Georg einhverjar ástríðuhvatir til að bera, ósköp grófar og ónota- legar. Rauður eldur ástarinnar sem Hróðmar tendrar i barmi Seliu og bjart brennur í sögulokin er af öðru og hátignarlegra tagi. Og bak við hversdagsgervi elskenda i sögu má einatt sjá eða greina persónugervingu eölishvatanna sjálfra sem saga hefur i goðsögulegt veldi. Undur Iffsins Að þessu leyti er Theresa Charles einkar skýr i máli í Nágrannanum hennar þar sem lýst er afdrifamesta fundi Hróðmars og Seliu, og þau taka beinlinis á sig, hvort fyrir annars sjónum, hin goðsögulegu gervi. Hann kemur af sundi, ris af öldum hafsins klæddur „dökkum stuttum sundbuxum”, sem „grískt glæsi- menni”, en hún stendur hnarreist á landi og „fagurdregnar likamslinur hennar” ber við dökka kletta, „kelt- nesk fegurðardís” fyrir sjónum hans: „Hún gekk til móts við hann, og hann faðmaði hana að sér. Hörund hans var kalt og þvalt er hún lagði heitan vanga sinn að brjósti hans, en varir hans voru sem eldur, fannst henni, er þær þrýstust að hennar vörum. Hún fann saltbragð að þeim, og það jók ástríðu hennar . . . Hún þrýsti hökunni að annarri filabeins- öxiinni og fann til áður óþekktrar nautnar. Allt annað en þessi skynjun var gleymd á þessari stundu. í huga hennar hljómaði aðeins ein hugsun: „Minn, minn, hann er minn. Þettaer maðurinn minn,” og gleði hennar var frumstæð eins og hinnar fyrstu konu. Þessi gleði átti upptök sin í frum- skógi fornalda, þegar konur þörfn- uðust karlmanna sem voru öruggir stríðsmenn ekki siður en miklir elsk- hugar, af því að hver karlmaður sem ekki gat barist og barið konu sína fyrir öðrum hlaut að missa hana . . . Selía var i senn titrandi og sigurglöð, hreykin og feimin, og hún vissi að hér eftir yrði ekkert i iífi hennar sem áður . . . Þetta var þá ástin, hugsaði hún með sér. Þetta var undrið — undur lífsins og töfrar þess sem hún hefði svo hæglega getað farið á mis við.” Efekkiívöku Það kann nú að mega finna „félagslega skýringu” á vinsældum Theresu Charles hér á iandi. Ná- granninn hennar gerist i forniegu sveitasamfélagi sem skilmerkilega er aðgreint frá umheiminum og veru- leika lesandans bæði í tíma og rúmi. Við lesendur Theresu eigum hins- vegar skammt að minnast þvílíkra sveitar og samfélagshátta þó svo við höfum kannski aldrei beinlínis upp- lifað þá sjálfir. Svo mikið er víst að ógemingur er að hafa gagn eða gaman af sögunni nema geta að einhverju marki sam- samað sig, „lifað sig inn í” eins og sagt er, hugarheim og hjartalag Selíu. Eða er hægt að lesa slíkar sögur „kritískt”, á móti þeirra eigin til- ætlun, svo gagn verði að? Það efast ég um. En ekki er þar með sagt að les- andi trúi hverri sögu eins og nýju neti. Umhverfislýsing, mannlýsingar, atburðarás sögunnar, öll raunsæis- áferðin á efnivið hennar er tæki sög- unnar til að auðvelda lesandanum af- not af sögunni, greiða honum leiðina að kjarna máls. Um leið er sagan sjálf skilmerkileg um það að frá- sagnarheimur hennar er alls ólíkur og í eðli sinu frábreyttur heiminum sem lesandi byggir, að hún geymir um- fram allt opinberun veruleika handan veruleikans, utan hans og ofan. Lýsingin á Grétu, stúlkunni sem olli fjandskap þeirra Hróðmars og Davíðs í Berlín ítrekar og áréttir þetta við lesanda undir sögulokin. Hún var einhvers lags líkamning siðlegrar ástar, kvenlegra gæða og gæsku, of góð til að hún gæti lifað — eiginlega var hún bara „ímyndun eða draumur” eins og sagan segir sjálf. Þess vegna eru líka þeir Davíð og Hróðmar sýknir af sviplegum dauða hennar, þótt í raunheimi væru þeir sannarlega sekir um hann, siðferðis- lega og fyrir lögunum. Og ekki er það nein tilviljun heldur hvað Natalía kemur kvenlega og smekklega búin úr heimsókn sinni til foreldra Grétu, nýr og betri kvenmaður. Hróplegt vanmat held ég það væri á lesendum Theresu Charles að ætla að þeir lesi sögu eins og Nágranninn okkar sem raunsæislegan skáldskap, sjái þar fyrir sér siðlegar eða félags- legar fyrirmyndir, til dæmis, eða leiti og finni í sögunni með einum eða öðrum hætti lýsingu og lausn á sinum eigin veruleika og vandamálum. Það gerum við áreiðanlega ekki — neitt heldur en til dæmis lesendur Alistairs MacLean. Örskammt að baki fólksins f Ná- grannanum hennar má greina sígilt munstur, þjóðsögulega eða goðsögu- lega persónugervingu karls og konu, draummyndir ofurmannlegrar full- komnunar. Og auðvitað vita allir jafnvel, höfundur, saga og lesandi, að þetta er draumur, þjóðsaga, goð- sögn . . . Að þessu leyti á ástarsagan sammerkt með spennusögunni: bak við hinar töffu reyfarahetjur má á sama máta eygja önnur sambærileg munstur og manngervinga: hetjuna ungu sem berst við tólf brynjaða kappa og brytjar þá í spað, riddarann ■ sem fellir drekann, sigrar eldspúandi skrimsl með þremur ginandi trjón- um, ræður fram úr völundarhúsi og vinnur það sem þar er geymt. Veruleikaliking, raunsæisskin slíkra sagna er einungis skin og lík- ing, aðferð þeirra og okkar sem les- um þær til að gera efnið svo ljóst og verulegt og þar með aðgengilegt sem verða má — og forða okkur á þann veg burt frá hversdagsleikanum og okkar dagsdaglegu úrlausnum á hon- um. Þær eru aldeilis ekki til þess ætlaðar að segja „satt” um eitt eða neitt. Þvertámóti! Vökudraumur sem veruleiki: það erheimur ástarsögunnar. Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — Sími 15105 Til Stangaveiði- Reykjavfkur Vakin er athygli á nýju veiðisvæði sem félagið hefur tekið á leigu, Alviðru í Sogi en þar verður veitt á 3 stangir samtímis í sumar. Félags- menn eru hvattir til að senda umsóknir sínar hið allra fyrsta. Sérstaklega verður reynt að sinna umsóknum frá þeim sem fengu ekki úthlutun í samræmi við óskir um veiðidaga á öðrum vatnasvæðum. Upplýsingar veittar á skrifstofu félagsins í Austurveri, simi 86050. Theresa Charles: Nágranninn hennar. Andrés Kristjánsson þýddi. Skuggsjá, 218 bls.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.