Dagblaðið - 16.03.1981, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 16.03.1981, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. MARZ 1981. 1 Menning Menning D —Punktur, punktur, komma, strik kvikmynd fyrir alla fjölskylduna Punktur, punktur, komma, strik. Leikatjón: Þorsteinn Jónsson. Leikendur: Eriingur Gislason, Kristbjörg Kjeld, Pétur Bjöm Jónsson og Heliur Helgason. Kvikmyndafélaglð Óölnn. Frumsýningar á íslenskum kvik- myndum eru ekki á hverjum degi og verða víst aldrei, miðað við aðstöð- una sem kvikmyndagerðin býr við hér á landi. Mikilvægi þess fyrir ís- lendinga að sjá íslenskar kvikmyndir sem fjalla um islenskan veruleika verður þó seint undirstrikað nægi- lega. Það er því ákveðið gleðiefni þegar íslensk kvikmynd er frumsýnd og sérstaklega ef ágætlega hefur tekist til, eins og í þessu tilfelli. Þegar ég heyrði fyrst að Þorsteinn Jónssonætlaði að kvikmynda sögu Péturs Gunnarssonar, Punktur, punktur, komma, strik (hér eftir köll- uð Punkturinn, til þæginda) var ég vantrúaður á árangurinn. Það er nefnilega ekkert hiaupið að því að kvikmynda bókina. f fyrsta lagi er bókin oft hugleiðingar og vanga- veltur sögumanns en ekki bein sam- töl. í öðru lagi gerist bókin á ákveðnum tíma i sögunni og nær yfir alllangan tíma. Árangurinn sem áhorfendur geta séð á hvíta tjaldinu hefur, að athug- uðu máli, eytt nær öllum efasemdum sem ég hafði í garð myndarinnar. Andri I og Andri II Óhætt er að segja, að kvikmyndin sé í tveim hlutum sem þó mynda heild. Fyrri hlutinn er um Andra, svona átta til tólf ára. Seinni hlutinn fjallar svo um Andra á unglingsár- um. Fyrri hlutinn hefur engan eigin- legan söguþráð, heldur er brugðið upp myndum úr æsku Andra. Fyrir bragðið verður kvikmyndin nokkurs I Andrí yngrí, leildnn af Pétri Birni I Jónssyni, með kunnuglega mjólkur- I brúsa. Með aðstoð kassabilsins náði Andrí að brjóta brunaboðann en allt komst upp. konar þroskasaga, líkt og bókin sem hún byggir á. Flestir sem lifðu sina æsku og unglingsár á milli ’55 og ’65 munu þekkja sjálfa sig í mörgum at- riðum myndarinnar, ég veit að ég gerði það. Það er í fyrri hlutanum sem gæði myndarinnar liggja. Atburðarásin er nokkuð hröð (mætti þó vera hrað- ari), atriðum skemmtilega raðað saman og allt stórlega sposkt. Þó get ég ekki stillt mig um að geta þess að sum atriði eru alls ekki nógu vel undirbúin, t.d. kallinn sem bjargaði boltunum oggaf öllum límonaði. Seinni hluti myndarinnar (unglingsárin) er hins vegar ekki alveg nógu sterkur. Hér finnst mér tempó myndarinnar raskast fullmikið og stafar það líklega af því Þorsteinn er að leikstýra sinni fyrstu löngu kvikmynd. Samt sem áður kemst ailt til skila og atriði eins og kennarastof- an þegar Kennedy er skotinn eru minnisstæð. Kvikmynd og bók Þegar kvikmyndaðar eru jafnvin- sælar bækur og Punkturinn, þá spyr fólk ósjaldan: er myndin eins góð og bókin? Við spurningum sem þessum eru náttúrlega ekki til nein svör. Bækur og kvikmyndir geta aldrei verið líkar þar sem þessir miðlar eru of ólíkir. Bók byggir á orðum, kvik- mynd byggir á myndum. Punkturinn er kvikmynduð bók sem þó stendur sjálfstætt. Kvikmyndin er einna best þegar henni tekst að skapa þennan „fíling” sem elnkenndi árin milli ’50 og ’60 og það er ósjaldan sem það tekst. Á köflum er myndin — það sem hefur verið mikið í tísku síðustu ár — nostalgísk, en án allrar væmni. Það sem ég sakna helst úr bókinni er hinn gegnumgangandi pólitíski þráður sem var i henni. Til dæmis vantar flest fullorðinssamtölin í myndina, sem þjónuðu þeim tilgangi í bókinni að skerpa vitund lesandans. Þrátt fyrir að Þorsteinn sleppi sem sagt nokkru í handritinu, þá dregur hann upp ágæta mynd af foreldrum Andra sem lífsgæðakapphlaups fólki. T.a.m. er Erlingur Gislason ágætur sem hinn verðandi ríki-í- gegnum-herinn-heildsali, sem gegnir engu hlutverki I fjölskyldu nema Kvik mýndir hlutverki fyrirvinnu. Hann er til dæmis svo mengaður af peninga- hugsunarhætti og Könum að hann er orðinn útlendingur við Andra, sem ranglega bendir honum á „mig hlakkar” i stað „mér hlakkar”, í stað „ég hlakka”. Góð byrjunarmynd Punkturinn er kvikmynd sem er alls ekki laus við galla, en ég kýs að lita framhjá þeim og skrifa þá á kreditið sem allir byrjendur í gerð langra kvikmynda hafa. í sjónvarp- inu sá ég Þorstein lýsa því yfir að það erfiðasta við kvikmyndina hefði verið að sjá hana alla fyrir sér og víst er að það er einmitt uppbygging myndar- innar sem er gölluð. En þetta eru byrjunarörðugleikar. Einn galla við myndina get ég þó alls ekki fellt mig við og er það hljóðið. Það komu fyrir kaflar í myndinni sem ég heyrði alls ekki hvað hver var að segja og ef ekki hefði komið til kunnátta mín á texta bókarinnar hefði ég misst af samtals- atriðum. Öll önnur vinna er hins vegar lýta- laus. Kvikmyndataka Sigurðar Sverris Pálssonar er virkilega fag- mannsleg, en er það misskilningur hjá mér að kvikmyndavélin hafi framan af myndinni verið i hæð krakkanna? Sviðsmynd og búningar er náttúrlega kapítuli út af fyrir sig, sjaldan hefur maður upplifað tímabil í ævi manns í gegnum leikmynd og búninga eins vel og í Punktinunj. Leikur í Punktinum er öruggur og áreynslulaus. Það er kannski fullmik- ið sagt að allir undirleiki (van), en einhvern veginn finnst mér eins og enginn geti verið áberandi — öllu er haldið niðri, svolitið safalaust. Andr- arnir eru eðlilega mest áberandi per- sónurnar í myndinni og eru þeir leiknir af Pétri Birni Jónssyni og Halli Helgasyni. Báðir eru þeir ágætir, þó sérstaklega Pétur Björn. Hallur, eins og flestir í seinni hluta myndarinnar, á í vandræðum með uppbyggingu leiks. Skemmtun fyrir alla Ef á heildina er litið kemst Þor- steinn Jónsson vel frá sinni fyrstu kvikmynd. Hann hefur skapað trú- verðuga mynd, sem allir ættu að geta haft gaman af. Á vissum stöðum hefur Þorsteinn jafnvel gert hluti sem engum hefur dottið í hug áður í islenskum kvikmyndum. Eitt minnis- stæðasta atriði myndarinnar er líka skólabókardæmi um góða töku, gott tempó og klippingu, en það er atriðið þegar strákarnir eru að skoða „fræðslubókina” og guttinn er að brjóta brunaboðann. Einmitt í þessu atriði sýnir Þorsteinn djörfung í handriti og kvikmyndagerð. Fleira mætti tína til, sem bíður betri tíma. Punkturinn er orðinn að veruleika. Það má vel vera að ekki verði allir sáttir um myndgerðina, al- menningur á eftir að fella sinn dóm. Ég get hins vegar sætt mig við þessa kvikmynd og get því sagt að ég hlakka aðeins til að sjá hana aftur. Það er ekki á hverjum degi sem kvik- myndahúsin bjóða upp á íslenskar kvikmyndir. E.S., Eftir að þessi grein var skrifuð, komst undirritaður að þvi að bæði hljóð og mynd f Punktinum virtust i fullkomnu lagi i Laugarásbiói, þann- ig að ummælin hér að ofan um hljóð eiga fremur við sýningartæki Háskólabiós. -ÖÞ. ÆSKUMINNINGAR SEM SVÍKJA ENGAN Dodge Ramcharger 1974, 8 cyl. (318). Beinskiptur. Verð kr. 56 þús. Ford Granada Chia 1979. Rauð- brúnn m/viniltopp, 6 cyl., sjálfsk., m/öllu. Glæsilegur 2ja dyra sport- bíll. Verð kr. 110 þús. Skipti á ódýrarí. Subaru 1600 DL 1978, ekinn 17 þús. Blásanseraður, útvarp, snjód. og sumardekk. Verð 58 þús. V Lada 1500 station 1979. Kremlitaður, ekinn 17 þús. km. Útvarp, nagla- dekk. Verð kr. 45 þús. Daihatsu Charmant station 1978. Rauðbrúnn, ekinn 35 þús. km. Fallegur blll. Verð kr. 55 þús. Toyota Starlet 1980. Gulur, 3ja dyra, ekinn 17 þús. km. Verð kr. 72 þús. Honda Accord EX 1980. Silfurgrár, 3ja dyra, Sjálfskiptur, aflstýri o.fl. (m/úllu). Ekinn 17 þús. km. Verð kr. 102 þús. Citroen CX 2400 Pallas 1978. Gull- fallegur, beinskiptur, ekinn aðeins 21 þús. km. Verð kr. 120 þús. SÝIMISHORN ÚR SÖLUSKRÁ Honda Accord 1979. Silfurgrár 4ra dyra, sjálfskiptur, ekinn 21 þús. km. Verð Itr. 93 þús. Datsun 120 Y 1977. Rauðbrúnn, 4ra dyra, ekinn 39 þús. km. Verð kr. 40 þús. Daihatsu Charade 1980. Rauður, 5 dyra, ekinn 7 þús. km. Verð kr. 60 þús. .......' __________________________ Honda Accord 1979. Kremgulur, 4ra dyra, 5 gíra beinskiptur, ekinn 17 þús. km. Verð kr. 92 þús. Ford Bronco dlsil 1979. Rauður og hvitur. Ný 6 cyl. Perkings disil vél, 4ra gíra beinsk. Mjög góð innrétting. Verð kr. 230 þús. Toyota Tercel 1979. Blásanseraður, 5 gira framdrifsbfll. Upphækkaður, silsalistar, ekinn 25 þús. Itm. Verð kr. 72 bús. Daihatsu Charmant árg. 1979 Blá- sanseraður, eklnn aðeins 12 þús. km. Útvarp, ný snjódekk og sumardekk. Verð 62 þús. Galant 1600 G.L. 1979. Gulur, ekinn 35 þús. km. Verð kr. 73 þús. Renault 20 TL 1978. Brúnsanserað- ur, 5 dyra. Snyrtilegur bfll. Verð kr. 63þús. International Dfsil Pick Up m/fram- drifi árg. 1971. Gulur. Vél: Ford D- 300 4ra gira beinskiptur, 6 manna hús. Verð kr. 65 þús. Ýmis skipti. Volvo 244 1977, rauðbrúnn, ekinn aðeins 41 þús. km. Verð 78 þús. Skipti möguleg á ódýrum bil. Subaru 1600 (fjórhjóladrif). 1978. Kremlitaður, (USA útgáfa). Ekinn aðeins 25 þús. mflur,. Fallegur blll. Verð kr. 58 þús. Ford Fairmont 1978. Kremgulur, 4 cyl., beinskiptur. Ekinn 40 þús. km. Verð kr. 60 þús. Skipti á ódýrari. ÍLA- MARKAÐ- URINN GRETTISGÖTU sími 25252

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.