Dagblaðið - 16.03.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 16.03.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. MARZ 1981. 3 Hin fyrirhugaða skrefatalning: LÁTUM EKKISKIPA OKKUR í ANDSTÆÐAR FYLKINGAR —við eru ekki þéttbýlis- eða dreif býlisf ólk, við erum íslendingar Spurning dagsins Ætlarðu að sjá myndina Punktur, punktur, komma, strik? Gerður Pálmadóttir, skrífar: f umboði hverra var sú ákvörðun tekin að koma á skrefatalningu við simann í Reykjavík? Það vill svo til að Landssími fslands er fyrirtæki okkar, þ.e. allra landsmanna en ekki Steingríms Hermannssonar, síma- málastjóra eða eins eða neins ein- staklings. Höft og gjöld virðast vera einu tilraunir til bóta í öllum vanda- málum sem steðja að okkur, það er verið að gera fólki gjörsamlega óbærilegt að eiga heima hérna á þessu annars svo indæla landi. Það verður að fara að taka tillit til þess hvar landið liggur og hvernig við lifum hér en ekki að apa allt hrátt sem tekið er upp annars staðar. Vegna hinnar fágætu veðurblíðu fslands þarf að bita á jaxlinn einu sinni ef ekki tvisvar tii þess eins að koma sér út úr húsi, fáir hafa tíma til þess að stunda heimsóknir. Heyrt hef ég rök fyrir því að þetta verði erfitt fyrir fullorðið fólk og bæklað, satt og rétt, en ekki síður fyrir aðra því svo vill til að óbæklað fólk á bezta aldri er oftast svo hart keyrt af vinnuálagi að samband við fólk utan vinnutíma á sér helzt stað í gegnum sima, því ekki eru hverfis- kaffíhúsin að þvælast allt of mikið fyrir okkur til þess að gera fólki kleift að hittast og ræða málin. Þórshafnartogarinn: Verður okkur byrði það sem eftir er — Eggert Haukdal hefur bariztgegnkomu togaranstilað spara okkureyrinn R. Snorrason skrífar: Kæri skattgreiðandi. Ég tel mig knúinn tii að stinga niður penna eftir að hafa lesið grein sem er eftir þér höfð í DB þann 4. marz, þar sem þú vegur að Eggert Haukdal fyrir að svara ekki nógu skilmerkilega spurningum fréttamanns. Sjálfum fínnst mér að meira hefði mátt vera um svör, en var Eggert Haukdal i að- stöðu til að gefa yfirlýsingar þvert á það sem prinsarnir í rfkisstjórninni hafa sagt? Þú beinir spjótum þínum í vitlausa átt, því Eggert Haukdal hefur barizt gegn komu Þórshafnartogarans, til að spara þér eyrinn og þar sem þú kallar þig skattborgara hlýtur þér að vera annt um í hvað skattpeningarnir þínir fara. Ef prinsarnir hlustuðu á Eggert og færu að ráðum hans, sparaði ríkið, þ.e. þú og ég, óhemjuupphæð. Getur það átt sér stað að meirihlut- inn af „kauphækkun” þeirri sem við áttum að fá fyrir stuttu, lendi að lokum i togara sem á eftir að verða okkur byrði það sem eftir er, og setja tvö byggðarlög á hausinn? Áfram, Eggert Haukdal, engan togara takk. Sammála? boðasíma, tengisímum, neyðarsíma o.fl. o.fí. slikar nýtingaraðgerðir yrðu án efa vinsælli meðal al- mennings og við sæjum að hagur okkar allra væri borinn fyrir brjósti en fljóthuga peningaplokkun ekki látin ráða ferðinni. ísland er erfitt land og nú eftir þennan sérdeilis hroðalega vetur er fólk jafnvel farið að efast um að það sé yfírleitt byggi- legt. Því verðum við að taka höndum saman og létta byrðar hver annars, við erum ekki þéttbýlis- eða dreif- býlisfólk, við erum íslendingar. Hring'ðís,nl* -isa Furðuleg rök ýmissa aðila af lands- byggðinni hafa komið mér á óvart, það yrði engin bót fyrir bæklaða ef allir létu höggva af sér höndina, frekar en að það yrði bót fyrir lands- byggðina ef Reykvíkingar yrðu sér- skattlagðir. Símamál landsbyggðar- innar eru í megnasta ólagi og mætti til dæmis veita þeirri fjárhæð sem annars á að fara til kaupa á skref- mælatækinu til þess að endurskipu- leggja símamál landsbyggðarinnar, vegna óheyrilegs verðs símagjalda við landsbyggðina gerir það öllum sem búa á höfuðborgarsvæðinu einnig /“ sambandi við vini og ættingja úti á landi, það er hringt til þess að koma dánartilkynningum og fæðingum til skila, taugaálagið fyrir notendur er svo stíft að allt gleymist sem segja á vegna reikningsskrekks'. Verið er að hvetja landsmenn til orkusparandi aðgerða, en er ekki síminn einmitt bezta sparnaðartæki landsmanna, tíminn er dýrmætur og síminn er trúlega bezta tima- sparnaðartæki sem völ er á. Væri síminn ódýrari myndu mörg fyrir- tæki og einstaklingar nýta hann mun betur en nú er gert, t.d. með skila- _Dr. Hook _ Greatest Hits Hljómpíatan með 18 vinsœlustu lögum Dr. Hook er komin aftur Sylvia’s Mother Cover of the Rolling Stone Everybody’s Making it Big but Me You Make My Pants Want to Get up and Dance Sleeping Late Only Sixteen Walk Right In The Millionaire More Like the Movies When You’re in Love with a Beautiful Woman Sexy Eyes If Not You A Little Bit More Sharing the Night Together I Don’t Want to be Alone Tonight Better Love Next Time In Over My Head Years From Now FÆST í ÖLLUM HLJÓMPLÖTUVERZLUNUM FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 — sími 84870 Laugavegl 24 — slmi 18670 Austurverl — sími 33360 Guðmundur Leifsson húsasmiður: Ég veit ekki, það getur verið. Bryndfs Krístjánsdóttir tölvuritari: Já, það getur verið. Rögnvaldur Hreiðarsson pokatæknir: Já, þaðhugsaég. Ásta Slgfúsdóttlr húrgreiðslukona: Já, ég býst við að ég fari að sjá hana. Ósk Davíðsdóttlr húsmóðir: Kannski. Anna Maria Guðmundsdóttir nemi: Eg veit ekki.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.