Dagblaðið - 16.03.1981, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 16.03.1981, Blaðsíða 32
Æfingaferðin breyttist í björgunarferð: „ERFIÐUR OG SEIN- LEGUR LEIÐANGUR” segja Gunnar Pétursson og Böðvar Ásgeirsson björgunarsveitar- menn úr Ingólfi um björgunina íLand- mannalaugum SEIÐSKRATTISEM MESTR MÁni VERDA Gísla saga Súrssonar greinir frá manni sem Þorgrímur hét og var kallaður nef. Hann bjó á Nefsstöðum fyrir innan Haukadalsá og var „fullr af gemingum ok fjölkynngi ok var seiðskratti, sem mestr mátti verða.” Þorgrímur nef var í sögunni fenginn til að leggja seið á Gísla fyrir þá sök að drepa Þorgrím goða. Gísli hafði lagt spjótið Grásíðu I gegnum Þorgrím goða, þar sem hann lá í lokhvílu við hlið Þórdísar konu sinnar og átti sér einskis ills von. Þorgrímur nef lagði seið á Gísla Súrsson að honum yrði hvergi vært á landinu. Og sá viðburður var settur á svið í Krísuvík i gær, þegar fyrsta at- riðið 1 kvikmyndinni Útlaginn var tekið upp á vegum ísfilm. Björn Einarsson úr Kópavogi fer með hlutverk Þorgríms nefs. Skeggja, aðstoðarmann hans við að magna seiðinn, leikur Hilmar Hauksson. Auk þeirra kom 10 karlar og konur fram í atriðinu. I dag átti að festa á filmu víg Þor- gríms nefs í Krísuvík. Þá kemur við sögu sjálfur Gísli Súrsson, leikinn af Arnari Jónssyni. En veðurguðirnir settu strik í reikninginn og framlengdu líf Þorgríms. Næstu daga, vikur og mánuði. „Við vorum í skálanum við Veiði- vötn er menn komu til okkar frá Landmannalaugum um hálffimm og báðu um aðstoð. Félagar þeirra tveir höfðu farið til Sigöldu þá um kvöldið og voru ekki komnir aftur til baka. Fyrir tilviljun höfðum við hitt þessa menn áður þannig að þeir vissu af ferðum okkar við Veiðivötn,” sögðu Gunnar Pétursson og Böðvar Ásgeirsson, félagar úr Björgunar- sveitinni Ingólfi, i samtali við DB í morgun. Ingólfur var í æfingaferð við Veiðivötn um helgina, er æfingin breyttist skyndilega í björgunarferð. „Við gerðum Slysavarnafélaginu strax viðvart og óskuðum eftir að fá þyrlu til hjálpar. Við vorum 20 úr björgunarsveitinni með sex sleðá og snjóbíl. Mennirnir sem komu til okkar höfðu svipazt um eftir félögum sinum á leiðinni, en erfitt var um vik vegna hrímþoku. Þarna var 11 stiga frost og við vissum að leitin gæti gengið erfiðlega. Við tókum snjóbílinn með okkur þar sem í honum er sterk og góð tal- stöð og einnig vorum við með litlar stöðvar sem voru í sambandi við vél- sleðana. Er við vorum á leiðinni inn í Landmannalaugar sáum við spor eftir sleða sem lá í öfuga átt við okkar leið. Okkur þótti full ástæða til að Báðir höfðu mennirnir verið rænu- litlir um nóttina og vissu þeir ekki af hvor öðrum. Þeir voru báðir blautir og kaldir. Við þurftum að skera af þeim skóna sem voru nánast ekkert nema klaki. Við sendum strax einn sleðann á undan okkur inn í Landmannalaugar til að hita upp skálann og undirbúa komu mannanna. Sjúkraflutningur- inn var mjög erfiður, við vissum ekki nema annar mannanna væri með inn- vortis meiðsli. Þrátt fyrir hve sein- legur og erfiður flutningurinn var gekk hann mjög vel eftir aðstæðum. Við vorum síðan í skálanum i Landmannalaugum í klukkustund áður en þyrlan kom. Við lögðum í björgunarleiðangurinn um sexleytið, mennirnir voru fundnir rétt fyrir sjö og á Borgarspítalann voru þeir komnir um hádegi. Okkur langaði til að gefa þeim eitthvað heitt að drekka i skálanum en þorðum því ekki enda kom í ljós að betra var að við gerðum það ekki,” sögðu þeir Gunnar og Böðvar. Þeir vildu einnig taka fram að menn ættu ekki að vera á ferð á snjó- sleðum eftir að myrkva tekur og alltaf ætti að vera álpokar og neyðar- blys í snjósleðum. -ELA. voitir sðr umbúð eftir venju sinni ok gerir sár hjall, ok fremr hann þetta fjölkynngiliga með allri ergi ok skelmiskap." Seiðkarlinn Þorgrfmur nef baðar út höndum og Iftur til himins, aðstoðarmaður hans Skeggi er til vinstri, og seiðkerlingin lengst til vinstri er f raun engin önnur en Silja Aðalsteinsdöttir. DB-mynd: Helgi Már Halldórsson. verður kvikmyndun haldið áfram af krafti í stúdíói í Reykjavík, í Borgar- firði, nágrenni Reykjavíkur og á Vest- fjörðum. Henni á að vera lokið um mitt sumar og við fáum væntanlega að sjá árangur erfiðisins á hvíta tjaldinu snemma á næsta ári. Útlaginn er lang- viðamesta og dýrasta kvikmynd, sem íslendingar hafa lagt í að framleiða, enn sem komið er. -ARH., björgunarsveitin Ingólfur var hress f gær eftir að hafa bjargað tveimur mönn- um f Landmannalaugum. Vélsleðinn sem þeir eru með á myndinni kom sér vel i ferðinni, en hann hafa þelr björgunarsveitarmenn nýlega fengið. í heilt ár biðu þeir eftir að fá fellda af honum tolla en tókst ekki. DB-mynd S. kanna þessa slóð. Enda höfðum við standa skammt frá og annan er var ekki farið langt er við sáum mann að reisa sig upp um 10 metrum frá. frjálst, áháð daghlað MÁNUDAGUR 16. MÁRZ 1981. Jón L. efstur á helgarmóti Jón L. Árnason sigraði á Helgar- skákmótinu á Sauðárkróki með 5,5 vinninga. Karl Þorteins, Gunnar Gunnarsson og Ásgeir Þ. Árnason komu næstir með 5 vinninga og síðan Sævar Bjarnason, Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson og Gylfi Þórhalls- son með 4,5 vinninga. Helgi Ólafsson sem verið hefur sigursælastur á helgarskákmótunum tapaði nú sinni annarri skák frá því þessi mót hófust og í báðum tilfellum hefur það verið Sævar Bjarnason sem hefur lagt hann að velli, í keppninni um 10 þúsund nýkróna aukaverð- launin, sem veitt eru fyrir beztan samanlagðan árangur úr fimm helgar- skákmótum, er keppnin æsispennandi á milli Jóns L. og Helga.Helgi hefur 58 stig og Jón 57 þegar eitt mót er.eftir. Kvennaverðlaunin að þessu sinni hlaut Ásrún Ámadóttir með 2 vinninga og unglingaverðlauninDavíð Ófafsson með 3 vinninga. -GAJ. Nýtt heimildarmanna- máládöfinni Lögreglufélag Reykjavíkur kref st rannsóknar áásökunumí „læknamálinu” — yf irheyrslur hafnarhjá Rannsóknarlögreglu Nýtt heimildarmannamál kann að vera í uppsiglingu varðandi Dagblaðið. Vegna fréttar um kröfu lögreglunnar um blóðsýnitöku, sem læknir synjaði um, hefur Rögnvaldur Þorleifsson læknir mætt hjá RLR. Samkvæmt heimildum sem DB telur áreiðanlegar fór hann þess á leit að kannað yrði hver væri heimildarmaður DB að ofan- greindri frétt. Jónas Kristjánsson ritstjóri DB hefur verið boðaður til þess að mæta hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins út af þessu máli, enda taldi ríkissaksóknari í bréfi til RLR eðlilegt að hlutur DB í umfjöll- un málsins yrði rannsakaður. Yfirheyrslur eru nú hafnar hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins um „læknamál- ið” sem svo hefur verið nefnt. Vegna aðdróttana og áburðar sem lögreglan telur að fram hafi komið í frá sögn DB af samskiptum lögreglu og lækna vegna kröfu um blóðsýnistöku var málið tekið fyrir á fundi hjá Lög- reglufélagi Reykjavíkur. Var þar samþykkt að krefjast rann- sóknar málsins. Svala Thorlacius hrl. fer með málið fyrir Lögreglufélagið. Ritaði lögmaðurinn ríkissaksóknara bréf þar sem rannsóknar er óskað. Fól ríkissaksóknari RLR rannsókn málsins. Eins og frá var sagt í DB hefur þvi verið dróttað að lögreglu að hún ofsækti menn í annarlegum tilgangi. Þá er haft eftir lækni sem færður var til blóðsýnitöku vegna gruns um ölvunar- akstur að hann teldi hugsanlegt að lögregla spillti óinnsigluðu blóðsýni, meðal annars með því að blanda í það alkóhóli. -J.H.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.