Dagblaðið - 16.03.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 16.03.1981, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. MARZ1981. Veðrið Gert er ráfl fyrir sunnan- og suð- austanátt á öllu landinu með rigningu efla slyddu á Suflur- og Vesturlandi. Gongur í norflaustanátt { kvöld og nótt á norflanverflu landinu. Lfklega kólnar mefl kvöldinu. Klukkan 6 var hœgviflri, suld og 1 stig ( Reykjavfk, hœgviflri, súld og 2 stig á Gufuskálum, hœgviflri, skýjafl og 1 stig á Galtarvita, hœgviflri, ál og —2 stig, á Akureyri, heogviðri, al- skýjafl og —2 stig á Raufarhöfn, hœg- viflri, hálfskýjafl og —2 stig á Dala- tanga, alskýjafl og 1 stig á Höfn og austsuðaustan 4, súld og 3 stig á Stórhöffla. f Þórshöfn var skýjafl og 1 stig, al- skýjafl og —2 stig f Kaupmannahöfn, skýjafl og —6 stig f Osló, heiflskfrt og —16 stig f Stokkhólmi, skýjafl og 5 stig f London, þokumóða og 4 stig í Hamborg, skýjafl og 5 stig f Parfs, láttskýjafl og 3 stíg f Madrid og skýjafl og 7 stig f Lissabon. Andlát Daniela Jóna Jóhannesdóttir, sem lézt 8. marz, fæddist 14. febrúar 1914 að Hlíð í Álftafirði. Foreldrar hennar voru Jóhannes Gunnlaugsson og Mál- friður Sigurðardóttir. Daníela ólst upp hjá Sigurði Kr. Sigurðssyni og Friðgerði Friðriksdóttur. Árið 1941 giftist hún Lárusi Sigurðssyni og áttu þau 6 börn. Sigurður Pálsson, Skógahlið, sem lézt 8. marz, fæddist 2. ágúst 1905 í Skógum í Reykjahreppi. Foreldrar hans voru Hólmfríður Jónsdóttir og Páll Sigurðsson. A ungum aldri eignaðist Sigurður eyðibýlið Dýjakot. Það býli byggði hann upp sem nýbýli og nefndi Skógahlíð. Sigurður var kvæntur Aðalheiði Þorgrímsdóttur og áttu þau 4 börn. Salóme Guðmundsdóttir, Bolungar- vík, sem lézt 5. marz sl., fæddist að Höfða í Grunnavíkurhreppi. Um tvít- ugt lærði Salóme karlmannafatasum á ísafirði. Árið 1950 fluttist hún til Bolungarvíkur ásamt fjölskyldu sinni og bjó hjá bróður sínum. Guðbjörg Snorradóttir, sem lézt 5. marz, fæddist 14. febrúar 1890 að Steinsholti í Gnúpverjahreppi. Foreldr- ar hennar voru Margrét Jósepsdóttir og Snorri Jónsson. Ung að aldri giftist hún Einari Gíslasyni og bjuggu þau að Húsum i nærfellt 50 ár. Eftir að maður hennar lézt fluttist hún til Reykjavíkur og bjó lengst af hjá dóttur sinni. Guðbjörg og Einar áttu 4 börn. Jóninna Ingibjörg Jónsdóttir, sem lézt 6. marz, fæddist 22. júlí 1891 að Ytra- Hóli, Vindhælishreppi Austur-Húna- vatnssýslu. Foreldrar hennar voru Halldóra Einarsdóttir og Jón Jónsson. Ung að árum var Jóninna send til Sauðárkróks þar sem hún nam sauma- skap. Árið 1914 giftist Jóninna Eggert Sölvasyni. Reistu þau bú að Skúfum og bjuggu þar frá 1914 til 1931, en þá fluttu þau til Siglufjarðar. Árið 1947 fluttu þau til Reykjavíkur. Jóninna og Eggert áttu 3 börn. Jóninna verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag, mánudaginn 16. marz, kl. 13.30. Þóra D. Stephensen verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 17. marz kl. 13.30. Lillý Magnúsdóttir, Hringbraut 56 Reykjavík, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 17. marz kl. 13.30. Sigmundur Sigurðsson bóndi, Syðra- Langholti Hrunamannahreppi, lézt á Vífilsstaðaspítala 12. marz. Sesselja Runólfsdóttir, Furugerði 1, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 17. marzkl. 15. Halldór Sigurjónsson flugvirki, Eskihlíð 7, sem lézt 6. marz sl., verður jarðsunginn þriðjudaginn 17. marz kl. 15 frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Kvenfélagið Seltjörn heldur fund þriðjudaginn 17. marz-kl. 20.30 i félags- heimilinu á Seltjarnarnesi. Snyrtisérfréeðingur leið- beinir um snyrtingu. GÍSLI SVAN EINARSSON Spámaður í sínu f öðurlandi Vegna ráps um bæinn fyrri hluta I laugardags, hófst fjölmiðlanotkun mín um helgina á iþróttaþætti Bjarna Felixsonar kl. 16.30 á laugardag. Bjarni er þarna í erfiðu hiutverki og tekst auðvitað ekki að gera alla ánægða. Þáttur hans á laugardag var sæmilegur, þó ég flokkist ekki með þeim sem hafa gaman af því að horfa á menn „skransa” niður brekkur. Á eftir íþróttum var tékknesk teiknimynd Bláfjöður. Ágætis barna- mynd með boðskap. Bláfjöður, sem er önd (fólkið), leitar skjóls hjá gamalli eik (föðurlandið). Öndin gerir sér hreiður í gömlu eikinni og vingast við kríuna (samborgarar okkar). Eikin veitir öndinni skjól á hættustund og krían hjálpar öndinni að koma ungum sínum á legg. Gamla eikin verður fyrir áreitni en öndin kemur til hjálpar. Þetta var mjög falleg og vel gerð mynd, án ofbeldis, og það er bara þó nokkur kostur. Enska knattspyrnan er ekki eitt af því sem ég horfi á í sjónvarpinu, en ég veit um nokkra sem ekki mundu sleppa þessum dagskrárlið hvað sem í boði væri. Spítalalíf eftir fréttir er að verða nokkuð þreyttur þáttur, en samt má brosa út í annað við og við. Flóttamannatónleikarnir voru næstir. Árið 1979 vpru haldnir tón- leikar í Lundúnum til styrktar flótta- fólki frá Kampútseu. Þarna komu fram margir helztu rokkarar Eng- lands. Ekki er hægt að segja annað en það hafi verið talsverður fengur í því fyrir íslenzka rokkunnendur að sjá þessa tónleika í sjónvarpinu. En það var líka ágætt fyrir sjónvarps- áhorfendur jafnt sem rokkara að íhugaörlög fólks sem var og er á hverjum degi fórnarlömb valdatáfls stórveldanna. Til að byrja með fannst mér laugardagsmynd sjónvarpsins hvorki vera fugl né fiskur, en þegar liða tóká myndinafór ég að sjá bros- legu hliðarnar á henni, hvort sem það var út úr neyð eða einhverju öðru. Sjónvarp í næstu viku er mjög athyglisverður þáttur, þarna sér maður alveg nóg úr dagskrárliðum næstu viku til að ákveða hvort það borgi sig að sitja yfir þeim, ef ekkert annað kemur upp. Ólympíukeppendur í dýraríkinu var skemmtileg mynd. Eftir að hafa horft á hana ættu fáir að vera í vafa um skyldleika okkar við önnur dýr sem byggja þessa jörð. Leiftur úr listasögu í umsjá Björns Th. Björnssonar, er alveg frábærlega góður þáttur. Þáttinn í gær kallaði Björn Spámaður í sinu föðurlandi og fjallaði þátturinn um mótunarár Jóhannesar Kjarvals, námsár hans erlendis og þær viðtökur sem Kjar- val fékk hér á landi þegar hann kom frá námi. Björn Th. á þakkir skilið fyrir þessa þætti sína, þeir eru hver öðrum betri. Síðast á dagskrá sjónvarps var Sveitaaðall. Ég hef nokkuð gaman af þessum þáttum, þó efni þeirra höfði ekki beint til mín. Annað úr dagskrá sjónvarps get ég ekki talið hér upp nema auðvitað fréttatíma sem eru yfirleitt góðir. Einnig er rétt að minnast á góða fréttatíma útvarps, get ég ekki annað heyrt að hinir nýju fréttamenn út- varps séu fréttastofu útvarps nokkur búbót. Þjóðræknisfélagið í Reykjavík heldur skemmtifund á Hótel Borg þriÖjudaginn 17. marz kl. 20.30. Ferðakynning: kynntar verða Kanadaferðir sem farnar verða sumarið ’81. Happ- drætti, ferðavinningur ferð til Toronto. Góð skcmmtiatriði. Allir velkomnir. AA-samtökin I dag mánudag verða fundir á vegum AA-samtakanna scm hér segir: Tjarnargata 5b Ikvcnnadeildl kl. 21 og 14. Tjarnargata 3c kl. 18 og 21. Langholtskirkja (opinnl kl. 21. Suðureyri Súgandafirði kl. 21. Akur- eyri. Gcislagata 39 Is. 96-22373). kl. 21. Vcstmanna- eyjar Hcimagata 24 (98 I 1401 kl. 20.30. Hafnarfjorð ur. Austurgata 10. kl, 21. Mosfellssvcit. Brúarland luppil. kl. 21 og Hvammstangi Félagsheimili kl. 21. i hádeginu á morgun þriðjudag vcrða fundir sent hér segir: Tjarnargala 3c kl. 12. Tjarnargata 5b kl. 14. Keflavíkurflugvöllur ISvavarl kl. 11.30. Spilakvöld Kvenfélag Bæjarleiða Félagsvist verður þriðjudaginn 17. marz kl. 20.30 að Ásvallagötu 1. Ferðafélag íslands Ferðafélag íslands heldur myndakvöld að Hótel Heklu, Rauðarárstíg 18 miðvikudaginn 18. marz, kl. 20.30 stundvíslega. 1. Sýndar myndir úr gönguferð frá Ófeigsfirði í Hraundal, og frá Hornströndum í Ingólfsfjörð. 2. Jón Gunnarsson sýnir myndir frá ýmsum stöðum. AUir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Veitingar 1 hléi. Kvennakór Suðurnesja Heldur sinn árlega samsöng til styrktar starfsemi sinni þriðjudag og miövikudag 17. og 18. marz kl. 21 í Ytri-Njarðvikurkirkju. Tveir einsöngvarar syngja með kórnum, þau Hlíf Káradóttir og Steinn Erlings- son. Auk þess syngja Hlíf Káradóttir og Sverrir Guðmundsson tvo dúetta. Söngstjóri kórsins er Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir. Undirleikari er Ragn- heiður Skúladóttir. Stjórnmálafundir Sjálfstæðisfélag Seltirninga og Baldur, félag ungra sjálfstæðis- manna Seltjarnarnesi halda bæjarmálafund i félagsheimilinu á Seltjarnar- nesi mánudaginn 16. marz kl. 20.30. Dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun bæjarins 1981. 2. Hvað er framundan í bæjarmálum? 3. Aimennar umræður um bæjarmálin. Frummælandi Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja fyrir svörum. Bolungarvík Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Sjómannastofunni i Félagsheimilinu i Bolungarvik, mánudaginn 16. marz kl. 20.30. Frummælendur: Alþingismennirnir Matthías Bjarnason og Matthías Á. Mathiesen. Reykjaneskjördæmi Mánudaginn 16. marz verður fundur í fulltrúaráði kjördæmisins kl. 20.30 að Hamraborg 5, Kópavogi. Á fundinn mæta miðstjórnarmenn flokksins og formenn flokksfélaga i Reykjaneskjördæmi. Keflavík Sjálfstæöisfélag Keflavíkur efnir til almenns fundar um bæjarmál mánudaginn 16. marz. Fundurinn er opinn öllu sjálfstæöisfólki og hefst kl. 20.30 i Sjálf- stæðishúsinu í Keflavík. Akranes Almennur fundur verður haldinn um fjárhags- áætlun Akraneskaupstaðar og bæjarmálefni mánu- daginn 16. marz kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut. Framsögumaöur Daniel Ágústinusson bæjarfulltrúi. Köttur týndur í Mosfellssveit Sl. þriðjudag hvarf frá Brattholti í Mosfellssveit svartur og hvitur fressköttur með appelsinugula ól um hálsinn. Þeir sem gætu gefið einhverjar upplýs- ingar um köttinn eru vjnsamlegast beðnir að láta vita í sima 66805. Aðalfundur Skýrslu- tæknifélagsins 1981 Aðalfundur Skýrslutæknifélags lslands verður hald- inn i Norræna húsinu fimmtudaginn 19. marz 1981 kl. 14.30. h ■ ■ ... '%z/ Hf. Skallagrímur AÆTLUN AKRABORGAR I janúar, febrúar, mars, nóvember og desember: Frá Akranesi Frá Reykjavík Kl. 8,30 Kl. 10,00 — 11,30 — 13,00 — 14,30 — 16,00 — 17,30 — 19,00 í april og október verða kvökíferðir á sunnudögum. — I maí, júní og september verða kvöktferðir á föstudögum og sunnudögum. — í júlí og ágúst verða kvöldferðlr alla daga, nema laugardaga. Kvöldferðir eru frá Akranesi kl. 20,30 ogfráReykjavíkkl. 22,00. Afgreiðsla Akranesi simi 2275 ' Skrifstofan Akranesi simi 1095 Afgreiðsia Rvik simi 16050 Simsvari i Rvíksimi 16420 Talstoðvarsamband vtð skipið og algreiðslurá Akranesi og Reykja- vik F.R.-bylgja. rás 2. Kallnúmer: Aknjnes 1192. Akraborg 1193, Reykjavik 1194 Sláturfélagið framleiddi forsetapelsinn Slæm villa slæddist inn í frétt um gærupelsVigdísar Finnbogadóttur for- seta á baksíðu DB á laugardaginn. Þar var sagt að pelsinn hefði verið framleiddur á skinnasaumastofu Sambandsins. Það er ekki rétt. Slátur- félag Suðurlands á heiðurinn af fram- leiðslunni en ekki Sambandið. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Nr. 49. — 11. marz 1981 Ferðamanna gjakfeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarfkjadollar 6,533 6,551 7,206 1 Starlingspund 14,526 14,566 15,023 1 Kanadadollar 5,451 5,466 6,013 1 Dönsk króna 0^834 0,9861 1,0847 1 Norsk króna 1,2125 1,2159 1,3375 1 Sœnik króna 1,4159 1,4198 1,5618 1 Flnnsktmark 1,6077 1,6121 1,7733 1 Franskur franki 1,3132 1,3168 1,4485 1 Belg. franki 0,1889 0,1894 0,2084 1 Svissn. franki 3,3894 3,3987 3,7386 1 Hollenzk fiorina 2,7949 2,8026 3,0829 1 V.-þýzktmark 3,0925 3,1011 3,4112 1 ítölsk Ifra 0,00638 0,00640 0,00704' 1 Austurr. Sch. 0,4373 0,4385 0,4824 1 Portug. Escudo 0,1155 0,1158 0,1274 1 Spánskur poseti 0,0760 0,0762 0,0838 1 Japansktyen 0,03144 0,03153 0,03468 1 írsktpund 11,281 11,312 12,443 SDR (sórstök dráttarróttindi) 8/1 8,0298 8,0519 * Breyting frá sfflustu skráningu. Ssnsvarí vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.