Dagblaðið - 16.03.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 16.03.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. MARZ1981. i Erlent Erlent Erlent Erlent Gíslar f lugræningjanna voru látnir lausir á laugardag: Ræningjamir voru eins og opinberir gestír A fganistan - þar sem þeir f engu ný vopn og vistir f rá af gönsku stjóminni Mohammad Zia-ul-Haq, forseti Pakistan, sagði i sjónvarpsviðtali í gær að afgönsk yfirvöld hefðu verið í stöðugu sambandi við pakistönsku flugvélarræningjana sem rændu flug- vél í innanlandsflugi i Pakistan 2. marz síðastliðinn og héldu 101 far- þega í gíslingu þar til síðastliðinn laugardag. Hann sagði að komið hefði verið fram við ræningjana eins og opinbera gesti meðan þeir héldu vélinni á Kabúl-flugvelli og þeim hefðu verið fengin ný vopn í hendur þar. Einn af gíslunum í vélinni, Banda- ríkjamaðurinn Craig Clymore, sagði einnig að ný vopn hefðu komið um borð í flugvélina eftir að hún lenti í Kabúl í Afganistan. „Þeir höfðu skammbyssur, tíma- sprengjur og handsprengjur. Þegar við höfðum viðdvöl í Kabúl voru vél- byssur einnig fluttar um borð,” sagði Clymore. Hann var einn af 101 gísl sem var í haldi pakistönsku flugvélarræningj- anna í tólf daga. Þar af var vélin á flugvellinum í Kabúl í sex daga, áður en hún hélt til Damaskus í Sýrlandi þar sem gíslarnir voru loks látnir lausir á laugardaginn. Flugvélarræningjarnir gáfu sig fram við sýrlenzk yfirvöld eftir að stjórnvöld í Pakistan höfðu gengið að kröfum þeirra og látið lausa 54 fanga og flutt þá úr landi. Flugvélar- ræningjarnir fengu siðan hæli sem pólitískir flóttamenn í Sýrlandi og einnig fangarnir 54. Rahim Khan, yfirmaður pakist- anska varnarmálaráðuneytisins, sagði í gær að stjórn Pakistan rann- sakaði nú hlutdeild stjórnar Afganistan í ráninu. Zia-ul-Haq forseti sagði að flug- ránið væri liður í samsæri gegn Pakistan og hugmyndafræði þjóðar- innar. Hann sagði að finna yrði út hvaða öfl stæðu að baki ráninu og refsa þeim öllum. Stjórn Pakistan hefur haldið því fram að Murtaza Bhutto, sonur Zulfikars Ali Bhutto fyrrum for- sætisráðherra landsins, hefði skipu- lagt rán flugvélarinnar. Einnig hefur því verið haldið fram að Gaddafi, leiðtogi Líbýumanna, hafi staðið á bak við ránið og hafi þar fengið til liðs við sig hinn heimsþekkta hryðju- verkamann „Carlos” sem eftirlýstur er um allan heim fyrir margháttuð hryðjuverk. Gaddafí hefur hins vegar neitað slíkum ásökunum og neitaði að veita föngunum 54 pólitískt hæli í Líbýu. systir voru handteknar eftir aO frétt- ist af ráninu. HryðjuverkamaOurinn „Carlos” hefur verið orðaður við flugránið. Hann er eftirlýstur um allan heim vegna margháttaðrar hryðjuverka- starfsemi. Pantið myndalista í síma 19294 Sórstök hljómgœði TILBOÐS VERÐ VEGNA HAGKVÆMRA INNKAUPA Góð greiðslukjör eða staðgreiðsluafsláttur Innifalið í verði: Útvarp með L- M- FM-bylgjum, plötuapilari, magnari og hátalarar. Gerð MC 6 með DOLBY kerfi. RAFIÐJAN HF. KIRKJUSTRÆTI8 - TILBOÐ FIDELITY STEREO SAMSTÆÐAN REYKJAVÍK Sími 19294

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.