Dagblaðið - 16.03.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 16.03.1981, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. MARZ 1981 í Punktinum leikur Erlingur Gislason föður Andra. Hér er liins vegar pabbi Péturs Björns, sem leikur Andra yngri. Hann er Jón Pétursson, kunnur knatt- spyrnumaður úr Fram. Friðþjón Þórðarson dómsmálaráðherra og Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur og kvlkmyndagerðarmaður koma til frumsýningarinnar. Systkina- stjórnáVísi? Meðal gesta á frumsýningunni voru Ingvar Gislason menntamálaráðherra og Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar. Reikningskennari oglögfrœðingar Þessir tveir eru fengnir að láni úr tímaritinu Samúel: „Halló. Er þetta á lögreglustöð- inni? Flýtið ykkur niður á hornið á Laugavegi og Bankastræti. Reikn- ingskennarinn minn hefur lagt þar ólöglega.” „Hvernig gekk skilnaður hjón- anna?” „Eins og við var að búast. Hann fékk bílinn, hún fékk börnin og lög- fræðingarnir fengu peningana.” Undiráhrifum Margt var skrafað og skeggrstt I hlélnu. Hér má meðal annarra sjá Pétur Gunnarsson rithöfund. „Þetta er alveg voðalegt,” sagði Gvendur góði. „Ég er bara alveg steinhættur að sjá heimilislækninn öðruvísi en undir áhrifum.” Erlingur Gíslason fer með hlutverk Haralds, föður Andra. Hér ræðir hann við Gisla Alfreðsson leikara og fleiri. DB-myndir Einar Ólason. Hafsteinn Ingimundarson leikur vin Andra af stakri prýði. Áhorfendur skelltu oft upp úr þegar hann framdi einhver strákapörin. Punktur, punktur, komma, strik: Fólk á frumsýningunni Kvikmyndin Punktur, punktur, komma, strik fékk prýðilegar viðtökur á frumsýningu. Háskólabíó var þéttsetið af boðsgest- um á föstudagskvöldið. Þar voru fyrirmenn af öllu tagi, velflestir leikararnir í myndinni og margir þeir sem þátt tóku í gerð henn- ar. Þorsteinn Jónsson leik- stjóri og handritshöfundur Punktsins mælti nokkur orð, áður en sýningin hófst. Þar rakti hann til- urð myndarinnar, ýmsa erfiðleika sem upp komu og drap einnig á fjármálin. Þar kom fram að 55 þús- und manns þurfa að sjá myndina, svo að hún standi undir kostnaði. Þorsteinn harmaði að fólk þyrfti að greiða hærra miðaverð á íslenzkar kvik- myndir en þær erlendu. Punktur, punktur, komma, strik verður sýnd í Laugarásbíói og Háskóla- bíói meðan aðsókn helzt. Síðan verður hún tekin til sýninga úti á landsbyggð- inni. Enn er ekki búið að ákveða hvaða kvikmynda- hús úti á landi fá hana fyrst, en Hafnarfjörður er talinn verða framarlega í röðinni. - ÁT Þrír af ritstjórn Vísis, Elías Snæland ritstjórnarfulltrúi, Illugi Jökulsson blaðamaður og annar út- litsteiknari blaðsins, labba yfir göt- una í næsta mánuði og hefja störf á Tímanum. Næstu vikur á eftir verða hvorki fleiri né færri en 4 ritstjórar á Tímanum. Elías verður jú ritstjóri en Jón Sigurðsson hættir ekki ritstjóm fyrr en síðar í vor. 1 kjölfar nýja blóðsins frá Vísi er ætlunin að gera andlitslyftingu á bændablaðinu: breyta innihaldinu og framsetning- unni, þ.e. bæði efnismeðferð og útliti Timans. Óljóst er hvernig Vísismenn mæta blóðtökunni. Starfsmenn óttast að ekki verði jafnmargir ráðnir í staðinn og hætta þannig að samdráttur í mannahaldi verði reyndin. Þó hefur flogið fyrir að Ellert B. Schram rit- stjóri hafi lagt drög að ráðningu nýs umsjónarmanns Helgarblaðs Vísis. Hann mun ekki hafa leitað langt yfir skammt í þetta sinn. Það er nefnilega systir hans, Magdalena Schram, sem kemur einna frekast til greina í starfið. Hún er kona menningarsinn- uð og hefur til dæmis skrifað ágæta leikdóma í Vísi. Hvaðskyldánn EgillSkúli segjaviðþessu? Fasteignir IStórt einbýlishús, Ikjallari og hæð, til sölu á Skagaströnd.l Ití! greina koma skipti á Stór-ReykjaJ lvikursvæðinu. Uppl. i Ikl.J FÓLK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.