Dagblaðið - 16.03.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 16.03.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. MARZ1981. I Iþróttir Iþróttir 15 Iþróttir Iþróttir i ÞRUMUFLEYGUR ATLA HAFNAÐI í VINKUNUM —og Borussia Dortmund vann sinn fyrsta sigur í deildinni eftir áramótin. Hamborg með þriggja stiga forskot á toppnum Frá Hilmari Oddssyni, fréltaritara DB í Mtinchen: Hamborg náði þriggja stiga forskoti i Bundesligunni um helgina, er Bayem náði aðeins jafntefli gegn Stuttgart á heimavelli. Á sama tima malaði Ham- borg Uerdingen 3—0 á útivelli. Dort- mund komst á ný i 7. sætið i deildinni með 5—3 sigri yfir Leverkusen. Atli Eðvaldsson skoraði annað mark Dort- mund i leiknum og virðist óðum vera Bandaríkjamaðurinn Phil Mahre virðist nú stefna í öruggan sigur i keppni heimsbikarsins — sigraði i svigi i Furano i Japan í gær. Hlaut 17 stig fyrir sigurinn og er nú aðeins sjö stigum á eftir Ingemar Stenmark, sem náði ekki nema þriðja sæti í gær. Hlaut Heimsmet íþrístökki Enski þristökkvarinn Keith Connor setti nýtt heimsmet innanhúss, stökk 17,31 m á móti bandarísku háskólanna í Detroit. Connor, sem er nemi í Southern Mathodist University, bætti heimsmetið um einn sentimetra. Það átti Shamile Abbjasov, Sovétrikjunum. Sett á EM í Grenoble á dögunum. Robert Weir, annar Breti við sama skóla, sigraði í lóðkasti. Kastaði 22,43 m. Nýtt bandarískt háskólamet og fjórði bezti árangur, sem náðst hefur í heim- inum. Carl Lewis, USA, stökk 8,48 m i langstökki. Það er aðeins sex millimetr- um styttra en heimsmet hans innan- húss. Þá sigraði Mike Carter, USA, i kúluvarpi. Varpaði 21,24 metra. að komast í sitt fyrra form. En litum á úrsiitin: Köln — Duisburg 1—0 Schalke 04 — Karlsruhe 1—0 Dortmund — Leverkusen 5—3 Frankfurt — Bochum 2—2 Bayern — Stuttgart 1—1 Kaiserslautern — NUrnberg 3—1 Gladbach — 1860 Miinchen 3—2 Uerdingen — Hamborg 0—3 Dusseldorf — Bielefeld 3—1 þvf ekkert stig. Hinn 23ja ára Mahre náði beztum tima i fyrri umferðinni og tókst að halda forskoti sfnu. Stenmark var aðeins f niunda sæti eftir fyrri um- ferðina. Náði bcztum tima f þeirri sið- ari en það nægði ekki til. Enn eru þrjú mót eftir i keppni um heimsbikarinn og allar likur eru á þvi, að Phil Mahre verði fyrsti Bandarikjamaðurinn til að hljóta titilinn. Næst verður keppt í svigi í Borovetz i Búlgariu 24. marz og þar er síðasta tækifæri Stenmark til að bæta við sig stigum. Getur með sigri hlotið fimm stig. Daginn eftir verður keppt í stórsvigi á sama stað og loka- mótið í stórsvigi verður i Kranjaka í Júgóslaviu 28. marz. Þriðja sæti eða betra i einhverju af þessum þremur mótum nægir Mahre til sigurs saman- lagt. Stenmark verður auðvitað meist- arí bæði f svigi og stórsvigi. Keppt var bæði í störsvigi og svigi í Furano og eftir keppnina þar er stiga- tala hinna efstu þannig: 1. Ingemar Stenmark, Svíþjóð, 260 2. Phil Mahre, USA, 253 3. Alexander Zhirov, Sovét, 147 4. Peter Miiller, Sviss, 140 5. Steve Mahre, USA, 137 Sigur Phil Mahre í sviginu í Furano var annar sigur hans í svigi í keppni Ég sá leik Bayern og Stuttgart hér á ólympíuleikvangnum og Bayern hafði yfirburði lengst af en tókst ekki að knýja fram sigur. Stuttgart náði forystu með marki úr skyndisókn á 39. mínútu og Allgöwer skoraði. Bayern var með knöttinn 90% leiktimans en sótti e.t.v. of stíft. Stuttgart lék afar sterka vörn og byggði siðan á sky.ndi- sóknum. Dauðafæri Bayern voru telj- andi á fingrum annarrar handar og úr heimsbikarsins í vetur. Að auki hefur hann einnig sigrað einu sinni í stórsvigi. Stenmark er hins vegar með 10 sigra í þessum greinum. Úrslit: 1. Phil Mahre, USA, 1:36,97 2. Bojan Krizaj, Júgósl., 1:37,21 3. Ingemar Stenmark, Svíþj., 1:37,46 4. Alexander Zhirov, Sovét, 1:37,84 5. Andreas Wenzel, Licht., 1:38,13 6. Steve Mahre, USA, 1:38,29 Sá sovézki sigraði ,,Ég var heppinn í dag. Ég sigraði Stenmark og ég get ekki trúað þvi,” sagði Alexander Zhirov eftir að hann sigraði í stórsviginu í Furano á laugar- dag. Annar sigur sovézks skíðamanns i keppni heimsbikarsins. Mjög misvinda var, þegar keppnin fór fram og það kom í veg fyrir sigur Stenmark. Hann varð að láta sér nægja þriðja sætið. Hins vegar var Phil Mahre alveg úti að aka í þessari keppni. Varð aðeins í 24. sæti. Úrslit: 1. Alexander Zhirov, Sovét, * 3:00,41 2. Gerhard Jáger, Austurríki, 3:01,54 3. Ingimar Stenmark, Svíþj., 3:01,63 4. Joel Gaspoz, Sviss, 3:01,94 5. Leonard Stock, Austurríki, 3:01,94 Nú verður gert hlé á keppninni í tiu daga. -hsim. einu slíku jafnaði heimaliðið, hinum 62.000 áhorfendum til óblandinnar ánægju. Markið var þó af ódýrustu gerð. Roland Hattenberger gaf þá knöttinn þvert fyrir eigið mark, beint fyrir fætur Paul Breitner. Hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, en áttaði sig svo og skoraði örugglega. Markið kom á lokamínútu fyrri hálfleiksins. í s.h. var sama sagan uppi á teningnum en ekki tókst Bayern að hala inn bæði stigin. Hamborg fór hins vegar létt með Uerdingen á sama tíma. Jafnt var í leik- hléi, 0—0, en síðan skoraði Horst Hrubesch með þrumuskalla á 50. minútu. Hann skoraði einnig annað mark Hamborgaranna á 75. mínútu og það var afar glæsilegt. Aukaspyrna af 20 metra færi beint í vinkilinn. Loka- orðið átti svo ivan Buljan á 89. mínútu og staða Hamborgar er nú sterk. Hamborg og Bayern mætast um næstu helgi í Hamborg og sigur heimaliðsins þar myndi nánast tryggja þeim titilinn. Dortmund vann nú loks sigur í deild- inni og það var einkum Manny Burgs- mUller að þakka. Hann átti stórkost- legan leik og skoraði þrennu og hefur nú ails gert 22 mörk i Bundesligunni í vetur. Burgsmúller hóf skothríðina strax á 4. mínútu og á þeirri 11. bætti Atli Eðvaldsson glæsimarki við. Fékk knöttinn inn i miðjum vítateig og sendi hann með þrumuskoti í vinkilinn. Bruckmann lagaði stöðuna fyrir Lever- kusen áður en BurgsmUller var aftur á ferðinni rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, 3—1. Vöge skoraði síðan fyrir gestina áður en Manny fullkomnaði þrennu sína. Vöge minnkaði aftur muninn en lokaorðið átti Huber úr vitaspyrnu á 89. mínútu. Áhorfendur voru aðeins 14.000. Atli fékk aðeins 2 í einkunn fyrir leikinn, en það fengu hinir fram- herjar Dortmund, Schneider og Abramczik, einnig. Mark dagsins á laugardag skoraði Rainer Bonhof fyrir Köln í leiknum gegn Duisburg. Mark hans á 21. mín. reyndist vera hið eina í leiknum. Áhorf- endur í Köln ekki nema 9.000 talsins en að sögn dagblaðanna lék Köln þennan Atli Eðvaldsson. leik frábærlega svo róðurinn verður erfiður fyrir Ásgeir og félaga í UEFA- bikarnum á miðvikudag. Schalke 04 heldur enn áfram að bæta við sig stigum og staða liðsins, sent fyrir nokkrum vikum virtist vonlaus, hefur batnað verulega. Dzoni skoraði eina markið úr vitaspyrnu. Cha Bum og Bruno Pezzey skoruðu mörk Frank- furt gegn Bochum, sem jafnaði tvívegis með mörkum Pinkall. Wendt, Funkel og Gaye skoruðu fyrir Kaiserslautern en Oberracher fyrir NUrnberg. Schmitz, Seel og Klaus Allofs skoruðu mörk DUsseldorf gegn Bielefeld. Krobbach skoraði eina mark gestanna. Mathaus 2 og Hannes skoruðu fyrir Gladbach gegn 1860 MUnchen. Fyrir þá svöruðu Nastase og Scheller. Homburg náði jafntefli, 1 — 1, við FUrth á útivelli. Homburg er enn i 12. sæti suðurdeildarinnar. Staðan í Bundesligunni er nú þessi: Hamborg 24 17 4 3 56—25 38 Bayern 24 14 7 3 56—33 35 Stuttgart 23 11 7 5 45—32 29 Frankfurt 24 11 7 6 45—37 29 Kaiserslautern 22 11 6 5 42—26 28 Köln 24 10 7 7 42—35 27 Dortmund 24 9 7 8 51—43 25 Bochum 23 6 12 5 38—31 24 Karlsruhe 24 7 10 7 36—41 24 Gladbach 23 9 5 9 41—45 23 DUsseldorf 24 7 7 10 45—48 21 Duisburg 24 6 8 10 29—37 20 Leverkusen 23 5 9 9 34—39 19 NUrnberg 24 7 4 13 35—45 18 Schalke 04 24 6 6 12 34—63 18 Uerdingen 24 6 5 13 36—49 17 1860 MUnchen24 6 5 13 34—50 17 Bielefeld 24 4 6 14 32—52 14 Phil Mahre nú aðeins sjö stigum á eftir Stenmark! —Sigraði í svigi í Furano en varð f 24. sæti í stórsvigi Graeddur er gevmdur eyrír Sparifé, sem verðbólgan vinnur ekki á. Leggið inn í Landsbankann og tryggið spariféð gegn verðbólg- unni. Með verðtryggingu sparifjár hefur þetta gamla orðtak fengið fullt gildi á ný. Nú býður Landsbankinn þér að ávaxta sparifé á 6 mánaða reikn- ingum, verðtryggðum og með 1 % ársvöxtum að auki. Þannig tryggir æskan sér framtíð og aldraðir öryggi. LANDSBANKINN Banki allra landsmaima

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.