Dagblaðið - 03.04.1981, Page 6
6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1981.
Þessiftáegi VohntAmason
er til sölu.
Upplýsingar
í sima
45446 eftir
kl. 7 á kvöldin.
Kreditkorthafar
velkomnir
§L]S^]C£)UKíaO[Ð)©Tj^Cö)D[Rí]
Laugalæk 2, Reykjavík,
Sími 86511
Vegna fjarveru sendiherrans í opinberum erind-
um svo og um páskana verður þjóðhátíðar-
dagur Danmerkur ekki haldinn hátíðlegur að
þessu sinni á afmælisdegi drottningarinnar, en í
þess stað daginn fyrir Grundlovsdaginn, eða 4.
júní1981.
KGL. DANSK AMBASSADE
Reykjavík, den 1. april 1981.
Skálhyttingar!
Skálhyltingar!
Munið nemendamótið í Skálholti helgina 4. og
5.apríl.
Aðalfundur NSS haldinn 4. apríl kl. 16. Ferð
verður frá Miðbæjarskólanum laugardaginn 4.
apríl kl. 10. Félagar fjölmennið. - Stjórnin.
Starf skrifstofustjóra hjá Veðurstofu íslands er laust til
umsóknar. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningum.
Menntun og æfing í bókhaldi og ensku er umsækjanda
nauðsynleg.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf þurfa
að berast Veðurstofunni fyrir 28. april 1981.
Nánari upplýsingar gefur veðurstofustjóri eða Flosi
Hrafn Sigurðsson deildarstjóri, i fjarveru hans.
VEÐURSTOFA ÍSLANDS
ÚTBOÐ
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í reisingu á
tréstaurum og uppsetningu á þverslám á 132 kV linu frá
Ljósafossi að Selfossi.
Samtals 100 staurastæði.
Útboðsgögn nr. 81008 — RARIK verða seld á skrifstofu
Rafmagnsveitu ríkisins Laugavegi 118 Reykjavík frá og
með mánudeginum 6. apríl 1981 og kosta kr. 100.- hvert
eintak.
Tilboðin verða opnuð mánudaginn 4. maí kl. 11.00 á
sama stað.
Rafmagnsveitur ríkisins.
Ólafsvík
Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni á Ólafs-
vík.
Uppl. ísíma 93-6373 eöa í síma 91-27022.
Hverageröi
Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni í Hvera-
gerði.
Uppl. ísíma 99-4628 eöa 91-27022.
mmiABW
Stjómarfrumvarp um steinullarverksmiðju með heimild til
þátttöku ríkisins um 40%:
STEINULLARNEFND
BENDIR EINDREGIÐ
TIL ÞORLÁKSHAFNAR
— „ekkert persónulegt keppikef li að ríkið sé eignaraðili,”
segir Hjörieif ur Guttormsson iðnaðarráðherra
„Ég mun leggja til við ríkisstjórn-
ina að lagt verði fram á Alþingi
stjórnarfrumvarp um heimild fyrir
þátttöku ríkisins í fyrirtæki sem reisir
og rekur steinullarverksmiðju á
íslandi,” sagði Hjörleifur Guttorms-
son iðnaðarráðherra á blaðamanna-
fundi í gær.
Hagkvæm stærð steinullarverk-
smiðju er talin 14—15 þúsund tonna
ársframleiðsla, að mati nefndar sem
iðnaðarráðherra skipaði til að kanna
þetta mál.
Arðsemi verksmiðju sem miðuð
væri eingöngu við innlendan markað
yrði verulega lakari að mati þessarar
nefndar.
Rekstrarkostnaður steinullarverk-
smiðju á íslandi er að mati nefndar-
innar sambærilegur við það sem bezt
gerist erlendis í verksmiðjum af sömu
stærð, þ.e. 14—15 þúsund árstonn.
Hagstætt orku- og hráefnisverð
vegur nokkurn veginn upp á móti
kostnaði af innfluttum aðföngum til
framleiðslunnar.
Samkeppnisstaða steinullarverk-
smiðju á erlendum markaði byggir
fyrst og fremst á hagkvæmum flutn-
ingi frá landinu. Vegna verulega van-
nýttrar flutningsgetu með skipum frá
landinu og vaxandi gámaflutninga
bjóðast nú flutningsgjöld sem eru
sambærileg við flutningsgjöld sam-
keppnisaðila á Norðurlöndum til
markaða í öðrum löndum Vestur-
Evrópu, samkvæmt könnun sem
nefndin hefur gert.
Samkvæmt athugunum á markaðs-
möguleikum og verðlagi á steinull
erlendis, og á grundvelli upplýsinga
frá aðilum sem tjá sig reiðubúna til
kaupa á steinull frá verksmiðju á
íslandi, virðist raunhæfur grundvöll-
ur fyrir útflutningi til Bretlands og
meginlands Evrópu.
Sem stendur er þó tímabundin
sölutregða á steinull vegna almenns
samdráttar í efnahagslífi í þessum
löndum.Væntanlegir kaupendur eru
bjartsýnir á að markaðurinn taki við
sér innan tveggja ára. Ekki hefur
orðið verðfall á steinull á markaði
þrátt fyrir þennan samdrátt.
Ef verksmiðja, sem bundin er við
innlendan markað, á að skila sömu
arðsemi og sú, sem selur einnig til út-
flutnings, þarf verðið fyrir innlendan
markað að hækka um 18—19% frá
því sem gert er ráð fyrir í því dæmi
sem aðallega er miðað við.
Veruleg óvissa er um ýmis tæknileg
og rekstrarleg atriði varðandi mögu-
leika á rekstri sem bundinn yrði við
innlendan markað.
Þegar niðurstöður á athugun
flutningamöguleika, nauðsyn á at-
vinnutækifærum og raunar fleiru eru
metnar, telur nefndin að arðsemisrök
og byggðaleg sjónarmið mæli ekki
afgerandi með öðrum staðnum
fremur en hinum þegar höfð er í huga
Þorlákshöfn annars vegar og Sauðár-
krókur hins vegar.
„Mér er það persónulega ekkert
keppikefli að ríkið leggi 40% eða
yfirleitt fé til steinullarverksmiðju ef
t.d. sveitarfélög og aðrir áhugaaðilar
þurfa þess ekki með,” sagði Hjör-
leifur Guttormsson iðnaðarráðherra.
„Aðalatriðið er að fyrirtækið sé
íslenzkt.” sagði ráðherra. Áður-
greind nefnd gerði í tillögum sinum
um málsmeðferð ráð fyrir því að
ríkissjóður legði fram að hámarki
40% hlutafjár við stofnun hluta-
félags um steinullarverksmiðju.
Eins og fram hefur komið í fréttum
DB greinir menn á um arðsemismat
eftir stærð steinullarverksmiðju,
meðal annars með tilliti til þess hvort
útflutningur yrði arðbær. Hér er
vitanlega átt við áhugamenn á Sauð-
árkróki sem telja arðbæra verk-
smiðju vera af þeirri stærð sem ein-
ungis eða því sem næst einungis
framleiddi til þarfa hérlendis, annars
vegar. Hins vegar er átt við áhuga-
menn sem vilja reisa verksmiðju í
Þorlákshöfn og telja að stærð verk-
smiðjunnar beri að miða við útflutn-
ing að verulegu leyti.
Þrátt fyrir rökstuðning, sem fram
hefur komið, virðist nefnd sú sem
iðnaðarráðherra skipaði og nú hefur
skilað skýrslu sinni hallast eindregið
að sjónarmiðum Þorlákshafnar-
manna. -BS
Fyrst á og
síðan undir
fólksbfl
Slys af ljótara tagi varð á Álfabakka
rétt við bensínstöð Olís í Breiðholtinu
klukkan rúmlega sex á miðvikudaginn.
Nú ára drengur, sem staðið hafði
sunann götunnar, hljóp skyndilega
norður yfir hana og lenti framan á
Volvo-bíl sem ók í átt að Reykjanes-
brautinni.
Eftir þetta högg lenti drengurinn
undir bílnum og var fastur aftarlega
undir honum er bíllinn stöðvaðist.
Menn sem dreif að lyftu bílnum af
drengnum með samstilltu átaki og
síðan var hann fluttur í slysadeild,
nokkuð slasaður.
-A.St/DB-mynd sS.
Falsaða skeytið til
Dagblaðsins:
Hæstiréttur hefur staðfest undir-
réttardóm í máli Viggós Emils Braga-
sonar, fyrrum starfsmanns Pósts og
síma, sem fyrir þremur árum falsaði
skeyti til Dagblaðsins um fjárstuðn-
ing norrænna krataflokka við Al-
þýðuflokkinn. Var birt í blaðinu frétt
sem byggð var á skeytinu. Undirrétt-
ur sakfelldi Viggó en frestaði
ákvörðun refsingar skilorðsbundið í
tvö ár. Hæstiréttur staðfesti þann
dóm og gerði sakfellda að auki að
greiða allan kostnað af áfrýjun
málsins, þar með talin saksóknara-
laun í ríkissjóð og málsvarnarlaun
Hæstiréttur staðf estir
undirréttardóm
skipaðs verjanda síns, samtals 4000
krónur.
í forsendum fyrir Hæstaréttar-
dómnum segir m.a.:
„Óhæfilegt var af ákærða að nota
tæknibúnað ritsímans til að senda
skeyti það, er ákæra lýtur að, en
hann samdi sjálfur texta þess með til-
búinni undirskrift. Gat honum ekki
dulizt, að með þessu háttalagi kom
hann af stað atburðarás, sem fól í sér
hættu á að skeytið yrði borið út til
skráðs viðtakanda, svo sem raun
varð á. Bar honum sjálfum að gera
virkar ráðstafanir til þess að koma í
veg fyrir útburð skeytisins, og voru
viðtöl hans við samstarfsmann sinn
eigi einhlít í því efni. Þykir héraðs-
dómari réttilega hafa fært háttsemi
ákærða til 141. greinar hegningarlaga
nr. 19/1949.”
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Björn Sveinbjörnsson, Ármann
Snævarr, Logi Einarsson, Sigurgeir
Jónsson og Þór Vilhjálmsson.
Þegar eftir að uppvíst varð um
fölsun skeytisins var manninum vikið
úr starfi hjá Pósti og síma sem síðan
kærði hann og var það upphaf mála-
reksturs þessa. -ÓV.