Dagblaðið - 03.04.1981, Qupperneq 24

Dagblaðið - 03.04.1981, Qupperneq 24
Mál Gæzlunnar könnuð ofan íkjölinn í gær voru á Alþingi samþykktar og afgreiddar til ríkisstjórnarinnar sex þingsály k tunartillögur. Meðal þeirra var tiilaga ti! þings- ályktunar um fullnægjandi landhelgis- gæzlu lögð fram af Benedikt Gröndal og Árna Gunnarssyni. í henni segir: „Alþingi ályktar að skipa nefnd til að kanna hversu mikla og hvers konar gæzlu 200 mílna efnahags- og mengunarlögsagan útheimtir og hvernig íslendingar eru t stakk búnir til að gegna því hlutverki á viðunandi hátt. Hver þingflokkur nefnir einn full- trúa í nefndina en dómsmálaráðherra skipar að auki formann.” Miklar umræður urðu um málefni Gæzlunnar og kom fram mikil gagn- rýni á vanhæfni hennar eins og í pottinn er búið og að fé sem til hennar er veitt nýtist illa. Aðrar tillögur sem samþykktar voru fjölluðu um varnir vegna hættu af snjóflóðum og skriðuföllum, um félagsbú, um undirbúning almennra stjórnsýslulaga til að auka réttar- öryggi, um iðnað á Vesturlandi og um innkaup opinberra aðila á íslenzkum iðnaðarvörum. -A.St. ................... diet pepsi Sanilas Áf ramhaldandi erf iðleikar við Grunnskólann í Grundarf irði: FLESHR KENNARANNA HÆTTA STÖRFUM í VOR — skólanef nd lagði málið fyrir hreppsnefnd í gær Miklir erfiðleikar eru enn í Grunn- skólanum i Grundarfirði. Dagblaðið greindi frá því i fyrra að allir kennar- ar skólans utan einn hefðu sagt upp störfum í mótmælaskyni við skóla- stjórann og skólanefndin einnig. Málamiðlun náðist eftir mikið þref og milligöngu menntamálaráðuneyt- is. Erfiðleikarnir hafa haldið áfram í vetur og greina heimildir DB að flestir kennaranna muni láta af störfum þegar eftir að skóla lýkur i vor. Hreppsnefnd Eyrarsveitar kom saman til fundar vegna málsins í gær og tók fyrir erindi skólanefndar vegna málsins. Garðar Eiríksson, formaður skóla- nefndar Grunnskóla Eyrarsveitar, sagði í morgun að skólanefndin hefði í gær skýrt hreppsnefnd frá stöðu mála. Aðrir yrðu síðan að ákveða framhaldið. Garðar sagði að flestir kennarar skólans væru á förum frá skólanum í vor. Garðar sagði að ekki stæðu yfir viðræður við skólastjóra en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um erindi skólanefndar. Guðmundur Ósvaldsson, sveitar- stjóri í Grundarfirði, vildi ekki láta neitt hafa eftir sér um málið i morgun. Birgir Thorlacius, ráðu- neytisstjóri í menntamálaráðuneyt- inu, sagði í morgun að málið hefði ekki komið til kasta ráðuneytisins. ötj'n Forberg skólastjóri var ekki í Grundarfirði í morgun þannig að ekki náðist samband við hann. - JH Kaup Þórshaf nartogarans úr sögunni? Skaðabótakröfur Iversen■ bræðra komnar ígang? — þeir segjast hættir við að selja og f jármál þeirra lagist — og eru farnir til rækjuveiða Afturkippur er kominn í kaup norska rækjutogarans sem Þórshöfn og Raufarhöfn áttu að fá með aðstoð ríkisstjórnarinnar. Iversen-bræð- urnir, sem togarann eiga, eru farnir á skipinu til rækjuveiða. Þeir segjast hættir við sölu skipsins. Þetta fékk DB staðfest á æðstu stöðum í gær. Benedikt Sveinsson, sem verið hefur umboðsmaður um kaup tog- arans til íslands, sagði í morgun að afturkippur væri i kaupunum ,,í bili” en vildi ekki nánar skýra hvað það hugtak þýddi. Hann staðfesti að lánardrottnar Iversen-bræðranna og viðskiptabanki þeirra vildu ennþá að bræðurnir seldu skipið. Kvaðst Bene- dikt enn telja von um kaupin og það væri bezta lausnin fyrir Þórshöfn og Raufarhöfn. Tveir aðilar frá Útgerðarfélagi N- Þingeyinga ætluðu til Noregs í siðustu viku að ganga frá kaupunum og voru með 90% ríkisábyrgð héðan upp á vasann. För þeirra varð ekki lengri en til Reykjavíkur. Heim komu þeir aftur eftir tvo daga og hafa síðan ekki viljað ræða um málið við nokk- urn mann. Samkvæmt upplýsingum frá Raufarhöfn, sem DB vefengir ekki, eru kaupin á togaranum endanlega úr sögunni. Iversen-bræður eru nyrðra sagðir hafa sett i gang skaðabóta- kröfur vegna vanefnda íslendinga á kaupsamningi togarans. Þetta kann að skýra fullyrðingar bræðranna um að þeir selji ekki og muni geta komið sínum fjármálum i lag. Með þá full- vissu fóru þeir til veiða og rækju- veiðitúrar þeirra eru langir. - A.St. frjálst, úháð dagblað FÖSTUDAGUR 3. APRÍL1981. Kortsnoj í banastuði: „Það gekk allt á aft- urfótunum hjá okkur” Frá Jóni L. Árnasyni á skákmótinu í Lone Pine, Kaiiforníu: „Það gekk allt á afturfótunum hjá okkur núna,” sagði Jón L. Árnason er blaðamaður DB ræddi við hann í morgun. í 5. umferð skákmótsins í Lone Pine, sem tefld var í gær, tapaði Jón fyrir stórmeistaranum Shankovich og Guðmundur tapaði fyrir Banda- ríkjamanninum McCaribridge. Jóhann Hjartarson gerði jafntefli við stór- meistarann Bisguier og hefur Jóhann eingöngu teflt við stórmeistara fram að þessu. Jón hefur nú 2,5 vinninga en Guð- mundur og Jóhann 2 vinninga. „Við erum ekki nógu ánægðir með frammi- stöðuna því yfirleitt hefur íslendingum gengið vel í Lone Pine. Það er þó ekki öll nótt úti enn því fjórar þýðingar- mestu umferðirnar eru eftir,” sagði Jón. Viktor Kortsnoj sigraði íranann Shirazi í gær og er efstur með 4,5 vinn- inga. í 2. sæti er nú aðstoðarmaður Kortsnojs úr áskorendaeinvígjunum, bandaríski stórmeistarinn Seirawan. Þeir mætast að öllum líkindum í næstu umferð sem tefld verður á sunnudag. Sovézki stórmeistarinn Romanishin er i 3. sæti með 3,5 vinninga. Bent Larsen hefur 3 vinninga og biðskák. Stórmeistarinn Shankovich hefur nú hefnt sín heldur betur á íslendingum. 1 fyrra mátti hann bíta í það súra epli að tapa bæði fyrir Jóni L. og Margeiri Péturssyni en nú hefur hann unnið bæði Jón og Jóhann. -GAJ ÍS FYRIR ÞÁ SEM KLÁRA MATINN SINN Það færist nú í vöxt á veitingahúsum og skyndibitastöðum að börnum séu gefnir I börnum að gera. Ekki vitum við hvort hann svarti seppi klárar alltaf beinið sitt — sleikipinnar og is takist þeim að klára matinn sinn, eins og gjarnan er lagt að | en engu að siður fékk hann ispinna eins og önnur góð „unglömb”.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.