Dagblaðið - 09.04.1981, Side 2

Dagblaðið - 09.04.1981, Side 2
2 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981 Virkjun Blöndu: EYÐUM LANDI, SPÖRUM KRÓNUR svo er þvælt f ram og aftur um ærgildi Haraldur Guðnason, Vestmannacyj- um, skrifar: Það voru heldur vond skipti þegar klukkutíma þingsjó (sbr. þingsjá) kom á skjáinn í stað kvikmyndar úr einni fallegustu sveit landsins. Þetta voru ekki „skipti á jöfnu” eins og kjara-kaupahéðnar tala um. Forspilið „suðurreið” Blöndunga er orðið ailfrægt. Þeir sagðir full- trúar „hins þögla meirihluta” sem sumir meina að sé ekki sérlega þögull. En hljóðir voru þessir menn og kurteisir, a.m.k. voru allir þegj- andi á þingpöllunum enda þurftu þeir ekkert að segja, erindið var semsé prentað á fötin þeirra: „Virkjum Blöndu.” Þetta var nóg og ættu allir þrýstihópar sem eiga erindi við al- þingi að taka sér til „anleiðinga” eins og sagt var í gamla daga, bara þrykkja örindið á fötin, jakkann eða peysuna,allt i samræmi vió efnið T.d. Við viljum trollara eða Frítt ríkis- fæði, eða Við viljum Nató o.s.frv. En svo er annað, miklu áhrifa- meira, að prenta bak og fyrir. Erlendis gengur fólk í hópum með erindið á baki og brjósti (kröfu- gönguretc.). Þar sem heimsóknir í þing vort gerast nú tíðari (skrefatalningakonur o. fl.) má spurja; Er þetta fólk kannski „alþingi götunnar” sem sumir þingmenn allabalía töldu þarf- legt í vissum tilfellum? Það var áður en þeir fóru að standa trúan vörð um virðingu alþingis. Blöndungar hefðu getað látið prenta á bakhlið sína: Eyðum landi, spörum krónur. Landeyðingarmenn eru jafnan með krónugleraugun sín á nefinu. Jafnvel kerFiskallar „fyrir sunnan”, yfirleitt þekktari að öðru en sparnaði, koma fjálgir i fjölmiðla og tala um „dýra virkjunarkosti”. Svo er þvælt aftur og fram um ærgildi. Bóndinn í Flatatungu hefur í einni setningu komið að kjarna málsins: „Landið er dýrmætasta sameign allra þjóða, sá grundvöllur sem tilvera þeirra byggistá.” Helgi Hannesson, fv. kaupfélags- stjóri, vekur athygli á þvi í grein i Tímanum að eitt er nauðsynlegt: „Hér þarf hið fyrsta að friðlýsa allt gróðurlendi.” En Náttúruverndarráð hefur undarlega afstöðu ef marka má orð talsmanns þess að það sé „utan verksviðs Náttúruverndarráðs að meta atriði sem varða landnýtingu og auðlindir” heldur meta náttúruminj- ar. Að mati þessa ráðs fara líklega öngvar þeirra í Svartahafið á 60 ferkilómetra svæði? Þá hófst annar þáttur, þingsjó nr. 2. Um hundrað kjósendur (atkvæði) komnir á þingpall. Nokkrir fjöl- miðlakratar stíga í stólinn, frelsaðir í Blönduvatni, nema Magnús sem hasl- aði sér völl á Sultartanga. Enn stigu margir í po'ntu, töluðu til pallmanna og fullvissuðu þá um holl- DB-mynd Slg. Þorri, Blöndungar á Alþingi, ustu sína. Arnalds, hæstvirtur ráð- herra, vitnaði líka af skiljanlegum ástæðum, svo og einhver fylgisveinn hans sem hafði lent á neðra leik- sviðinu, líklega í ógáti. — Það var líka kómískt að sjá þingmenn sem ekki stigu í stólinn, því það er öngvu líkara en þeir megi ekki sjá sjón- varpsvélar því að þá upptendrast ásjónur þeirra af ábyrgðartilfinningu og þeir verða hálffreðnir í framan. Sumir kímdu þó sem snöggvast er þeir beindu augum sínum til hæða. Varla verður sagt að Pálmi ráðherra hafi staðiðmeð pálmann i höndunum í þessum ræðuflaumi. Það væri þá hetdur Páll bóndi á Höllustöðum, sem hefur stjórnarskrána og sann- færinguna að leiðarljósi en ekki reikult kjósendafylgi. Svo bíðum við þriðja þáttar. MIÐA Æni HIN YMSU RÉTTINDIVIÐ FÆÐINGARÁR —félagi manns fæddur fyrr á árinu er ekkert þroskaðri Kristján hringdi: Af hverju þarf endilega að miða Sjónvarp: Frábærir ýmis réttindi við fæðingardag? Hvers vegna er ekki miðað við árgang? Nú er vitað mál að bekkjarfélagar eru mikið saman og taka út þroska sinn á svipuðum tíma. Það er þvi anzi hart að félagi minn skuli hafa leyfi til að vera á skellinöðru, löngu áður en maður sjálfur fær leyfi til þess. Hver er kominn til með að segja að hann sé færari til þess en ég þó að hann sé fæddur fyrr á árinu? Þetta er alvarlegt vandamál og mikill galli sem yfirvöld ættu að lag- færa sem fyrst. og ómiss- andi þættir — TommiogJenni Móðir hringdi: Ég vil eindregið skora á sjónvarpið að sýna fleiri teiknimyndir með þeim félögum Tomma og Jenna. Þetta eru alveg frábærir og ómissandi þættir sem börnin sakna ákaflega. Einnig fagna ég þvi að sjónvarpið skuli vera að byrja með Löður aftur. Sem sagt, áfram með Tomma og Jenna. Einnig sakna ég og krakkarnir Prúðu leikaranna, þeir mættu gjarn- an koma aftur. Raddir lesenda Það er ekkert grin að þurfa að vera á reiðhjóli þegar allir félagarnir eru komnir á skellinöðru. BILBELTIN FJÖLGA DAUÐASLYSUM betra að f ræða fólk um kosti og galla beltanotkunar en of sækja þá sem telja sig betur komna án bflbelta Viggó Oddsson, Jóhannesarborg, skrifar: Fyrir 2—3 árum voru bílbelti lög- boðin í S-Afríku og um 44.000' umferðarlöggum sigað á þá sem ekki notuðu beltin. Fyrir 10 árum voru engar hraðatakmarkanir svo fólk komst í dagsbirtu á milli stórborga þúsund km í burtu. Síðan átti að draga úr slysum og dauðsföllum með hraðatakmörkunum og beltum, ásamt því að spara bensín. Stað- reyndin er sú að dauðsföllum í bíl- slysum hefur stórfjölgað árlega í stað þess að fækka. Helmings fjölgun banaslysa í útvörpum og blöðum í S-Afríku er sagt að dauðaslys í janúar í fyrra hafi verið 386 en í ár 597 á vegum landsins. Slysum fjölgaði „aðeins” um 25% á öllu árinu. Engin breyting hefur orðið sl. 10 ár nema hamslaus- ar ofsóknir á ökumenn og um 44.000 „speed-cops” á ótrúlegustu stöðum til að „plokka” almenning. Trygg- ingafélög eru himinlifandi ánægð ef þau geta sloppið frá samningi ef sannast að kúnninn hafi verið „án öryggisbelta”. 4 Raddir lesenda Allt í paník Skiljanlega eru ofstækisöflin, sem paníkaði þingmenn til að ofsækja bíl- eigendur og farþega með að hespa af beltalög, heldur taugaóstyrk. Þeir vitna í „laboratory tests” í Þýzka- landi og öðrum löndum og fullyrða að bílbeltin geti bjargað 500 lífum á ári án þess að segja hve marga beltin drepi, t.d. í eldi (75 1980), það séu svo fáir sem brenna að engu máli skipti. Það er samsæri að ég og aðrir fái ekki viðvaranir birtar og þeir sem eru að reyna að vernda líf sitt án bílbelta eru hæddir af umferðarlögg- um í ýmsum blöðum, og þegar bent er á að þessi og hinn, heilar fjölskyldur, uafi farizt í alls konar beltaslysum — „Bara tilviljun’. Falsáróður Eins og ég hefi bent á getur fals beltaáróður fjölgað bílslysum. Ég hefi sagt að það séu engin öryggis- belti — heldur bílbelti. Nafnið öryggisbelti gefur falska öryggistil- finningu og ósjálfrátt ekur fólk eins og bankaræningjar með hundrað löggur á hælunum. Slysum og meiðslum fjölgar eins og reynslan í S- Afríku hefur sýnt en þar er staglazt á „öryggisbeltum.” Beltin geta verið gagnleg gegn framrúðumeiðslum en samt varasöm í öllum tegundum öku- slysa, t.d. eldi, vatni, myrkri, veltu, hliðarslysum, í öllum 2ja dyra bílum, þar sem aftursætisfólkið lokast inni og hurðir geta festst og í ótal öðrum afbrigðum slysa og aðstæðna sem eru breytilegar frá landi til lands. Því er betra að fræða fólk um kosti og galla beltanotkunar í stað hamslausra of- sókna gegn þeim sem telja sig betur komna án bilbelta. Þetta er svo viðamikið og við- kvæmt mál að það verður aldrei út- rætt og því mikilvægt að fleiri sjónar- mið komi fram og þeir sem nota beltin viti hvað þeir gera og auðvitað aki miklu gætilegar. V

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.