Dagblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 16
20 ’; DAGBLADIÐ. F1MMTUDAGU8 9. APRÍL,tj>81, Jarþrúður Jónasdóttir lézt að Elliheim- ilinu Grund 8. apríl sl. Guðrún Runólfsdóttir, Lokastíg 24A, lézt á hjúkruna[deild Landspitalans, Hátúni 10B, 8. april sl. Þorsteinn K.S.H. Þorsteinsson, sem lézt á Elliheimilinu Grund 5. apríl sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. april kl. 10.30. Kristján Eyfjörð Guðmundsson, Merkurgötu 13 Hafnarfirði, lézt í Landspítalanum 3. april sl. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 10. apríl kl. 14. Guðbjörn lakobsson bóndi, Lindar- hvoli Þvetá.'hlíð, lézt í Sjúkrahúsi Akrancss 6. apríl sl. Útför hans fer fram frá Norðtungukirkju laugar- daginn 11. apríl kl. 14. Jarðsett verður i Hjarðarholtskirkjugarðí. Ásgerður Sigríður Bjarnadóttir frá Hellissandi, Skólabraut 35, Seltjarnar- nesi, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 10. apríl kl. 15. Kjartan Þórðarson loftskeytamaður verður jarðsunginn frá Fossvogskap- ellu föstudaginn 10. apríl kl. 13.30. Sigríður Hallbjörnsdóttir frá Einars- lóni, Þverholti 2 Keflavík, verður jarð- sungin frá Keflavíkurkirkju laugar- daginn 11. apríl nk. kl. 14. Fumiir Guðríður Ingvarsdóttir, sem lézt 30. marz sl., fæddist 11. júlí 1894 á Bjarna- stöðum í Grímsnesi. Foreldrar hennar voru Katrín Kristjánsdóttir og Ingvar Guðbrandsson. Árið 1914 fluttist Guðríður ásamt foreldrum sínum að Þóroddsstöðum. Um tíma gerðist hún aðstoðarstúlka á Mosfelli hjá séra Þor- steini Briem. Árið 1934 fluttist Guðríður til Reykjavíkur, næsta haust hóf hún störf hjá Mjólkursamlaginu og vann þar til ársins 1970. Síðast vann hún þar árið 1974 við afleysingar. Guð- ríður var m.a. heiðruð á 30 ára afmæli samsölunnar fyrir trúmennsku í störf- um. AA-samtökin 1 dag. íinimludag, verða fundir á vcguin AA-sam- lakannu hér scgir: Tjarnargata 3c kl. 21; Tjarnar gata Sb (Ungl fólkl kl. 21 og 14; Laugarncskirkja kl. 21; Kópavogskirkja kl. 2J; Ólafsvík, Safnaðarheimili. kl. 21; Sauðárkrókur. Aðalgata 3. kl. 21; Akureyri. Geislagata 39. (s. 96-22373) kl. 21; Scyðisfjörður. Safnaðarheimili. kl. 21; Veslmannacyjar, Hcimagata 24 (s. 98-1140). kl. 20.30; Selfoss. Selfossvcgi 9. kl. 21; Keflavík. Klapparstígur 7 |s. 92 1800). kl. 21; Palreks fjörður kl. 21; Blöntluós. Kvennaskóli. kl. 21; Dalvik kl. 21. Grundarfjörður kl. 21. í hádeginu á mnrgiui. lóstóilák’- venYi fuiulir scin' hér segir: Tjarnargata 3c kl. 12; Tjarnargaia 5b kl. 14: Akureyri. Geislagata 39 (s. 96-22372). kl. 12. Kvennadeild Slysavarna- félags (slands, Reykjavlk Afmælisfundur verður haldinn fimmtudaginn 9. april kl. 20 stundvíslega. Girnilegur matur og góð skemmtiatriði. Mætum vel og njótum kvöldsins. Látið vita um þátttöku i síma SVFÍ, 27000, á venju- legum skrifstofutima sem allra fyrst. Kvenfélag Kópavogs Fundur veröur haldinn í Félagsheimili Kópavogs 9. apríl kl. 20.30. Spiluð verður félagsvist. Mætið stundvíslega. Bryndis Þorsteinsdóttir, sem lézt 24. marz sl., fæddist 27. júní 1913. For- eldrar hennar voru Þorsteinn Guð- laugsson og Ástríður Oddsdóttir. Árið 1931 útskrifaðist Bryndis úr Kvenna- skólanum, síðan vann hún í Alþýðu- brauðgerðinni til ársins 1945 en þá fór hún til Bandaríkjanna. Árið 1951 starfaði hún hér heima og var m.a. verzlunarstjóri hjá KRON. Árið 1957 hélt hún aftur til Bandaríkjanna og bjó æ síðan í New York. Sl. 20 ár'vann Bryndís hjá skartgripafyrirtæki í New Yprk. Bryndís verður jarðsett í dag, 9. apríl, í Fossvogskirkjugarði. Bálför hennar var gerð 1 New York þann 28. marz sl. Haraldur Jensson fyrrum varðstjóri, sem lézt 2. april sl., fæddist 12. desem- ber 1910 að Reykjanesi í Grímsnesi. Foreldrar hans voru Jens Jónsson og Oddbjörg Stefánsdóttir. Árið 1926 fór Haraldur til Reykjavíkur og stundaði þar alla þá vinnu sem hann gat fengið. Haraldur stundaði ýmis störf um ævina, m.a. var hann lögreglumaður, varðstjóri og læknabílstjóri. Árið 1937 kvæntist hann Björgu Jónsdóttur og áttu þau 4 börn. Hún lézt árið 1954. Nokkru síðar kvæntist Haraldur aftur Þórunni Stefánsdóttur og áttu þau 3 dætur. Haraldur verður jarðsunginn i dag, 9. apríl, kl. 15 frá Fossvogskap- ellu. Veðrið Gert er réfl fyrir suflvestan átt á Suflvesturiendi (dag mefl alyddu eda skúrum, birtlr á Norflur- og Austur- landi. Með kvöldinu má gera ráð fyrir norðiægri átt á Vestfjöröum. Ellftlð fer kólnandi. Klukkan 0 var suðvestan 4, skúrir og 6 stig í Reykjavfk, suðvestan 6, al- skýjað og 4 stig á Gufuskálum; hasg- viörl, rigning og 3 stig á Galtarvita; sunnan 3, úrkoma og 0 stig á Akur- eyri; hsagviðri, skýjað og 3 stig á Raufarhöfn; suðvestan 4, láttskýjað og 6 stig á Dalatanga; suðvestan 6, súld og B stig á Höfn; suðvsstan 8, skúrir og 5 stig á Stórhöf öa. I Þórshöfn var rigning og 8 stig, þoka og 1 stig I Osló, þokumóða og 6 ^stig I Stokkhólmi, mlstur og 6 stig ( . London, þoka og 1 stig ( Hamborg, þokumóða og 10 stig (Paris, alskýjað og 10 stig ( Madrid, þokumóða og 1B stig f Lissabon og láttskýjað og 10 stig f New York. Aöalfundur íbúasamtaka vesturbæjar verður á Hallveigarstöðum þriðjudagskvöldið 14. apríl að loknum almennum fundi þar sem rædd verða úr- ræði til að bæta húsakost barnaskóla í vesturbæn- um. Fræðslustjóri mun þar kynna athuganir í þeim efnum sem verið er að gera á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Fundurinn hefst kl. 20.30. (slenzka mannfrœðifélagið heldur aðalfund sinn nk. mánudag, 13. apríl, |cl. 17 í Lögbergi stofu 204 Háskóla Islands. Leíklist Leikfélagið í Mosfellssveit frumsýnir œrslaleik í kvöld Leikfélagið í Mosfellssveit frumsýnir í kvöld, fimmtu- dagskvöld, kL 20.30 gamanleikinn ,,AUir í verkfall” eftir Duncan Greenwood í þýðingu Torfeyjar Steins- dóttur. Leikstjóri er Bjarni Steingrimsson, en þetta er annað verkefni Bjarna hjá félaginu. Hið fyrra var um leið fyrsta verkefnið eftir stofnun leikfélagsins' árið 1976. Þaö var „Ósköp er að vita þetta” eftir * Hilmi Jóhannesson. „Allir í verkfall” er fimmta verkefnið í röðinni. Sýningar Leikfélags Mosfellssveitar eru í Hlégarði, félagsheimili Mosfellinga. ' Artdlát Aðalfundir íbúasamtök vesturbœjar I GÆRKVÖLDI Á AÐ LÖGLEIÐA BÍLBELTI OG Á AÐ LEYFA BJÓR? Það verður aldrei of oft brýnt fyrir fólki nauðsyn ökubelta í umferðinni en þrátt fyrir jnikinn og oft áhrifaríkan áróður fyrir ökubeltum virðist það vera frekar sjaldgæft að ökumaður og farþegi noti bílbelti að staðaldri innanbæjar. Það er helzt þegar fólk bregður sér út fyrir borgarmörkin að ökubeltin eru notuð. í gærkvöldi var sýnd í sjónvarpinu mjög áhrifamikil sænsk mynd um nauðsyn þess að bílbelti séu almennt notuð og jafnvel lögleidd. Það er sjálfsagt hægt að venja sig á að spenna yfir sig ökubelti í hvert skipti sem setzt er undir stýri, eins og það er sjálfsagður hlutur að setja í gang og aka af stað. Eru ekki til heimildarmyndir þar sem fólk er í aðalhlutverki? Þetta var spurning sem beint var að ýmsum mönnum og stofnunum í Vöku í gær- kvöldi. Og það kom greinilega fram að ýmsu er ábótavant í íslenzkri heimildamyndagerð og er þar helzt sjónvarpinu um að kenna, sem á að fræða almenning í dag og næstu kynslóð um hegðun og lifnaðarhætti fólks á íslandi. Annars var þessi Vökuþáttur með þeim betri sem hafa verið í vetur og passlega langur. í vetur hefur það verið einkenni Vökuþáttanna hversu leiðinlegir og langir þeir hafa verið. Og held ég, að það verði að koma einhver stefnubreyting um uppbyggingu þáttanna, ef þeir eiga að falla almenningi i geð. í nýlegri fréttamynd frá Argentinu kom það enn einu sinni i ljós að þar sem herforingjar stjórna eru mannréttindi þverbrotin og marg- ir andstæðingar herforingjastjórna eru handteknir og pyntaðir. Það kom og fram að það er mjög Bilbelti hefðu að öllum likindum bjargað andliti þessarar stúlku hefðu bau verið notuð. lítið sem aðrar þjóðir, sem telja sig siðaðar, gera til að koma í veg fyrir þennan ósóma. Hægt er að semja um allt, virðist vera mottóið. 1 lok dagskrár útvarpsins var þáttur um áfengismál undir nafninu Hafa íslenzk stjórnvöld stefnu í á- fengismálum og var stjórnað af Árna Sigfússyni. Var komið víða við, fólk tekið tali á götu úti, farið inn á veitingastaði og umræður i útvarpsal. Hélt ég í byrjun þáttarins að þar myndi vera fjallað um áfengi á breiðum grundvelli en það kom fljótt í Ijós að þessi þáttur var gerður nær eingöngu í því skyni að vara fólk við áfengi. Er ekki nema gott eitt um það að segja, þó ekki hafi ég sannfærzt um böl bjórsins og er enn á þeirri skoðun að leyfa eigi bjór á íslandi. -HK. Hvað er Bahaí trúin Opið hús að Óðinsgötu 20 öll fimmtudagskvöld frá kl. 20.30. Allir velkomnir. Ténleikar Spilakvold Kvenfélag Óháða safnaðarins Fimmtudagskvöldið 9. apríl kl. 20.30 verður spiluð félagsvist í Kirkjubæ. Verðlaun og kaffiveitingar. Takið með ykkur gesti. AUt safnaðarfólk velkomið. Hafnfirsk menningarvaka Fimmtudagur 9. apríl: Kl. 20.30 Dagskrá um skáldið örn Arnarson: að Hrafnistu Erindi: Stefán Júlíusson Upplestur: Árni Ibsen og Sigurveig Hanna Eiríksdóttir Kveðið úr Oddsrímum: Kjartan Hjálmarsson og Margrét Hjálmarsdóttir Kórsöngur: Karlakórinn Þrestir Stjórn: HerbertH. Ágústsson Kl. 19.00 og 21.00 Kvikmyndasýning í Bæjarbíói: Punktur punktur komma strik Nýr ferðaklúbbur Nýlega var stofnaður hér í borg ferðaklúbburinn „24. nóvember” sem hefur það að markmiði að ferðast aðallega til útlanda. Þeir sem standa að þess- um félagsskap eru nokkrir ökukennarar, lögreglu- menn og kylfmgar o.fl. Fyrsta ferðin sem farin verður er til Bandaríkjanna. Með sameiginlegu átaki er hægt að komast að góðu sam|comulagi við ferða- skrifstofur. Áætlað er að fara í haust, nánar tiltekið um miðjan október, í þriggja vikna ferð. Ferðin hefst á þriggja sólarhringa dvöl í New York, síðan verður farið til St. Petersburg og gist þar. Auk þess verður farið f skoðunarferðir. Forystumaður að stofnun þessa ferðaklúbbs er Geir P. Þormar öku- kennari og ef einhver óskar eftir nánari upplýsingum getur hann hringt í Geir i síma 19896. Gigtlækningastöð væntan- leg Gigtarfélag íslands hefur fest kaup á þriðju hæð hússins Ármúla 5 fyrir gigtlækningastöð félagsins. Starfsemin hefst þar nú þegar, með afgreiðslu á miðum happdrættis félagsins. Sími Gigtarfélagsins er20780. Opið verður frá kl. 2—6 síðdegis alla daga nema föstudaginn langa og páskadag. Sölufólk óskast til að selja happdrættismiða, góð sölulaun. Stórátak þarf til fjáröflunar, svo hægt verði að innrétta húsnæðið og gigtlækningastöðin geti tekiö til starfa sem allra fyrst. Án Orma é Hótel Borg í kvöld I kvöld, 9. apríl, verða tónleikar Án Orma með Amon Ra o.fl. á Hótel Borg. Fluttir verða gömlu og nýju dansarnir, þ.á m. hljómkviðan Stlft eftir P. Hall. Þar sem senn líður að sauðburði (nokkrar fyrir- málsær þegar bornar) kemur Amon Ra nú fram í siðasta sinn á þessúm vetri. Myndin sýnir einkennisáhöld Amon Ra. Sinfóníutónleikar í kvöld Næstu áskriftartónleikar Sinfóniuhljómsveitar íslands verða í Háskólaþíói i kvöld kL 20.30. Efnis- skrájn er eftjrfarandi: Ingvar Lidhplm: Greetings from an Old World (hljómsveitarverk); Thorbjörn Lundquist: Fiðlukonsert (Fantasia Pragense); Sibelius: Sinfónía nr. 1 op. 39. Stjórnandi er Páll Pampichler Pálsson. Einleikari er Karel Sneberger. Iþrótlir Reykjavíkurmótið í knattspyrnu 1981 Fimmludagur 9. apríl. Melavöllur Þróttur — Fylkir, mfl., kl. 20. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Ferflamanna- Nr.68-7. aprfl 1981 gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sata 1 Bandaríkjadollar 6,609 ’ 6,627 7,290 1 Stariingspund 14,398 14,437 15,881 1 Kanadadollar S,B60 6,575 6,133 1 Dönsk króna 0,9785 0,9812 1,0793 1 Norsk króna 1,2171 1,2204 1,3424 1 Saansk króna 1,4169 1,4207 1,5628 1 Finnsktmark 1,6018 1,6062 1,7668 1 Franskur franki 1,3084 1,3099 1,4409 1 Balg. franki 0,1880 0,1885 0,2074 1 Svissn. franki 3,3768 3,3850 3,7245 1 Hollenzk florina 2,7818 2,7891 3,0681 1 V.-þýzktmark 3,0818 3,0902 3,3992 1 (tölsk líra 0,00619 0,00620 0,00682 1 Austurr. Sch. 0,4366 0,4367 0,4804 1 Portug. Escudo 0,1139 0,1142 0,1256 1 Spánskur peseti 0,0768 0,0760 0,0836 1 Japanskt yen 0,03096 0,03104 0,03414 1 Irskt ound 11,250 11,281 12,409 SDR (sérstök dróttarróttindi) 8/1 8,0246 8,0464 * Breyting fró siflustu skróningu. Sknsvari vegna gengisskróningar 22190. |

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.