Dagblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981
OPIÐ Á LAUGARDÖGUM
Söluskrá okkar verður í
Dagblaðinu á laugardaginn.
KJÖREIGN SF.
ÁRMÚLA 21 - SÍMAR 85988 - 85009
DAN V.S. WIIUM LÖGFRÆÐINGUR
FR-félagar, deild 4,
takið eftir!
Vorferð
í Borgarnes helgina 8.—10. maí. Verð kr. 450 fyrir
manninn (innifalið gisting, matur, rútuferð og skoðunar-
ferð). Nánari uppl. FR-RADIO 5000 fyrir 18. apríl.
Ráðherranefnd Norðurlanda
Norræna menningarmálaskrifstofan
í Kaupmannahöfn
í Norrænu mcnningarmálaskrifstofunni í Kaupmannahöfn eru lausar til umsóknar staða for-
stjóra, staða deildarstjóra í fræðslumáladeild, staða þýðanda/túlks (starfssvið einkum þýð-
ingar og túlkun á finnsku úr dönsku, norsku og sænsku), svo og fulltrúastöður. Nánari upplýs-4
ingar um stöðurnar má fá í mcnntamálaráðuneytinu, sbr. og auglýsingu í Lögbirtingablaði nr.
35/1981. Umsóknarfrestur er til 29. apríl nk., og ber að senda umsóknir til Nordisk minister-
rád, Sekretariatct for nordisk kulturelt samarbejde, Snaregade 10, DK-1205, Köbcnhavn K.
Menntamálaráðuneytið
6. aprfl 1981.
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njáisgötu 49 — S>ími 15105
Starf í Þorlákshöfn
Starf ferskfiskmatsmanns í Þorlákshöfn er
laust til umsóknar.
Umsóknii sendisttil Framleiðslueftirlits sjávar-
afurða Nóatúni 17, 105 Reykjavík, fyrir 1. maí
n k
Framleiðslueftirlit sjávarafurða
Nðatúni 17,105 Reykjavfk, sfmi 27533.
FX-310
BÝDURUPP Á:
• Algebra og 50 vísindalegir
möguleikar.
• Slekkur á sjálfri sér og minn-
ið þurrkast ekki út.
• Tvœr rafhlöður sem endast í
1000 tíma orkunotkun.
• Almenn brot og brotabrot.
• Aðeins 7 mm þykkt i veski.
• 1 árs ábyrgð og viðgerðar-
þjónusta.
B-811
BÝÐUR UPP Á:
• Klukkutíma, mín., sek.
• Mánaðardag, vikudag.
• Sjálfvirka dagatalsleiðréttingu
um mánaðamót.
• Rafhlöðu sem endist i ca 5 ár.
• Er högghelt og vatnshelt.
• Ljóshnappur til aflestrar i myrkri.
• Ryðfrítt stál.
• 1 árs ábyrgð og viðgerðarþjón-
usta.
Verð: 487,-
Verð: 544,50
CASIO-EINKAUMBODIÐ
BANKASTRÆTI8, SÍMI27510.
Erlent
Erlent
Erlent
Brésnef forseti Sovétríkjanna við komuna til Prag þar sem Gustav Husak, leiðtogi tékkneska Kommúnistaflokksins, tók
á móti lionum.
EKKERTLÁTÁ HERNAÐ-
ARUMSVIFUM SOVÉTMANNA
Bandaríska utanríkisráðuneytið
greindi frá því í gær, að hernaðar-
umsvif herja Varsjárbandalagsríkjanna
héldu áfram við Pólland þrátt fyrir
yfirlýsingu sem gefin var í gær um að
Soyuz 81 æfingu Varsjárbandalagsins
væri lokið.
Talsmaður utanríkisráðuneytisins,
William Dyess, sagði, að Bandaríkja-
stjórn fylgdist mjög náið með fram-
vindu mála og greinilegt væri að
sovézku herimir væru áfram í
viðbragðsstöðu og gætu gert innrás
með mjög litlum fyrirvara.
,,í grundvallaratriðum er hernaðar-
staðan óbreytt hvað sem hver segir.
Við tökum ekki allt of mikið mark á
því sem sagt er. Það sem skiptir máli er,
hvað menn gera,” sagði Dyess. Hann
sagði, að ræða Brésnefs í Prag hefði
ekki gefið nein augljós svör við þvi,
hverjar fyrirætlanir Sovétmanna væru.
Dyess sagði að ræðunni hefði sýnilega
verið ætlað að draga athygli manna frá
möguleikanum á sovézkri innrás í
Pólland en jafnframt hefðu orð
Brésnefs um pólitískt ástand í Póllandi
verið til þess fallin að auka þrýst-
inginn á pólsk stjórnvöld.
Ronald Reagan, sem hér sést ásamt konu sinni Nancy á sjúkrahúsi George
Washington háskólans, er nú sagður á góðum batavegi og fær væntanlega að fara
heim um helgina.
Yfir74
þúsund skeyti
til forsetans
Reagan Bandaríkjaforseta hafa bor-
izt yfir 74 þúsund skeyti þar sem
honum er óskað góðs bata. Einnig
hefur hann fengið 25 kilóa skál með
sælgæti og gullfisk í plastbala, sem
fylltur hafði verið af vatni.
Talsmaður Hvita hússins sagði, að
gullfiskinn hefði tíu ára gamall piltur
frá Albany í New York sent ásamt þess-
um skilaboðum: ,,Ég vona að þér batni
og hér er félagi sem á að hjálpa þér til
að batna, gullfiskur sem kallaður er
Ronald Reagan annar.”
Talsmaður Hvíta hússins sagði að
margar af þeim kveðjum, sem borizt
hefðu frá börnum, hefði forsetinn límt
upp á vegg sjúkrastofunnar þar sem
hann liggur.
REUTER
REAGAN BEÐINN AÐ
LÁTA HESS LAUSAN
—Rudolf Hess sagður alvarlega sjúkur eftir 35 ára fangelsisvist
Lögfræðingur Rudolf Hess, nasista-
leiðtogans fyrrverandi, hefur ritað
Ronald Reagan Bandaríkjaforseta bréf
þar sem hann fer fram á að Reagan
beiti sér fyrir því að Hess verði látinn
laus úr Spandau fangelsinu þar sem
hann hefur verið í haldi síðan 1947.
Að sögn lögfræðingsins, Alfred
Seidl, er Hess nú fársjúkur maður enda
á 87. aldursári. Hann hefur verið eini
fanginn i Spandau síðan 1966 og hafa
Sovétmenn jafnan neitað að láta hann
lausan þó Bandaríkjamenn, Bretar og
Frakkar hafi getað fallizt á það.
Hess var fluttur á brezka hersjúkra-
húsið í V-Berlín í gær til hefðbundinnar
læknisskoðunar og var þar enn i morg-
un. Seidl segir að meðferðin á Hess sé
brot á lögum allra siðmenntaðra þjóða
og Bandaríkjamenn eigi að krefjast
þess að hann verði látinn laus ef Sovét-
menn þrjóskazt við.
«c
Hess var handtekinn í Skotlandi árið
1941 er hann kom þangað til að reyna
að binda enda á styrjöldina. Siðan
hefur hann setið í fangelsi.