Dagblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981 Hrikti í stjórnarsamstarfinu í ef ri deild Alþingis í gær: " Ólafur styður tillögu 'EÉX stjórnarandstöðunnar I <n*r ,,Þaö er ekki ófróðlegt fyrir þing- heim og landslýð að sjá hverjir þing- manna greiða nú atkvæði gegn því að ný flugstöð verði byggð á Keflavíkur- flugvelli í samvinnu við Bandaríkja- menn,” sagði Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra á Alþingi í gær. ,,Hver dregur í efa nauðsyn nýrrar flugstöðvar? Sú sem nú er var byggð 1947 og ætlað að dugaí 20 ár. Að vísu hefur verið við hana tjaslað og við hana bætt,” sagði Ólafur. ,,En allir hljóta þó að sjá að núver- andi bygging er alls ófullnægjandi. Ef kviknaði í gæti ógæfa hlotizt af. Þó er það ekki aðalatriði, heldur hitt að bvgging nýrrar Ougstöðvar er for- senda aðaðskilnaði milli Varnarliðsins og fai þegaflugs. Er það ekki áhugamál manna? Ég hef samúð með óskhyggju herstöðvaandstæðinga, en það er bara ekki raunhæft nú að Varnarliðið hverfi á braut héðan. Menn tala um óheppileg áhrif af slíku. Þeir sömu hljóta að hafa áhuga á að skilið verði þarna á milli. Ef ný llugstöð kemur' verður herstöðin aigerlega afgirt og lokuð,” sagði Ólafur Jóhannesson. Það hefur ekki fyrr í tíð núverandi stjórnar hrikt jafn mikið í samstarfinu og á Alþingi í gær. Ástæðan var tillaga Lárusar Jónssonar og Karls Steinars Guðnasonar, sem kváðu alla sína flokksmenn standa að baki tillögunni, um að heimila stjórninni að taka allt að 20 milljón kr. lán til greiðslu byrjunar- kostnaðar við byggingu nýrrar flug- stöðvar á Keflavíkurflugvelli samkv. ákvörðun utanríkisráðherra. Þegar tillagan kom fram á þriðjudag báðu Alþýðubandalagsmenn um frestun fundar. Þeir óttuðust að utan- ríkisráðherra og e.t.v. fleiri fram- sóknarmenn myndu greiða tillögunni atkvæði. Um það sagði Ólafur Jóh. í gær: ,,í tillögunni er heimild til lántöku. Ég hef áskilið mér rétt til að fylgja slíkri tillögu ef fram kæmi. Það er bókað hjá rikisstjórninni. En þó tillaga verði samþykkt gilda ákvæði stjórnar- sáttmálans eftir sem áður. Lánsheim- ildin verður ekki notuð nema með sam- þykki allra ráðherranna. Samþykkt til- lögunnar brýtur ekki 1' bága við st jórnarsátt málann. Ég tel það álíka vænlegt fyrir fjár- málaráðherra að breyta minni skoðun í þessu máli og það mun reynast mér að leiða hann frá villu síns vegar hvað þetta mál snertir,” sagði Ólafur Jóhannesson. „Það hefði verið gott að hafa heim- ild til nokkurrar fjárhæðar til undir- búnings þessa máls. Þessi upphæð er óþarflega há. En við þurfum að sýna vott um að við ætlum í frarnkvæmdina. En á slík orð var ekki hlustað í ríkis- stjórninni. Og stundum fer eins og nú þegar ekki er hlustað á varnaðarorð.” Áður en Ólafur talaði hafði Ragnar Arnalds flutt alllangt mál og skýrt tekið fram að i stjórnarsáttmála vari það ákveðið að framkvæmdir við flugstöð yrðu ekki hafnar nema allir ráðherrar yrðu sammála þar um. Kvað Ragnar ekki mikinn almennan áhuga á þessu máli og ýmislegt annað þarfnaðist nánari skoðunar. Fjáröflun til flugstöðvar ætti ekki að vera vafin i hernaðaráætlanir á Vellinum og enga flugstöð ætti að byggja sem íslendingar hefðu takmörkuð afnot af. Ragnar ræddi einnig um arðsemi byggingarinnar og áætlun þá sem hag- sýslustofnun hefur gert um reksturinn þar sem hann kvað fjármagnskostnað hafagleymzt. Öllu þessu svaraði Ólafur Jóhannes- son og fleiri og furðuðu sig á ummæl- um fjármálaráðherra, m.a. því að hann hafi ekki vitað að hagsýslustofnun vann að rekstraráætlun fyrir nýja flug- stöð. í umræðunum kom fram að síðasta „módelið” af flugstöð í Keflavík mun kosta um 43 milljónir dollara og hefur Bandaríkjaþing samþykkt að greiða 25 milljónir dollara, ef framkvæmdir verða hafnar fyrir l. október 1982. - A.St. Llkan flugstöOvarinnar, sem fyrirhugað er að reisa i Keflavikurflugvelii. VerOi framkvæmdir við hana ekki hafnar 1. október 1982, fellur niður 25 milljón dollara fjárveiting Bandarikjastjórnar til byggingarinnar. Austf irðingar þrýsta á ákvörðun um Fljótsdalsvirkjun: „Mesta hagsmunamál fjórðungsins” — samið við heímamenn, sem fallast á virkjunartillögur RARIK — hvatt til undirbúnings orkufreks iðnaðar á Reyðarf irði Austfirðingar leggja mikla áherzlu á að fá virkjun í landsfjórðunginn og er meiri eindrægni að sjá meðal Aust- firðinga vegna fyrirhugaðrar Fljóts- dalsvirkjunar en manna á Norðurlandi vestra vegna fyrirhugaðrar Blöndu- virkjunar. Enn er unnið að því að ná samkomulagi við heimamenn vegna þess lands, sem fer undir vatn vegna Blönduvirkjunar, en talsvert beitiland eyðileggst fyrirsjáanlega vegna virkj- unarinnar. Viðræðunefnd Rafmagnsveitna ríkisins hefur hins vegar náð samkomu- lagi við heimamenn á Fljótsdalshéraði, en einnig þar verður tjón á beitilandi. Heimamenn fallast á virkjunartilögur Rafmagnsveitna ríkisins, en í bótaskyni fyrir beitarröskun á Fljótsdalsafrétti taka Rafmagnsveitur ríkisins að sér að rækta tún í byggð fyrir Fljótsdals- hrepp. Samkomulag þetta er gert með fyrirvara um samþykki sveitarfundar og iðnaðarráðuneytis. Stofnað verður til samráðsnefndar heimamanna og virkjunaraðila um sameiginleg vanda- mál. Stjórn Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi hélt fund ný- verið þar sem orkumálin voru rædd al- mennt og þá sérstaklega orkumál Austurlands. Á fundinum var sam- þykkt einróma ályktun þar sem stjórn S.S.A. leggur áherzlu á að bygging raf- orkuvera og flutningskerfis sé í sam- ræmi við þarfir vaxandi og fjölþætts atvinnulifs. Stefnumótandi ákvarðanir verði að taka til langs tíma og með heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðar- ljósi. í ályktuninni er vakin athygli á því, að nú séu þrír virkjunarkostir, hver í sínum landshluta, komnir á ámóta rannsóknarstig. Hagkvæmnissaman- burður sýni að Fljótsdals- og Blöndu- virkjun standi nær jafnfætis, en Sultar- tangavirkjun sé talsvert óhagkvæmari. Bent er á reynslu undanfarinna mánaða, sem sýni að aðkallandi sé að auka miðlunargetu raforkukerfisins og gæta þess í framtíðinni að landsmenn verði ekki ofurseldir virkjanakeðju, sem nýtir einu og sömu miðlunina. I því sambandi er minnt á hugsanlegar afleiðingar náttúruhamfara. „Höfuðkostir Fljótsdalsvirkjunar eru stærð miðlunarlóna og hin mikla fallhæð, sem gerir það að verkum að hver lítri vatns nýtist um fimmfalt betur til orkuframleiðslu en bezt gerist við aðrar stórvirkjanir hérlendis,” segir í ályktuninni. „Aðrir kostir eru 1) Virkjunin liggur utan eldvirkra svæða og jarðskjálfta- svæða. 2) Engin deilumál eru við rétt- hafa og hagsmunaaðila. 3) Virkjunin tryggir rekstur byggðalínu og dregur úr flutningstöpum. 4) Orkuvinnslueigin- leikar virkjunarinnar falla mjög vel að markaðsaðstæðum og auka orku- vinnslugetu þeirra virkjana, sem fyrir eru.” í lok ályktunarinnar þakka samtökin þingmönnum kjördæmisins gott sam- starf í þessu mesta hagsmunamáli fjórðungsins og hvetja jafnframt til að unnið verði kappsamlega að undir- búningi orkufreks iðnaðar, sem tengzt gæti væntanlegri virkjun. í Dagblaðinu í gær kom fram, að Fljótsdalsvirkjun væri bezti kosturinn af þessum þremur virkjunum, ef farið yrði út 1 stóriðju á Austurlandi. Sé hins vegar miðað við almenna notkun, er Blönduvirkjun bezti kosturinn. Þessar niðurstöður koma fram í nýrri skýrslu Orkustofnunar. Þar segir einnig að Sultartangavirkjun sé góður kostur, þar sem hann sé „inni í kerfinu”, bæði hvað snertir almenningsnotkun og stór- iðju á Suðurlandi. VINNINGAR i HAPPDRÆTTI 12. FLOKKUR 1980—1981 Húseign eftir vali kr. 350.000 1895 Bifreiðarvinningur eftir vali kr. 30.000 52072 Bifreiðavinningar eftir vali kr. 20,000 6608 23848 40082 40651 22726 29984 40491 54167 llíanlandsferðir eftir vali kr. 5.000 769 24057 49801 58164 68837 2725 27374 51060 60354 69659 5596 36006 51624 60416 71339 17382 39311 52694 60900 73782 20678 44167 55997 63783 74246 Húsbúnaður eftir vali kr. 1.000 10214 34045 49242 65911 71554 20252 36895 •53100 66445 72665 22680 41192 57906 70305 73011 23305 49217 59468 71385 74270 Húsbúnaður eftir vali kr. 500 2945 18520 35685 53013 61439 8008 21605 38518 53781 63157 ‘8641 22646 39191 54577 63618 10515 24864 44697 55115 65897 11030 28313 45917 55861 68830 11524 29611 48044 56641. 69789 11930 29632 48867 60462 69960 12312 30888 48924 60991 72413 15075 30934 49155 61275 73658 17743 33488 51568 61373 74068 Húsbúnaöur eftir vali kr. 350 192 371 10374 10851 28995 29145 20Ó83 20795 39049 39147 47721 47772 56341 56350 467 11092 29217 20859 39564 * 47777 56351 66679 567 11105 29484 20945 39567. 48199 56502 66973 575 11160 29623 21195 3^635 48378 56683 67295 1000 11531 29735 21409 3^637 48428 56892 67418 1091 12024 29774 21447 40.131 48439 57686 67479 1101 12198 30306 22071 40188 48586 57800 67510 1421 12544 30370 22304 40404 48629 57843 67721 1815 12558 30387 22458 40567 48820 58453 67901 1899 12639 30388 22560 40883 48870 58831 68262 2127 12695 31425 22774 40906 48911 59316 68462 2163 13203 31516 22814 40918 48946 59371 68601 2241 14044 31981 22817 40922 48968 59399 68798 2436 14064 32148 22829 41105 48992 59699 68825 2497 14362 32339 22862 41384 49100 59917 69082 2654 14371 32362 23047 41526 49173 60280 69168 2830 14403 33054 23080 41755 49286 60782 69258 2988 14696 33071 23348 41911 49820 60909 69533 3541 15064 33470 23436 42150 49900 61022 69760 3569 15092 33754 23478 42245 50009 61092 70038 3881 15580 33860 23541 42475 50351 61101 70095 4165 15617 33963 23550 42482 50399 61244 70288 4168 15792 34018 23671 42715 50542 61503 70513 4490 15984 34149 23747 42783 50688 61819 70548 4824 16147 34178 23881 42792 51329 61991 70705 4829 16196 34367 24044 42892 51362 62399 70795 4853 16396 34796 24323 42976 .51399 62539 70996 4855 16525 35071 24557 43404 51491 62728 71602 5547 16874 35298 25055 43745 51726 62789 71690 5954 16886 35478 25064 43870 51872 62794 71719 6092 16999 35591 ,25348 44172 51933 62899 72286 6439 17198 35760 25511 44511 52011 63470 72660 7115 17242 35765 25651 44537 52263 63639 73230 7277 17769 35956 25716 44656 52269 63647 73371 7292 17840 36126 25844 450^6 52999 63697 73406 7504 17855 36171 26037 45280 53206 63734 73870 7646 17907 36569 26231 45519 53395 64533 73953 7768 18042 36707 26291 45535 53464 64711 73959 7970 18542 37363 26542 45590 53630 64948 74117 8279 18707 37428 26570 45728 53896 65106 74260 9618 19282 37469 26654 45739 53978 65114 74640 9755 19486 37825 27199 45878 54259 65190 74844 9855 19655 38106 27331 46828 54357 65364 74903 9941 19764 38134 27619 46839 54374 654Ó9 74996 10145 19904 38221 27807 46855 54452 65597 10237 20027 38680 28130 46939 54654 65621 10257 20227 38745 28286 46983 54906 65987 10282 20477 38779 28358 47134 55282 66098 10321 20669 38885 - 28701 47170 55320 66209 66411 66660 Afgreiðsla húsbúnaöarvinninga hefst 15. hvers mánaöar og stendur til mánaöamóta. - JH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.