Dagblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 24
FÓLK DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981 Plata Utangarðsmanna verður 12 þumlunga (LP plötu stærð) og 45 snúninga. Með því móti verða tóngæði hennar mun betri en ella. Vinnsla sólóplötu Bubba Morthens er enn skammt á veg - * gagnrýnií metratali Skrif leiklistargagnrýnenda eru oft á tíðum hinn furðulegasti samsetningur. Nokkrir þeirra hafa nú miðlað lesendum af skoðunum sínum á revíunni Skornir skammtar. Ólafar Jónsson finnur henni að sjálf- sögðu flest til foráttu í Dagblaðinu — skrifar ríflega hálfs metra langan hlemm um að þetta sé nú óttalega misheppnað stykki og klikkir svo út með því að segja að það hafi nú verið Ijómandi gaman á sýningunni. Jónas stýrimaður Guðmundsson er í umsögn sinni í Tímanum öllu langorðari en Ólafur. Sé mælistika sett á gagnrýni hans kemur í ljós að honum tekst að teygja lopann upp í heila 75 sentimetra. Fyrirsögn Jónasar á umsögninni er „Skornir skammtar” en sjá: aðeins fimm litlir sentimetrar af greininni fjalla um það sem hún á að fjalla um — það er revíuna Skorna skammta. Er það nema von að leikhúsfólk hristi höfuðið yfir þessum spekingum? Allt í lagi meö pabba — Jæja, Kata litla, sagði ná- granninn. Langar þig ekki til að eign- ast einn af þessum fallegu kettling- um? — Jú-ú, svaraði Kata, — en mamma vill ekki sjá að hafa ketti innan dyra. — Enhvaðmeðhannföðurþinn? — Hann pabba? Hann fær næstum því alltaf að koma inn. Grtarle/kararnir Simon ívarsson og Siegfreid Kobiiza. Simon hyggst flytjast heim i haust og stunda kennslu i vetur. Símon ívarsson óg Siegfried Kobilza léku á vordansleik Sameinuðu þjóðanna — Tafðist vegna sprengjuleitar Skömmu eftir að dansleikurinn hófst voru gestirnir, sem voru milli tvö og þrjú þúsund talsins, beðnir um að yfirgefa -ali hússins. Ónafngreindut nn, 'urliafði hringt og tilkynnt um að spiengju hefði verið komið fyrir í byggingunni. Tugir þjálfaðra öryggisvarða leituðu sprengjunnar. Hún fannst engin og var skemmtuninni því haldið áfram. Dansleikurinn sem um ræðir var vordansleikur Sameinuðu þjóðanna i Vínarborg þann 21. marz sl. Meðal þeirra sem komu fram voru gítar- leikararnir Símon ívarsson og Sieg- fried Kobilza. Einnig komu þar fram margir þekktir skemmtikraftar frá ýmsum löndum. Þeir þágu litla sem enga þóknun fyrir vinnu sína því að ágóðinn af dansleiknum rann til fatlaðra barna. Þeim Simoni og Siegfried var vel tekið á dansleiknum. Þeir eru íslendingum ekki með öllu ókunnir þvi að á síðasta ári héldu þeir nokkra tónleika hér á landi. Konsert þeirra í Norræna húsinu var útvarpað. Símon ívarsson lauk einleikara- prófi frá Músíkháskóla Vinarborgar fyrir ári. Hann er nú búsettur í Sviss. Hann hyggst flytjast heim í haust og kenna næsta vetur við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. í október munu hann og Siegfried Kobilza leika á nokkrum tónleikum hér. Á efnisskránni verður spænsk og suður-amerísk tónlist sem þeir hafa að mestu útfært sjálfir fyrir gítar. keppni sjónvarpsins hófst,” sagði Villi Þór. „Algengast er að piltar á táningsaldri panti hana en einnig menn á þritugsaldri og strákpollar vilja líka fá Pálmaklippingu. Mér virðast vinsældir hennar frekar aukast en hitt þó að Pálmi Gunnars- son sé ekki í sviðsljósinu eins og er.” Pálmaklippingin er sáraeinföld. Allt hárið er klippt stutt nema hvað það er haft sitt í hnakkanum. Villi Þór sagði að hún hentaði flestum, — þó væri spurning um andlitsfall og sveipi í hári. Hann hyggst halda þrjár hártízkusýningar til viðbótar, tvær í Hollywood og eina á Útsýnarkvöldi seint í apríl. Pálmi Gunnarsson verður sjálfur módel á tveimur þessara sýninga. Utangarðsmenn á útleið Utangarðsmennirnir Mlka Pollock og Bubbl Morthens i fullu fjöri. DB-mynd: Einar Ólason. „Sumir koma með mynd af Pálma, sem þeir hafa klippt út úr dagblöðunum, og segjast vilja fá svona klippingu. Aðrir panta bara klippingu eins og Pálmi Gunnarsson er með,” sagði Villi Þór rakari í samtali við blaðamann DB. Villi kynnti á sunnudagskvöldið tízku- kiippingar sumarsins og þar á meðal „Pálmatízkuna”. „Það var farið að biðja um svona klippingu um það leyti sem Söngva- Jóhann ,,ekki sá” Það hefur komið mörgum á óvart að Jóhann G. Jóhannsson skuli sjá um tónlistina í revíunni Skornir skammtar. Jóhann er með alvarlegri listamönnum og hefur til þessa ekki verið orðaður við léttúðugt glens eins og revíur. Skýringin er sú að þessi Jóhann G. er „ekki sá”, — með öðrum orðum ekki tónskáldið og listmálarinn. Sá sem leikur á als oddi í revíunni er maður á miðjum þrítugsaldri, býsna sleipur píanóleikari og spilar jazz með Nýja kompaníinu. Hann hefur fyrir fastan sið þegar hann ræðir við ókunnuga að kynna sig Jóhann G. „ekki sá” Jóhannsson. Og þá er allur ruglingur fyrirbyggður. Dregur nú til tíðinda? Þarf að kaupa einkúlung, lítinn, einfaldrar gerðar. Má vera óskráður. Helgi Hóseasson, sími 34832. — Smáauglýsing í DB frá4. apríl. Leiklistar- „Það er unnið að því að samræma hljómleikaferðina þessa dagana,” sagði Jónatan Garðarsson hjá hljómplötuútgáfunni Steinum. „Beinagrindin af henni er komin en eftir að bæta inn tónleikum hér og þar.” — Steinar gefa út báðar plöturnar, sem Utangarðsmenn og Bubbi senda frá sér. Hljómsveitin Utangarðsmenn er á förum til Noregs og Svíþjóðar og nærliggjandi landa. Hún verður erlendis í tvo til þrjá mánuði og leikur viða. Um það leyti sem Utangarðs- menn fara úr landi kemur út með þeim sex laga plata og í júnímánuði er væntanleg á markaðinn sólóplata með Bubba Morthens söngvara hljómsveitarinnar. komin. Á henni mun Bubbi syngja: blues og reggae tónlist við eigin undirleik og annarra. Upptökustjóri hennar er Tómas Tómasson bassa- leikari. Áætlað er að platan komi út á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Villi Þór snyrtír kollinn á Pálma Gunnarssyni. DB-mynd: Einar Ólason. V.-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.