Dagblaðið - 09.04.1981, Side 11

Dagblaðið - 09.04.1981, Side 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981 II I Er'ent Erlent Erlent Erlent I David Becker þykir ótrúlega likur Ron- ald Reagan Bandaríkjaforseta. TVífari Banda- ríkja- forseta Sigur Ronalds Reagan í forsetakosn- ingunum á síðasta ári kom sér sérlega vel fyrir David Becker. Hann hafði starfað sem öryggisvörður í Los Ange- les og var nýlega setztur í helgan stein þegar forsetakosningarnar fóru fram, sextugur að aldri. Áratugum saman hefur fólk ruglazt á forsetanum og Becker. Þeir eru jafn- þungir og jafnháir. Hár þeirra er ná- kvæmlega eins og þeir eiga jafnmörg börn, fjögur talsins! Svo líkir eru Becker og Reagan að umboðsskrifstofa í Bandaríkjunum, sem sér um að útvega tvífara þekkts fólks, réð hann á stundinni. Nú er unnið að því að laga framburð Beckers og kenna honum svolítið í leiklist. Þegar því er lokið verður hann sendur á atvinnumarkaðinn. úrNOW Kölluðu barna- heimili eftir Eroll Flynn Kvikmyndaleikarinn Errol Flynn þótti ekki sérlega prúður piltur. En landar hans, Ástralíumenn, líta á líf hans með blinda auganu. Þar er hann talinn með þjóðhetjum og nýlega var opnað barnaheimili sem kallað er eftir honum. Kettlingur í Tarzanleik Það virðast vera fleiri en Tarzan i trjánum sem kunna að sveifla sér á snæri, eins og sjá má. Þessi litli kettl- ingur sýnist í góðri æfingu og enginn eftirbátur apabróður í loftfimleikun- um. Og af svipnum að dæma virðist hann svo sannarlega hafa gaman af. Skot ársins i Bandaríski fréttaljósmynd- arinn Larry C. Price vann 1. verðlaun í alþjóðakeppni ljós- myndara um mynd ársins. Hann vann keppnina fyrir mynd sem hann nefnir And- artak dauðans. Myndin sýnir aftöku 13 ráðherra sem voru skotnir eftir valdarán herforingja í Afríkuríkinu Líberíu í apríl í fyrra. Myndin sýnir það augnablik þegar ráðherrarnir gefa upp öndina.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.