Dagblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐlÐ. FIMMTUIMGJiiR 9. APRtLtl98.ib DB á neytendamarkaði Eggjaskorturinn stafar fyrst og f remst af verðstríðinu — Framleiðendur vilja fá tryggingu fyrir lágmarksverði ef verðlagsstjóri á að ráða verðlagningunni „Mér er kunnugt um að ýmsir smærri eggjaframleiðendur hafa hætt framleiðslu, það er að segja þeir endurnýja ekki varphænurnar,” sagði Geir Gunnar Geirsson, Vallá, sem á sæti í stjórn Félags eggjafram- leiðenda, í samtali við neytendasíð- una. Nokkuð hefur borið á eggja- skorti í höfuðborginni. Það er sérlega bagalegt þar sem fermingar standa nú sem hæst og páskarnir, sem jafnan er mikil eggjahátíð, eru framundan. Þannig má rekja eggjaskortinn að nokkru leyti i það minnsta til verð- stríðsins og hins illræmda fóður- bætisskatts sem settur var á í fyrra- sumar. Frjálsa markaðskerfið bezt „Þótt finna megi ýmsa galla á hinu frjálsa markaðskerfi, sem við eggjaframleiðendur höfum búið við undánfarin ár, hefur það kerfi samt langtum fleiri kosti. Við höfum I það minnsta aldrei þurft að fá neina styrki úr rikiskass- anum eða niðurgreiðslur á fram- leiðsluna, ekki einu sinni þegar hún var í hámarki og við urðum að lækka verðið niður úr öllu valdi. Ég veit ekki betur en að land- búnaðarvörur hafi allar hækkað 1. marz eins og eggin. Að vísu skal viðurkennt að hækkunin á eggjunum var meiri en á öðrum landbúnaðar- vörum, en þar var um uppsafnaðan vanda að ræða. Ekki hefði verið þörf á þessari verðhækkun ef Pálmi Jónsson land- búnaðarráðherra hefði gengið að til- boði okkar eggjabænda. Ráðherr- anum var boðið að ef fóðurbætis- skatturinn yrði afnuminn þyrftueggin ekki að hækka nema innan þeirra marka sem verðlagsstjóri gæti sætt sig við. Þessu tilboði var ekki tekið. Við teljum einnig að ef verðlags- stjóri á að hafa verðlagningu á eggj- um með höndum ætti hann að tryggja okkur lágmarksverð á eggjum þegar framleiðslan er' i hámarki,” sagðí Geir Gunnar. Nefndi hann okkur dæmi um hækkanir á nokkrum landbúnaðar- afurðum frá árinu 1975 og þar til I júní á sl. ári, þ.e. áður en fóðurbætis- skatturinn var settur á: Dilkakjöt hækkaði á því tlmabili um 444%, svinakjöt um 333%, kjúklingar um 407%, en egg „ekki nema” um 295%. „Annars er það rúsínan i pylsuend- anum að ríkið er jafnan fremst i flokki að brjóta verðstöðvunar- lögin. Fóðrið hefur hækkað frá ára- mótum og fóðurbætisskatturinn er lagður á sif verðið í prósentum. Þannig fær ríkið meira í sinn hlut i formi skattsins eftir því sem fóðrið hækkar meira,” sagði Geir Gunnar. Loks taldi hann að líkur á að eggjaskorturinn gæti orðið eitthvað fram yfir páska en þá ætti markaður- inn að jafna sig. -A.Bj. Hitaeiningasnauður veizluréttur Það er hálfaumt heimili sem ekki a til egg. Ekki svo að skilja að ekki sé hægt að lifa þótt engin séu eggin, en það er ósköp fátæklegt lif. Egg eru ákaflega þægilegur matur sem hefur ýmsa kosti sem nútimafólk leggur mikið upp úr. Eggin eru holl, þau eru ekki fitandi, þau eru fljótleg og handhæg í eldamennsku og ættu svo sannarlega að vera á borðum hvers og eins daglega. Og miðað við verðlag á annarri matvöru þá finnst mér ekki hægt að segja að eggin séu dýr jafnvel þótt þau kosti einar 36 kr. kg. Það er hálfhart, og raunar meira en það, að landsmenn skuli þurfa að búa við skort á eggjum vegna þess að strlð ríkir milli verðlagsyfirvalda og framleiðenda vörunnar! Ekki ber á öðru en verð á ýmsum vörutegundum hækki I hvert skipti sem kemur „ný sending” og ef fóðrið, sem varphænunum er gefið, hækkar og þar með gjald sem fram- leiðendur verða að greiða til rikisins er erfitt að koma auga á hvers vegna ekki má hækka vöruna í verði jafnvel þótt svokölluð verðstöðvun rlki 1 landinu! Aðeins fyrsta flokks egg Hitt er svo annaö mál að eitt og annað er hægt aö finna athugavert við „hanteringu” og sölu á eggjun- um. Hér á landi eru öll egg seld sem fyrsta flokks egg. Erlendis, þar sem ég þekki til, er jafnan hægt að fá bæði A egg og B egg. Er verðlagið þá samkvæmt þvi, B eggin eru ódýrari. Þar eru egg einnig dag- stimpluð þannig að neytendur vita hve gamla vöru þeir eru að kaupa. Eins og nú er verða jteir að treysta framleiðendum og seljendum um aldur eggjanna, sem því miður hefur stundum komið i Ijós að eru ekki allir traustsins verðir. Einnig er mjög at- hyglisvert að aðeins skuli vera fram- leidd fyrsta flokks egg hér á landi. -A.Bj. 'Þafl er ekkl einasta að þetta sé lystilega góður réttur, alls ekkl fitandi, ef frá er talin sósan, heldur cr hann fallegur i borði, sem hefur mikið að segja. Hér er uppskrift að rækjurönd sem tilvalið er að bjóða heimilisfólkinu upp á einhvern þeirra helgidaga sem fram undan eru. 250 g rækjur 1 dós spergill 1 pakkl þurrkaðar grænar baunir 1 pakki Ijóst aspik (hlaup) Sósan Mayones og sýrður rjómi (eða ýmir) er hrært saman, tómatkrafti bætt út iásamt ofurlitlu af góðu sinn- epi. Gætið þess að láta ekki of mikiö af tómat út 1 sósuna. Borið fram með ristuðu brauði, ef vill, og sitrónu- sneiðum. Leysið aspikkið upp I sjóðandl vatni eins og segir til á pakkanum. Hellið örlitlu I hringform sem áður hefur verið skolað með köldu vatni. Látið stifna I kæliskápnum. Látið því næst nokkrar rækjur 1 botninn ásamt nokkrum spergitsbitum og baunum. Hellið aspikki yfir og látið stífna á ný. Endurtakið þar til formið er orðið fullt og aspikkið uppurið. Látið stlfna í kæliskáp. Uppskrift dagsins Þegar nota á þennan gómsæta rétt er gott að dýfa forminu smástund i heitt vatn. Þá losnar rækjuröndin. Hvolfið henni á kringlótt fat. Þessi réttur svíkur engan. — Ef þið viljið breyta til er ekkert þvi til fyrir- stöðu aö nota t.d. lúðu, soðna ýsu, silung, lax eða t.d. soðinn skötusel I þessa sumartegu og skrautlegu rönd. -A.Bj. VID EGGJASKORT Það er meira en litlð aumt heimili þar sem engin egg eru til. Egg ættu að vera á borðum okkar daglega. DB-mynd Sig. Þorri. HARÐIR KOSTIR FYRIR NEYTENDUR AÐ ÞURFA AÐ BÚA SUMARLEG RÆKJURÖND MEÐ TÓMATSÓSU

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.