Dagblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981 5 Tregir til að dreifa Frímúrarabók Úlfars sem fjallar um stöðu Frímúrara í stjórnmálum, stjórnsýslu, embættum og tengslum íviðskiptalífi þjóðarinnar „Það er eins og menn haldi að bók mín um Frímúrararegluna sé svo samfelldur meiðyrðalestur að ekki sé þorandi að taka hana til dreifingar,” sagði Úlfar Þormóðsson blaðamaður þegar fréttamaður DB innti hann eftir útgáfu bókarinnar Bræðra- banda. Henni verður .dreift í allar bóka- verzlanir í lok vikunnar. Er þetta fyrra bindið af tveim, sem spannar frásögn um tilurð frímúrara frá upp- hafi og allt til félagatals og æviatriða hinnar íslenzku deildar þess félags. Seinna bindið kemur út eftir fáar vikur. „Framkvæmdastjóri Innkaupa- sambands bóksala og dreifingarstjóri tóku strax vel í boð mitt um að það fyrirtæki annaðist dreifingu bókar- innar,” sagði Úlfar, „en vegna „eðlis” bókarinnar töldu þeir rétt að bera málið undir stjórnina.” Hann kvað tvo af 5 stjórnarmönn- um hafa talið þau viðskipti sjálfsögð og eðlileg. „Formaðurinn Arnar Ing- ólfsson, forstjóri Bananasölunnar, taldi rétt að fjalta um málið á stjórnarfundi. Var hann timasettur þannig, að óhjákvæmilegt var að leita hófanna annars staðar,” sagði Úlfar. Hann er á förum til írlands þar sem hann hefur dvalizt undan- farna mánuði og unnið að frágangi bókarinnar Bræðrabanda. Vil engan særa... „Ég leyni því ekki, að ég vil ekki eiga þátt í að dreifa einhverju, sem gæti sært einhvern,” sagði Arnar Ingólfsson í viðtali við DB. „Við viljum sjá bókina áður en við tökum ákvörðun um dreifingu hennar. Ég reikna með því að þetta sé viðskipta- lega hagkvæmt fyrir Innkaupasam- bandið og á fastlega von á því að við tökum þetta að okkur. DB telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því, að dreifingin hafi verið borin undir a.m.k. einn af for- vígismönnum frimúrara. „Þetta sýnir vel þá tillitssemi sem jafnvel harðsnúnir bananasalar telja sig þurfa að sýna, þegar frímúrarar eru annars vegar,” sagði Úlfar Þormóðs- son. „Gagnvart efni bókarinnar er Innkaupasambandið eins og blað- burðarbarn gagnvart til dæmis efni Dagblaðsins.” „Ég hefi leitazt við að afla sannra, eðlilegra og sanngjarnra heimilda, og er ég því fremur skrásetjari en höfundur í venjulegum skilningi,” sagði Úlfar. Hann kvað Bræðrabönd vera heimssögulegt yflrlit yfir regluna frá upphafi með kafla um heimspeki og helgisiði, sem félagar nefna svo, auk starfs og reglna í stúkunum. Langur kafli er um sögu íslenzku Frímúrarahreyfingarinnar og nafna- skrá um félaga. Fyrra bindið er tals- vert á þriðja hundrað blaðsíður með fjölda mynda. Raktir eru helztu þættir ævi- og starfsferils. Þjóðfélagsleg staða félaganna „f seinni bókinni verður svo fjall- að um stöðu þeirra í þjóðlífinu, þátt- töku í stjórnmálum, stjórnsýslu, embætti og fyrirtæki, sem félagarnir hafa tengzt, átt eða rekið,” sagð Úlfar. „Ekki verðu alveg fyrir það synj- að, að örlitlu efni er vikið að mann- legri hrösun félaganna og afleiðing- um eða engum afleiðingum hennar.” „f síðara bindinu er velt upp þeirri spurningu, hvort allur þorri félags- manna sé ekki nytsamir sakleysingjar í störfum fyrir annað og aðra, sem þeir þekkja hvorki haus né sporð á,” sagði Úlfar Þormóðsson. Þá er þar og fjallað um aðra karla- klúbba, allt frá Bilderberg til Kiwanis og Lions, uppruna þeirra og tilgang. Ekkert forlag sýndi útgáfu bókar- innar mikinn áhuga, og nú hefur komið í ljós tregða við dreifingu hennar. Eigi að síður verður henni dreift í bókaverzlanir í vikulokin.- BS ganga á skíð- um f rá Blá- fjöllum til Hveradala Skiðaganga á auknum vinsældum að fagna eins og kom í ljós á Skíða- degi fjölskyldunnar sem DB gekkst fyrir á Miklatúni fyrir nokkru. Um næstu helgi gefst almenningi tæki- færi á að spreyta sig enn frekar í göngulistinni, þvi á laugardaginn kemur, 11. april, mun Skiðafélag Reykjavikur gangast fyrir almenn- ingsgöngu á skíðum, ef veður leyfir. Gengið verður frá Bláfjöllum til Hveradala um Þrengsli 16 kílómetra leið. Þetta er létt ganga, því mikill hluti leiðarinnar er undanhald. öllum er heimil þátttaka og tilkynnist á skrifstofu Skíðafélags Reykjavikur að Amtmannsstíg 2, föstudaginn 10. apríl kl. 18 til 21, eða i allra síðasta lagi við Bláfjallaskála klukkan tólf á hádegi á laugardag. Þátttökugjald er kr. 70 og greiðist á innritunarstað. Innifalið i þátttöku- gjaldinu er hressing fyrir þá sem vilja á leiðinni og eins verður frameidd súpa og drykkir á áfangastað. Mótstjórar eru þeir Erlendur Björnsson og Ágúst Bjðrnsson og verða þeir við rás- og endamark. Einar Ólafsson og Haraldur Pálsson fylgja göngunni á skiðum og aðstoða ef þarf, en auk þeirra verða þeir Þor- steinn Hjaltason fólkvangsvörður i Bláfjöllum og Magnús Jónasson um- sjónarmaður I Hveradölum á snjó- steöum og munu þeir troða göngu- brautina og aðstoða ef þörf krefur. -JR i góðu veðrí er gaman að ganga á skiðum. Úlfar Þormóðsson — Frímúrarahöllin við Skúlagötu: „Sýnir þá tillitssemi, sem jafnvel harðsnúnir bananasalar telja sig þurfa að sýna, þegar frímúrarar eru annars vegar.” DB-myndir Bj. Bj./HV. Ekkert forlag hafði áhuga á útgáfu „Bræðrabanda”: Nokkrir nemenda Réttarholtsskóla, sem tóku þátt í sýningunni um síðustu helgi. DB-mynd Sig. Þorri. Réttarholtsskóli 25 ára í vor eru liðin tuttugu og fimm ár síðan Réttarholtsskóli hóf starfsemi sína. Nemendur og kennarar hafa af því tilefni gengizt fyrir ýmsum uppá- komum í skólanum — t.a.m. var um síðustu helgi haldin þar sýning á handa- vinnu og sitt hverju fleira úr starFi og sögu skólans. Nemendur Réttarholtsskólans hafa einnig undir handltiðslu Jcennara komið upp nýstárlegri sýningu, sem bar yfirskriftina „Hverfið okkar”. Þar komu fram fróðlegar upplýsingar um þróun skólahverfisins og viðtöl við nokkra íbúa. í tengslum við 25 ára afmæli skólans kemur næstu daga út vandað afmælis- rit, sem selt verður í skólanum. Skóla- stjóri Réttarholtsskóla er Ástráður Sigursteindórsson. -ÓV FYRIR DÖMUR OGHERRA Sýnir að hollir skór eru iíka „smart Kvenskór: Litur: Brúnt ieður Stærðir: 36—40 Verð kr. 266,60 Herraskór: Litur: Brúnt leður Stærðir: 36—46 Verðkr. 285,40 Skóverzlun pós,sendum Þórðar Péturssonar KIRKJUSTRÆTI 8 - SÍMI 14181 LAUGAVEGI 95. - SÍMI 13570

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.