Dagblaðið - 09.04.1981, Síða 10

Dagblaðið - 09.04.1981, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981 d Erlent Erlent Erlent Erlent I Leynilegar viöræður Peresar við Arabaleiðtoga umdeildar — Moshe Dayan kann að fá lykilaðstöðu í fsraelskum stjórnmálum eftir f yrirhugaðar þingkosningar Deilurnar hófust þegar E1 A1 707 þota Shimons Peres, Ieiðtoga stjórnarandstöðunnar í ísrael, lenti á Ben Gurion flugvellinum í Tel Aviv. ísraeiska sjónvarpið greindi frá þvi að Peres hafi tekið hliðarspor á ferð sinni til Vestur-Evrópu og átt leynilegar viðræður við Hassan Marokkókonung og hann hafi einnig rætt við leynilegan sendifulltrúa frá Jórdaníu, sem aðrar heimildir greina að hafi verið Hassan krónprins, bróðir Husseins konungs og helzti ráðgjafi hans í pólitískum efnum. Leynilegir fundir ísraelsmanna með leiðtogum Araba eru ekkert nýir af nálinni en nú eru aðeins þrír mánuðir til kosninga í ísrael og Peres, leiðtogi Verkamanna- flokksins, er helzti keppinautur Menachems Begins forsætisráðherra í þeim kosningum. Begin mun enda allt annað en ánægður með þetta tiltæki Peresar og einn af samstarfs- mönnum forsætisráðherrans hafði þetta að segja: „Aldrei áður hefur leiðtogi stjórnarandstöðunnar hafið viðræður við ráðamenn í rikjum sem eiga í stríði við ísrael. Slík stjórnar- andstaða sýnir rikinu ekki lengur eðlilega þegnskyldu.” Peres, sem hefur umtalsverða forystu gagnvart Begin í fylgi kjós- enda ef marka má skoðanakannanir, lét ásaknir þessar ekki koma sér úr jafnvægi. Án þess að staðfesta fréttina um leynifundina gaf hann sterklega til kynna að fundirnir hefðu átt sér stað. Tilgangurinn með fundunum var að sannfæra Araba um að stjórn Verkamannaflokksins mundi beita sér fyrir sjálfstjórn Palestínumanna á vesturbakkanum og Gazasvæðinu. Sjálfur sagði Peres: „Við verðum að sjá við hverja við getum náð samkomulagi og hverja ekki. Ég þarf ekki á leyfi neins aðila að halda til þess.” Strax i októbermánuði síðast- Jórdaníu minna á, að aðeins þremur vikum áður höfðu Abba Eban og aðrir leiðtogar Verkamannaflokksins gagnrýnt Moshe Dayan fyrrv. utan- ríkisráðherra fyrir að birta atriði úr viðræðum er hann átti við leiðtoga Araba árið 1977. Dayan lét ýmislegt uppi um þessar viðræður i nýtút- komnum endurminningum sínum. Eban hélt því fram að slík afhjúpun tefldi leynilegum framtíðarviðræðum ísraelsmanna við Arabaríkin í hættu. Meginástæðan til þess að Eban réðist að payan með þessum hætti er þó vafalaust önnur. Dayan hefur tilkynnt að hann muni ekki fylgja Verkamannaflokknum í komandi kosningum heldur bjóða fram sjálfstætt. Talið er að framboð þessarar gömlu stríðskempu gæti fengið allt að 15—20 sæti í ísraelska þinginu Knesset. Þar með væri Dayan kominn með lykilaðstöðu í þinginu. Hann gæti myndað stjórn hvort sem honum sýndist vænlegra með Verka- mannaflokknum eða Likudbandalagi Begins forsætisráðherra. Dayan gæti þá þvingað fram breytingar á stefnunni í sjálf- stjórnarmálum Palestínumanna. Hann er andstæðingur sam- komulagsins við Jórdaníumenn sem þeir Shimon Peres og Abba Eban hafa talað fyrir að undanförnu. Hann er hlynntur sjálfstjórn Palestínumanna á vesturbakkanum og Gazasvæðinu en aðeins að því marki að hersveitir ísraelsmanna verði þar áfram með aðsetur og að ekki verði heldur hróflað við búsetu ísraelsmanna á þessum svæðum. Dayan segir um málamiðlunar- tillögu þeirra Peresar og Eban: „Það er algjörlega óraunhæft að halda að Hussein muni fallast á slika tillögu.” Eftir að leyniviðræðurnar eru orðnar á hvers manns vörum í ísrael virðast Jórdaníumenn enda hafa misst áhugann á framhaldi þeirra. Þegar Peres reyndi fyrir opnum tjöldum að fá Saudi-Arabíu til viðræðna um framtíðJerúsalemborg- ar þá var því þegar í stað hafnað. Þessa dagana hafa hugsanlegar viðræður ísraels og Arabaríkjanna þó fallið í skuggann af heimsókn Alexanders Haig, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Miðausturlanda. Yfirlýsingar Haigs við komuna til ísraels féllu í mjög góðan jarðveg hjá heimamönnum en þar sagði Haig að Bandaríkin myndu ekki brcgðast ísrael og þau mætu mikils þýðingu Shimon Peres: Tilgangur hans með leynifundunum var að sannfæra Araba um að stjórn Verkamanna- flokksins mundi beita sér fyrir sjálf- stjórn Palestínumanna á vestur- bakkanum og á Gazasvæðinu. ísraels sem vígis gegn auknum á- hrifum Sovétríkjanna í þessum heimshluta.Haig hefur látið í ljós von um að mynda mætti bandalag ísraels, íraks, Jórdaníu, Sýrlands og Saudi-Arabíu gegn auknum áhrifum Sovétmanna. Hætt er þó við að slikar hug- myndir séu loftkastalar einir og fáir verða til að taka undir með Haig á möguleikum á slíku bandalagi. Ákvörðun Bandaríkjastjórnar að selja Saudi-Aröbum vopn og hug- myndir um að setja á stofn banda- rískar friðargæzlusveitir á Sinaískaga eru augljóslega settar fram í þeirri von að með því megi auka áhrif Bandaríkjanna í Miðausturlöndum og að sama skapi sporna við áhrifum Sovétríkjanna í þessum heimshluta. (Time og Reuter). Menachem Begin, sem hér sést faðma Sadat Egyptalandsforseta, á nú mjög i vök að verjast heima fyrir og skoðanakannanir benda til að flokkur hans muni bíða ósigur í þingkosningunum eftir þrjá mánuði. liðnum hóf Peres að senda Hussein Jórdaníukonungi orðsendingar með leynilegum sendiboðum þess efats að stjórn Verkamannaflokksins 'yrði til viðræðna um öll atriði er tengdust hugsanlegum friðarsamningum, þar með talin væri hið viðkvæma Jerúsalemmál. Einkum var Peres umhugað að fá Jórdaníumenn til að ræða mála- miðlun varðandi vesturbakkann. Slík málamiðlun fæli það í sér að ísraels- menn létu af hendi tvo þriðju hluta svæðisins við sameignlegt ríki Jórdaníumanna og Palestínumanna sem yrði undir sérstöku eftirliti Jórdaníu. Hussein konungur hefur raunar áður lýst því yfir að hann fallist ekki á slíka tilhögun og Verka- mannaflokkurinn telur að Jórdaníu- menn muni ekki þegar til lengdar lætur sjá sér fært að fúlsa við þessum landsvæðum. Niðurstaða Peresar mun einmitt hafa orðið sú eftir leyipiviðræðurnar að Jórdaníumenn kynnu að fallast á þetta þó smáatriði slíks samkomulags hafiekki veriðrædd. Þessar hálfleynilegu viðræður Peresar við fulltrúa Marokkó og MosheDayan ásamt konu sinni, Rahel. Liklegt er aö hann muni hafa lykilaðstöðu f israelskum stjórnmálum eftir næstu kosningar. ísraelskir skriðdrekar. Dayan vill að israelsmenn hafi áfram hersveitir á vestur- bakkanum og Gazasvæðinu. V

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.