Dagblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981 Áhugamenn um norræna sjónvarpsgerfihnöttinn vonbetri eftir Norðurlandaráðsþingið íKaupmannahöfn: Veréur NORDSA T aö veruleika? eða setja Svíar strikíreikning- inn með f jar- skiptahnettinum TELE-X? 7 Verður samnorræni sjónvarps- gervihnötturinn NORDSAT einhvern tíma meira en orðin tóm? Vandi er um slíkt að spá, en svo virðist þó sem áhugamenn um NORDSAT séu öllu vonbetri að afloknu þingi Norður- landaráðs í Kaupmannahöfn í marz- byrjun en þeir voru fyrir þingið. Mörgum til furðu voru þingliðar í Höfn mun jákvæðari þegar þetta mál bar á góma en þekkzt hefur á fyrri Norðurlandaráðsþingum. Og næstu mánuði skal áfram vinna að könnun á NORDSAT með það fyrir augum að endanleg ákvörðun ráðherra- nefndar Norðurlanda (menntamála- og samgönguráðherra) liggi fyrir áður en nýtt ár gengur í garð. Full- trúar á næsta Norðurlandaráðsþingi í Helsinki um mánaðamótin febrúar- marz 1982 munu þá væntanlega greiða atkvæði um hvort þeir vilja eða vilja ekki NORDSAT. Athyglisvert var á Norðurlanda- ráðsfundinum í Kaupmannahöfn, að norskir fulltrúar voru hvað ákafastir að fá sjónvarpshnöttinn. Einnig kom fram eindreginn stuðningur margra íslenzkra fulltrúa við hnöttinn (allir stjórnmálaflokkarnir að Alþýðu- bandalaginu undanskildu hafa tekið jákvæða afstöðu til NORDSAT). Danir voru fremur fáorðir um málið, en sænskir og finnskir fulltrúar töl- uðu mikið, en ósamhljóða. Sumir Finnar og Svíar voru ákaflega hlynntir hugmyndinni, aðrir ákaflega mótfallnir — og allt þar á milli. Þannig birtist mismunandi afstaða pólitísku flokkanna í löndunum til málsins. Danmörk: Sjón- varpsgósenland innan fárra ára Hans Fredrik Dahl menningarrit- stjóri norska Dagblaðsins ræddi gervihnattasjónvarp, þar á meðal NORDSAT, í ágætum fyrirlestri í Norræna húsinu á dögunum (þar sem voru alltof fáir áheyrendur!) Hann sagði einfaldlega að Norðmenn og íslendingar væru manna æstastir í að fá NORDSAT af því að lega land- anna og landslag gerði erfitt um vik að ná sendingum frá öðrum löndum eða öðrum hnöttum en NORDSAT. Danir væru áhugalausir af því þeir næðu hvort eð er sendingum frá Þýzkalandi eða Svíþjóð (30% danskra sjónvarpsnotenda hafa komið sér upp útbúnaði til að ná sendingum þýzku stöðvanna, allt að 40% eiga kost á að ná tveimur rásum sænska sjónvarpsins þó ekki allir noti sér það). Þegar svo Þjóðverjar, Luxemborgarbúar, Frakkar og fleiri Evrópuþjóðir senda upp eigin sjón- varpshnetti innan fárra ára, geta Danir auðveldlega „stolið” sér geisla frá þeim án þess að þurfa að borga stórfé fyrir. Og Fredrik Dahl fannst ekki undarlegt að þeim væri því nokkuð sama um hvort NORDSAT kæmist á loft eða ekki. Norski rit- stjórinn sagði það heldur ekki undar- legt að Svíar tækju fremur dræmt undir NORDSAT-hugmyndirnar. Samkvæmt núgildandi samningum um norrænt menningarsamstarf yrðu þeir að borga stærstan hluta gífurlegs kostnaðar við hnöttinn, eða 41,4% (hlutur Dana er 23,7%, Finna 16,0%, Noregs 18,0% og íslands 0,9%). Hans Fredrik Dahl spurði sem svo: Ætli Svíum þyki ekki til full- mikils ætlazt að þeir borgi manna mest til þess eins að fá aðgang að sjónvarpsdagskrám sem eru í mun lakari gæðaflokki en það sem þeir framleiðasjálfir?! „Einleikur" Svía í sjónvarps- hnattarmálinu Ræðumenn á Norðurlandaráðs- þinginu í Kaupmannahöfn (þ.e. stuðningsmenn NORDSAT) lögðu meiri áherzlu en áður á þýðingu hnattarins fyrir norrænt samstarf á sviði iðnaðarmála. í „6 punkta til- lögu” ráðherranefndarinnar um málið sem samþykkt var í Höfn er einmitt vikið að þessu atriði: „Að því er hina iðnpólitísku möguleika varðar er ráðherranefnd- inni ljóst, að í könnun málsins hefur ATLI RUNAR HALLDÓRSSON einnig verið vikið að þeim atriðum. Vegna þess hvernig könnunarverk- efnið var afmarkað hafa þau hins vegar ekki sætt neinni rækilegri at- hugun. Þvi er ástæða til að bæta við þau gögn sem lögð verða til grund- vallar ákvörðun i málinu athugun er varpi ljósi á iðnpólitískar forsendur og afleiðingar norræns hljóðvarps- og sjónvarpssamstarfs með notkun gervitungla.” En í þessu sambandi er vert að minna á „einleik” Svíþjóðar, nefni- lega hugmynd Svía um að skjóta á loft fjarsiciptahnettinum TELE-X árið 1986. Þetta yrði tilraunahnöttur fjármagnaður af sænska rikinu. í gegnum hann yrði hægt að stunda tölvufjarskipti innan Skandinavíu og jafnvel ná talsambandi við sænska flutningabílstjóra á vegum hér og þar í Evrópu! Svíar áætla að verja tugum milljóna sænskra króna til þessa verkefnis strax á næsta ári. Gagn- stætt NORDSAT, sem talað er oftast um sem menningarfyrirbæri, er yfir- lýst markmið TELE-X að þjóna iðn- aðinum. Athyglisvert er líka að sænsku flokkarnir sem hafa tekið opinbera afstöðu gegn NORDSAT, styðja eindregið TELE-X. Má nefna sósíaldemókrata, miðflokksmenn (centern) og kommúnista (Vánster- partiet kommunisterna). Margar spurningar en minna um svör Það má því orða spurningarnar þannig: Fer NORDSAT á loft? Fer TELE-X á loft? Eða fer hvorugur á loft? Fer TELE-X á loft fyrst og síðan NORDSAT? Svörin eru óviss sem stendur, en þegar líður nær áramótum komast Erþetta framtíðarsýnin á ís- landi: aö fóik sé með eigin stöðvar tH að taka á móti efhi frá tugum sjónvarps- gervihnatta? < 'm. hlutirnir væntanlega meira á hreint. Og í síðasta lagi 10. desember verður endanlega ákvörðun ráðherra- nefndarinnar um NORDSAT að liggja fyrir, eigi að halda tímaáætl- anir um að koma hnettinum marg- úmtalaða í gagnið. Gert er ráð fyrir að tilraunasendingar með 5 rásum til austursvæðis Norðurlanda og 3 rásum til vestursvæðis (þar á meðal íslands) geti hafizt í fyrsta lagi 6 ár- um eftir að ákvörðun er tekin um að koma NORDSAT-kerfinu á laggirn- ar. - ARH Má bjóða þér ÁSTRALSKA TÓNUST EBA ÍTALSKT KLÁM? —af nógu verður að taka fyrir sjónvarpsáhorfendur í Evrópu þegar allir f jarskiptahnettimir komast í gagnið Móttökutækið á þakinu hjá þér nær geisla frá gervihnetti 20 þúsund mílur úti í geimnum. Þú getur fylgzt með beinni útsendingu frá hljómleik- um í Ástralíu, klámmynd frá ein- hverju Evrópulandinu, kúrekamynd frá öðru og pólitískum áróðri frá enn öðru landi. Þannig lýsir brezka tímaritið NOW því hvernig framtíðin í fjarskiptum horfi við John eða Jane í Bretlandi, meðalbretunum sem setjast við sjón- varpstækin sín að loknum vinnudegi og fara að velja og hafna því fjöl- breytilega efni sem gervihnettir spræna yfir þjóðlöndin. Bretár, eins og margar Evrópuþjóðir, geta bráðum farið að velja úr fjölda sjón- varpsrása, allt í gegnum þessi tækni- undur geimaldarinnar sem sigla um himinhvolfið. Bandaríkjamenn eru lengst komnir á þeirri braut að notast við gervihnetti, ekki aðeins til að hljóðvarpa og sjónvarpa stranda á milli, heldur einnig í margvíslegum öðrum tilgangi. Stórblöðin senda til dæmis efni sitt frá aðalstöðvunum i gegnum gervihnetti. Móttakendur eru prentsmiðjur hingað og þangað um landið og þannig er hægt að prenta blaðið samtímis á mörgum stöðum. Fimm sjónvarpsdagskrár tiS íslands ísland kemst inn á gervihnatta- myndina, ef NORDSAT verður að veruleika, norræni sjónvarps- og hljóðvarpsgervihnötturinn margum- talaði. Og raunar kann að vera að notendur sjónvarps og hljóðvarps á afmörkuðum svæðum landsins geti líka krækt í einhverja geisla frá öðrumhnöttum. Á alþjóðlegri ráðstefnu um fjar- skipti í Genf árið 1977 var útdeilt rásum frá gervihnetti til rikja. Þar fengu Norðurlöndin, þar á meðal ísland, ákveðinn fjölda rása, bæði rásir sem ná til allra landa sameigin- lega og til eigin landsvæða. Þannig tryggðu íslendingar sér allgóða að- stöðu í nánustu framtíð, en ákvarðanir ráðstefnunnar gilda í a.m.k. 15 ár. NORDSAT-hugmyndir gera ráð fyrir að senda allar sjónvarpsdag- skrár Norðurlanda til austurhluta svæðisins (Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð). Mest yrði hins vegar hægt að senda fimm sjónvarps- dagskrár til vesturhlutans (ísland, Færeyjar, Grænland). Öllum ellefu hljóðvarpsdagskránum yrði hægt að útvarpa til austurhlutans og hugsan- lega a.m.k. tíu hljóðvarpsdagskrám til vesturhlutans. Þessar upplýsingar og þær sem á eftir koma eru úr skýrslu menntamálaráðherra til Alþingis í janúar 1980, þar sem NORDSAT-málið var reifað. Hallast menn að léttmetinu? Gert er ráð fyrir að sjónvarpsnotk- un á Norðurlöndum aukist og að gæta muni tilhneigingar til að velja „hið léttara efni á grannlandarásun- um”, jafnframt því sem fólk horfi þá minna á léttmeti í heimasjónvarpinu. Ennfremur kunni að verða vart til- hneigingar í þá átt að „hafna fræð- andi dagskrárefni.” Talið er að hljóðvarpsnotkun muni „tæplega aukast að ráði.” Byrjað verður á þýðingum sjón- varpsefnis í smáum stíl en síðan aukið við þá starfsemi. Miðað er við að verulegur hluti íslendinga geti skilið atalaða eða textaða dönsku, norsku og sænsku. „Þýðingar á og af finnsku og af íslenzku ættu að hafa forgang,” segir þó i skýrslu ráðherr- ans. Auglýsingamálið þarfnast sér- stakrar skoðunar. Hérlendis eru auglýsingar bæði í sjónvarpi og hljóðvarpi. Danir, Svíar og Norð- menn hafa bannað slíkt með lögum í ríkisfjölmiðlunum, en Finnar auglýsa aðeins í sjónvarpinu. Hverjir geta náð NORDSAT- geisla. í skýrslunni segir um þetta: „Unnt verður að nota venjuleg sjón- varpsviðtæki i sambandi við NORD- SAT-kerfið, en viðbótarbúnaður verður nauðsynlegur til að ná send- ingum frá gervitunglunum, hvort sem um er að ræða einstaklingsmóttöku eða móttöku um sameiginlega loft- netsmiðstöð.” Mikið gaman — og ákaflega dýrt Og hvað kosta svo öll herlegheitin? Fljótsvarað er, að sá kostnaður er mikill! í janúar 1979 reiknaðist mönnum til að hinn opinberi kostnaður (sendikerfi og dagskrár- efni) væri um það bil 15 danskar krónur á hvern fbúa á Norðurlöndum eða 40 dkr. á hvert „sjónvarpsheim- ili”. Að meðaltalsársgreiðslur fyrir Norðurlöndin öll, fyrir stofnkostnað og rekstur, yrði 280—350 milljónir dkr., þar af yrði hlutur íslands 4—5 milljónir. Heildarútgjöld vegna stofnkostnaðai viðNORDSAT yrði á verðlagi janúar 1979 2 milljarðar danskra króna. Þá er ótalinn kostnaður sjónvarpsnotenda við að ná geislunum góðu. Einstaklingsmót- taka (búnaður og uppsetning) myndi kosta 4500—6500 d.krónur. Stjórnmálamenn hafa á Norður- landaráðsþingum haft mörg fögur orð um markmiðið með NORDSAT. Og þó ekki allir, því sumir þingfull- trúar finna hnettinum þeim flest til foráttu. Það er talað um að NORDSAT muni „efla norræna menningarsamvinnu”, „styrkja nor- rænt menningarsvæði gagnvart áhrifum annars staðar frá”, „stuðla að gagnkvæmum málskilningi” o.s.frv. Ómögulegt er að segja hvort fagurgalinn stenzt, og hvort áhrifin af NORDSAT verða til góðs eða ills þegar til lengri tíma er litið (komist hnötturinn á loft á annað borð!). Hitt er jafnvist og að dagur fylgir nóttu.að fjarskipti um gervihnetti er það sem koma skal — líka á Norður- löndum. Og þá hlytur NORDSAT að vera álitlegur kostur fyrir Norður- landabúa. - ARH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.