Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 07.05.1981, Qupperneq 7

Dagblaðið - 07.05.1981, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. MAÍ1981. I Erlent Erlejit Erlent Erlent g> REUTER Flugslys hjá bandaríska hernum í gær Flugvél bandaríska flughersins er hafði að geyma ýmiss konar leynilegan tækjabúnað hrapaði nærri Frederick í Maryland í gær og að sögn lögreglunn- ar mun öll áhöfnin, alls 21 maður, hafa látið lífið. ðbeinn stuðningur Chiracs Jacques Chirac, leiðtogi Gaullista, veitti Giscard Frakklandsforseta í gær óbeinan stuðning í forsetakosningun- um sem fram fara á sunnudag. Hvatti Chirac stuðningsmenn sína til að hindra framgang sósíalistans Francois Mitterand. Harðorðar árásir Menachem Begins í garð V-Þjóðver ja: BEGIN SAKAR SCMIDT UM TRÚNAÐ m HITLER — segir V-Þjóðverja bera sameiginlega ábyrgð á Gyðingaofsóknum ísíðari heimsstyrjöldinni Embættismenn ríkisstjórnar Vestur-Þýzkalands neituðu í gær- kvöldi að láta hafa nokkuð eftir sér um þriðju árás Begins forsætisráð- herra ísraels á Schmidt kanslara V- Þýzkalands á jafnmörgum dögum. Begin sakaði Schmidt um að hafa sýnt Adolf Hitler trúnað allt fram undir það síðasta í síðari heimsstyrj- öldinni. „Hann rauf aldrei trúnað sinn við foringjann Adolf Hitler,” sagði Begin. Vestur-þýzkir fjölmiðlar hafa látið í ljós mikla undrun og fyrirlitningu á ummælum Begins, sem einnig sagði í gær: ,,Ég hef aldrei fyrirgefið vestur- þýzku þjóðinni. Ég mun aldrei fyrir- gefa henni vegna þess að hún ber sameiginlega ábyrgð.” Dagblaðið Bild Zeitung, sem er í eigu harðásta stuðningsmanns ísraels í V-Þýzkalandi, Axel Springer, for- dæmdi í gær ummæli Begins. Árásir Begins á Schmidt að undanförnu koma í kjölfar þeirra ummæla kansl- arans að Palestínumenn ættu sjálfir að ráða framtið sinni. Menachem Begin. Friðartilraunir Bandaríkja- manna og Sovétríkjanna Bandaríkjamenn og Sovétmenn halda áfram tilraunum sínum til að koma á friði í Líbanon og að koma i veg fyrir átök Sýrlands og ísraels vegna atburðanna þar. Reagan forseti sendi Philip Habib til Miðausturlanda í þess- um tilgangi en hann hefur mikla reynslu og þekkingu á málefnum þessa heimshluta. Sovétmenn sendu Georgy Korni- yenko aðstoðarutanríkisráðherra og átti hann að hitta forseta Sýrlands, Hafez Al-Assad, að máli í Damaskus. Erlendar fréttir Útför Bobby Sands gerð í dag: Bretar fjölga í hertiöi sínu á N-íriandi Bretar hafa fjölgað um 600 manns í herliði sínu á Norður-írlandi af ótta við að auknar óeirðir brjótist þar út í dag er útför IRA-félagans Bobby Sands verður gerð. Lögreglumaður var skotinn til bana í Belfast í gær og er hann fyrsta fórnar- lambið í pólitiskum ofbeldisverkum frá því að Bobby Sands lézt aðfaranótt síð- astliðins þriðjudags eftir 66 daga hung- urverkfall. Varnarmálaráðuneytið í London reyndi í gær að gera lítið úr hinum aukna viðbúnaði lögreglu og herliðs á Norður-írlandi. Fyrir var þar 7000 manna lið lögreglu og 11000 manna herlið. En lögreglan og brezki herinn viður- kenndu að óvenjustrangur viðbúnaður væru nú af þeirra hálfu vegna útfarar- innar sem gert er ráð fyrir að verði sú fjölmennasta á Norður-lrlandi síðan þrettán manns létu lífið i átökum við brezkar hersveitir í Londonderry 1972. Líkfylgdin mun fara í gegnum mörg hverfi kaþólskra manna í Belfast í dag en einnig í gegnum hverfi mótmæl- enda. Óttazt er að til mikilla óeirða kunni að koma i Belfast I dag og er viðbúnaður lögreglu og herliðs mikill af þeim sökum. SfMI 85411. REYKJAVlK. HÖFÐABAKKA 9. Þessi nýja lína er gerð fyrir fólk, sem hefur ánægju af mat og kryddi. í henni eru krúsir fyrir kaffi, te, sykur og' auk 20—30 tegunda krúsa fyrir krydd, sultur og marmelaði. Þá eru í línunni ofnföst föt af mörgum stærðum og gerðum. Til viðskiptamanna sparisjóða UM SKULDBREYTINGU LAUSASKULDA HÚSBYGGJENDA OG ÍBÚÐAKAUPENDA í FÖSTLÁN. í framhaldi af fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar hefur stjórn Sambands ísl. sparisjóöa mælt meö því við sparisjóðina, að þeir gefi viðskiptavinum sínum sem fengiö hafa lán hjá sparisjóði vegna húsbyggingar eða íbúðarkaupa á undanförnum þremur árum, kost á að sameina þau í eitt lán, sem yrði til allt að 8 ára. Þau heildarlán sem sparisjóðirnir breyta á þennan hátt, nema þó aldrei meira en 10% af heildarútlánum hvers sparisjóös, miðað við 31.12.1980. SKILYRÐI FYRIR SKULDBREYTINGU A. að umsækjandi hafi fengið lán hjá Húsnæðisstofnun ríkisins á árunum 1978, 1979og 1980 eða verið lánshæfur á þessum árum, samkvæmt núgildandi reglum stofnunarinnar. B. að umsækjandi eigi aðeins eina íbúð eða íbúðarhús, byggt eða keypt á þessum árum til eigin afnota. C. að umsækjandi hafi fengið lán hjá sparisjóöi til íbúðakaupa eða byggingar og skuldi 31.12.1980 vegna slíkra lána 20.000 nýkrónur eða meira, enda hafi lánin upphaflega verið veitt til skemmri tíma en fjögurra ára og eigi að greiðast upp á næstu þremur árum eða skemmri tíma. Undanskilin skulu skammtímalán veitt vegna væntanlegra húsnæðislána, lífeyrissjóðslána eða annarra tímasettra greiðslna. LÁNSKJÖR Lánstími 8 ár, eöa skemmri tími samkvæmt ósk lántakanda. Lánin bundin lánskjaravísitölu með 21/2% vöxtum og veitt gegn fasteignaveöi. Veðsetning eignar skal ekki nema hærra hlutfalli en 65% af brunabótamati. Lánsfjárhæð skal ekki nema hærri upphæðen 100.000 krónum og endurgreiðast með ársfjórðungslegum afborgunum lánstímabilið. UMSÓKNIR Umsókn um skuldbreytingarlán skal umsækjandi skila á sérstökum eyðublöðum í þann sparisjóð, þar sem hann hefur aðalviðskipti sín. Skal þar skrá öll þau skammtímalán, sem óskað er að breytt sé, í hvaða sparisjóði sem þau lán eru. Auk umsóknar skal umsækjandi skila veðbókar- og brunabótamatsvottorði eignar sinnar, sem veðsetja á til tryggingar láninu. Sá sparisjóður, þar sem hæsta skuld umsækjanda er, veitir lánið og gerir upp lán við aðra sparisjóði. Sé umsækjandi ívanskilum meðönnur lán, skal hann gera þau upp áður enskuldbreytingfer fram. UMSÓKNARFRESTJUR Frestur til að skila umsóknum er til 31. maí n.k. Lánveitingar munu ,fara fram jafnóðum og unnið hefur verið úr umsóknum og ekki síðar en 31. júlí n.k. SAMBAND (SLENSKRA SPARISJÖDA

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.